Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
47
ETA banaði
einum og
sœrði tvo
Bilbao, 6. nóvcniber. AP.
ÞJÓÐARVARÐLIÐI féll í skot-
árás ok annar særðist eftir að
fótboltaleik lauk í Tolosa í
nátírenni San Sebastian í gær.
12 ára drengur særðist í árás-
inni, en þrjár grímuklæddar
leyniskyttur sem |>ar áttu hlut
að máli komust undan. Fuilvíst
er talið að árásarmennirnir hafi
verið úr ETA-hreyfingunni, en
hryðjuverkamenn úr henni hafa
verið óvenjuathafnasamir á
síðustu vikum.
Góð upp-
skera í Sovét
Moskvu — 6. nóvember. AP.
KOSYGIN for.sætisráðherra So-
vétrikjanna segir að knrnupp-
skera fari í ár yfir 230 milljón-
ir lesta, en það er mesta
uppskera sem um getur í
Sovétríkjunum. Vætusamt
hefur verið í Sovétríkjunum f
ár. og telja vestrænir sérfræð-
ingar í Moskvu að gæði þessar-
ar miklu uppskeru séu ekki
sem skyldi.
Enn er of snemmt að «era
ráð fyrir því hvaða áhrif
kornuppskeran í Sovétríkjun-
um muni hafa á innflutning á
korni þan«að frá Bandarikjun-
um. Kanada. Ástralíu og iiðrum
liindum. en slíkur innflutning-
ur hefur verið gífurlegur á
undanfiirnum árum, þe>?ar
uppskera í Sovét hefur verið
fáda ma lélejg.
íhugun
6T
lausnin
Salisbury. B. nóvemher. AP.
RÚMLEGA 50 iðkendur „inn-
hverfrar íhugunar" eru komnir
til Rhódesíu frá Bandaríkjunuin
og ætla að binda enda á
skærustríðið sem hefur geisað í
sex ár í landinu með „heiiaöld-
um“.
„Taugakerfi þjóða geta trufl-
ast rétt eins og manna,“ sagði
leiðtogi hópsins, Jerry Daniels
frá San Franeiseo.
Strauss
forsœtis-
ráðherra í
Bœjaralandi
MUnchrn, fi. núvemher. Renter.
FRANS Josef Strauss var um
helgina kjörinn forsætis-
ráðherra í Bæjaralandi. en í
kosningum til ríkisþingsins,
sem haldnar voru fyrir hálfum
mánuði, hlaut flokkur hans,
CSU. nær sextíu prósent at-
kva'ða.
125 þingmenn greiddu
Strauss atkvæði á ríkisþinginil.
76 greiddu atkvæði á móti
honum. en 1 þingmenn voru
fjarverandi atkvæðagreiðsi-
una.
25 murtir í
Rhódesíu
Salisbury, 6. nóvember. AP.
25 BLÖKKUMENN hafa veriö
myrtir nyrzt í Rhódesíu, að því
er hernaðaryfirvöld í landinu
segja. Ekki kom fram í yfirlýs-
ingunni hverjir ættu sök á
fjöldamorðunum, sem eru ein-
hver hin mestu frá því að stríðið
í Rhódesíu hófst fyrir sex árum,
en látið að því liggja að
þjóðernissinnaðir skæruiiðar
standi að baki.
Zambíustjórn heldur því fram
að rhódesískir hermann tíðki
það þessa dagana að dulbúast
sem zambískir hermenn og herji
síðan á vegfarendur í Suð-
ur-Zambíu.
Hitler hafði
lítið innsæi
Bunn, fi. nóvember. Reuter.
INNSÆI Adolfs Hitlers var ekki
eins mikið og af var látið og
raunar ekki hans sterka hlið
segir hergagnaráðherra hans,
Albert Speer. í grein í blaðinu
Welt am Sonntag.
Hann segir að innan við einn
tíundi hernaðarspádóma hans
hafi rætzt. Ilann talaði mikið um
bardaga þegar Þjóðverjum gekk
vel og skcllti skuldinni á hers-
höfðingja sína þegar ósigrar
hrönnuðust upp. neitaði að sætta
sig við eigin mistök og sakaði
hershöfðingjana um að hlýða
ekki skipunum sínum.
Þegar Hitler varð reiður hegð-
aði hann sér eins og óþekkur sex
ára krakki, hann var barnaiega
þrjózkur og lærði aldrei af
mistökum sínum. Það var ekkert
hægt að segja honum, segir
Speer.
Hitler hafði eins sterk áhrif á
hershöfðingja sína og ævintýra-
mennina í flokknum. Hershöfð-
ingjarnir voru heiðarlegir menn,
gæddir hermannadyggðum, en
brotnuðu af stöðugri návist
Hitlers, segir Speer.
Fráfarandi forsætisráðherra írans, Jaafar Sharif-Emami, ávarpar þingið í Teheran í
umræðum um traust á stjórnina.
Herforingj ar með völdin
í Iran fram að kosningum
Tcheran, 6. nóvember. AP. Reuter.
GHOLAM Reza Azhari hershöfðingi, forseti íranska herráðsins síðan
1971, var í dag skipaður forsætisráðherra írans í kjölfar óeirða,
íkveikja og rána. Stjórnin er skipuð hermönnum og einum óbreyttum
borgara, Amir Khosro Afshar, sem verður áfram utanríkisráðherra.
Kunnugir telja að sú ákvörðun að veita stjórn Sharif-Emami lausn
og skipa herforingja forsætisráðherra sé ekki bráðabirgðalausn. Hins
vegar er talið að keisarinn muni standa við það loforð sitt að efna til
frjálsra þingkosninga næsta sumar.
Óeirðir héldu áfram í Teheran í kveikt var í borginni ollu afsögn
hernum. Herlögreglan
um 20 ritstjórum og
morgun og í annað sinn var ráðizt
inn á lóð brezka sendiráðsins sem
skemmdist mikið af eldi í gær-
kvöldi. Að þessu sinni var ráðizt
inn í húsnæði starfsfólks sendi-
ráðsins en engan diplómata sakaði
og fjölskyldur þeirra ekki heldur.
Keisarasinni
Azhari hershöfðingi, hinn nýi
forsætisráðherra, er talinn ein-
dreginn stuðningsmaður keisara-
dæmisins. Hann hefur orð fyrir að
vera guðhræddur múhameðstrúar-
maður og tilheyrir Shíta-trú-
flokknum eins og 90% þjóðarinn-
ar.
Azhari hlaut menntun sína í
íranska herskólanum og hefur sótt
hernámskeið í Bandaríkjunum.
Hann er kunnur fyrir ágæta
stjórnunarhæfileika og er sagður
engin sambönd hafa við kaup-
sýslumenn.
Keisari ákvað að skipa Azhari
hershöfðingja eftir átta klukku-
stunda viðræður við helztu ráðu-
nauta sína. Meðan viðræðurnar
stóðu yfir rifu óeirðaseggir niður
hús í miðborginni, kveiktu í
strætisvögnum, réðust inn í banka
,og á stjórnarbyggingar. Keisarinn
ákvað að reyna hernaðarlega lausn
þar sem trúarleiðtogar og leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar höfðu
neitað að fallast á pólitíska lausn á
ólgunni í landinu.
Óvænt tilkynning
„Bráðabirgöalausn"
Keisarinn lagði á það áherzlu í
ávarpi til þjóðarinnar að skipun
hermannastjórnar væri bráða-
birgðalausn og stafaði af því að
tilraunir til að mynda samsteypu-
stjórn stjórnmálaflokka hefðu
farið út um þúfur. Tilkynning
keisarans kom kunnugum á óvart
þar sem þeir telja að herforingja-
stjórnin sitji fram að kosningun-
um sem eiga að fara fram á næsta
ári.
í ávarpi sínu hét keisarinn því
að ábyrgjast að fyrri mistök yrðu
ekki endurtekin. Hann viður-
kenndi líka að verkfallsmenn
hefðu í flestum tilfellum haft rétt
fyrir sér.
„Morðin og glundroðinn í mörg-
um landshlutum voru komin á svo
alvarlegt stig að sjálfstæði lands-
ins stafaði hætta af. Hinir hörmu-
legu atburðir á sunnudag þegar
ríkisstjórnarinnar. Til þess að
koma í veg fyrir frekari ólgu og
morð og til þess að koma á lögum
og reglu hef ég reynt að gera mitt
bezta til að mynda samsteypu-
stjórn en það tókst ekki. Þess-
vegna var ég tilneyddur að skipa
bráðabirgðastjórn herforingja,"
sagði keisarinn.
Ritskoðun
Um leið og Sharif-Emami sagði
af sér var lýst yfir herlögum og
hérmenn lögðu undir sig í morgun
fréttastofur og aðra mikilvæga
staði. Skriðdrekar og brynvarðir
vagnar sóttu að aðalbyggingu
útvarpsins og sjónvarpsins og
lögðu hana undir sig. Útkoma
fjögurra blaða af fimm í höfuð-
borginni var bönnuð.
I óeirðunum sem leiddu til
afsagnar Sharif-Emamis hefur
verið eyðilagður verulegur fjöldi
banka, verzlana, veitingahúsa,
hótela, annarra bygginga og bif-
reiða. Andstæðingar stjórnarinnar
hafa haft í frammi ýmiss konar
mótmæli og hrópað: „Niður með
keisarann". \
Margir ritstjórar og blaðamenn
neita að mæta á blöðum sínum og
að hlýða
leitar að
blaðamönnum sem eru sakaðir um
að hafa æst til óeirða. Fimm
ritstjórar þriggja stærstu blað-
anna voru handteknir í morgun.
Viöbúnaður
Hermenn eru á verði við opin-
berar byggingar og sendiráð. Svíar
fluttu úr sendiráði sínu þegar
óeirðirnar stóðu sem hæst í gær
þar sem sagt var að sprengju hefði
verið komið fyrir í byggingunni.
Olía
hækkar
Kuwait, 6. nóvember, AP.
Arabískir olíuframleiðendur
hafa komist að samkomulagi
um að hækka verð á olíu um 10
af hundraði á fundi olíufram-
leiðsluríkja (OPEC) í næsta
mánuði, að því er blaðið A1
Seyassa skýrir frá í dag. Blaðið
segir að þjóðhöfðingjar ara-
bísku olíuframleiðsluríkjanna
hafi komist að þessu samkomu-
lagi á fundi leiðtoga Arabaríkja
í Baghdad, og kemur hækkunin
til framkvæmda um næstu
áramót.
Blaðið hefur eftir áreiðanleg-
um heimildum að olíuráðherrar
Arabaríkja muni taka á sig
ferð til vestrænna iðnaðarríkja
áður en OPEC-fundurinn verð-
ur haldinn, til að skýra ástæð-
urnar fyrir olíuhækkuninni.
Öllum skólum og háskólum hefur
verið lokað.
Vopnaðir hermenn eru á verði
við allar stjórnarbyggingar. Við-
brögð stjórnarandstöðuleiðtoga
hafa verið væg. Einn þeirra kvað
ráðstafanir keisarans skiljanlegar
þar sem ástandið hefði verið
óútreiknanlegt. Talsmaður Þjóð-
fylkingarinnar, Darish Forohar,
skoraði á þjóðina að varðveita
einangrun sína.
Horfurnar á pólitískri lausn
virðast hafa farið út um þúfur
vegna yfirlýsingar Þjóðfylkingar-
innar um að flokkurinn og hinn
útlægi Shíta-leiðtogi Ayatullah
Khomaini, hefðu sameinast gegn
keisaranum. Khomaini sagði í
viðtali við AFP í París að „þjóðin
mundi reka“ hvern þann mann
sem tæki við ábyrgðarstöðu hjá
núverandi stjórn.
„Lega írans auðveldar brott-
vikningu keisarans. Svokölluð hvít
bylting hans á að svipta þjóðina
afkomu sinni,“ sagði Khomaini.
Núverandi barátta er barátta gegn
keisarastjórninni sem reynir að
halda íran undir bandarískri
yfirdrottnun og þeirra sem vilja að
Iran verði óháð allri erlendri
yfirdrottnun," sagði Khomaini.
Khomaini ræddi í síðustu viku
við dr. Karim Sanjabi, leiðtoga
Þjóðfylkingarinnar sem hefur
innan vébanda sinna stjórnmála-
flokka frá lengst til hægri til
lengst til vinstri að kommúnistum
undanskildum. Þeir lýstu síðan
yfir stofnun „írönsku og islömsku
þjóðarhreyfingarinnar" og báru
stjórnina þungum sökum.
Endurreisnarstarf í Peking:
Ball um helgina
PekinK. 6. nóvember - Rcuter ekki sízt ungviðisins, þyldi trotta og aðra slíka menningar-
UM IIELGINA var slegið upp hann ekki. dansa. Þar kom að að frönskum
PekinK. 6. nóvember — Rcuter
UM IIELGINA var slegið upp
balli í Peking, hinu fyrsta sem
haldið er með vitund pg vilja
yfirvalda í tuttugu ár. Á sjötta
áratugnum var dans stiginn af
miklum þrótti í höfuðborg
kínverska alþýðulýðvcldisins
og er í minnum haft að þá var
Chou EnLai umsvcrmaður
danshcrra í alþjóðlcga klúbbn-
um í miðborg Peking þar sem
dansleikir voru haldnir viku-
lcga.
Smám saman dró úr teiti
þessari unz forkólfar menning-
arbvltingarinnar tóku málið
alfarið í sínar hendur árið 1966
og bönnuðu ósómann, þar scm
talið var að siðferði þcgnanna.
En það var kátt hérna um
laugardagskvöldið í Peking, þar
sem um 400 manns voru saman
komin í alþjóðaklúbbnum í
hinum fjölskrúðugasta klæðn-
aði. Sumir voru í kjól og hvítt,
en aðrir í gallabuxum. Bros-
mildir þjónar, greinilega hinir
ánægðustu með hina nýju siði,
voru á þönum með drykki, og
skemmtu sér hið bezta yfir
dansfimi gestanna, sem voru af
ýmsu þjóðerni. Tónlist var
leikin af hljómböndum, en
nokkuð þótti skorta á fjörið
framan af, því að ekki var boðið
upp á annað en tangóa, fox-
trotta og aðra slíka menningar-
dansa. Þar kom að að frönskum
pilti var nóg boðið og dró hann
upp úr pússi sínu snældu með
brakandi diskómúsíkk, og fór þá
að hitna í kolunum. Skemmtu
gestir sér hið bezta fram eftir
nóttu, en samkomunni lauk með
því að nýjárssöngur Skota „Auld
Lang Syne“ hljómaði um sali.
Var þá verulega farið að draga
af hljómburðartækjunum, auk
þess sem hljómbandið var ekki
eins og bezt gerist.
Forráðamenn alþjóðaklúbbs-
ins segja að ballið hafi verið í
tilraunaskyni, en hafa heitið því
að taka til vinsamlegrar athug-
unar hvort ekki verði haldið
áfram á sömu braut.