Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER Í978
45
Deleríum í
Garðinum
Sl. fimmtudagskvöld frum-
sýndi Litla leikfélagið í Garði
Deleríum Búbónis, leikrit
þetta bræðra Jóns Múla og
Jónasar Árnasonar. Milli 130
og 140 manns voru á
sýningunni og var henni mjög
vel tekið.
Deleríum Búbónis var fyrst
sýnt í Iðnó 1958 á vegum LR
og eru því um 20 ár síðan
leikritið var fyrst sýnt. Flosi
Ólafsson leikstýrir verkinu í
Garðinum en hann hefir áður
sett það upp. Það var á
Akureyri 1959.
Leikritið er stórskemmtilegt
á að horfa. Leikarar stóðu sig
með mikilli prýði á frumsýn-
ingunni og undirleikur Grettis
Björnssonar er frábær.
Auðséð er að leikstjórinn,
Flosi Ólafsson, kann að vinna
sitt verk og er stórskemmti-
legt að sjá hvernig honum
hefir tekizt í glímunni við
verkið og lítt reynda leikendur
sem skiluðu hlutverkum sín-
um með miklum sóma — öll.
Stærstu hlutverkin eru í
höndum Hólmbergs Magnús-
sonar og Ólafs Sigurðssonar
en aðrir leikendur eru: María
Guðfinnsdóttir, Helga Ólafs-
dóttir, Unnsteinn Kristinsson,
Margrét Sæbjörnsdóttir,
Ómar Jóhannsson, Torfi
Steinsson og Svavar Óskars-
son.
Ekki er hægt að skilja svo
við sýninguna öðruvísi en að
minnast á leikmyndina. Hún
var mjög smekkleg og bar þar
hæst skrifborð og stóll for-
stjórans sem bæði voru út-
skorin af Sævari Helgasyni
sem hafði yfirumsjón með
leikmyndinni. Verkið tekur
tvær klukkustundir og tuttugu
mínútur í flutningi.
Næsta sýning verður í sam-
komuhúsinu á sunnudag kl. 16.
Þá verða sýningar í samkomu-
húsinu í næstu viku. Einnig er
ákveðið að fara í nágranna-
byggðirnar með verkið svo og
upp í Kjós.
Arnór Ragnarsson.
Jafnvægismálaráðherrann (Ólafur Sigurðsson) og Ægir Ó.
Ægirs forstjóri (Hólmberg Magnússon) taka lagið.
Attræður — Einar
Gestsson Norðurkoti
Hann Einar Gestsson frændi
minn á afmæli á morgun, 20.
nóvember. Þá hefur hann gengið
80 ár af sinni ævileið. Einar er
fæddur í Garðinum, en fluttist um
tveggja ára aldur með móður
sinni, þá ekkju, suður á Miðnes,
þar sem hann hefur alið sinn aldur
síðan.
Á þessum tímamótum í lífi
frænda míns reikar hugurinn
aftur í tímann til bernskuára
minnna. Þá áttum við margar
ánægjulegar samverustundir. Sér-
lega minnisstæðar eru heimsókn-
irnar, þegar hann kom hjólandi til
þess að láta pabba klippa sig. Mér
þótti alveg sjálfsagt að taka vel á
móti gesti þessum, enda borgaði
hann mér alltaf klippinguna með
því að hella smáaurunum úr
buddunni sinni og láta mig telja
þá í sparibaukinn minn. Þetta
voru stórar stundir, sem gleymast
seint. Sjálfsagt hef ég þarna notið
þess að einhverju leyti að ég ber
nafn móður hans, Gróu Einars-
dóttur, en henni unni Einar mjög.
Já, það var eitthvað sérstakt við
þennan frænda. Það var svo gott
að hitta hann og tala við hann, en
til þess hafði hann alltaf nógan
tíma. Svo var hann svo karlmann-
lega vaxinn, að hann hlaut að vera
mjög sterkur. Eitt þótti mér alveg
stórkostlegt við hann, hvað hann
var duglegur að synda. Þá skynjaði
ég ekki til fulls afrekin hans á því
sviði, en er það því ljósara nú,
hvers konar afrek það hefur verið
af manni hans tíðar, er hann
sextán ára gamall bjargaði for-
manni sínum frá drukknun, er báti
þeirra hvolfdi á leið tiljands úr
róðri. Eða er hann sýndi björgun
af strandstað og synti með mann á
baki og bát í togi til lands.
Barnsaugun sáu jú manninn í
réttu ljósi — mikið þrekmenni.
I dag finnst mér hann Einar
alveg eins og þá. Hann er alltaf
hress og kátur, en yfirlætislaus í
viðmóti. Hann hefur umgengist
fjöldann allan af fólki á ýmsum
aldri og víða að, enda sótti hann
fyrr á árum vinnu sína utan
heimahaga eins og þá var títt
meðal ungra og vaskra manna af
Suðurnesjum.
Einar tók vélstjórapróf á sínum
tíma og er því fyrst og fremst
sjómaður, en hefur annars unnið
hvers konar störf, sem til falla
hverju sinni. Að félagsmálum
sveitar sinnar hefur hann unnið
frá unga aldri og ber þar hæst
störf í þágu Ungmennafélags og
Slysavarnadeildarinnar Sigurvon-
ar í Sandgerði, þar sem hánn var
lengi formaður björgunarsveitar-
innar. Hann hefur yndi af lestri
góðra bóka og ýmiskonar fræði-
legu grúski og kann því frá ýmsu
að segja, ef eftir væri leitað, því
hann er minnugur vel.
Að lokum óska ég Einari frænda
hjartanlega til hamingju með
afmælisdaginn og bið guð að
blessa honum ókomnu árin.
Iðunn Gróa.
Ráðinn forstöðu-
maður bankaeftir-
lits Seðlabankans
BANKASTJÓRN Seðlabankans
hefur ráðið Þórð Ólafsson lögfræð-
ing í starf forstöðumanns banka-
eftirlits Seðlabankans frá 1.
nóvember 1978. Tekur hann við því
starfi af Sveini Jónssyni viðskipta-
fræðingi, sem látið hefur af
störfum hjá bankanum.
Þórður Ólafsson er fæddur 26.
júlí 1948. Hann lauk stúdentsprófi
frá M.A. 1968 og lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands í janúar 1975.
Þórður hefur síðan starfað við
bankaeftirlit Seðlabankans síð-
ustu tvö árin sem deildarstjóri.
Þórður ólaisson.
Frá
Bing&Gröndahl
höfum víð stærsta
og besta úrvalið:
Kaffi- og matarstell:
Við bjóðum 15 tegundir af kaffi-
stellum, og 6 tegundir af matar-
steilum þ.á.m. hið sígilda Máva-
stell með flestum aukahlutum.
Hvítar styttur:
Allar tegundir af hvítum styttum
t.d. „Pínurnar" „Börn að leik"
og „Sjávarbörnin".
Ennfremur gott úrval
af styttum í lit.
Lítlð við í verslun okkar.
Jólaplattinn 1978
Thorvaldsen plattarnir
í gjafapakkningu.
Auk þess eigum við i
takmörkuðu magni jólaplatta
”66 og ”71, ”75 ”76 og
”77 alla í gjafapakkningu.
Mæðradagsplattinn
allir sex: Dagur, Nótt og
árstíðirnar: Sumar, Vetur,
Vor og Haust.
Þýzki borðbúnaðurinn
er kominn. 9 tegundir,
takmarkaðar byrgðir.
1978
Postulíns- og kristalsdeildin
hefur verið stækkuð og endurbætt.
Verið velkomin til að líta við .
Gjafaúrvalið hefur aldrei verið fallegra.
R AMM AGERÐIN:
Hafnarstræti 19