Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 1
64 SIÐUR 282. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Sósíalistar og hægri menn vilja kosningar David Owen heilsar Haig yfirmanni herafla NATO-ríkjanna í Evrópu á fundinum í Briissel. (AP-símamynd). Owen vill fund með V ars j árbandalaginu Briissel — 7. des. — AP DAVID Owen utanríkisráðherra Bretlands skoraði í dag á utanríkisráðherra Atlandshafs- bandaiagsins að stofna til fundar með starfsbræðrum sín- um í ríkjum Varsjárbandalags- ins. Owen hélt því fram máli sínu til stuðnings að slíkar „beinar pólitískar viðræður" hlytu að undirstrika það' að Atlandshafsbandalagið hefði raunverulegan áhuga á „détente", eða slökun. Þessi tillaga Owens er sögð hafa komið nokkuð á óvart á rað- herrafundinum, og voru menn ekki reiðubúnir að tjá hug sinn til hennar þegar í stað. Fundurinn fer fram fyrir lukt- um dyrum, en haft er eftir áreiðanlegum heimildum að þegar leið á daginn hafi áhugi hinna ýmsu ráðherra verið farinn að aukast á málinu, enda hafi Owen lagt ríka áherzlu á að skoðanaskipti af þessu tagi gætu orðið til þess að greiða fyrir samningum um gagnkvæman samdrátt herafla í Evrópu, en viðræður um það mál hafa nú staðið í fimm ár, án þess að árangur hafi orðið teljandi. Madrid — 7. desember — AP — Reuter SÓSÍALISTAR og hægri menn undir forystu Manuels Fraga lögðu í dag að Adolfo Suarez forsætisráð- herra Spánar að efna til þingkosn- inga eftir áramót, og töldu lélega kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um nýja stjórnarskrá sönnun þess að ríkisstjórnin stæði höllum fæti. Almennt er þó talið að Suarez fari fram á stuðningsyfirlýsingu þingsins og reyni þannig að draga á ianginn að gengið verði til kosn- inga. Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni varð töluvert minni en búizt var við, eða 68%, en hins vegar voru mun fleiri samþykkir stjórnarskrárfrum- varpinu en ætlað var þegar atkvæða- greiðslan hófst. 87% af þeim sem greiddu atkvæði sögðu „já“. Skoð- anakannanir bentu til þess að 80% styddu frumvarpið, en að kjörsókn yrði 76%. Atkvæðagreiðslan fór friðsamlega fram þrátt fyrir hrak- spár, og kjörsókn var ekki lökust í Baskalandi, eins og spáð hafði verið, heldur í Oresne, þar sem andstaða er mikil gegn frjálslegri hjúskaparlög- gjöf. I Oresne var kjörsóknin ekki nema 41% en í Baskalandi var hún 44%. Getum er að því leitt að leiðindaveður hafi orðið til þess að fleiri sátu heima en búizt var við, en sumir telja þó að almenningur hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af áróðri síðustu vikna, en gífurlegum fjármunum úr sjóðum ríkisins hafa runnið til þeirrar herferðar. Suarez kallaði leiðtoga Miðflokka- sambandsins saman til fundar í dag til að ræða úrslit atkvæðagreiðsl- unnar, en áreiðanlegar heimildir herma að þótt kjörsókn hafi sýnilega valdið honum vonbrigðum þá hafi hann ekki verulegar áhyggjur af því að stjórn hans geti ekki setið enn um hríð. Miðflokkasambandið vantar tíu þingsæti upp á að hafa meirihluta í neðri deild Cortes, en stjórn Suarez hefur notið stuðnings hinna ýmsu flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Kommúnistar, sem eru með 20 þingmenn, hafa látið að því liggja að þeir muni styðja stjórn Suarezar fari hann fram á stuðn- ingsyfirlýsingu, en þar í flokki eru menn yfirleitt þeirrar skoðunar að ekki sé tímabært að ganga til kosninga nú, þar sem sósíalistar muni sennilega auka nokkuð fylgi sitt á kostnað kommúnista. Carter um Miðausturlönd: Alvarlegar afleiðingai verði samningar ekk undirritaðir íyrir 17. des Washington — 7. dcs. — AP CARTER Bandaríkjaforseti brýndi í dag alvarlega fyrir stjórnum ísraels og Egyptalands að undirrita friðarsamninga fyrir 17. desember næstkomandi, og sagði að það mundi hafa hinar verstu afleiðing- ar ef slíkt tækist ekki. Carter benti á, að ef samningarnir yrðu ekki undirritaðir fyrir þennan tíma hlytu menn að efast um vilja ísraelsmanna og Egypta til að standa við önnur ákvæði samnings- ins. Þá varaði Carter ísraelsmenn við því að auka landnám á vestur bakka Jórdanárinnar og á Gaza-svæðinu, og ítrekaði að það bryti f bága við Camp David samkomulagið. Carter hefur nú sent Cyrus Vance utanríkisráð- herra til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs tii að knýja á um Utanríkisráðherrafundur NATO: Kröfur um skýrt markaða stefnu í mannréttindamálum BrUsscI — 7. dcs. AP. Reutcr. MIKLAR umræður urðu um mannréttindamál á utanríkisráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins í Briissel í dag, og haft er eftir áreiðanlegum heimildum að þar hafi komið fram ákveðnar kröfur um að bandalagið markaði sér stefnu í meðferð slíkra mála og fylgdi henni eftir, í stað þess að láta sér nægja að birta opinberar yfirlýsingar að ráðherrafundum lokntim. Ummæli Carters Bandaríkjafor- seta frá í gær eru talin ein af ástæðunum fyrir því að mannrétt- indamál voru rædd svo ýtarlega á fundinum í dag, en Carter sagði meðal annars að mannréttindamál væru „sálin“ f utanríkismála- stefnu sinni. Það kom fram á fundinum, að stjórnin í Peking hefur látið það berast til stjórna nokkurra NATO-þjóða að Kínverjar hyggist á næstunni ritfta 30 ára samningi sínum við Sovétríkin um „vináttu, samstöðu og gagnkvæma aðstoð". Samningurinn var undirritaður í febrúar 1950, en Kínverjar eru sagðir ætla að rifta honum í Benedikt Gröndal utanríkisráðherra ásamt Guðmundi í. Guðmunds- syni sendiherra við upphaf utanrfkisráðherrafundarins f gær. (AP-símamynd). febrúar næstkomandi, eða ári áður en hann rennur úr gildi. Sú staðreynd að Kínverjar láta NATO-ríkin, auk Japans, fylgjast með sambúðinni við Sovét með þessum óvenjulega hætti er talin til marks um þá áherzlu er þeir leggi á aukin samskipti við vestræn lýð- ræðisríki. Þessi trúnaður er greini- lega gagnkvæmur því að herskari kínverskra blaðamanna er nú í Brússel, sérstaklega til að fylgjast með því sem gerist á fundinum. A fundinum í Brússel í dag lét Warren Christopher varautanríkis- ráðherra Bandaríkjanna svo um- mælt að ríki, sem sýndu ekki minnsta áhuga á að virða mann- réttindi, gætu ekki vænzt þess að Bandaríkin létu slíka afstöðu ekki hafa áhrif í samskiptum við þau. Fundurinn samþykkti að banda- lagsríkin skyldu hafa náið samráð um mannréttindamál áður en næsti fundur Öryggismálaráðstefnu Evrópu kæmi saman. Allir utanrík- isráðherrar Atlantshafsbandalags- ríkjanna sátu fundinn í Brússel, að Cyrus Vance frátöldum, en hann var önnum kafinn við undirbúning ferðar sinnar til Miðausturlanda. undirritun friðarsamninga fyrir 17. desember samkvæmt því sem ákveðið var í Camp David í september sfðastliðnum. Ljóst er að þessa stundina eiga sér stað verulegar hræringar í sambandi við friðarsamningana. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels og Mustafa Khalil forsætisráðherra Egyptalands mundu hittast í dag eða á morgun í Bonn eða Lundúnum. Khalil, sem nú er í Lundúnum, hafði hug á fundi með Dayan og jafnvel einnig Weizman varnarmálaráð- herra, en Dayan hefur tekið af öll tvímæli og segir að enginn slíkur fundur hafi verið á döfinni. Dayan telur góðar horfur á að takast megi að undirrita samninga fyrir 17. desember, en tók fram um leið að þótt svo færi ekki væri óþarft að líta svo á að málið væri komið í þrot. Dayan kvað Israelsmenn reiðubúna að undirrita samningsdrögin eins og þau lægju nú fyrir, og ætti Sadat Egyptalandsforseti næst leik. Dayan lét í ljós vonir um að Cyrus Vance tækist að höggva á hnútinn.en Vance ræðir meðal annars við Begin og Sadat í næstu viku. Helztu hindranir fyrir því að hægt sé að undirrita samninga eru varðandi tímaáætlun um sjálfstjórn Palestínuaraba á vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu, auk þess sem ekki hefur náðst samstaða um hvort Egyptar skuli láta ákvæði í friðarsamningum við Israelsmenn hafa forgang þar sem þau stangast á við samninga Egypta við önnur Arabaríki. Fjölgar í konungsgarði Stokkhólmi. 7. dcscmbcr. AP. Silvía Svíadrottning á von á öðru barni sinu í júii að því er tilkynnt var f Stokkhólmi f dag. Kvað talsmaöur hirðarinnar ekkert meira um málið að segja á þessu stigi. Sænsku konungshjónin gengu í hjónaband í júní 1976 og Viktoría prinsessa var í heiminn borin í júní 1977.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.