Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Austurlína
tengd í dag
Rafmagnsveitur ríkisins taka við Kröfluvirkjun
AUSTURLÍNA, línan frá
Kröflu til aðveitustöðvar-
innar við Hryggstegg í
Skriðdal, verður tengd inn
á Austurlandskerfið í dag
og verða þá Suður-, Norð-
ur- og Austurland sam-
tengd í eina heild. Vinna
við Vesturlínu er hafin og
er áætlað að Vesturland og
Vestfirðir komist í sam-
tengingu við aðra lands-
hluta á árinu 1980.
Hafskip óskar
eftir vidrædum
vid Bifröst
„VIÐ MUNUM halda stjórnar-
fund á moricun og taka þá fyrir
þessa ósk Hafskips um viðræður.“
sagði Þórir Jónsson formaður
stjórnar Bifrastar hfen á
stjórnarfundi Hafskips í fyrra-
dag var forstjóra félagsins falið
að skrifa Bifröst hf. og óska eftir
formlegum viðræðum um hugsan-
lega samvinnu skipaféiaganna.
Mbl. spurði Þóri, hvað liði
viðræðum Eimskipafélagsins og
Bifrastar og sagði hann, að þær
hefðu legið niðri að undanförnu
vegna fjarveru Bjarna Magnús-
sonar varaformanns stjórnar
Bifrastar, en hann var væntan-
legur til landsins í gærkvöldi.
Tenging Austurlínu hefst um
klukkan 11:30 í dag og verður
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra meðal viðstaddra í að-
veitustöðinni við Hryggstekk.
Guðjón Guðmundsson rekstrar-
stjóri Rafmagnsveitna ríkisins
sagði í samtali við Mbl. í gær, að
reiknað væri með að tengingunni
yrði að fullu lokið á um klukku-
stund, en reiknað er með að línan
færi Austfirðingum 17—20 MW,
sem Guðjón sagði að ætti að duga
þeim næstu tvö árin.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
óska eftir því að Rafmagnsveitur
ríkisins taki við rekstri Kröflu-
virkjunar og sagði Guðjón stefnt
að því að það yrði um áramótin en
tíminn þangað til yrði notaður til
að ganga frá samningum um
yfirtökuna, en aðilar þeirra samn-
inga eru Kröflunefnd, iðnaðar-
ráðuneytið og rafmagnsveiturnar.
Þeirra
eigin
orð
Febrúarlögin „sviptu
launafólk 5-6 vikna
launum á einu ári”
— sagði Eðvarð Sigurðsson 22. júní sl.
Eðvarð Sigurðsson formaður
Verkamannafélagsins Dags-
brúnar og þingmaður Alþýðu-
bandalagsins sagði í viðtali við
Þjóðviljann 22. júní sl.:
„F'yrir mér eru kjaramálin
höfuðatriði. Það er það sem
maður -stendur í daglega, ár og
síð. Þetta síðasta kjörtímabil
hefur einkennst af látlausu
stríði.
... Með lögunum í febrúar var
bannað að greiða nema helming
umsaminna verðbóta á launin,
sem í reynd svipti launafólk
5—6 vikna launum á einu ári.
Aðeins þessari löggjöf var mætt
með víðtækustu aðgerðum sem
verkalýðshreyfingin hefur haft í
frammi gegn slíkum ráðstöfun-
um rikisvaldsins.
Þessi barátta náði hámarki í
sveitarstjórnakosningunum,
þegar launafólk notaði kjör-
seðilinn til þess að færa kjara-
baráttuna inn á hinn pólitíska
vettvang..."
„Fleiri krónur í um-
slagið hefur aldrei
verið keppikefli verka-
lýöshreyfingarinnar ’ ’
— sagði Eðvarð Sigurðsson 27. nóv. sl.
Eðvarð Sigurðsson sagði á
Alþingi 27. nóvember sl., þegar
efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar voru til umræðu:
„Hins vegar mun ég ekki dylja
neinn þess, að hér er um
eftirákaup að ræða og segja má,
að verkalýðshreyfingin gefi hér
eftir vissan hluta af umsömdu
kaupi...
Grundvallarmarkmið ríkis-
stjórnarinnar í þessum efnum
er að sjálfsögðu að reyna að
tryggja kaupmátt launanna sem
allra best og að tryggja atvinnu-
öryggið. Fleiri krónur í umslag-
ið hefur aldrei verið keppikefli
verkalýðshreyfingarinnar út af
fyrir sig, heldur verðmætið,
kaupmáttur þeirra króna, sem
um er samið. Þess vegna er
afstaða verkalýðshreyfingarinn-
ar til þessara mála nú ekkert
nýmæli."
Háhyrningarnir bíða enn
HÁHYRNINGARNIR fimm, sem
Sædýrasafnið í Hafnarfirði hefur
fangað lifandi og verða seldir til
Japans, eru enn í búrinu sem
komið hefur verið upp í Grindavík-
urhöfn. Að sögn Jóns Kr. Gunn-
arssonar forstöðumanns safnsins
hefur enn ekki fengizt lendingar-
leyfi fyrir flugvél þá sem flytja á
háhyrningana til Japans, en þessir
flutningar eru á kostnað kaupand-
ans.
Alls hefur Sædýrasafnið
fangað 10 háhyrninga í haust og
hafa 5 þegar verið seldir til
Bandaríkjanna.
Samanlagt verð-
mæti þessara háhyrninga eru 220
milljónir króna, en Jón tók fram
að gífurlegur kostnaður væri
samfara veiðunum.
Frumvarp til laga lagt fram á Alþingi í gær:
Stefnt að samdrætti í fram-
leiðslu landbúnaðarvara
— bráðabirgðaráðstafanir segir landbúnaðarráðherra
— langtímaáætlanir í undirbúningi
„ÉG MUN óska þess að
sérstaklega önnur grein
þessa frumvarps nái fram
að ganga fyrir áramót,“
sagði Steingrímur Her-
mannsson landbúnaðarráð-
herra á blaðamannafundi í
gær þar sem hann kynnti
frumvarp til laga um
breytingar á lögum um
Framleiðsluráð landbúnað-
arins, verðskráningu, verð-
miðlun og sölu á landbún-
aðarvörum o.fl. Frumvarp
þetta var lagt fram á
Alþingi í gær.
Steingrímur sagði, að afurða-
málum landbúnaðarins væri nú
stefnt í voða og gæti hugsanlega
leitt til þess að bankar drægju úr
INNLENT,
afurðalánum. Frumvarpið sem
lagt var fram í gær felur í sér
bráðabirgðaráðstafanir en Stein-
grímur sagði, að hafinn væri
undirbúningur að langtímaáætlun
í landbúnaðarmálum. Þar verður
lögð áhersla á að bændur fái
tekjur til jafns við viðmiðunar-
stéttir, að draga sem mest úr
framleiðslu umfram innanlands-
þörfina og að tengja þróun land-
búnaðarins byggðaþróuninni.
Einnig kom það fram hjá
Steingrími, að hann hyggst leggja
fram frumvarp sem miðast að því
að losa um styrkveitingar til
ákveðinna framkvæmda í land-
búnaðarmálum.
Sandgerði f ær
hitaveitu í dag
SANDGERÐI verður tengt
Hitaveitu Suðúrnesja í dag,
en fyrr er hitaveita komin
til Grindavíkur,
Ytri-Njarðvíkur og Kefla-
víkur. í Garðinn kemur
hitaveita upp úr áramótun-
um og í Voga á miðju næsta
ári. Síðan verður vallar-
svæðið tengt hitaveitunni
um áramót 1980—81.
Hitaveituæðin til Sandgerðis frá
Keflavík er um 7 km löng, en
Sandgerðis- og Gerðaæð var boðin
út 21. apríl sl. og er áætlaður
kostnaður í vinnu og efni 364,1
milljón krónur. Dreifikerfi í Sand-
gerði var boðið út 24. maí sl. og er
áætlaður kostnaður við það 164.2
milljónir króna, en dreifiveitan
nær til um 240 húsa og hefur þegar
verið lögð í 150 hús.
í Garðinum eru komin 50—60%
dreifiveitunnar og búið er að
semja um dreifiveituna í Vogum
og vinna við aðveituæð þar er
hafin.
Kaupunum á Skólavörustíg 14
rift — en ekki vegna kærunnar
MORGUNBLAÐINU barst í gær
yfirlýsing lögmanna seljanda og
kaupanda fasteignarinnar Skóla-
vörðustígur 14, sem mikið hefur
verið í fréttum að undanförnu.
Kemur þar fram að aðilar hafa
orðið sammála um að rifta
þessum kaupum og eru ástæður
þess skýrðar í yfirlýsingunni.
Hún fer orðrétt hér á eftin
1 YFIRLÝSING.
Seljandi og kaupendur fast-
éignarinnar Skófávörðustíg 14,
hafa nú komið sér saman um að
rifta þessum kaupum.
Seljandi afsalaði greindri fast-
eign hlutafélagi kaupenda, Stjörn-
unni hf., og skyldi kaupverð
greiðast í peningum með yfirtöku
skulda og með útgáfu veðskulda-
bréfa.
Svo var umsamið að seljandi
gerðist hluthafi í Stjörnunni hf.,
starfsmaður félagsins og stjórnar-
formaður, enda var þannig frá
málum gengið að til þess að
skuldbinda félagið skyldi til koma
samþykki allrar stjórnar félags-
ins. Þegar þessi atriði eru höfð i
huga má segja að verðið hafi ekki
verið of lágt.
Eftir að samningar höfðu verið
undirskrifaðir varð seljanda ljóst
að skattalegar ástæður sem hann
hafði ekki hugleitt áður, svo og
aðrar ástæður, gerðu það að
verkum að samningar þessir gætu
orðið honum mjög óhagstæðir.
Af þessum ástæðum fór hann
þess á leit við kaupendur að
kaupin yrðu látin ganga til baka.
Kaupendur skilja ástæður
seljanda og hafa samþykkt riftun.
Jafnframt hafa aðilar komið sér
saman um að leigusamningur sem
þeir gerðu með sér á s.l. sumri yrði
endurnýjaður með nokkrum breyt-
ingum.
Fyrir nokkrum dögum aftur-
kallaði seljandi kæru á kaupanda
til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Báðum aðilum er ljóst að samn-
ingar sem nú hafa verið gerðir um
riftun kaupanna hafa ekki verið
gerðir vegna áðurgreindrar kæru
heldur af fúsum og frjálsum vilja
beggja aðila.
Reykjavík, 7. desember 1978.
Guðjón Steingrímsson hri.
Bergur Guðnason hdl.
Hækkun
fasteigna-
skattanna
samþykkt
HÆKKUN fasteigna-
skatta var samþykkt í
borgarstjórn Reykjavíkur
á tólfta tímanum í gær-
kvöldi með átta atkvæð-
um meirihlutans gegn
atkvæðum borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.