Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 10

Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 10
1 0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 „Samt hafa mennirnir tvö eyru en aðeins einn munn ” NÝLEGA kom út hjá Almenna bókalélaKÍnu harnahókin Tóta tíkarspeni eftir Þóri S. Guð- bergsson. sem synir hans tveir. Kristinn Rúnar ojí Illynur Örn myndskreyttu. í tilefni af því sneri Mbl. sér til bóris og spurðist nánar fyrir um bók- ina. — Sagan varð eingöngu til vegna minna eigin barna, — sagði Þórir S. Guðbergsson. — Eg skrifaði hana einum sex eða átta sinnum, endurbætti og lagaði, og þróaðist hún svo þannig, að mér fannst efnið mjög vel til þess fallið, að foreldrar læsu bókina með börnum sínum. Það er nauðsyn- legt, því að bókin vekur spurn- ingar og er skrifuð með það í huga, að fullorðnir lesi hana með börnunum. Þórir S. Guðbergsson hefur skrifað einar tíu eða tólf bækur áður fyrir unglinga, en þetta er fyrsta bókin fyrir yngri aldurs- hópa. — Bókin er tileinkuð ári barnsins, sem hefst 1979, — sagði Þórir. — Mér finnst það vera eitt meginvandamál nú, að foreldrar hafa ekki tíma til að hlusta á börn sín. Við, sem fuliorðin erum, eigum erfitt með að setja okkur inn í heim barnanna. I sögunni um Tótu tíkarspena segir einmitt frá lítilli telpu, sem enginn vildi hlusta á eða sinna, því að allir voru svo uppteknir. En svo fann hún tréð og það hafði tíma til að hlusta, en tréð segir á einum stað við Tótu: „Samt hafa mennirnir tvö eyru en aðeins einn munn! Kannski ættu þeir að hlusta meira en þeir tala.“ — Langflestir kvarta yfir tímaleysi og gefa sér ekki tíma með börnunum. Árin líða fljótt og allt í einu eru fuglarnir flognir úr hreiðrinu. Mér finnst tímaleysið meðal annars koma fram í því, að foreldrarnir vilja frekar gera eitthvað fyrir börn sín en með þeim. Auðveldara er að kaupa bók, gefa þeim og segja þeim að lesa hana heldur en lesa meö þeim. Eða gefa þeim 500 krónur fyrir bróferð ellegar segja þeim að fara út og leika í stað þess að láta eftir sér að leika við þau. Nauðsynlegt er að taka tillit Rætt við Þóri S. Guðbergsson vegna nýút- kominnar barna- bókar hans Tótu tíkarspena til ýmissa þátta í barnabókum fyrir þennan aldursflokk. Text- inn verður að vera stuttur og skýr og atburðarás fremur hröð, svo að börnin þreytist ekki. Ekki má vera of mikið af litum og leturgerð verður að vera við hæfi barnanna svo að hún trufli þau ekki við lesturinn. Byrjend- ur í lestri eiga erfitt með, eða ráða hreinlega ekki við, að lesa smátt letur. Margar bækur fyrir yngri kynslóðina eru að lang- flestu leyti vel gerðar, en i fæstum tilvikum er tekið tillit til þessara þátta. Samvinna mín og drengjanna hefur verið mjög lærdómsrík. Það er allt of sjaldan, sem maður fær tækifæri til að eiga náið samstarf við börn sín. — Eins og áður segir eru það Hlynur Örn, sem er 11 ára gamall, og Kristinn Rúnar, nýlega 14 ára, sem teikna myndirnar í bókinni, Hlynur Örn persónurnar, en Kristinn Rúnar bakgrunn og skugga. — Eg hef ekki áður teiknað í bók, sagði Kristinn Rúnar, — en mér fannst þetta ágætt. Við höfum teiknað fyrir sjónvarpið og erum núna með myndaseríu um Pétur prófessor fyrir það. — Kristinn hefur samið smá lag við seríuna og spilar sjálfur undir á gítar. — Mér fannst þetta frekar erfitt, sagði Hlynur Örn, — en það var ekki erfitt að teikna svipbrigðin á persónunum. Við teiknuðum myndaseríu fyrir sjónvarpið í fyrra um Brelli og Skellu í sex þáttum. Það var allt öðru vísi, ég þurfti að vanda mig meira við bókina. — þetta var þolinmæðisverk, sagði Þórir, — og mikill undirbúningsvinna. Drengirnir urðu að binda sig við ákveðna stærð og lögun mynd- anna. Við höfðum tillögur um myndaefni opnar og strákarnir komu með hugmyndir og gagn- rýndu sitt á hvað eftir því sem tilefni gáfust. Bókin um Tótu tíkarspena er gefin út hjá Almenna bókafélag- inu og er að öllu leyti unnin hérlendis, en eftir því sem blm. komst næst er þetta eina barnabókin á markaðinum á þessu ári, sem eingöngu hefur verið unnin hér á landi. Mynda- mót hf. sá um filmuvinnu og plötugerð, Prentsmiðjan Oddi hf. um setningu og prentun bókarinnar, en hún er bundin hjá Sveinabókbandinu hf. Þórir S. Guðbergsson og börn hans, talið frá vinstrii Þóra Bryndís, Hlynur Örn og Krist- inn Rúnar. Þessi broshýru andlit láta ekki sitt eftir liggja við undirhúning á basarnum. en þau eru þarna að búa til lukkupoka. Köku- og kertabazar skíöadeildar Ármanns Köku- og kertabazar skíðadeild- ar Ármanns verður haldinn á laugardaginn 9. desember í Ármannsheimilinu að Sigtúni 20, kl. 14.00, en ágóðinn rennur til lyftubyggingar þeirra Ármenn- inga í Bláfjöllum, sem áformað er að koma upp fyrir jól. Félagar í skíðadeildinni hafa unnið ötullega að lyftubyggingunni í sumar og haust, og er nú verið að reka endahnútinn á þær framkvæmdir. Þetta er efalaust mikið ánægjuefni (fyrir þá fjölmörgu bæjarbúa) unga sem aldna á Stór-Reykja- víkursvæðinu, sem tekið hafa skíðabakteríuna, en óhætt er að fullyrða, að engin ein iþrótt hefur náð jafn almennum vinsældum sem skíðaíþróttin. Lyftan sem er milli 400—500 metra löng, og nær frá rótum Kóngsgils og efst á. svonefndan tind 702. Aðventukvöld í Víkurkirkju EINS og venja hcfur verið undan- farin ár verður aðventukvöld í Víkurkirkju að þessu sinni annan sunnudag í aðventu 10. desember kl. 20i30. Verður þar fjölbreytt efnisskrá í tónum og taii. Ræðu kvöldsins flytur Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri á Hvols- velli, frú Málfríður Eggertsdóttir, Vík, annast upplestur, auk annars efnis syngur frú Ragnheiður Guð- mundsdóttir einsöng, kirkjukórinn flytur valinn verk við undirleik frú Sigríðar Ólafsdóttur organista kirkjunnar, unglingar taka þátt í samkomunni og börn úr grunn- skóla Víkur tendra aðventuljós. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að mæta og finni sig fúsa til að auka við helgi komandi hátíðar með því að taka af alhug þátt í þessari samverustund í Vikurkirkju 10. desember. Ingimar Ingimarsson. 4 Víkurkirkja. Aðventu- kvöld í Kársnessókn Kársnessöfnuður heldur sína árlegu aðventuhátíð í Kópavogskirkju á sunnu- dagskvöld kl. 20.30, hinn annan sunnudag í aðventu. Að venju hefur verið vandað til efnisskrárinnar. Tónlist verður flutt af organista kirkjunnar Guðmundi Gilssyni og kirkjukór- inn syngur þætti úr þýskri messu eftir Franz Schubert. Þá mun Ingveldur Hjaltested syngja aríur eftir Hándel og Stradella. Hugvekju kvöldsins flytur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri í Kópavogi og Guðrún Þ. Stephen- sen leikari les jólasögu sem hún hefur þýtt. Undanfarin ár hafa aðventu- samkomur safnaðarins alltaf verið vel sóttar og vonum við að svo verði enn. Þegar ytri jólaundir- búningurinn er hafinn þá má andlegi undirbúningurinn heldur ekki gleymast. Aðventukvöldið hjálpar fólki við andlegan undir- búning og vekur það til umhugsun- ar um hið sanna innihald jólahátíðarinnar.Árni Pálsson, sóknarprestur. Helga Ólaísdóttir (Guðrún Æg- irs) og Ómar Jóhannsson (Unn- dór Andmar) í hlutverkum sínum í Dcleríum Búbónis. Á faralds- fœti meö Deleríum Búbónis Garði, 7. descmber LITLA leikfélagið fer í leikför til Selfoss og Reykjavíkur um helg- ina með Deleríum Búbónis en það hefir nú verið sýnt alls 10 sinnum í Garðinum og nágrenni. Alls hafa nú um 800 manns séð leikritið. Sýningin á Selfossi verður í Selfossbíói föstudagskvöld 8. des- ember klukkan 21 og á laugardags- kvöld verður sýning í Félagsheim- ilin'u á Seltjarnarnesi og hefst hún einnig kl. 21. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.