Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
12
Galdramennirnir styrkja vonandi
stöðu Skógaskóla í menntakerfinu
Á afmælisdegi Skógaskóla í
nóvembermánuði voru form-
lega afhent með viðhöfn lista-
verk. sem Benedikt Gunnars-
son listmálari hefur verið að
vinna að í sumar og haust fyrir
austan. Eru þetta þrjú verk,
sem öll eru í anddyri skólans.
Stór máluð veggskreyting á
grind og boltuð á vegginn og
tvö önnur minni en samstæð
verk. Þau eru einnig máluð, en
á járnrömmum. sem settir eru
inn í vegginn. Stóra verkið er
5,60 m á breidd og 1,90 á hæð.
Þessi atburður á sér nokkra
forsögu og tengsi Benedikts við
skólann einnig. Því var Bene-
dikt sóttur heim, í þeim til-
gangi að ræða við hann.
— Já, það er rétt. Tengsl mín
við skólann eru býsna merkileg,
svaraði hann að bragði. Ég kem
fyrst að skólanum sem starfs-
maður málarameistara, þegar
húsið var í byggingu. Þá vann
Viðtal við
Benedikt
Gunnarsson
ég þarna við að mála skólahúsið
í tvö sumur og átti þá heima á
Skógum. I lok þessarar vinnu
bað þáverandi skólastjóri,
Magnús Gíslason, mig um að
gera veggskreytingu í anddyrið.
Þetta var árið 1950. Þá var ég
21 árs gamall og mitt í
listnámi. Hafði verið í lista-
skóla í Danmörku og var á leið
út aftur, þá til Parísar.
— Ég gerði þessar skreyting-
ar, var búinn að hugsa verkið
og teikna það upp, þegar ég fór,
en fékk félaga minn Eirík
Smith til að mála aðra mynd-
ina, sem hann gerði af mikilli
vandvirkni. Þetta voru tvær
myndir í anddyri skólans.
— En hvað kom fyrir þær?
— Þegar Edduhótelið tók til
starfa, þurfti að mála allan
skólann, því allt varð að vera
hreint og fínt. Þessi verk voru
farin að láta á sjá að einhverju
leyti. Fínpússningin farin að
brotna eitthvað upp úr veggn-
um. I stað þess að gera við, var
það ráð tekið að mála einfald-
lega yfir myndirnar. Voru
myndirnar þá leystar upp með
óblönduðu salmíaki, svo að
hægt væri að mála með plast-
málningu yfir. Þessi æskuverk
eru sem sagt horfin af sjónar-
sviðinu og ég syrgi þau ekki —
en upp af þeim hafa sprottið
miklu sterkari stofnar og líf-
vænlegri, vona ég.
— Hvað áttu við með því?
— Þessar gömlu myndir
þóttu nokkuð furðulegar á
sínum tíma, þótt flestir skildu
inntak þeirra án mikilla heila-
brota. Að minnsta kosti hafa
Úr anddyri Skógaskóla með veggskreytingu Benedikts, einu stóru málverki og tveimur minni samstæðum.
Mikið er af bláum tærum litum í myndunum, sem ekki sést á þessari mynd. En Benedikt segir að Skógaheiði,
Eyjafjallajökull og Mýrdaisjökull hafi verið kveikja stóra verksins, ásamt eldvirkni beggja jöklanna. En
minni verkin fjalla um landnámsmanninn og galdramanninn Þrasa Herjólfsson.
Benedikt Gunnarsson f vinnu-
stofu sinni f Kópavogi.
þessar myndir festst í vitund
margra nemenda Skógaskóla og
fylgt þeim um lífsins ólgusjó.
Slíkur var þá máttur þeirra
eftir allt. Á 20 ára brottskrán-
ingarafmæli sínu tóku gamlir
nemendur, útskrifaðir 1957, sig
til og ákváðu að gangast fyrir
því að koma aftur upp mynd-
skreytingu í anddyrið eftir mig.
Þessi hópur hefur mikinn
áhuga á gamla skólanum sínum
og ber að þakka frumkvæði
hans. Og kannski má spyrja:
„Hvað segir þetta um uppeldis-
og menningargildi myndlistar-
verka í skólum?
— Ég er þessum hópi ákaf-
lega þakklátur, hélt Benedikt
áfram. Framtak og framsýni
nemendahópsins er einstakt.
MÓÐIR MÍN — húsfreyjan
Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar á síðasta ári.
Hér er að finna eftirtalda fimmtán nýja þætti um nýjar mæður skráða
af börnum þeirra«
Sólveig Þórðardóttir frá Sjöundá eftir
Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín
Jónsdóttir frá Álfadai eftir Jóhannes
Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá
Helgavatni eftir Huldu Á. Stefáns-
dóttur, Hansína Benediktsdóttr frá
Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J.
Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá
Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf
Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir
Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör-
undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu
Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá
Húsavík eftir Guðrúnu Gísladóttur,
Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir
Davíð Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir
Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís
Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítár-
bakka eftir Þorgrím Sigurðsson,
Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum
eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs-
dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð
Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttir frá
Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og
Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu
Ragnarsdóttur.
/ minningu hennar, sem eldinn tól ao kveldi og blós i
glæóurnar aó morgni, hennar, sem breytti ull I fat og
mjólk i mat, sem einatt var fræóandi og uppalandi
og allan vanda leysti i önn og erli dagsins - Hver þáttur
þessarar bókar er tær og fagur óóur um móóuróst.
Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvenna. ömmunnar,
mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn-
ar er tær og fagur óður um umhyggju og ljúfa móðurást.
Ég veit ekki til þess aö á íslandi
hafi það fyrr gerst, að gamlir
nemendur gagnfræðaskóla,
menntaskóla eða háskóla hafi
ráðið myndlistarmann til eins
viðamikilla listsköpunarstarfa
sem hér um ræðir. Raunar ekki
heldur haft spurnir af slíku
erlendis.
• Úr nágrenni
Skóga og sögu
— Segðu okkur eitthvað um
stóru myndina.
Myndin er táknræn, út-
skýrir Benedikt. Hún fjallar
óbeint um nágrenni Skóga.
Skógaheiði, Eyjafjallajökull og
Mýrdalsjökull voru aðalkveikja
verksins, ásamt eldvirkni
beggja jöklanna. Síðan eru í
verkinu atriði, sem m.a. minna
á nærveru mannsins og lífríki
heiðarinnar.
— En smærri verkin tvö?
— Samstæðu verkin fjalla
um landnámsmanninn, bónd-
ann og galdramanninn Þrasa
Þórólfsson Herjólfssonar
hornabrjóts frá Hörðalandi í
Noregi, en hann bjó á Þrasa-
stöðum í nágrenni Skógafoss.
Þrasi var rammgöldróttur og
frægur fyrir að hafa valið eitt
frumlegasta „bankahólf" ver-
aldar til að geyma í fjársjóð
sinn og galdratæki, þ.e. hylinn
undir Skógafossi.
Myndasamstæðan sýnir fjár-
sjóðinn frá nokkuð óvenjulegu
sjónarhorni og galdrameistar-
ann til hliðar, segir Benedikt.
Annars voru þeir nágrannarnir
Þrasi og Loðmundur gamli í
Sólheimum — sem einnig var
kynngimagnaður galdramaður
svo sem alþjóð veit — fyrstu
vatnsveitustjórar á íslandi.
Þrasi veitti. Skógaá austur yfir
gróðurlandið, en Loðmundur
veitti Jökulsá vestur á bóginn.
En þeir hættu, þegar þeir sáu
að hrekkjabrögð þeirra stefndu
að landauðn. Og þar með hafa
þeir e.t.v. líka verið fyrstu
landverndunarmenn hérlendis.
Þáttur Loðmundar gamla er
ekki með í veggskreytingu
þessari, en næsta vr mun ég
aðstoða hann við að taka sér
bólfestu í skólanum, andspænis
Þrasa félaga sínum og verða
þar með hluti af heildarskreyt-
ingunni. Er vonandi að koma
galdramannanna í skólann
styrki stöðu Skógaskóla í
menntakerfinu.
Afhending myndanna eftir
Benedikt Gunnarsson fór fram
19. nóvember sl., á 29 ára
afmæli skólans. Sverrir Magn-
ússon skólastjóri veitti þeim
viðtölu. Úr fyrrnefndum nem-
endahópi töluðu Árni Reynis-
son, framkvæmdastjóri Nátt-
úruverndarráðs, Sigurður Sig-
urðarson dýralæknir, Gunnar
Björnsson viðskiptafræðingur,
sýslumaður Vestur-Skaftfell-
inga, Einar Oddsson, en sýslan
hefði veitt fjárhagsaðstoð til
verksins svo og fræðslustjóri
Suðurlands Jón R. Hjálmars-
son.
Þetta er þriðji skólinn, sem
Benedikt Gunnarsson listmál-
ari hefur prýtt listaverkum.
Skólahúsið í Hofsósi prýðir
listaverk sem hann gerði fyrir
nokkrum árum, 25 fm verk í
steinsteypu og glermósaikverk
úr steindu gleri fellt inn í með
lýsingu í veggnum. Fyrir tveim-
ur árum gerði Benedikt svo
34ra fm veggskreytingu í nýja
grunnskólahúsið í Vík í Mýrdal.
Er hún felld í járnbentan
steinsteypuvegg. Gengur bæði
inn í og stendur út úr veggnum.
Er dýpsta holan í forminu 25
sm á dýpt. Og nú síðast hefur
Benedikt skreytt Skógaskóla
með málverkum — og ætlar
auðheyrilega ekki að gera það
endasleppt viö þann skóla. —
E.Pá.