Morgunblaðið - 08.12.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Verstu mannréttinda-
brot frá stríðslokum
— segir Boston lávarður
Sameinuðu þjððirnar, New York,
7. des. — Reuter
BOSTON lávarður, fulltrúi Bret-
lands í þjóðfélags-, mannúðar og
menningarnefnd Allsherjarþings
SÞ, sakaði í gær yfirvöld í
Kambódíu um mjög víðtæk og
gróf brot á mannréttindum —
verstu brot sinnar tegundar frá
því í síðari heimsstyrjöldinni.
Skýrði lávarðurinn meðal ann-
ars frá einu atviki þar sem 78
þorpsbúar voru teknir af lífi með
Með eyrað
í vasanum
Keetmanshoop, Namibíu,
7. des. Reuter
MÓSES Minnie vatt sér inn í
réttarsal í Keetmanshoop í
dag, dró vinstra eyra sitt upp
úr vasanum og skellti því á
púlt dómarans sem sönnunar-
gagni. Var Willem nokkur van
Wyk sekur fundinn um að
hafa bitið eyrað af Mósesi í
áflogum, og úrskurðaði
dómarinn að hann skyldi
hljóta makleg málagjöld.
Dómur í málinu hefur enn
ekki verið kveðinn upp, en
þegar hann hefur verið birtur,
getur Móses gert tilkall til
sönnunargagnsins, sem verður í
vörzlu yfirvaldanna, — ef hann
hefur áhuga.
því að höggvið var aftan á háls
þeirra með rekum. Bætti hann
því við, að ef fréttir, sem borizt
hafa frá Kambódíu um mann-
réttindabrot, yrðu staðfestar,
væri það um að ræða grófustu og
viðbjóðslegustu afbrot á þessu
sviði um áratuga skeið.
Kvaðst Boston lávarður fagna
því að fulltrúi Kambódíu, sem nú
bæri nafnið „lýðveldið
Kampuchea", væri viðstaddur og
hlýddi á orð hans.
Ljóst væri samkvæmt heimild-
um víða að, að aftaka foringja úr
hersveitum fyrri yfirvalda í
Kambódíu væri ekki aðeins hefnd,
framkvæmd í hita sigurvímunnar,
heldur skipulögð stefna, sagði
fulltrúinn. Jafnvel fjölskyldur
foringjanna væru líflátnar.
Lávarðurinn sagði að samkvæmt
fregnum þeim, sem berast frá
Kambódíu, væri þjóðin þar hneppt
í ánauð.
Tim Hok, fulltrúi Kambódíu,
svaraði ásökunum brezka full-
trúans, og sagði að brezk yfirvöld
hefðu engan rétt á að tala um
mannréttindi almennt, né heldur
um Kambódíu í því sambandi.
„Nýlenduveldi" hefðu framið af-
brot gagnvart Kambódíu og fleiri
ríkjum, og ætti þetta við bæði um
Bretland og Bandaríkin. For-
dæmdi hann þessi afskipti af
innanríkismálum Kambódíu, sem
væri sjálfstætt, fullvalda, hlut-
laust og óháð ríki.
Ríkisstjórn Ohira
tekur við í Japan
Tókýé, 7. des. — Reuter
JAPANSKA þingið staðfesti í dag skipan Masayoshi Ohira í embætti
forsætisráðherra landsins, og síðar í dag lagði Ohira fram ráðherralista
sinn.
Með staðfestingu þingsins fékkst iausn á innanflokksdeilum í
Frjálslynda demókrataflokknum, sem gátu leitt til stjórnarkreppu í
landinu.
Það eru aðallega nýir menn, sem
taka sæti í ríkisstjórn Japans að
þessu sinni. Aðeins einn ráðherr-
anna átti sæti í fráfarandi ríkis-
stjórn Takeo Fukuda, en það er
utanríkisráðherrann Sunao Sonoda,
sem gegnir því embætti áfram til að
tryggja óbreytta utanríkisstefnu, að
sögn talsmanns nýju stjórnarinnar.
Hefur Ohira áður skýrt frá því að
sambandið við Bandaríkin verði
hornsteinn utanríkisstefnu Japans.
Frjálslyndi demókrataflokkurinn
er klofinn í fimm aðalfylkingar, og
skiptast ráðherraembættin milli
fylkinga þannig að Ohira fær fimm
ráðherraembætti, Fukuda fjögur,
Kakuei Tanaka-fylkingin þrjú, og
fylkingar kenndar við Yasuhiro
Nahasone fyrrum varnarmálaráð-
herra og Takeo Miki fyrrum for-
sætisráðherra tvö ráðherraembætti
hvor.
Stóraukin heróín-
neyzla í V-Evrópu
Bonn, 7. des. — AP.
MJÖG mikið framboð er af hreinu og ódýru heróíni í Vestur-Evrópu,
að sögn lögregluyfirvalda, og hefur það leitt til vaxandi neyzlu og
dauða meðal unglinga, sem minnir helzt á reynsluna frá
Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Talið er að megnið af
herófninu komi frá Mið-Austurlöndum.
Heróín-notkun hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfar
in ár, og má í þvf sambandi benda á, að fyrstu árin cítir 1970 voru um
900 árleg dauðsföll í New York sem rekja mátti til heróínneyzlu, en á
yfirstandandi ári er talið að þau verði um 400.
I Vestur-Þýzkalandi, þar sem
eiturlyfjavandamálið er hvað
mest, er talið að um 50 þúsund
manns hafi ánetjazt heróíni, og af
þessum fjölda munu um 20% vera
á aldrinum 12—16 ára, en það
vandamál var óþekkt þar í landi
fyrir aðeins þremur árum.
Að sögn lögreglunnar í Stokk-
hólmi er þar einnig um mikla
aukningu að ræða, og bent er á í
því sambandi að í fyrra hafi
lögreglunni tekizt að komast yfir
82 sendingar af heróíni, en á
fyrstu níu mánuðum þessa árs
hafi sendingarnar verið 127. Segir
talsmaður lögreglunnar í Stokk-
hólmi, að þeim unglingum hafi
fjölgað hörmulega mikið, sem
neyta heróíns.
í Frakklandi hefur dauðsföllum
tengdum heróínneyzlu fjölgað úr
72 í fyrra í um 100 það sem af er
þessu ári. Á Ítalíu hefur dauðsföll-
um fjölgað úr 26 árið 1975 í 57 á
þessu ári, og í Danmörku hefur
þeim fjölgað úr 39 árið 1976 í 85 á
fyrstu 10 mánuðum þessa árs. Það
er aðeins í Bretlandi og Hollandi,
sem eitthvað hefur rofað til í
þessum málum, og er það sett í
samband við handtöku kínverskra
smygl- og söluhópa í báðum
löndum.
Yfirvöld segja að heróínið, sem
selt er í Vestur-Evrópu, komi
aðallega frá Afghanistan, Pakist-
an og Iran gegnum Tyrkland. Um
1,2 milljónir tyrkneskra verka-
manna búa í Vestur-Þýzkalandi,
og er álitið að margir úr þeirra
hópi smygli heróíni í smáum
skömmtum við heimkomuna frá
heimsóknum til ættlandsins. Erf-
itt er að hafa hemil á þessu
smygli, því eins og bent er á þá
fara um 80 milljónir ferðamanna
um Vestur-Þýzkaland árlega, og
ekki er unnt að leita á þeim öllum.
15
Þessi munaðarlausu börn eru systkini frá Víetnam sem hafast þessa stundina við f flóttamannabúðum í
Thailandi, eftir að foreldrar þeirra drukknuðu er sjóræningjar réðust á smábát, sem átti að flytja þau frá
Víetnam til Thailands. Ástandið í búðunum er ömurlegt, en þar hafast við um 2500 manns.
Viðskiptasamningur EFTA og Spánar
Genf. 7. des. — AP.
FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja
EFTA í aðalstöðvum samtakanna í
Genf og sérstakur fulltrúi Spánar
undirrituðu í dag með fyrirvara
gagnkvæman verzlunarsáttmála,
sem miðar að því að fella niður alla
innflutningstolla á iðnaðarvörum
og ýmsum unnum fisk- og landbún-
aðarvörum. Er samningurinn svip-
aður viðskiptasamningi Spánar og
Efnahagsbandalagsins, sem gerður
var árið 1970.
Samkvæmt nýja samningnum
hljóta útflutningsvörur frá aðildar-
ríkjum EFTA, þ.e. Austurríki, Finn-
landi, íslandi, Noregi, Portúgal,
Sviss og Svíþjóð, sömu tollafgreiðslu
og varningur frá EBE-löndum. Á
sama hátt hlýtur útflutningur frá
Spáni sömu afgreiðslu hjá
EFTA-ríkjum og hjá EBE.
Reiknað er með að samkomulag
þetta verði endanlega undirritað
snemma á næsta ári.
Alger nýjung árg. 1979
CROWN
5100
' Tæki sem beöiö var eftir.
Verð: 188.780
Tilboð
1) Stadgreiðsla með 4% staðgreiðsluafslætti
eða heyrnatæki stereo.
5 hver kaupandi sem staögreiöir fær tölvuúr.
2) 60% út og rest 2 mán. vaxtalaust.
3) 50% út og rest á 3 mán.
Model — 5100 1979
Sambyggt hljómtæki með:
1) MAGNARA: 20 wött musik.
2) ÚTVARPI: FM stero, LW, MW.
3) SEGULBANDSTÆKI: meö sjálfvirkri
upptöku.
4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur.
5) TVEIR HÁTALARAR FYLGJA.
BUÐIN
Skipholti 19. Sími 29800.