Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 21 Hella upp á 2—12 bolla í einu og halda heitu. Philips vörur — Philips þjónusta. HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 „Um 40 titlar og aldrei fleiri ís- lenzkar skáldsögur segir Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi „FYRIR fullorðna er ég með um 25 bókatitla fyrir jólin og um 15 fyrir börn. Sumt er framhald af því sem við höfum áður gefið út, bækur í sérstökum flokkum og annað er nýtt,“ sagði Örlygur Hálfdánarson hjá Bókaútgáfunni Örn og Örlyg- ur í stuttu spjalli um bókaútgáfu fyrirtækisins fyrir jólin, en bóka- útgáfan gefur nú út 5 nýjar íslenzkar skáldsögur og kvað Örlygur þá aldrei hafa verið með fleiri. Þær heita Einkamál Stefan- íu eftir Ásu Sólveigu, en hún hefur áður skrifað fyrir sjónvarp. Þetta er saga um líf ungrar stúlku sem giftist, eignast börn og býr í blokk, saga úr hversdagslífinu um hluti sem eru svo sjálfsagðir að orð eru ekki um þá höfð í daglegu tali. Þá er skáldsagan Helgalok eftir Hafliða Vilhelmsson en hún fjall- ar um skáld sem lifir sínu mótaða lífi sem einstaklingur, en skyndi- lega kemur kona óboðin inn í líf hans í bíl í Hvalfirði. Hann skýtur yfir hana skjólshúsi til einnar nætur, en þær urðu fleiri en ein og fleiri en tvær og það kemur að því að skáldið ræður ferðinni ekki lengur, en svo hverfur konan sporlaust. Árni Birtingur og skutlan í skálanum heitir ein nýja íslenzka skáldsagan eftir Stefán Júlíusson. Bók sem fjallar um Árna poppara og ungt fólk, ástir og ævintýri og áhugamál þess þar sem fram kemur sterkari kjarni í unga fólkinu en margur eldri vill trúa. Sú grunna lukka heitir morð- saga með staðreyndir í efnisþræði frá 18. öld eftir Þórleif Bjarnason. Bókin fjallar um bónda og stúlku á Vestfjörðum sem fella hugi saman og strjúka til Stranda. Þau setjast að á mjög afskektum bæ hjá bændafólki. Allir vita en enginn segir neitt og þegar spúsan hverfur skyndilega fýkur spennan Árni Birtingur og skutlan í skálanum (k'pparinn Árnt Rirtinjtur «>g vinr.r hans <•£ félagi Jobbi rromma etu i teiA lil Attonryrar ]».r seiu Jxar cru ráðnir ul að skcmmta Forsíða einnar af nýju islenzku skáldsögunum frá Erni og Örlygi. upp og langvinn málaferli hefjast, en þrátt fyrir meðferð í hæstarétti Dana kom ávallt sama niðurstað- an, enginn sagði neitt. Þar sem bændurnir brugga í friði heitir fimmta íslenzka skáld- sagan hjá Erni og Örlygi, bók eftir Guðmund Halldórsson frá Bergs- stöðum, saga heimslistar og heimabruggs í norðlenzkri sveit á bannárunum. Það er fjallað um holdið og andann, jákvæða menn sem kunna að skipta um skoðun og tilþrif þeirra til þess að gera sér dagamun því annað er uppgjöf. Þetta er bændasaga í bili milli- stríðsáranna um misjafnlega skilningsrík yfirvöld í straumum dagsins. Asi í Bæ segir frá aflaklóm og andans mönnum „Ási í Bæ á létt meö að skrifa. Frásögn hans er alltaf full af fjöri og gáska og málfarið hressilegt og hispurslaust. .. allir þeir, sem yndi hafa af hressilegum sögum, sjávarlöðri og sprútti munu lesa hana sér til mikillar ánægju.” Jón Þ. Þór(Tíminn) „Hinn kímilegi og óuppskrúfaði stíll hans nýtur sín einkar vel í þessum þáttum sem eru skemmti- legir aflestrar, sumir bráðfyndnir. . . maóur les bókina sér til ánægju. ..” Sveinbjörn I. Baldvinsson (Morgunblaðið) ólafur Gunnarsson MILLJON PRÓSENT MENN „Ólafur Gunnarsson er rithöfundur sem hefur gaman af að segja sögu. Bók hans ber sannri frá- sagnargleði vitni. í henni er víða að finna kynleg- ar og skemmtilegar sögur. Sumar þeirra styðjast við fyrirmyndir. Til dæmis mun mörgum verða hugsaö til viss kaupsýslumanns í Reykjavík... Aðalatrióiö er að bók Ólafs Gunnarssonar er lifandi saga, að mínu mati með skemmtilegri bók- um eftir ungan höfund sem ég hef lesiö lengi.” Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðið)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.