Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 28
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
„Yerulegt atvinnuleysi mun
skella á, og bitna fyrst og
fremst á þjónustugreinum”
segir Tryggvi Pálsson, formaður rafverktakasambandsins
AÐALFUNDUR Landssambands
íslenskra rafverktaka var nýlega
haldinn, svo sem frá hefur verið
skýrt hér í Morgunblaðinu. Fund-
urinn. sem að þessu sinni var
fjölsóttari en um langt árabil, fór
fram á Hótel Loftleiðum í Reykja-
vík. Til fundarins komu rafverk-
takar alls staðar að af landinu, en
rafverktakar munu nú vera um
300 talsins.
Formaður Landssambands ís-
lenskra ratverktaka er Tryggvi
Pálsson, framkvæmdastjóri bygg-
ingarfyrirtækisins Smára h.f. á
Akureyri. Blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti Tryggva að máli, er
hlé gafst milli fundarstarfa, og
bað hann að fraða okkur um
starfsemi sambandsins.
Stormasamt
starfsár
„Það verður ekki annað sagt,“
sagði Tryggvi, „en að það starfsár,
sem nú er að ljúka, hafi verið æði
stormasamt. Það eru ýmsar ugg-
vænlegar blikur á lofti í efnahags-
og þjóðmálum. Launa- og verð-
hækkanir á öllum sviðum hafa
sjaldan orðið meiri á skemmri
tíma, eða frá sólstöðusamningun-
um í júní 1977 til þessa dags, og
enn stöndum við frammi fyrir þó
nokkrum hækkunum hinn 1. des-
ember næst komandi."
— Hvernig standa rafverktak-
ar að vígi á þessum erfiðu tímum?
„Þeir standa vafalaust nokkuð
misjafnlega að vígi. En það er
staðreynd að óðaverðbólga ógnar
atvinnulífi landsmanna, og sjálf-
stæði þjóðarinnar er í hættu, ef
ekki tekst að rjúfa þann vítahring
§em skapast hefur vegna víxl-
hækkana verðlags og kaupgjalds.
Það vekur okkur til umhugsun-
ar, hvernig skuli á því standa,
hvernig það megi gerast að slíkir
samningar skuli gerðir, og það er
furðulegt, að áður en menn
skrifuðu undir þá samninga, sáu
menn fyrir uggvænlegar afleiðing-
ar, sem þó hafa orðið enn meiri en
nokkurn gat órað fyrir.
Kaup rafvirkja á 1. ári hefur
hækkað frá 22. júní 1977 til 1.
september síðast liðinn, um u.þ.b.
60%, en það hefur aðeins veitt
þeim um það bil 6 til 8%
kaupmáttaraukningu. Útseld
vinna þessara sömu rafvirkja
hefur hækkað í hlutfalli við
launahækkunina, en rekstraraf-
koman hefur sjaldan verið bág-
bornari. Þar hefur munað mest um
gífurlegar vaxtahækkanir, en
vextir eru í dag orðnir um 3 til 4%
af heildarveltu. Þá hefur efnis-
álagning verið skert með beitingu
30% reglunnar við síðustu gengis-
fellingar, og nemur skerðingin
milli 4 og 5%.
Verulegar kostnaðarhækkanir
hafa svo orðið á öllum rekstrarlið-
um, svo sem bifreiðakostnaði,
síma, raforku og rekstrarvörum.
Auk þess er svo farið að skatt-,
leggja afskriftir. Þá hafa hin
afturvirku skattalög eflaust komið
við einhverja okkar.“
— Hvaða afleiðingar hcfur
þetta ástand á rafverktakastarf-
semina þegar til lengri tíma er
litið?
„Afleiðingar þessa linnulausa
kapphlaups leiða fyrr eða síðar til
verulegs atvinnuleysis, sem bitna
mun fyrst á öllum
þjónustugreinum.“
300 rafverktakar
á landinu
— Hversu mikið er umfang
rafiðnaðarins f landinu nú?
„I dag eru starfandi um 300
rafverktakar á öllu landinu, með
um 1100 menn í sinni þjónustu.
Rafverktakafyrirtæki á íslandi
eru frekar smá að meðaltali,
gagnstætt því sem er í nágranna-
löndum okkar, og lætur nærri að á
bak við hvert rafverktakafyrir-
tæki séu um 765 einstaklingar. Til
samanburðar má geta þess að í
Danmörku sem hefur fæsta ein-
staklinga á bak við hvert rafverk-
takafyrirtæki utan íslands eru
1936 íbúar á bak við hvert
fyrirtæki, en mest í Finnlandi
4,229 íbúar, og á þessi samanburð-
ur við um Norðurlöndin eingöngu."
Fjölþætt
starfssvið
En hvert er starfssvið rafverk-
takans raunverulega?
„Vegna eðli rafmagnsvinnu,
eru gerðar miklar kröfur til
rafverktaka, bæði hvað varðar
menntun og skyldur, enda mikið í
húfi ef störf þeirra eru ekki vel af
hendi leyst. Rafveitur setja raf-
verktökum á hverjum stað ákveðin
skilyrði fyrir því að hefja rafverk-
takarekstur, með útgáfu sérstakr-
ar löggildingar. Leyfin eru oftast'
til 5 ára í senn, og þurfa
rafverktakar að setja fjártrygg-
ingu fyrir því að efna skyldur
sínar við viðskiptavini, gagnstætt
því sem almennt gerist um leyfi til
atvinnurekstrar. Þá þurfa rafverk-
takar að sækja um leyfi fyrir
öllum meiri háttar raflögnum og
breytingum, svo og um heimtaug-
ar til bygginga og að lokum er
verki er lokið að tilkynna viðkom-
andi rafveitu um verklok, sem þá
lætur yfirfara verkið og gera
athugasemdir sem úr þarf að bæta
innan viss tíma, ef ekki er farið að
fyrirmælum um reglugerðir og
verkvöndun.
Þá þurfa rafverktakar að fylgj-
ast vel með öllum nýjungum, sem
eru meiri í rafverktakaiðn en
mörgum öðrum iðngreinum, og má
benda á í því sambandi mikla
fjölbreytni í öllum rafeindarbún-
aði.
Slíkar nýjungar kalla á aukna
menntun, og hafa rafverktakar
lagt mikla áherslu á endurmennt-
un sem yfirvöld virðast ekki gefa
nógu mikinn gaum.
I því sambandi að standa undir
auknum kostnaði við endurmennt-
un, var gert samkomulag við
Rafiðnaðarsamband Islands í árs-
byrjun 1975, um að greiða 0,75% af
greiddum vinnulaunum rafvirkja í
sérstakan sjóð sem nefnist Eftir-
menntunarsjóður. í sambandi við
eftirmenntunina hafa verið haldin
námskeið víða um land, og kennari
m.a. sóttur til Danmerkur. Gagn-
stætt ýmsum námskeiðum sem
iðngreinar halda, og gefa iðnað-
armönnum kaupauka, svo kölluð
10% námskeið, gefa eftirmenntun-
arnámskeiðin þeim sem þau sækja
ekkert í aðra hönd nema aukna
þekkingu sem ekki er svo lítils
virði."
Tryggvi Pálsson
Glíma við verðlags-
yfirvöld
— Hvernig er háttað sam-
komulagi ykkar við verðlagsyfir-
völd?
„Mikill tími fer í það á hverju
ári að glíma við verðlagsyfirvöld,
en skömmtunarskrifstofa verð-
lagsstjóra á sér enga hliðstæðu.
Það hefur jafnvel verið gengið það
langt í ákvörðun álagningar, að
okkur hefur verið neitað um að fá
að selja út ákvæði í löglega
gerðum samningum, og stöndum
við í málaferlum við verðlagsskrif-
stofuna út af slíku máli.
Alagning er í raun svo naumt
skömmtuð, að ógerningur er að
fylgjast með framþróuninni í
greininni, og halda úti sæmilegum
fyrirtækjum. Iðnaðarmenn hafa
verið stimplaðir með nafngiftinni
„upmælingaraðall" og á það að
vera mælikvarðinn á dýra þjón-
ustu, en sem dæmi vil ég geta þess
að það eru aðeins um 20% allra
rafvirkja í landinu sem vinna
samkvæmt ákvæðisvinnutaxta, og
er okkar taxti sá eini sem er
viðurkenndur af opinberum aðil-
um, og undir eftirliti þeirra.
Raunar er það furðulegt, að
verðlagsyfirvöld skuli vera að
eltast við útsölu iðnaðarmanna,
þar sem samkeppnin er það mikil
að hún heldur verðlagningunni
innan eðlilegra marka, á sama
tíma og aðrar greinar fá að valsa
É€UMMK> RÁMÉRTIL MÍN
Pétur Gunnarsson
ÍG UM MlG
FRÁMÉRTIL MÍN
L
PÉTUR GUNNARSSON
„Pétur Gunnarsson vakti mikla og verðskuldaóa athygli, er
hann sendi frá sér bókina Punktur punktur komma strik. . .
og enn sem komið er finnst mér hann komast meö
ágætum frá verki sínu. Þaö hefur oróiö ákveöin stígandi
frá fyrri bók, söguþráöurinn oróiö þéttari í sér, betur
spunninn. . . eins og eftirvæntingin var mikil eftir Punktinn
þannig veröur hún enn meiri eftir þessa bók. . .”
Heimir Pálsson (Visir)
■ enn hnitmióaðri saga en Punktur punktur komma strik
L. . hér er greinilega unnió á markvissan listrænan hátt. .
Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðið)
„. . . ny kynferðisleg vitund rafmagnar andrúmsloftið. . .
stórskemmtileg í sprettum og óborganleg lýsing á þeim
furöulegu uppátækjum sem fylgja þessu skeiði. . . Fyrir
svona nokkuð þakkar maöur kærlega.”
Jt1-**,, n Aóalsteinn Ingólfsson (Dagblaðið)
•ÍÍT" '»i
IPPIÍ.
Bræðraborgarstíg 16 sími 12923-19156