Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Haukar lögöu FH
HAUKAR lögðu FH-inga í 1. deild-
inni í handknattleik í Hafnarfirði i
gœrkvöldi með 20 mörkum gegn 17.
Að venju var leikurinn afar spenn-
andi og harður eins og alltaf pegar
Dessi tvö lið mætast. Og áhorfendur
iem voru fjölmargir létu vel i sár
heyra í pessu innanbæjaruppgjöri.
Það gefur hugmynd um hörku
leiksins, að alls 19 sinnum purftu
dómararnir að dæma vítakast og
alls var fimm leikmönnum vísað af
velli til kælingar í heilar 14 mínútur.
Þaö voru Haukar sem tóku forystu
í leiknum strax í upphafi meö
kröftugum leik og mátti strax sjá aö
oeir ætluöu ekki aö gefa neitt eftir.
Þrátt fyrir þaö hristu þeir FH aldrei af
sér og í hálfleik var staöan 10—7,
Haukum í vil. í síöari hálfleiknum
gekk svo á ýmsu en FH-ingar smám
saman minnkuöu forskotiö og á 50.
mínútu leiksins ná þeir aö jafna,
15—15. Var nú allt komið á suöu-
þunkt í húsinu. Haukar skora og enn
jafnar FH.
Nú kom Harðar kafli Haröarsonar í
leiknum. Á síöustu 8 mínútum
leiksins geröi hann fimm falleg mörk
og sökkti FH-ingum sem voru mjög
illa á veröi gegn fjölbreytilegum
skotum hans. Breytti Höröur stöö-
unni úr 16—16 í 19—16 og lokatölur
leiksins sem leystist upp í darraöar-
dans í lokin uröu 20—17 fyrir Hauka.
í STUTTU MÁLIi Islandsmótið 1. deild.
fþrðttaháaið Hafnarflrði 7. des. Haukar —
FH. 20-17 (10-7).
MÖRK HAUKA. Hörður Harðarson 8
(3v). Ólafur Jóhannxson 4 (2v), Stefán
Jónsson 3 (2v), Árni Sverrisson 2, Andrés
Kristjánsson 2. Þórir ólafsson 1.
MÖRK FH. Geir Hallsteinsson 8 (3v),
Viðar Sfmonarson 4 (3v), Valgarður
Val^-arðsson 2, Guðmundur Magnússon 2,
Guðmundur Árni Stefánsson 1.
MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST. Magnús
Ólafsson varði hjá bóri Ólafssyni á 10.
mfnútu. Höröur llarðarson skaut í stöng á
17. mín. Birgir Finnbogason varði hjá Herði
Harðarsyni á 22. mín., Ólafur Jóhannsson
gerði ógilt vfti á 28. mfn., Gunnlaugur
Gunnlaugsson varði hjá Geiri Hallsteins-
syni á 29. mfn. og Viðar Sfmonarson skaut f
stöng á 58. mfn.
BROTTREKSTUR AF VELLI.
Guðmundur Árni Stefánsson FH f 2. mfn.,
Ólafur Jóhannsson Haukum f 2 mfn.. Gils
Stefánsson f 4 mfn., Valgarður Vaigarðsson
FH f 2 mfn. og Hans Guðmundsson f 4 mfn.
Dómarar voru þeir ólafur Steingrfmsson
og Gunnar Kjartansson og voru þeir mjög
mistækir f dómum sfnum.
ÞR.
Rauö U.S.A. delicíus epll Kr. kg. 330
18 kg. kassar 5.300
Bananar „Dolg“ kg. 371
10 kg. kassar 3.000.
Frönsk delicius epli kg. 451
[ 18 kg. kassar 5.300
Argentinskar appelsínur kg. 415
18 kg. kassar 5.600
Spánskar sítrónur kg. 508
16 kg. kassar 6.300
1 Jaffa grape verö ókomiö (mánud.)
| Honduras grape frugte kg. 560
| 15 kg. kassar 5.580
| Afríkönsk blá vínber kg. 1.394
4,5—5 kg. kassar 4.690
; Spönsk græn vínber kg. 1.330
4,5 kg. kassar 4.600
ftaiskar mandarínur kg. 556
10 kg. kassar 3.898
! Spénskar klementínur kg. 588
i 10 kg. kassar 4.290
Spáhskar melónur grænar kg. 832
’ 10 kg. kassar 5.800
ftalskar perur kg. 775
11 kg. kassar 6.455
Nýr ananas .Dolg" kg. 568
19 kg. kassar 7.900
Avocadó kg. 4.366
2,5 kg. kassar 8.790
Grænmeti:
Tómatar —
Agúrkur —
Hvítkál -
Rauðkál —
Rauðbeöur -
Gulrófur —
Blómkál —
Gulrætur —
Salathausar -
Steinselja —
Laukur—
Sveppir -
Paprika —
Piparrót -
Sellerí —
Lækjarveri, Laugalæk 2, simi 3 50 20
ÁVEXTIR
FYRIR ALLA
• Geir Hallsteinsson var að venju langmarkhæstur FH-inga í leikn-
um í gærkvöldi, skoraði 8 mörk.
Stúdentar
mörðu Þór
Þórsarar fóru illa aó ráói sínu á
síóustu sekúndunum í leik gegn ÍS í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöldi. Þegar 30 sek. voru eftir
var staðan 82:81 fyrir ÍS og Þórsarar
höfóu knöttinn, en peir háldu ekki
haus og glopruóu boltanum og Dirk
Dunbar innsiglaói sigurinn fyrit ÍS,
er hann skoraöi úr tveimur vítaskot-
um, Þegar 5 sekúndur voru eftir,
lokatölur pví 84:81 ÍS í vil.
Leikurinn í gærkvöldi var allan
tlmann mjög jafn og í leikhléi var
staöan 38:37, Þór í vil, en Þórsarar
höföu frumkvæðiö allan fyrri hálfleik-
inn og náöu mest 5 stiga forystu. Á
lokamfnútum leiksins skorti hins
vegar alla yfirvegun i leik Þórsara og
stúdentar fóru meö sigur af hólmi,
eins og fyrr er lýst.
Stúdentar geta frekar þakkaö
sigurinn klaufaskap Þósara en eigin
getu. Bjarni Gunnar Sveinsson lék nú
sinn besta leik í vetur og var iöinn viö
aö skora. Dirk Dunbar var drjúgur og
skoraði mikiö undir lokin. Þá var Jón
Oddsson frískur.
Víkingur
— ÍR
TVEIR LEIKIR fara fram f Höllinni f kvöld.
Klukkan 20.00 hefst leikur VfkingK og Þórs
f 1. deild kvenna og strax að honum loknum
leika Vfkingur og IR f fyrstu deild karla.
Eins og áöur sagöi leika Þórsarar
ekki nógu yfirvegaö, en þeir hafa alla
buröi til aö veröa ágætisliö. Mark
Christensen bar höfuö og heröar yfir
aöra leikmenn á vellinum og var hittni
hans með ólíkindum. Þá var Eiríkur
Sigurösson mjög góöur.
Stigin fyrir lS. Bjarni G. Sveinsson 29,
Dirk Dunbar 28, Jón Oddsson 12, Ingi
Stefánsson, ólafur Thoroddsen og Steinn
Sveinsson 4 stig hver, Guðni Kolbeinsson 2
og Albert Guðmundsson 1.
Stigin fyrir Þór. Mark Christensen 39,
Eirfkur Sigurðsson 24, Birgir Rafnsson 10,
Jón Indriðason 5 og Karl Ólatsson 3.
Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og
Gunnar Valgeirsson. ÁG.
Skagamenn
ræöa viö
Hollending
FORRÁÐAMENN knattapyrnuráós
Akraness héldu í morgun tll Hol-
lands. Aðalerindió er aó athuga
möguleika á pví aó ráóa hollenakan
topppjálfara til aó pjálfa Akraneslió-
iö næata sumar. Munu Akurnesing-
ar hafa ákveóin mann ( huga. Þá
munu forráóamenn KRA einnig
ræóa vió forystumenn Feyenoord í
feröinni. — SS..
Árni þjálfar FH
ÁRNI Njálsson hefur verið ráðinn
þjálfari liðs FH, sem síðastliðið
haust féll niður í 2. deild. Árni
hefur í mörg ár starfað að þjálfun
og þá einkum hjá Val, en einnig
hjá Selfossi og fleiri félögum.
Undanfarin sumur hefur Árni
verið framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Vals.
Elnkunnagjöfln
ÍS: Albert Guömundsson 1, Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Carsten
Kristinsson 1, Guöni Kolbeinsson 1, Ingi Stefánsson 1, Jón Oddsson 2,
Ólafur Thoroddsen 2, Steinn Sveinsson 1, Þorleifur Guömundsson 1.
Þór: Birgir Rafnsson 2, Eiríkur Sigurósson 3, Ellert Finnbogason 1,
Jón Indriðason 1, Karl Ólafsson 2, Þröstur Guðjónsson 1.
FH: Magnús Ólafsson 3, Birgir Finnbogason 1, Geir Hallsteinsson 3,
Viöar Símonarson 2, Guómundur Árni Stefánsson 1, Valgaróur
Valgarósson 2, Hans Guómundsson 1, Kristján Bragason 1, Sæmundur
Stefánsson 2, Gils Stefánsson 2, Guómundur Magnússon 2.
Haukar: Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Ólafur Guójónsson 2, Svavar
Geirsson 2, Árni Sverrisson 2, András Kristjánsson 3, Árni
Hermannsson 2, Siguróur Aöalsteinsson 2, Ingimar Haraldsson 2, Þórir
Gíslason 2, Stefán Jónsson 3, Höróur Haróarson 4.