Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. desember tfgimtt^IirM^ Bls. 33-64 Jóhanna Kristjónsdóttir: ÞANKAR FRA ISRAEI Ætli nú skelli þar á menningarstríð? EFTIR Camp Davídfundina í haust ríkti um hríö ekki ósvipað andrúmsloft meö málsaöilum eins og fyrstu vikurnar eftir að Sadat Egyptalandsforeti fór í Jerúsalemferö sína. Camp Davidfundurinn og baer niðurstöður sem Þar urðU lögðu óhjákvæmilega punga kvöð á herðar peirra Sadats og Begins sem prýsti á að peir beittu öllu afli í aö leysa Þessi margháttuðu vandamál. En svo flókin eru Þau að Það Þarf engan aö undra Þótt slíkt taki drjúgan tíma. Er í raun og veru furðu margt sem Þegar hefur tekizt að afgreiða á ekki lengri tíma. Þaö mál sem nú veldur angri hlaut og að veröa erfiðasti hjallinn — að minnsta kosti í bráð og lengd — Þar sem er mál Palestínumanna og framtíöarskipan peirra mála. Það er alrangt og sýnir aöeins vanÞekkingu á öllu heila málinu ef Þaö kemur mönnum mjög í opna skjöldu að Þaö bögglist fyrir brjóstinu á Begin og fleirum hvernig Þetta ofurvandmeðfarna mál skuli til lykta leitt. Og vísast tekst með harðfylgi og mýkt að leysa Það ef dæma skal eftir Því hvað vel hefur miðað. Shimim Peres heíur þótt vaxandi undanfarna mánuði. Israelar segjast komnir fram úr íslendingum í verðbólgu Sú saga gekk í Jerúsalem þegar ég var þar á dögunum að nú horfi að vísu til friðar, en þá sé líka eins líklegt að á skelli hatrammt kúltúrstríð. Upphaf þessa máls er að Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerúsalem, einhver litríkasti persónuleiki ísraels, haföi fyrir æði löngu fyrirskipað sinfóníu- hljómsveit Jerúsalem að hefja æfingar til undirbúnings hinum mikla „friðarkonsert" í Kairó eftir að samningur hefði verið gerður. Kollek segir að hljómsveitin muni m.a. skarta Menuhin á hljóm- leikunum. En í Tel Aviv er líka hljómsveit og heitir sú Sinfóníu- hljómsveit ísraels og er að sumra dómi toppurinn í tignarlegur tónlistarheimi landsins. Og þegar forsvarsmenn í Tel Aviv heyrðu um ráðabrugg Kolleks brugðu þeir við hart og hringdu út um allan heim og eftir augnablik var tilkynningin komin: Sinfóníu- hljómsveit ísraels var reiðubúin að leika á friðarkonsertinum í Kairó og ekki nóg með það, hún bauð upp á að til leiks mættu þar einnig Barenboim, Bernstein og Rubinstein svo að nokkrir séu nefndir og kváðust þeir mundu koma hvaðan sem væri úr heimin- um með tuttugu og fjögurra stunda fyrirvara. Þegar þetta barst til eyrna Teddy Kollek Hermenn úr gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sctja mikinn svip á daglegt líí í ísrael. í leyfum geta þeir ckki farið annað cn inn í Israel og með fullar hendur íjár og aðsópsmiklir koma þeir og búa um sig á dýrindis hótelum í helztu borgum landsins. Þeir sem mest fór fyrir í Jerúsalem og Tel Aviv voru sænskir og norskir frændur okkar. æðraðist hann hvergi og segist staðráðinn í að senda sína hljóm- sveit og ekki muni önnur troða upp í Karió en hans menn frá Jerúsal- em. Þetta virðist sem sagt ætla að verða býsna skrautleg þræta og ekki séð fyrir endann á henni, en menn skemmta sér ögn yfir henni. Þegar rætt er við fólk víðast hvar þessa daga í ísrael er annars auðheyrt að allir búast við að héðan af verði ekki aftur snúið. Friðarsamningur verði gerður, það sé að vísu tímaspursmál hvenær og hvernig hann verði úr garði gerður, en skrefið fram á við — til friðar — hafi verið tekið og verði ekki stigið aftur á bak úr þessu. En skoðanir eru skiptar um ákvörðun Nóbelsnefndarinnar norsku að veita Begin og Sadat friðarverð- launin, að því er virtist í hálfgerðri vímu eftir Camp David fundinn. Sumir telja að veitingin hafi orðið þeim nokkur örvun og hraðar hafi gengið að smíða samninginn en ella, en þeim þykir mörgum sem þessi veiting hafi verið fljót- færnisleg í meira lagi. Mönnum þótti það einkar eðlilegt að hvorugur færi til Óslóar að taka við verðlaununum ef svo skipuðust mál sem nú bendir allt til, að samningsgerð eigi enn nokkuð í land. Fólk talar ákaflega hlýlega og af mikilli virðingu um Sadat, og af öllu má merkja að heimsókn hans í fyrra hefur hrifið fólk, persónu- Deilurnar um nýju byggðirnar á vcsturbakkanum hafa dofnað í bili. lega, auk þeirra áhrifa sem sú heimsókn hafði í friðarátt. En ísraelar glíma við fleira en draga upp friðarsámning við Egypta. Þeir eiga við stórkostleg- an efnahagsvanda að glíma. Þeir hafa á orði, að verðbólgan sé svo gífurleg að þeir hafi slegið öll fyrri met vinaþjóðarinnar í norðri. Þegar ég var í ísrael á dögunum voru í blöðum eilífar frásagnir um hækkun á nauðsynjavörum og mér er einnig tjáð að upp á síðkastið hafi eilítiö bólað á atvinnuleysi, sem fram til þessa hefur verið Bcrnstein. Mcnuhin. Barcnboim — allir tilbún- ir að koma fyrirvaralaust til Kairó að taka þátt í friðarkonscrtinum. næsta lítið. Verkföll eru tíð. Bæði skyndiverkföll og eins hægagangs- aðgerðir og meðal annars hefur póstþjónustan í ísrael verið meira eða minna í lamasessi í marga mánuði. Innan stjórnarinnar á Begin við ýmislegt að kljást. Þar hefur eins og áður hefur komið fram í fréttaskýringu um Israel — gengið á ýmsu í samvinnu Likud við DMC og enda þótt varaforsætisráðherr- ann Yigal Yadin hafi í lengstu lög reynt að halda frið við Begin hefur samstarfið orðið æ stirðara. Þó er ýmislegt nokkuð þungt á metun- um, sem heldur stjórnarsamstarf- inu gangandi. Umfram allt ber náttúrulega að nefna þróunina í friðarmálunum, sem hefur fleytt Begin yfir ótal erfið sker. En einnig er ástæða til að nefna forystumannaleysi Verkamanna- flokksins og finnst nú mörgum að af sé það sem áður var, þegar Golda Meir og Ben Gurion voru og hétu. En þetta foringjaleysi hefur SJA NÆSTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.