Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 61 þeirra, sem efnalitlir voru, að leggja fyrir sig langskólanám. Sigurður þráði mjög að afla sér þekkingar. Það tókst honum með fádæma elju og atorku. Hann var frábær námsmaður og sóttist námið vel. Að námi loknu starfaði Sigurður sem verkfræðingur hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði á árunum 1940 til 1942. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga á árunum 1942 til 1953. Einnig var Sigurður kennari við Verslunarskóla íslands frá 1953 til 1970 og yfirkennari þess skóla 1957 til 1970. Þá var Sigurður stunda- kennari við Menntskólann í Reykjavík á árunum 1948 til 1955. Forstöðumaður verkstjórnarnám- skeiðanna var Sigurður frá upp- hafi 1962 til ársins 1970. Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja árin 1956 til 1960. Sigurður átti sæti í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1949—1962. Hann var varaformaður Landssambands framhaldsskólakennara á árunum 1948 til 1960. Þá átti Sigurður sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins frá 1956 til 1971 og í framkvæmda- stjórn flokksins frá 1958 til 1971. Sigurður sat á Alþingi sem lands- kjörinn þingmaður frá 1959 til 1971. Á sama tímabili átti Sigurð- ur sæti í Norðurlandaráði. Fjölda annarra trúnaðarstarfa gegpdi Sigurður Ingimundarson, en þau verða ekki talin hér í stuttri minningagrein. Sigurður Ingimundarson var skipaður forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins h. 1. maí 1970. Gegndi Sigurður því ábyrgðar- mikla starfi með sóma til dauða- dags. Sigurður Egill Ingi- mundarson for- stjóri — Kveðjuorð gleymt. Samstarf okkar Sigurðar var mikið og náið og af því leiddi vináttu. Hinar skörpu gáfur Sigurðar, ljúfmennska hans við hvern sem í hlut átti og heiðarleiki sem honum var í blóð borinn var vegarnesti, sem kom honum að góðum notum í hinu erfiða starfi forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins. Ekki mátti blettur falla á Tryggingastofnun ríkisins. Gera skyldi ávallt það er réttast var og sannast þó ekki væri það ávallt hið auðveldasta né vinsælasta. Fastur var Sigurður fyrir og hvikaði hvergi, þegar svo bar undir. Orðvar var hann og aldrei lagði hann hnjóðsyrði til nokkurs manns. Mikill starfsmað- ur og traustur í öllu daglegu i atferli. Sigurður Ingimundarson kvænt- ist hinn 25. október 1941 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Karitas Guðmundsdóttur, kaupmanns í Reykjavík, Guðjónssonar. Þau hjón eignuðust fjögur mannvæn- leg börn, Jóhönnu alþingismann, sem gift er Þorvaldi Jóhannessyni sölustjóra, Önnu Maríu, sem gift er Bernharð Petersen forstjóra, Gunnar kennara og háskólanema, sem kvæntur er Guðfinnu Theodórsdóttur, og Hildigunni flugfreyju, sem enn býr í foreldra- húsum. Skarð er nú fyrir skildi. Genginn er góður drengur. Mikill vandi er þeim á höndum, sem skipa eiga nú í sæti hans, sem forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, en mestur er vandi þess, sem í það sæti sest. Eg og kona mín vottum eftirlif- andi eiginkonu Sigurðar, aldraðri móður, börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Björiv Önundarson. íslenskt smjör og jólasteikinni er boigió Sigurður Ingimundarson er lát- inn. Hann lést hinn 12. október sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var til moldar borinn hinn 23. október. Sigurður Ingimundarson var fæddur í Reykjavík, hinn 10. júlí 1913. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Einarsson, verkamað- ur, og kona hans, Jóhanna Guð- laug Egilsdóttir, en frú Jóhanna er landskunn fyrir áratuga störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar á Islandi. Sigurður lauk stúdentsprófi 1934 og prófi í efnaverkfræði frá Noregs Tekniske Höjskole í Þránd- heimi 1939. Einnig lagði Sigurður Ingimundarson stund á nám í verkstjórnarfræðum í Ósló 1962 og 1963. Á námsárum Sigurðar var kreppa hér á landi sem annars staðar. Það var því ekki á færi Kynni okkar Sigurðar hófust, er ég varð starfsmaður Trygginga- stofnunar ríkisins í ársbyrjun 1975. Sigurður tók mér þegar af alúð og vinsemd. Því verður aldrei 3RJÚPUR M/BR ÚNUÐUM KARTÖFLUMOG WALDORFSALATI. Skolið 9 stk. hamflettar rjúpur ásamt innmat í köldu vatni og þerrið vel. Kryddið með salti og pipar. Brúnið rjúpurnar ásamt innmatnum vel á pönnu og setjið hvoru tveggja í pott. Steikið beikon og látið lítið eitt af vatni á pönnuna. Sjóðið smá stund til að fá góða 8teikingarbragðið með. Hellið þar nœst soðinu í pottinn ásamt vatni 8em þarf að fljóta vel yfir rjúpurnar. Sjóðið við vœgan hita í 1 klst. Ath. að innmatinn á að sía frá eftir suðu. Síið nú rjúpnasoðið og bakið sósuna upp með 8mjörbollu sem er 100 g brœtt íslenskt 8mjör og 75 g hveiti. Bragðbœtið sósuna með salti, pipar, kjötkrafti, rifsberjahlaupi og rjóma. WALDORFSALAT. (EPLASALAT). 2-3 epli/100 g majonne8/l dl þeyttur rjómi/50 g saxað selleri/50 g saxaðar valhnetur/Þurrt Sherry/Sykur. Afhýðið eplin, takið kjarnann úr og 8neiðið í teninga. Setjið majonnes, 8tífþeyttan rjóma og selleri saman við. Bragðbætið með Sherry og sykri. Skreytið salatið með valhnetunum. Geymið í kœli í 30 mín. BRÚNAÐAR KARTÖFLUR. Brœðið smjör á pönnu, bœtið sykri saman við og látið freyða. Afhýðið kartöflurnar, bleytið þœr vel í vatni, 8etjið á pönnuna og brúnið jafnt og fallega. 4FYLLTUR GRÍSAHR YGGUR M/SMJÖRSTEIKTUM KARTÖFLUM OG EPLASÓSU. Takið 1V% kg af nýjum grísahrygg og rekið fingurbreiðan pinna í harux endilangan til að auðvelda yhkur að fylla hann. Komið 8teinlau8um sveskjum fyrir í rásinni eftir pinnann. Kryddið hrygginn með salti, pipar og papriku og komið lárviðarlaufum og negulnöglum fyrir. Brúnið nú hrygginn í ofnskúffu (við 175°C eða 350°F) ásamt 2 sneiddum laukum, 2 söxuðum gulrótum og 1 söxuðu epli. Þegar hryggurinn er brúnaður er V2 líter af vatni bœtt út í og þetta 8teikt saman í 1 V% klst. EPLASÓSA. Síið soðið og bakið sósuna upp. Bragð- bœtið með pipar, 3ja kryddi, frönsku sinnepi, eplamús, örlitlu af púrtvíni, rjóma og kjötkrafti. SMJÖRSTEIKTAR KARTÖFLUR. Notið helst 8máar kartöflur, sjóðið þœr í léttsöltuðu vatni í 20 mín., kælið og afhýðið. Brœðið íslenskt smjör á pönnu og hitið í því kartöflurnar. Stráið að lokum 8axaðri 8tein8elju yfir ásamt papriku. Hryggurinn er borinn fram með kartöflum, rauðkáli, smjörsoðnum baunum og eplasósu. Baunirnar eru hitaðar í íslensku smjöri ásamt fínt söxuðum lauk. Áœtlið um 500 g af baunum á móti 1 lauk. Á jólunum hvarflar ekki að mér að nota annað en smjör við á matseldina. Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur jólauppskriftir fyrir 6. Skufið rúðurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.