Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Sú líkn að lif a Guðmundur Gíslason Hagalín> ÉG VEIT EKKI BETUR. SJÖ BORU SÓLIR Á LOFTI. ILMUR LIÐINNA DAGA. HÉR ER KOM- INN HOFFINN. HRÆVARELD- AR OG HIMINLJÓMI. Undirtitill allra bókannai Séð, heyrt, lesið og liíað. Fyrsta útgáfa 1951-1955. Önnur útgáfa 1978. Almenna bókafélagið. Guðmundur Gíslason Hagalín. „Flestum þeim, sem ekki eru uppaldir á Vestfjörðum, þykir þar ærið hrikalegt og harðbýlt". Þannig hefst fyrsta bindi minninga Hagalíns um það sem hann hefur" séð, heyrt, lesið og lifað. Setningin segir okkur tölu- vert. Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist í Lokinhömrum í Auð- kúluhreppi í Arnarfirði 10. októ- ber 1898. Frá bernsku- og æskuár- um fyrir vestan er sagt í Ég veit ekki betur, Sjö voru sólir á lofti og Ilmi liðinna daga. I lok síðast- nefndu bókarinnar er Reykjavík fyrir stafni og í Hér er kominn hoffinn og Hrævareldum og him- inljóma kynnumst við námsmann- inum Guðmundi Gíslasyni Haga- lín og ekki síst upprennandi skáldi. Hrævareldum og himin- ljóma lýkur á því að tveir vinir, báðir ung og rómantísk skáld sem áttu eftir að koma eftirminnilega víð sögu íslenskra bókmennta eru staddir í Laxnesi í Mosfellssveit. Þeir fara upp í heiði. Annar þeirra, Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, bregður sér frá til að horfa á bæ ljóshærðrar meyjar sem er bláeygust allra kvenna. Hínn, Guðmundur Hagalín, sest niður í grænt og ilmandi hjólbarð þar sem blóðberg og blágresi brosa við augum. Meðan hann bíður vinar síns skynjar hann mátt vorsins og sér í anda kúgaða þjóð rísa til nýrra starfa eftir löng hungurkvöld liðins tíma: „Og ég kraup á kné, hlustaði á hvískur gróandi jarðar — og svo sem fálmandi vörum hvíslaði ég heiti um vinnu og þjónustu, ef mér veittist sú líkn að lifa." Guðmundur Gíslason Hagalín hefur staðið við heit sitt. Ekki treysti ég mér til að gera upp á milli minningabóka Haga- líns. Fyrstu bækurnar eru mikils- verðar heimildir um vestfirskt mannlíf, allt það sem mótaði Hagalín í bernsku og innrætti honum dyggð vinnunnar og karl- mennskunnar. Meðal þess sem ítarlega er sagt frá er sjómennska á ýmsum bátum þar sem lífjð einkenndist af vökum og striti, en herti um leið ungan mann og kenndi honum að standast hverja raun síðar meir. Myndir þær sem Hagalín dregur upp af skáldum og mennta- mönnum í Reykjavík í Hér er kominn hoffinn og Hrævareldum og himinljóma eru að mínum dómi með því eftirminnilegasta í þess- um fimm bókum sem hér er getið. Minningabrot Hagalíns um ýmsa þá sem settu svip sinn á þróun bókmennta og menningar á skóla- árum hans eru svo dæmigerð fyrir hann sjálfan og veita svo glögga innsýn í afdrifaríka tíma að þau verða seint ofmetin. Margir þekkja þessar bækur, en þeim sem ekki hafa lesið þær er ráðlagt að verða sér úti um þær. Það er í rauninni öfundsvert fólk því að allar eru bækurnar skemmtilestur um leið og þær miðla fróðleik og skýra fjölmargt í íslenskri menningar- sögu. Ég ætla ekki að endursegja það sem stendur í þessum bókum. En minna má á að í þeim segir m.a. frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Tómasi Guðmunds- syni og Jóhanni Jónssyni. Einnig er lýst fundum við ýmsa eldri andans menn eins og Guðmund Guðmundsson skólaskáld, Bjarna frá Vogi og Jakob Jóhannesson Smára. Eitt kvöld heima hjá Halldóri Laxness og Sigurði Ein- arssyni las Hagalín eftir sig smásöguna Krepptir hnefar, „en það var fyrsta sagan, sem ég Broddi Jóhannesson eru af þeim toga náttúrumynda og dæmisagna sem við þekkjum vel frá öðrum höfundum. Broddi Jóhannesson vandar mál sitt og gæðir það hljómi að dæmi ræðumanns, enda sumir þættirnir í fyrsta erindi og ávörp. Þótt Broddi verði að eigin sögn miklum tíma í að setja mál sitt saman festi hann helst ekki annað en atriðis- orð á blað. En nú hefur hann skráð sumt af því sem hann flutti „annað tveggja af embættisskyldu eða þegnskap" og verður ekki annað sagt en pistlarnir séu með menn- ingarblæ, en þeir eiga allir „sam- merkt í því að vera slitur ein af Þankabrot Broddi Jóhannessoni SLITUR. Iðunn 1978. SLITUR kallar Broddi Jóhannes- son bók sína. Efni hennar er tekið úr syrpu höfundarins, flest orðið Bókmenntlr ef tir JÓHANN HJÁLMARSSON greyptí í umgjörð vestfirzkrar náttúru, eftir að ég tók að bera nokkurt verulegt skyn á bók- menntir". Meðal áheyrenda var Jón Pálsson frá Hlíð, mikill unnandi rússneskra bókmennta. Hann sagði eftir að Hagalín hafði lokið lestrinum: „Kannski fjöllin og hrikaleikinn ætli að verða þér eitthvað svipað og skógurinn varð Korolénko og sléttan Turgenév?" til fyrir meira en tuttugu árum, sumt yngra. Þankabrot mætti nefna þessa þætti sem eru líkir að gerð þótt ýmissa grasa kenni í þeim. Það er hinn íhuguli lærdómsmaður sem birtist okkur í þáttunum, maður klassískrar menntunar, frjáls- huga, óhræddur að orða hugsanir sínar. Fengur er að sumum þess- um þáttum, enda sýna þeir okkur nýja mynd af höfundinum, aðrir Leikhús Barbapapa LEIKHÚS BARBAPAPA Höfundari Annette Tison & Talus Taylor. Þýðing. Þuríður Baxter. Prentun og band unnið í Hol- landi. Útgefandii Iðunn. Það fer ekki milli mála, að fjölskylda Barbapapa á miklum vinsældum að fagna hjá börnum. Myndir af þeim skreyta veggi, sköpulag þeirra málað á heimili Bókmenntir eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON dagheimila, og vart mun það barn, sem komið er af hnjám, að það þekki ekki kappana. Hvað veldur slíku dálæti fá gömul augu ekki skilið, en það skiptir ekki máli, börn og Barbapapa eru vinir. Hér er komin ný myndaröð af fjölskyldunni, bráðvel teiknuð, eins og fyrr, og líkleg til að stytta ungu fólki stundir. Fjölskyldan býður til hring- leikahúss ferðar, og treður þar upp með leiksýningu, þar sem ógnvald- ur í drekalíki er lagður að velli. Prentun er góð og allur frágang- ur afbragðs góður. Pappír fyrir myndir. meira máli", að einum kafla undanskildum. Sumt efni bókarinnar er í anda spakmæla, aforisma eða kannski prósljóðs: „Sumir eiga enga, sumir margar eilífðir og rýrar. Þeir berjast um nöfn og ódauðleika. Sumir blóta þeir sól og sumir mána, en allir reisa þeir varða, sumir af grjóti, sumir af gjöfum, sumir af bókum... Guð líkni þeim öllum." (Varðinn og eilífðin) Síðasti þáttur bókarinnar, Eritis sicut dii, er nærfærnisleg lýsing manns gagnvart undrum náttúru. Berg, fjall og haf dunar af hjartslætti: „Mannshjarta, hvers- dagslegt, hugvillt og ráðlítið hafði bært fjall með slætti sínum." Tveir vinir skynja mátt lífs og dauða svo sem í andrá, örlög sín sem eru ráðin, ekkert fær hnikað. Það er einkenni sumra þáttanna að gefa meira í skyn en sagt er, skilja eitthvað eftir handa lesandanum, áheyrandanum, til að glíma við. En mörgu er sagt blátt áfram frá á auðskilinn hátt í stíl notalegs rabbs. Til dæmis eru rifjaðar upp bernskuminningar, skýrt frá námsárum erlendis, spjallað um merkingu drauma og veitt f ræðsla um starfshætti. í kaflanum Vanmáttur orða og meinfýsi hendingar er nefnt dæmi um það hvernig mál getur heft skilning. Yfirleitt er í þessari bók gerðar kröfur til lesandans um skilning og skarpleik. Þótt ritun þáttanna hafi tekist misjafnlega eru víða athyglisverðir staðir sem verðskulda það að þeim sé gefinri gaumur. Skagfirsk fræði Jón Espólín, Einar Bjarnason> SAGA FRÁ SKAGFIRÐINGUM 1685-1847. III. 178 bk. Iðunn. Rvík. 1978. Þegar þjóðveldinu forna lauk og íslendingasagnaritun sleppti tók við annálaritun sem hélst fram á nítjándu öld. Annállinn — árbókin — hæfði svo vel því þjóðfélagi sem bærði varla á sér, breyttist svo lítið frá öld til aidar að maður hefði næstum mátt sofna þyrni- rósarsvefni og sofa í hundrað ár og sjá: Næst.um ekkert hefði breyst. Espólín var sagnfræðingur af ástríðu. En hann var barn sinna tíma. Saga frá Skagfirðingum er með annálablæ þó nokkuð sé að vísu farið út fyrir þann upptaln- ingastíl sem var einkenni hinna fáorðustu árbóka. Fært er í letur það sem helst þótti frásagnarvert fyrir hvert ár, svo sem tíðarfar — og það var tiltötulega gott á þeim árum sem þetta bindi nær yfir, þaö er á fyrri hluta nítjándu aldar — giftingar, mannalát, slys og aðrar uppákomur að ógleymdum málaferlum sem rakin eru allýtar- lega. Gerr segir frá höfðingjum en aiþýðu. Eru jafnvel tíunduð ferða- lög þeirra og gistingar. Einu sinni t.d. »reið Bjarni Thorarensen justizráð um fjöll norður að sjá til með fjallvegaruðningsmönnum sínum. Kom hann í Skagafjörð og gisti að Frostastöðum að Jóni Espólín í 3 nætur, og var hann bæði vitur og skemmtinn.« Nokkr- um árum síðar er Bjarni allur og fær þau eftirmæli að »hann var vitur, vellærður í mörgum vísind- um og eitthvert bezt skáld í landi.« Eitt sinn var boð inni á Flugumýri og voru þar meðal boðsgesta » að sunnan Jónas Hallgrímsson sveinn landfógeta, eyfirzkur að ætt.« Hjúaleysi virðist hafa bagað húsbændur: »Hákon son Jóns Espólíns bjó á Yztu-Grund og skorti hjú sem aðra, því þau fengust hvergi, hvað sem í boði var, og giftist allt og fór að búa, sem skriðið gat.« Nokkru síðar er sagt að »mjög var þá margt af lausamönnum í Skagafirði, er ei voru ákærðir, en bændur sumir hylmdu yfir þá, og var það eitt efni hjúafæðarinnar, en þeir voru flestir óhaldandi sakir kostavendni og sjálfræðis- yfci <Baáx vrí«rfíj^*isM! Cfl/t,i cfrá Smftííitujum frekju.« Á hinn bóginn þykir svo eitt sinn í frásögur færandi að »engin voru málaferli eður deilur í Skagafirði vetur þennan. Má það helst telja, að Jón Hallsson stúdent í Geldingahoiti breytti ilia við vinnumann sinn.« Einn kaflinn heitir »Frá Frankismönnum«. Segir þar frá frönskum ferða- og leiðangurs- mönnum og hét »Páll Gaimard, sá er fyrir þeim var; skildi hann látínu, en hinir ekki.« Er svo rakin ferðasaga Gaimards um landið og sagt að hann »safnaði öllu því, er honum þótti fágætt; keypti hann sumt, en fékk sumt að gjöf; dró hann að sér gamlar bækur íslenzk- ar, útprjónaðan fatnað, rósa- sauma, ábreiður fornar og gamlar, útskornar smíðar og hvaðeina fágætt, er fá mátti.« Þannig er sagt frá ýmsu sem gerðist utanhéraðs en sögumenn hafa talið að snerti landið allt. Ef líkja skyldi þessum frásögnum við eitthvað í nútímanum væri nær- tækast að bera þetta saman við það sem nú er kallað blaðamanna- sagnfræði. Blöð voru að sönnu engin gefin út hér á þessum tímum, en þau minnisverðu tíð- indi, sem þarna eru talin verð skrásetningar, minna um margt á fréttaval blaðamanna nú á dögum. Þó hér hafi verið drepið á fáein nöfn, sem enn eru þekkt í sögunni, fer mest fyrir frásögnum af fólki og atburðum sem urðu af einhverj- um orsökum frétta- og umræðu- efni innanhéraðs en þykir ekki sagnfræðilega merkilegt nú á dögum, t.d. er greint þarna frá ýmsum persónulegum deilumál- um, sumum fremur smávægileg- um. En margt smátt gerir eitt stórt og með því að lesa þetta í heild má geta sér nærri hvernig andblærinn var í Skagafjarðar- héraði á fyrri hluta nítjándu aldar og hvernig alþýða jafnt sem höfðingjar lifðu þar daglegu lífi sínu. Að sönnu er horft á málin frá sjónarhóli húsbænda og höfðingja; rödd lausamanna kemur hvergi fram og er því ekki útskýrt hvernig þeir sjálfir mátu »kosta- vendni« sína og »sjálfræðisfrekju«. Kristmundur Bjarnason, Hannes Pétursson og Ögmundur Helgason hafa haft umsjón með þessari útgáfu sem er vönduð vel. Bókmenntir ef tir ERLEND JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.