Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 59 Vörðurinn óð fram og aftur fyrir framan mennina og bölvaði þeim í sand og ösku fyrir vonsku þeirra og slægð, en þó umfram allt fyrir vanþakklæti þeirra í garð keisar- ans. Hann varð æstari og æstari, uns þar kom, að hann missti algjörlega stjórn á sér. Á bjagaðri ensku heimtaði hann, að hinn seki gengi fram til þess að taka á móti refsingu. Enginn hreyfði sig. "Þ& var verðinum öllum lokið. „Allir deyja. Allir deyja," öskraði hann viti sínu fjær. Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann miðaði riffli sínum, albúinn að skjóta á fyrsta mann- inn í rööinni. Þá sté Argyllingurinn fram, heilsaði að hermannasið og sagði rólegur: „Það var ég." Vörðurinn fékk nú innibyrgðu hatri sínu útrás, því að hann réðist að fanganum, sparkaði í hann og sló hann með krepptum hnefanum. Maður stóð í réttstöðu, eins og ekkert hefði í skorist, þótt blóðið streymdi niður andlit hans. Þögn hans og. virðuleiki espuðu vörðinn hálfu meir. Hann greip um hlaupið á riffli sínúm og keyrði skeftið í höfuðið á fanganum, um leið og hann öskraði eins og villidýr. Þetta var óhemju högg. Fanginn hné máttvana til jarðar og hreyfð- ist ekki framar. Og þótt öllum mætti ljóst vera, að hann var dáinn, hélt vörðurinn áfram að berja á honum, þar til hann örmagnaðist af þreytu og æsingi. Vinnuflokkurinn tók upp lík félaga síns, lagði verkfærin á öxl sér og gekk heim í búðirnar. Þegar skóflurnar voru taldar aftur við verkfærageymsluna, var engrar þeirra vant. Þegar þessi saga var sögð, varð þess vart mörgum til mikillar undrunar, að hatrið í garð japanska varðarins mátti víkja fyrir aðdáun og virðingu fyrir hinum látna Argyllingi. Og nú tóku fréttir af álíka atburðum og þessum að berast okkur til eyrna frá öðrum fanga- búðum. Það var sagt, að Japanir hefðu haft hendur í hári óbreytts, ástralsks hermanns, þar sem hann var utanbúða að afla læknislyfja handa sjúkum vini sínum. Hann var þegar í stað færður fyrir rétt og dæmdur til dauða. Á morgni aftökudagsins gekk hann glaður í bragði milli varða sinna til aftökustaðarins. Japan- irnir höfðu fjölmennt á vettvang til þess að verða vitni að aftök- unni. Þeim ástralska hafði verið leyft að hafa með sér yfirmann sinn og herprestinn einnig, sem vitni. Flokkurinn nam nú staðar. Foringjanum og prestinum var vikið til hliðar. Ástralíumaðurinn stóð nú aleinn frammi fyrir böðlum sínum. Rólegur í fasi virti hann þá fyrir sér. Síðan kraup hann niður og tók upp úr buxna- • vasa sínum Nýja testamentið í smáu broti. Alveg fumlaust las hann nokkur vers með sjálfum sér. Varir hans hreyfðust, en rödd hans heyrðist ekki. Hvað það var, sem hann las, veit enginn. Sjálfur get ég ekki annað en valt því fyrir mér, hvort það muni ekki hafa verið orðin, sem Jesú mælti við vini sína í loftsaln- um forðum: Hjarta yðar skelf ist ekkii trúiö á Guð og trúirt í mig. í húsi föður míns eru mHrg híbýli< vætlekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður að ég fari burt að bua yður stað? Og þegar ég er farinn burt. og hefi búið yður stað. kem ég aftur og mun taka yður til mín. til þess að þér séuð og þar sem ég er. Frið lset ég eftir hjá yður. minn frið gef eg yðun ekki gef ég yður eins og heimiirinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Hann lauk við að lesa, stakk bókinni í vasann, leit upp og sá sorgfullt andlit prestsins síns. Hann brosti til hans og hrópaði: „Svona nú, séra minn, þetta er nú ekki alveg svona slæmt. Það verður allt í lagi með mig." Hann kinkaði kolli til böðlanna til merkis um að hann væri tilbúinn. Svo kraup hann niður á ný og rétti vel úr hálsinum, teygði höfuðið fram. Hárbeitt sverðið blikaði i sólar- ljósinu. Fordæmi þessara manna lýsti langar leiðir. Valgeir Sigurðsson: UM MARGT AÐ SPJALLA í þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs Sigurðssonar blaðamanns við merka, núlifandi islendinga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl- endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns- son, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jó- hannesson, Eysteinn Jónsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene- diktsson, Siguröur Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks- dóttir, Auður Jónasdóttir, Stefán Jó- hannsson, Þorkell Bjarnason. í bók- inni birtast myndir af öllum viðmæl- endum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Verð kr. 6.480. Sidney Sheldon: ANDLIT I SPEGLINUM í fyrra var það „Fram yfir miðnætti" og nú kemur „Andllt í speglinum". Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney Sheldon er þrungin hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra sögu- loka. Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon kann þá list aö gera sögur sínar svo spennandi að lesandinn stendur því sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð .. . Hersteinn Pálsson þýddi. Verð kr. 6.600. '.- »V-",» i~M *.*• :*rm > Vti-.«» * «.-• "!W**íP Þjóðsagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRU OG ÞJÓÐSAGNIR Sígild og göð bók í nýrri og aukinni útgáfu. Bók, sem ætti að vera til á hverju íslenzku heimili, ungum sem öldnum til ánægju. Verð kr. 9.600. Erlingur Davíðsson: NÓI BÁTASMIÐUR Endurminningar Kristjáns Nóa Krist- jánssonar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Nói bátasmiður. Hann er mjög sérstæður persónuleiki sem gaman er að kynnast. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum lið- innar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sína. Verð kr. 6.840. SKOÐAÐ í SKRÍNU EIRIKS Á HESTEYRI Jón Kr. ísfeld bjótil prentunar. Eiríkur ísfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann mikið af þjóðsög- um og ævintýrum, sem birtast í þessari bók. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Dularfull fyrirbrigði — Óvættir — Reimleikar, svipir o. fI. — Ævintýri — Sögur ýmiss efnis — Draumar — Slitur úr Dagbók. Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóðlegum, íslenskum fróðleik. Verð kr. 6.480. Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA Hér kemur hressileg íslenzk sjó- mannasaga, 10. bókin eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins- son, sem kunnur er fyrir sínar raun- sönnu lýsingar á sjómennsku hér við land. Hér segir frá svaðilförum og mannraunum og björgun úr sjávar- háska. En jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga. Verð kr. 4.200. Ingibjörg Sigurðardóttir: ÓSKASONURINN Sumir rithöfundar njóta margvíslegr- ar viðurkenningar og verðlauna fyrir ritstörf sín. Aðrir njóta hylli almenn- ings. Ingibjörg Sigurðardóttir á sér stóran hóp lesenda, sem fagnar hverri nýrri skáldsögu frá hennar hendi. Verð kr. 4.200. Þorbjörg frá Brekkum: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Óttar hefur orðið fyrir mikilli ástar- sorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna að bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum. Verð kr. 4.200. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ¦ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.