Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Ernest Gordon Dauðabúðirnar við SWAl Hér fer á efftir kafli úr bókinni Dauöabúðirnar viö Kwaí-fIjót, sem bókaútgáfan Salt gefur út. Bókin er lýsing brezks hermanns á lífinu í fangabúöum Japana viö Kwaí-fljót þegar stríösfangar í seinna stríði voru látnir vinna aö lagningu járnbrautar í Thailandi og Burma og brúarinnar yfir Kwaí-f Ijót. Þrátt fyrir aö hermennirnir yrðu að bola hungur og prældóm og allt virtist vonlaust og dauöadæmt kom aö bví að breytingar urðu; peir tóku að hjálpa hver öðrum, vonin varð örvœntingunni sterkari, kærleikurinn sigraði og eyðandi máttur dauðans fór dvínandi, eins og segir á bókarkápu. Birtur er hluti úr 5. kafla bókarinnar sem heitir Kraftaverk á Kwaí-fljóti. Kraftaverk á Kwaí Ekki man ég hvernig eða hvenær fyrst fór að votta fyrir tilfinningu í útlimum mínum. En ég hóf fljótlega að stunda líkams- æfingar, þótt hægt færi af stað. Ég var vanur að sitja á rúmstokknum og láta fæturna hanga fram af. Fyrst í stað var ég svo máttvana, að ég gat ekki gert þetta nema nokkrar mínútur í einu. Ég byrjaði á því að taka upp annan fótinn og láta hann svo falla aftur, síðan fór ég eins að hinum. Ég var svo horaður að ég náði utan um lærin með höndunum. Þegar hér var komið sögu, hafði Dusty hreinsað verstu graftarkýlin. Nuddið hans og æfingar mínar komu blóðrás- inni í betra horf. Vöðvunum jukust kraftar og áður en langt um leið, gat ég vingsað fótunum upp að hné fram og aftur. Þar kom, að ég gat staðið í fæturna með því að styðja mig við Dusty. Einn morguninn gat ég einhvern vegínn skrönglast fram að dyrum, með hjálp bambusstafs. Nokkrum dögum síðar fór ég út undir bert loft. Ég hlýt að hafa iitið út eins og dómsspámaður, þar sem ég haltraði milli kofanna, grár og gugginn. Langt, svart skeggið og dúkurinn um lendar mér hefði getað minnt á meinlæta- mann, sem kemur frá langri föstu í eyðimörkinni. Og ég hefði sem best getað hrópað, eins og Jeremía forðum: „Ó hvað má hugsvala mér í harminum. Hjartað er sjúkt í mér ... Uppskeran er liðin, aldin- skurðurinn á enda, en vér hófum eigi hlotið hjálp ... Eru þá engin smyrsl í Gíleað, eöa er þar enginn læknir?" Nú stóð ég frammi fyrir nýjum erfiðleikum. Bakteríurnar grass- éruðu innan um mig allan. Ég þurfti að skunda á salerniö á hálftíma fresti. En ég ákvað að láta sem ekkert væri, eftir því sem slíkt va- mögulegt. Graftarkýlin og taugalömunin voru að mestu læknuð orðin. Og mér þótti einsýnt, að blóðkreppusóttin hyrfi innan skamms. Dauðinn hafði mátt hopa, lífið var í sókn. Það hafði ég sjálfur fengið að reyna. En ekki einasta ég, heldur og fangabúðirnar í heild sinni. Við vorum á leið út úr hinum dimma dal. Andrúmsloftið gjörbreyttist. Við skynjuðum ein- hverja dularfulla návist. Menn fóru að rifja upp sögur af hetju- lund, trú og kærleíka. „Manstu eftir honum Angusi McGillivray?" spurði Dusty Miller mig eitt kvöldið, þegar hann var að undirbúa baðið mitt. „Það er nú líkast til," svaraði ég. „Hann var í minni herdeild. Fínn hermaður. Ég þekkti hann vel. Ég hélt uppi vörnum fyrir hann frammi fyrir herdómstól. Hann var ákærður fyrir að hafa óhlýðn- ast skipunum liðsforingja síns. Mér fannst það rétt af honum. Þetta var ekkert annað en kolvit- laus fyrirmæli. En hann var tekinn höndum um leið." Dusty hlustaði með athygli. „Við réttarhöldin reyndi ég allt sem ég gat til þess að verða honum að liði. Þú veist kannski, að ég lagði stund á lögfræði, meðan ég var í hernum. Og mér gekk málsvörnin svo vel, að eftir fyrsta daginn sagði Angus McDonald mér, — það var hann, sem var sækjandi í málinu, — að ég hefði borið sigur úr býtum. Hann kvaðst fullviss um sakleysi nafna síns McGillivrays." „Fékkstu náðun fyrir hann?" „Nei. Rétturinn sýknaði hann af þeirri ákæru að hafa óhlýðnast fyrirmælum yfirmanns síns, en dæmdi hann fyrir að hafa „hegðað sér gagnstætt góðum heraga," og var sú ákæra í meira lagi þoku- kennd." „Mér hefur einlægt fundist það hæpið, að þessa klásúlu skuli vera að finna í reglugerðum hersins. Hver einasti hermaður, sem er einhvers vjrði, hlýtur að brjóta hana fyrr eða síðar. Saksóknarinn viðurkenndi líka, að liðsforinginn hefði verið sekur fremur en McGillivray. Já, Angus var fínn hermaður. Hann er frá Lochgilphead við norðanvert Fyne-vatn. Af prýðilegum ættum, strákurinn sá." „Var hann lengi í herdeildinni?" spurði Dusty. „Allan þjónustutíma sinn, sem hlýtur að hafa verið yfir átta ár. Hann var á norð-vestur víg- stöðvunum í Indlandi mest allan tímann, sem herdeildin var þar. En hvers vegna varstu að spyrja mig, hvort ég þekkti hann?" „Hann er dáinn." „Dáinn? Hvernig?" Dusty kom ekki upp orði um stund. Hann var í djúpri geðs- hræringu. Ég skildi ekki hvers vegna, því að hann gat varla hafa þekkt McGillivray. „Það er ekki gott að segja. Hann var hraustur maður. Hann var „Strákarnir tóku eftir því, að Angus laumaðist út úr búðunum að næturþeli," hélt Dusty áfram. „Þeir leiðangrar gátu auðvitað ekki verið farnir nema í alveg ákveðnum erindagjörðum. Angus fór að hitta Thaílendingana í þorpum þeirra. Hann hafði gengið í lið með þeim, er versluðu á svörtum markaði. Hann Angus. Þessi heiðarlegi og góði drengur." Þegar menn dóu í búðunum, gátu sumir krækt sér í eitthvað af eigum þeirra, svo sem úr, skyrtur, buxur, hnífa o.s.frv. Thaílendingar ágirntust mjög þessa hluti og greiddu fyrir þá peninga eða að öðrum kosti andaregg og læknis- lyf. „Þótt kunningja Angusar grunaði, að hann væri að reyna að græða svolítið af peningum, gátu þeir ekki láð honum það," sagði Dusty. „Þú getur kannski gert þér sögulokin í hugarlund. Sjúki félag- inn hans Angusar fékk bata. En þá féll Angus saman. Hann datt niður dauður." „Og hvað sögðu læknarnir um þetta?" spurði ég. „Næringarskortur," svaraði Dusty, „en auk þess ofþreyta." „Og allt vegna vinar síns?" Dusty sagði ekkert. Eftir stundarkorn sagði ég: „Manstu eftir þessu versi hjá Jóhannesi guðspjallamanni, sem vant var að lesa við minningar- athafnir um þá, sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni: Meiri elsku hefur enginn en þá ... „Já, ég man eftir því," sagði Dusty og kinkaði kolli. „Mér hefur alltaf fundist þ3ð einhver fegursti staðurinn í Nýja testamentinu. „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hefi elskað yður. Meiri elsku hefur enginn en þá, að hann lætur líf sitt fyrir vini sína." Dusty stóð þarna án þess að hreyfa sig. Síðan sagði hann: „Alveg eins og Angus." Ég sagði: „Að sumu leyti gæti það sem hann gerði virst mjög heimskulegt." „Að hinu leytinu," svaraði Dusty, „er heilmikið vit í því." Hann laut yfir fæturna á mér og fór að hreinsa graftarsárin. Næstu daga heyrði ég aðra fanga ræða um þá fórn, sem Angus hefði fært. Ég heyrði þá tala um hana, á fjölmörgum ferðum mínum á salernið. Sagan af dauða hans hafði breiðst út um allar búðirnar. Og hún hafði haft geysileg áhrif á menn. Angus hafði verið okkur fagurt fordæmi um það, hversu við ættum að lifa, jafnvel þótt við dæjum. En svo göfugt, sem fordæmi Angusar var, þá var hann ekki einn um að sýna af sér hetjulund og kærleika. Það kvisuðust fleiri atburðir, sem sýndu að dauðinn átti ekki lengur síðasta orðið í Chungkaí. Við einn slíkan var annar Argyllingur riðinn, maður sem unnið hafði í vinnuflokki við járnbrautina. Dagsverkið var á enda. Verkfær- in voru talin eins og venjulega. Þegar leyfa átti mönnum að fara, æpti japanskur vörður að skófla væri horfin. Hann sló því strax föstu, að einhver hefði stolið henni til þess að selja Thaílendingum. Kafli úr bókinni Dauðabúðirnar við Kwai-fljót Þar sem fangarnir fengu aðeins handfylli hrísgrjóna á dag og unnu höroum höndum allan daginn líktust þeir fremur gangandi beinagrindum. reyndar einn þeirra, sem maður hefði sagt að dæi síðastur manna. Og ég held, þér að segja, að hann hefði alls ekki þurft að deyja." „Nú, hvers vegna dó hann þá?" Dusty settist á rúmið hjá mér. „Það var vegna félaga síns," byrjaði hann, „sem varð sársjúk- ur." Það var siður Argyllinga að hver maður átti sér „félaga", þ.e. vin eða lagsbróður, sem hann deildi með öllum eigum sínum. „Öllum virtist augljóst, að félagi Angusar myndi deyja," hélt Dusty áfram. „Öllum, nema Angusi. Hann virtist hafa bitið það í sig, að félagi hans myndi lífi halda. Einhver hafði stolið ábreiðu félaga hans. Angus gaf honum þá sína ábreiðu. Á hverri máltíð kom Angus að sækja matarskammtinn sinn. En hann át hann ekki sjálfur. Hann fór með hann og gaf hann vini sínum. Stóð yfir honum og lét hann éta matinn sinn. Og það hefur áreiðanlega verið annað en gaman fyrir Angus að svelta, þennan stóra mann." Meðan Dusty sagði þetta sá ég það allt fyrir mér: Angus hafði neitað sér um skammtinn sinn til þess að bjarga lífi félaga síns. Brúin yfir Kwaí-fljót var smíðuð á innan við tveimur mánuðum, en hún var hluti járnbrautar um Thailand og Burma. Myndirnar eru fengnar að láni úr bandarískri útgáfu bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.