Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 51 Ný ljóðabók: Ljóð innan glers Samkór Kópavogs. Jólavaka í Kópavogi SAMKÓR Kópavogs heldur jóla- vöku í Hamraborg 1 (jarðhæð) í dag, 17. desember kl. 15. Kórinn mun þar syngja jólalög undir stjórn Kristínar Jóhanns- dóttur og verður borið fram kaffi ásamt heimabökuðum smákökum, kleinum og jólakökum. Einnig mun jólasveinn koma og skemmta. Aðgangur fyrir fullorðna kostar 1000 kr. en fyrir börn 200 kr. . Þetta gerðist 17. desember 1976 — Bokovsky látinn laus í skiptum fyrir Luis Corvalan frá Chile. 1973 — Arabískir skæruliðar ráðast á bandaríska flugvél í Róm; 31 féllu. 1971 — Stríði Indverja og Pakistana lýkur með sigri Indverja. 1965 — Bretar setja olíubann á Rhódesíu. 1949 — Menzies myndar stjórn í Ástralíu. 1941 — Innrás Japana á Norður-Borneó hefst. 1939 — Þjóðverjar sökkva „Graf Spee" við Uruguay. 1923 — Gríski herinn steypir Georg II. 1922 - Síðustu brezku hermennirnir fara frá Irska fríríkinu. 1903 - Orville og Wilbur Wright fljúga flugvél fyrstir manna við Kitty Hawk, North Carolina. 1830 — Simon Bolivar andast. 1819 — Simon Olivar verður forseti Kolombíu. 1807 — Mílnaó-tilskipanir Napoleons gegn verzlun Breta gefnar út. 1788 — Her Potemkins tekur Ochakov við Svartahaf. 1718 — Englendingar segja Spánverjum stríð á hendur. 1538 - Páll páfi III bannfærir Hinrik VIII af Englandi. 1531 — Clement páfi VII kemur á fót rannsóknarrétti í Lissa- bon. Afmæli dagsins. Rupert prins, enskur hershöfðingi (1619-1682)= Domenico Cimarosa, ítalskt tónskáld (1749-1801)= Ludwig van Beet- hoven, þýzkt tónskáld (1770-1827)= William Mackenzie King, kanadískur stjórnmálaleiðtogi (1874-1950)= Erskine Caldwell, bandarískur rithöfundur (1903-). Innlenti Tólf hús brenna til sölu á Akureyri 1912 = Jón Thorsens- son skipaður landlæknir 1819 ¦ D. Páll Briem amtmaður 1904 = F. Árni Kristjánsson píanóleikari 1906. Orð dagsinsi Menntun er það sem situr eftir þegar við höfum gleymt öllu sem við lærðum í skóla — Albert Einstein, þýzk- fæddur vísindamaður (1879-1955). LJÓÐ innan glers heitir nýútkomin ljóðabók eftir Sveinbjörn Þorkels- son, og er þetta fyrsta bók höfund- ar. Utgefandi er bókaútgáfan Letur. í bókinni eru fimmtíu og eitt ljóð, en bókinni er skipt í sjö kafla. Á bakhlið bókarinnar segir höfundur: „Ekki er ég Bjarni Bernharður, Dagur eða Siggi Jóh. Þessi ég er Sveinbjörn Þ. flakandi sár, kommún- istaflekkir í andliti, íhaldsgloppur í höndum og úrkynjun rómantíkur allra innst. Einn góðan veðurdag mun ég með aðstoð góðra manna skera burt þessar hendur mínar og æ síðan tala ásjónu mína, ljóð inn á segulband. — Þangað til verði ykkur að góðu og til æfingar í lestri þetta kver." Olufsen ekki bara draumur. Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.