Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 51 Samkór Kópavogs. Ný ljóðabók: Ljóð innan glers LJÓÐ innan glors heitir nýútkomin ljóóabók eftir Sveinbjörn Þorkels- Letur. I bókinni eru fimmtíu og eitt ljóð, en bókinni er skipt í sjö kafla. Á bakhlið bókarinnar segir höfundur: „Ekki er ég Bjarni Bernharður, Dagur eða Siggi Jóh. Þessi ég er Sveinbjörn Þ. flakandi sár, kommún- istaflekkir í andliti, íhaldsgloppur í höndum og úrkynjun rómantíkur allra innst. Einn góðan veðurdag mun ég með aðstoð góðra manna skera burt þessar hendur mínar og æ síðan tala ásjónu mína, ljóð inn á segulband. — Þangað til verði ykkur að góðu og til æfingar í lestri þetta kver.“ son, og er þetta fyrsta bók höfund- ar. Utgefandi er bókaútgáfan Jólavaka í Kópavogi SAMKÓR Kópavogs heldur jóla- vöku í Ilamraborg I (jarðhæð) í dag, 17. desember kl. 15. Kórinn mun þar syngja jólalög undir stjórn Kristínar Jóhanns- dóttur og verður borið fram kaffi ásamt heimabökuðum smákökum, kleinum og jólakökum. Einnig mun jólasveinn koma og skemmta. Aðgangur fyrir fullorðna kostar 1000 kr. en fyrir börn 200 kr. Þetta gerðist 17. desember 1976 — Bokovsky látinn laus í skiptum fyrir Luis Corvalan frá Chile. 1973 — Arabískir skæruliðar ráðast á bandaríska flugvél í Róm; 31 féllu. 1971 — Stríði Indverja og Pakistana lýkur með sigri Indverja. 1965 — Bretar setja olíubann á Rhódesíu. 1949 — Menzies myndar stjórn í Astralíu. 1941 — Innrás Japana á Norður-Borneó hefst. 1939 — Þjóðverjar sökkva „Graf Spee“ við Uruguay. 1923 — Gríski herinn steypir Georg II. 1922 — Síðustu brezku hermennirnir fara frá írska fríríkinu. 1903 — Orville og Wilbur Wright fljúga flugvél fyrstir manna við Kitty Hawk, North Carolina. 1830 — Simon Bolivar andast. 1819 — Simon Olivar verður forseti Kolombíu. 1807 — Mílnaó-tilskipanir Napoleons gegn verzlun Breta gefnar út. 1788 — Her Potemkins tekur Ochakov við Svartahaf. 1718 — Englendingar segja Spánverjum stríð á hendur. 1538 — Páll páfi III bannfærir Hinrik VIII af Englandi. 1531 — Clement páfi VII kemur á fót rannsóknarrétti í Lissa- bon. Afmæli dagsinsi Rupert prins, enskur hershöfðingi (1619—1682)= Domenico Cimarosa, ítalskt tónskáld (1749—1801)= Ludwig van Beet- hoven, þýzkt tónskáld (1770-1827)= William Mackenzie King, kanadískur stjórnmálaleiðtogi (1874—1950)= Erskine Caldwell, bandarískur rithöfundur (1903-). Innlenti Tólf hús brenna til sölu á Akureyri 1912 = Jón Thorsens- son skipaður landlæknir 1819 = D. Páll Briem amtmaður 1904 = F. Árni Kristjánsson píanóleikari 1906. Orð dagsinsi Menntun er það sem situr eftir þegar við höfum gleymt öllu sem við lærðum í skóla — Albert Einstein, þýzk- fæddur vísindamaður (1879-1955).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.