Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Úr sögu Suðurlands Jón R. Hjálmarssoni SVIPAST UM A SUÐURLANDÍ. 180 bls. Suðurlandsútgáfan. Solfossi. 1978. Þessi bók er algerlega sunn- lensk. »20 sunnlendingar segja frá.« Og prentuð er hókin á Selfossi. Miðstöð bókaútgáfunnar, sjálf heimsborgin Reykjavík, er hvergi nefnd. Höfundurinn segir í formála að »frásagnaþættir í bók þessari eru allir nema einn unnir upp úr útvarpsviðtölum frá árun- um 1960—69.« Flestir eru viðmæl- endur Jóns nokkuð kunnir menn. Þarna er t.d. Óskar Jónsson frá Vík — alþingismaður um skeið — sem mest barðist fyrir Dyrhóla- höfn. Þarna er Þórður Tómasson sem af einskærri elju og áhuga hefur komið upp byggðasafninu í Skógum. Þarna er Klemenz Kr. Kristjánsson á Sámsstöðum sem áratugum saman gerði tilraunir með kornrækt og reyndi á þann hátt að endurvekja tiltrú manna á þessu landi. Þarna er Sigurjón Magnússon í Hvammi undir Eyja- fjöllum, dverghagi á tré og málm, smíðaði meðal annars skála Ferða- félagsins í Þórsmörk. Þarna er Jón Gíslason, hóndi og alþingismaður í Norðurhjáleigu í Alftaveri og segir frá því þegar hurð skall nærri hælum í Kötluhlaupi 1918. Og eru þá aðeins fáir nefndir. Þetta eru ekki rahbþættir þar sem spjaliað er um hitt og þetta heldur er hér yfirleitt um markvissa viðtals- þætti að ræða þar sem hver viðmælandi segir frá einhverju sérstöku máiefni eða atburði sem hann þekkir öðrum hetur. Til dæmis segir Jón Halldórsson frá upphafi verslunar í Vík. A svipað- an hátt segir Pálmi Eyjólfsson »frá einu og öðru úr byggðasögu Hvolsva!lar.« Sá þáttur cr cinkar athyglisverður því þar kemur fram — þó þarna sé sagt frá byggð á einum stað sérstaklega — hvernig 'sunnlensku þorpin hafa yfirhöfuð orðið til. Stofninn að Hvolsvelli var kaupfélagið sem fyrst reis niðri við sjó — í Hallgeirsey. Bæði þar og í Vík var vörum skipað upp frá sjó þó aðstæður til þess væru vægast sagt afleitar. En samgöngur á landi leystu skipin af hólmi og þá skipti ekki lengur máli þó verslun- in stæði fjarri sjó. Þá fór byggð að rísa á Hvolsvelli. »Einkennilegt má það kallast,« segir Pálmi, »að meðal íbúa hér er enginn verka- maður til að stunda tilfallandi vinnu, heldur eru hér allir í föstu starfi.« (Þátturinn er frá '68). Þetta má kallast »einkennilegt« ef hliðsjón er höfð af íslenskum sjávarþorpum á fyrri hluta aldar- innar þar sem fjöldi manna lifði á snöpum. p]n Hvolsvöllur tók ekki að byggjast að ráði fyrr en eftir stríð og þá var runnin upp sú tíð að ungir menn vildu ógjarnan gerast »verkamenn« af því tagi sem Pálmi nefnir. Þá hefur Pálmi eftir bónda í Rangárþingi »að í þessum þorpum eða byggðahverf- um, sem vaxið hafa upp á síðustu árum, væri að finna hina gömlu vinnumenn sveitanna.« Þó ekki beri að skiija þessi orð bókstaflega eru þau dagsönn. Enn í dag einkennast sunnlensku þorpin af því að þau eru raunveruleg sveita- þorp og því að ýmsu leyti ólík sjávarþorpunum við firði og víkur BóKmenntlr ef tir ERLEND JÓNSSON hringinn í kringum landið. Og vissulega byggðust þau upp í og með vegna þess að ekki var lengur þörf fyrir fjölmennt vinnuafl í sveitunum. Lítið þorp með langa sögu heitir svo þáttur þar sem Sigurður Guðjónsson skipstjóri rifjar upp ýmsa þætti úr sögu Eyrarbakka. Þar er aftur á móti komið að elsta verslunarstað landsins sem er víða nefndur í fornuni ritum, stóð með mestum blóma á nítjándu öld og tók ekki að hnigna fyrren landflutningar tóku við af skipaflutningum. Langt fram eftir öldum var aðeins verslað á sumrin en »föst verslun allt árið hefst hér ekki fyrr en á 18. öld eftir því sem best verður vitað,« segir Sigurður. Á þeim árum er þessi viðtöl urðu til var mikið talað um Kötlu — menn áttu þá von á gosi þar á hverri stundu. Hannes Hjartarson bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri segir að þeir, nábúar Kötlu, hugsi »ekki mikið um gos hennar og jökulhlaup. Mætti segja mér að þeir sem fjær dveljast, hefðu af þessu meiri áhyggjur en við.« Sigurður Tómasson oddviti á Barkarstöðum í Fljótshlíð segir frá Þórsmerkurferðum og fleira. Hann minnist meðal annars á Jón söðlasmið í Hlíðarendakoti (sem k'om Þorsteini Erlingssyni á fram- færi) og upplysir að hann hafi fyrstur gengist »fyrir því að farnar væru ferðir til að skoða þá fjölbreytilegu náttúrufegurð, sem Þórsmörk býður upp á, og mun það hafa verið upp úr miðri nítjándu öld.« Sigurður minnist líka á »stokkun« Markarfljóts sem vekur ekki mikla athygli nú orðið — á jarðýtuöld. En það verk var unnið fyrir þann tíma er stórvirkar vélar komu til sögunnar og segir Sig- urður það hafa verið »glæsilegasta átakið, sem unnið hefur veríð í búnaöarsögu Rangæinga og jafn- vel þótt víðar væri leitað.« Jón R. Hjálmarsson segir í formálanum að »allmargir við- mælenda minna voru talsvert við aldur, þegar viðtölin voru tekin, og nú eru sumir þeirra fallnir frá.« Aldurinn rýrir ekki gildi þáttanna, heldur þvert á móti því hér er um sögulegan fróðleik að ræða, þetta er eins konar safn til sögu Suðurlands. Viðtalsþættir Jóns í útvarpi hafa verið með því besta af slíku tagi, bæði vegna lipurðar og hlédrægni spyrjandans og eins sakir hins að Jón hefur jafnan kallað til viðtals menn sem hafa haft eitthvað að segja, eitthvað sem máli skiptir. Þó hér hafi verið nefndir sumir sögumenn hans, en aðrir ekki, felst ekki í því neins konar gæðamat. Allir eru þættirn- ir greinargóðir og skemmtilegir og allir hafa viðmælendur Jóns eitt- hvað að segja sem er raunverulega í frásögur færandi. Hvað ungur nemur Erlingur Davíðsson^ ALDNIR HAFA ORÐIÐ. 271 bls. Skjaldborg. Akureyri 1978. Ekki verður þurrð á ævisögum þetta árið. Ilér eru þær sjö. Erlingur Davíðsson, hinn mikli aniskrárritari norðlendinga, er enn að verki. Hér kynnir hann fyrir okkur síðustu kynslóð gamla Islands, seinustu kynslóðina sem ólst upp við forna búskaparhætti og samgöngur — áður en bíllinn, vélarnar og rafmagnið komu til sögunnar. Fremstur fer Agúst Þorvalds- son, sem er frægur fyrir sína stóru fjölskyldu og farsælu þing- mennsku. Ágúst er sunnlendingur, varla þarf að taka það fram, þess vegna er hann eins og framandi heiðursgestur í þessari bók, hinir eru allir í nágrenni söguritarans, eða svo gott sem: Sigfús Þorleifs- son á Dalvík, Jóhannes Óli Sæmundsson (Sæmundssonar skipstjóra í Virkum dögum), fædd- ur og uppalinn og lengst af búsettur við Eyjafjörð. Alfreð Ásmundsson frá lllíð i Kaldakinn, Suður-Þing., séra Kári Valsson sóknarprestur í Hrísey, fæddur í Tékkó, Jóhann Magnússon frá Mælifellsá, »mestur hrossakaup- maður á Norðurlandi og líklega á landinu ölfow og frændi Indriða G. og að lokum Sigurbjörg Benedikts- dóttir frá Breiðabóli á Svalbarðs- strönd. Ekki er hægt að segja að Krlingur kafi með botnvörpu oní þessar sögupersónur sínar en býsna margt fiskar hann þó upp úr þeim. Viðhorf þeirra til lífsins sýnast markast af uppeldinu með meira, auk þess af því hvernig þeim hefur vegnað framan af í lífsbaráttunni, þegar menn taka að sjóast í ólgusjó lífsins láta þeir kaldar skvettur síður á sig fá. Þessi kynslóð ólst mestanpart upp í fátækt, ef ekki að segja örbirgð. Samt fer mikið fyrir bernsku- minningum. Það er af því að bernskan hefur mótað þetta fólk. Þegar út í starf er komið tekur oftast við bein og tilbreytingalítil braut. Erfiðast virðist mér Alfreð hafa átt í uppvexti sínum. Og ef til vill þcss vegna skilgreinir hann hreinskilnislegast eðli þess sam- félags sem fóstraði hann. »Á þessum fyrstu áratugum aldarinn- ar var mikil fátækt ríkjandi,« sagði Alfreð, »og var manngildið of oft metið eft.ir efnahag. Flestir urðu að beita kjafti og klóm til að geta lifað. Á mig og mína líka var einkum litið sem vinnukraft, sem sjálfsagt væri að nota með sem minnstum tilkostnaði.« Alfreð segir að munurinn á húsbændum og hjúum hafi verið »ótrúlega mikill«. Eftir að hafa prófað ýmis störf og borið niður víða um landið ákvað Alfreð að gerast bóndi, keypti óræktað land og reisti nýbýli og spáðu þá ekki allir vel fyrir honum, »þeir menn voru til, sem sögðu mér það opinskátt, að það væri annað en gaman fyrir sveitarfélagið, ef ég færi nú að stofnunum þar sem börnin lærðu meira á fáeinum vikum en tókst að troða í þau á mörgum árum í barnaskólum kaupstaðanna. Að skóli væri eins konar pakkhús til að geyma ungviðið í mcðan full orðnir gengju að vinnu mun þá ekki hafa hvarflað að neinum sveitamanni. Kennarar tömdu sér þá gjarnan ýmsar dygðir sem í raun og veru töldust til starfsins, svo sem bindindi á áfengi og tóbak. Þetta má allt lesa milli Iínanna í ævisögu Jóhannesar Óla og hygg ég að hann sé einkar dæmigerður fulltrúi sinnar stéttar meðan hún var og hét. En kynslóð Jóhannesar Óla og ALDNTR HAFA ORDID ALDNIR J~lfTULx\ ORÐIÐ „Valdið og þjóðin" Guðlaugur Arasoni YÍKURSAMFÉLAGIÐ 201 bls. Bókás. ísafirði 78. Trillukarlar á Rúnavík við Langafjorð verða reiðir vegna lokunartíma frystihússins á staðn- um, en það er í eigu hins volduga Kaupfélugs Langfirðinga á Oseyri (KLO), eins og flest önnur fyrir- tæki á Rúnavík. Stuðningsmenn kaupfélagsins verða uggandi um sinn hag og hefja undirskrifta- söfnun undir kjörorðinu „Betri bær" og í bæjarstjórnarkosningum vinna þeir mikinn sigur; — og frystihúsið heidur áfram að hætta fiskmóttöku kl. fimm. Þctta er í mjög stuttu máli efni skáldsógu Guðlaugs Arasonar um samfélag það sem þrífst á Rúnavík í skjóli kaupfélagsins, KLÓ. Sagan fjallar um stöðu einstaklinganna Bókmenntlr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON gagnvart kaupfélaginu, stöðu fólksins gagnvart valdinu; stöðu þeirra-sem eiga bíl, sjónvarp og hús gagnvart þeim sem reka fyrirtækin sem borga hinum fyrr- nefndu laun og selja þeim bílinn, sjónvarpið og byggingarefnið. Viðfangsefnið er vissulega at- hyglisvert og mikils virði er að fjalla um svo mikilvæg mál sem þessi á þann hátt að það veki fólk til umhugsunar, en fæli það ekki frá slíku með pólitísku trúboði. Mér finnst Guðlaugi Arasyni hafi tekist ágætlega að fjalla um Víkursamfélagið í bók sinni. Per- sónnrnar eru yfirleitt sannfærandi og eðlilegar, þótt mér finnist reyndar að nokkuð skorti á í þessu efni hvað varðar aðalpersónuna sjálfa, hinn réttlætiselskandi rósemdarmann, Fjalar Guðmundsson. Það er ekki skyggnst neitt verulega inn í sálarlíf hans, enda ugglaust fjarri höfundi að skrifa sálarlífsróman. Kngu að síður finnst mér sem forvitnilegt hefði verið að kynnast Fjalari örlítið nánar, þegar þess er gætt hve staða hans í sögunni er mikilvæg. í þessari sögu felst næsta augljós tilvísun til her- stöðvarmálsins og undirskrifta- söfnunarinnar „Varið land" og er það mín skoðun að þessi mjög svo ódulbúna tilvísun rýri gildi bókar- innar fremur en hitt, því hún getur auðvcldlega gefið tilefni til oftúlkunar og þar með gleymist það sem ég tel megininntak sögunnar og ég fjallaði um hér að framan. Saga Guðlaugs er skrifuð af mikilli íþrótt að mínum dómi, þannig að þrautþjálfaður rit- höfundur væri fullsæmdur af og það gerir gæfumuninn. Sagan hefði auðveldlega getað verið leiðinleg preriiknn, en er það ekki. Þetta er vel skrifuð skáldsaga um efni sem ollum er hollt að hugleiða og taka afstöðu til. Þykir mér raunar skrýtið hve fólki er tíðrætt um nýjustu bók Guðlaugs „Eldhúsmellur", en lítið talað um þessa. Yfirleitt er frágangur á íslensk- um bókum allgóður, en því miður er ekki svo um þessa. I henni er aragrúi af prentvillum og verður sjálfur Karl Marx jafnvel fyrir barðinu á þessu í það eina skipti sem hann er nefndur á nafn og þykir sumum eflaust nokkur kald- hæðni. hlaða niður börnum, að þurfa þá að taka við því öllu sama..." Næstu árin voru erfið, en þingeyingum var þá allverulegur styrkur að þeim sterka bakhjalli sem þing- maðurinn þeirra var — Jónas Jónsson frá Hriflu! »Ljúfur var hann í allri umgengni og átti alveg óskorað traust allra sveitunga sinna, enda reyndist hann þeim betri en enginn,« segir Alfreð. Jóhannes Öli naut ekký föður- eða móðurumhyggju í upp^$i en var heppinn. Hann naut þeirrar hálfmenntunar sem kennaranámið var og gerðist barnakennari á heimaslóð. Enginn óx að auði né áliti vegna þess starfs. Eigi að síður vann þessi fyrsta raunveru- lega kennarastétt landsins gott starf við erfið skilyrði, kennararn- ir voru margir hverjir gáfumenn sem hefði hreint elíki skort vit né löngun til langskólanáms ef efni hefðu leyft. Þar eð þeir komust ekki sjálfir í háskóla gerðu þeir litlu barnaskólana sína að eins konar háskólum — mennta- Ágústs Þorvaldssonar og Alfreðs frá Hlíð var meira en bindindis- og ungmennafélagskynslóð, þetta var líka framsóknarkynslóðin — ef ekki að eðlisfari þá að minnsta kosti að uppeldi — »þótt ég væri framsóknarmaður,« segir Sigfús Þorleifsson, »og teldi mig mörgum öðrum áhugasamari í þeim flokki, þekkti ég annan og mér skyldan, sem var svo mikill framsóknar- maður, að hann gekk stundum alveg fra,in af mér. Þetta var blessaður^,- faðir minn, sem var alveg einstakur. Svo mikill sam- vinnumaður var hann, að kalla mátti hann samvinnumann fram í fingurgóma og fór aldrei dult með skoðanir sínar. Morgunblaðið mátti hann ekki sjá og umturnað- ist ef einhverjum varð það á að bera það inn á heiniili hans.« Hressandi andblær er yfir þess- um þáttum. En þar eð ég hef nýlega látið í ljós álit mitt á ævisagnaritun Erlings Davíðsson- ar vegna annarrar nýútkominnar bókar hans ætla ég ekki að segja fleira þar um að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.