Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 37 Borgin kaupir Vesturgötu 18 til flutnings á ngjan stað ReykjavíkurJSwrK heíur ákveðið að kaupa hið 77 ára gamla hús á Vesturgötu 18 af núverndi eigendum fyrir eina krónu og finna því nýjan stað í gamla bænum. Hefur borgarverk- Þetta gerðist 18. desember 1975 — Fulltrúar ísraels og 12 annarra ríkja ganga að fundi UNESCO. 1963 — Óeirðir afrískra stúdenta í Moskvu. 1962 — Fundur Kennedys og Macmillans í Nassau. 1961 — Innrás Indverja í Goa. 1944 — Japanir hraktir frá Norður- Burma. 1927 — Chiang Kai-shek steypir Hankow-stjórninni. 1923 — Samningur Breta, Frakka og Spánverja um Tangier. 1903 — Bandarikin frá Panama- skurð til eilifðar gegn árlegu leigu- gjaldi samkvæmt Panama-samningnum. 1890 — Frederick Lugar tekur Uganda herskildi. 1865 — Þrælahald afnumið í Banda- ríkjunum. 1799 — Útför Georgs Washingtons á Mount Vernon. 1792 — Réttarhöld í Bretlandi gegn Thomas Paine að honum fjarstödd- um fyrir útgáfu „The Rights of Man“. 1777 — Veturseta Byltingarhers Washingtons í Valley Forge hefst. 1644 — Stjórnartíð Kristínar drottningar hefst í Svíþjóð. Afmæli dagsinsi Elísabet Petrovina, rússnesk keisaraynja (1709—1762)= Carl Marina von Weber, þýzk tónskáld (1786—1826)= Betty Grable, bandarísk leikkona (1916—1973)= Christopher Fry, enskur leikrita- höfundur (1907 —). Innlenti Alþjóðadómstóllinn dæmir Norðmönnum rétt til að ákveða 4 mílna landhelgi 1951= Eldgos við Leirhnúk 1728= 6 farast í snjóflóði í Súgandafirði 1836= Leyfi til sölu á sætum í dómkirkjunni afturkallað 1871= D. Guðríður Símonardóttir (ekkja síra Hallgríms) 1682= Undir- réttardómi gegn Skúla Throddsen hrundið í landsyfirrétti 1893= Eld- blossar í Öskju 1922= „Sköpunin" eftir Haydn flutt í bifreiðaskála Steindórs 1939= Brunatjón í Stjörnu- bíói 1973= F. Sigurður Bjarnason frá Vigur 1915. Orð dagsinsi Séu menn uppfræddir án trúarinnar eru þeir einungis gerðir að sniðugum djöflum — Eignað hertoganum af Wellington, enskum hershöfðingja (1769—1852). fræðingi verið falið að finna lóð undir húsið í samvinnu við skipulagsnefnd. Húsið á Vesturgötu 18 er í hópi þeirra glæsilegu húsa er reist voru um aldamótin, en nú er ekkert eftir, sem er þessu líkt, sagði Nanna Hermannsson borgar- minjavörður í umsögn sinni, eftir að hafa skoðað húsið. Það er einlyft timburhús í Sveiserstíl og skreytt útskurði, 8,4 m á lengd og 6,8 m á breidd. A seinni árum hefur húsinu ekki verið haldið við, en því hefur heldur ekki verið mikið breytt. Nú er orðið mjög þröngt um það, en á sínum tíma setti það mikinn svip á umhverfi sitt, og mundi gera það aftur, væri það vel staðsett. Mælti minja- vörður eindregið með að húsið yrði keypt, er það kom fyrir umhverfis- málanefnd borgarinnar, sem lagði til að svo yrði gert. Hús þetta reisti Árni Eiríksson árið 1901, en 1910 var bætt við það. Árni lést 1917, en húsið var í eigu fjölskyldu hans til 1942, en Stein- grímur Magnússon eignaðist húsið. Undanfarið hafa búið í því fjölskylda á vegum Félagsmála- stofnunar borgarinnar. Núverandi eigandi, Sturlaugur Jónsson & Co keypti húsið 7 nóv. sl. og buðu Jón og Þórður Sturlaugssynir borginni húsið fyrir eina krónu, þar eð þeir h.vggjast hagnýta sér lóðina til viðbyggingar við atvinnuhúsnæði sitt á Vesturgötu 16. Um áramótin ganga í gildi lög, sem kveða á um að leyfi þurfi til að rífa hús, og því hafði húsið verið auglýst til sölu og brott- flutnings strax 10. des. Höfðu margir sýnt því áhuga. En þeir Jón og Þórður buðu borgarstjórn og eða Árbæjarsafni húsið með orðunum: „Með því að vér erum kaupmenn þykir oss eigi sæma að gefa húsið en bjóðum yður það til kaupa og stillum verðinu i hóf, nánar tiltekið eina krónu." Húsið á Vesturgötu 18 er í hópi þeirra glæsilegu húsa. sem reist voru um aidamótin, en nú er ekkert eftir af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.