Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 57 Helmingur til 2/3 telja dagvistun æskilega í NÝÚTKOMINNI skýrslu um könnun á jafnréttismálum í fjórum kaupstöðum er kafli um afstöðu svarenda til dagvistunar- mála og ástand þeirra í kaupstöð- unum fjórum. Fjöldi svarenda, sem eiga börn á eða við það að ná dagvistunaraldri eru frá 44,8% og til 47%. í kaflanum kemur m.a. fram álit á dagvistun. Þar kemur m.a. fram, að tæp 32% til 37% karla í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi telja dagvistun ótvírætt æskilega, en hins vegar 53% karla á Neskaupstað eða allt að 20% fleiri en á hinum stöðunum. Hlutfallslega flestir, sem telja dagvistun æskilega með fyrirvör- um eru úr hópi karla í Garðabæ eða rúml. 28%, en fæstir í Neskaupstað rúmlega 12%. í Garðabæ álíta rúm 18% karla dagvistun óæskilega og er það hæsta hlutfallið, lægsta er 5,5% í Norðfirði, en í Kópavogi eru 15% og Hafnarfirði 9% þeirrar skoðun- ar. Viðhorf kvenna um þetta í bæjunum fjórum sýnir að hlut- fallslega stærsti hópur kvenna sem ótrírætt telur dagvistun æskilega er á Neskaupstað eða 47% kvenna þar, en það er heldur lægra hlutfall en meðal karlanna. Tæplega 35% kvenna í Kópavogi er þeirra skoðunar og 32% bæði í Hafnarfirði og Garðabæ. í Garða- bæ eru hins vegar hlutfallsléga flestar af þeim, sem telja dagvist- un æskilega með fyrirvörum af ýmsu tagi, eða rúm 38%. í Hafnarfirði eru þær sem þetta viðhorf hafa rúm 33%, í Kópavogi tæp 29% og á Neskaupstað eru þær tæp 26%. Rúm 10% kvenna í Hafnarfirði telja dagvistun alfarið óæskilega, 9,5% í Garðabæ og 9% í Kópavogi, en aðeins 4% í Neskaup- stað. Samantekið má segja að almennt séu viðhorf til dagvistun- ar heldur jákvæð, þannig er frá helmingi upp í % karla og kvenna, sem telja dagvistun annað hvort ótvírætt æskilega eða æskilega með fyrirvörum. 56% hjá afa og ömmu Athyglisvert er það að þar sem dagvistun er útbreiddust, á Nes- kaupstað, eru viðhorfin til hennar langjákvæðust. Þegar spurt er um það hvað hindri dagvistun, þá krossa yfir 54% í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði við svarið „Vantar pláss". En enginn í Neskaupstað. 14% af börnum svarenda í Kópavogi eru í gæslu í heimahúsum gegn greiðslu, 8,3% og 5,1% í Hafnarfirði og Garðabæ, en í Neskaupstað 1,4%. Af þeim börnum, sem ekki njóta dagvistunar meðan mæður þeirra eru í tekjuaflandi vinnu, eru í Kópavogi 56% hjá afa og ömmu sinni, en 25% í Garðabæ, en þar eru 33% þeirra í umsjá eldri systkina, á móti 19,7% í Kópavogi. Margt fleira fróðlegt er í þessum kafla. Landsleíkir í handknattleik 4«f nntín 5|l ISLAND Danirnir koma DANMÖRK í Laugardalshöll í kvöld sunnudag kl. 21.00 og annaö kvöld mánudag kl. 21.00 ALLIR í HÖLLINA — HVETJUM ÍSLAND TIL SIGURS. — ÁFRAM ÍSLAND. Forsala aogöngumiöa hefst í Laugardalshöll kl. 13 í dag. Ólatur H. Jðnaaon leikur meö landsliðinu eftir 1 árs fjarveru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.