Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Númer 16 Hamilton Reynsla okkar af tilraunum til að setja Ríkjum eða héruðum lög sem sjálfstæðum stjórn- málaeiningum, er hin sama og saga annarra bandalagsstjórna ber vott um að svo miklu leyti sem þær hafa gripið til þessa ráðs. Það er vel þess virði að staðfesta þetta með sérstakri athugun. Ég mun hér láta nægja að nefna að bandalögin í Lyciu og Achæu virðast eftir fátæk- legum heimildum að dæma helst allra forna bandalaga hafa verið laus við viðjar þessarar misvit- urlegu lagasetningar, enda hafa þau verðskuldað óskipt lof stjórnvitringa. Það má með fullum rétti og þyngstu áherslu segja að þessi óvenjulefía lagasetningaraðferð sé uppspretta stjórnleýsis: Við höfum séð að slík lagasetning verður til þess að meðlimaríki Sambandsvelsisins skjóta sér undan því að hlýöa lögunum; þegar slíkt kemur fyrir leyfir stjórnskipunin engin önnur úr- ræði en valdbeitingu, en af henni hlytist þegar í stað borgarastyrjöld. En þá er enn eftir að skoða hvernig svo illar stjórnarað- gerðir geti við okkar aðstæður náð tilgangi sínum. Ef allsherj- arstjórnin réði ekki ávallt yfir herliði gæti hún annað hvort ekki komið hervaldi við eða ef hún gæti það yrði um að ræða stríð milli hluta Bandalagsins um sáttmálabrotið. I slíku stríði mundu hinir sterkari hafa yfirhöndina eða andstæðingar þess. Það mundi sjaldan bera ¦við að aðeins eitt meðlimaríkj- anna gerðist sekt um að skjótast undan lögum, ef fleira en eitt Ríki bregðist skyldum sínum mundi sameiginleg sekt þjappa þeim saman til sameiginlegrar varnar. Ef stórt og voldugt Ríki væri árásaraðili mundi þaö að jafnaði eitt nægja til þess að afla þeim liðs meðal nágranna- ríkjanna óháð því hvort um væri að ræða samstöðu um málefni. Auðvelt væri að færa sýndarrók fyrir því að hætta steðjaði að sameiginlegu frelsi, án erfiðis- muna væri hægt að finna afsakanir fyrir skyldubrotinu og vekja þannig óhug í þeim Ríkjum sem ekki væru brotleg, efla þar baráttuhug og leiða menn til samstöðu með hinu brotlega Ríki. Það yki enn líkurnar á að svona færi ef skyldubrot hins stóra Ríkis væri runnið undan rifjum framafík- inna forystumanna sem vildu losna undan ytra valdi er staðið gæti í vegi fyrir áformi þeirra um eigin frama. Þeir mundu trúlega reyna fyrirfram að ná tökum á forystumönnum í ná- grannaríkjunum. Ef ekki reynd- ist unnt að finna liðsinni innanlands yrði leitað til er- lendra ríkja sem sjaldan yrðu ófús að efla sundurlyndi í Bandalaginu, því þeim stendur mikill stuggur af samheldni þess. Þegar vopnum er brugðið gæta menn ekki hófs. Sært stolt og reiði mundu leiða Ríki, sem Sambandsveldið beitti hervaldi, til hvers konar öfga sem þyrfti til að hefna fyrir óvirðingar eða forðast þá vansæmd að láta undan. Hinni fyrstu slíkra styrjalda lyki líklega með því að Sambandsveldið yrði leyst upp. Á þetta má líta sem voveifleg- an dauða Bandalagsins. Það sem nú blasir við okkur er eðlilegur dauði ef við endurnýjum ekki skipan Bandalagsins og gefum því varanlegt snið. Ef við tökum tillit til sköpulags þessa lands er ekki líklegt að löghlýðin Ríki muni oft styðja Sambandsveldið í stríði gegn brotlegum Ríkjum. Þau munu ævinlega fúsari að skipa sér á skör með hinum seku Ríkjum með því að fylgja for- dæmi þeirra. Og þannig yrði sameiginleg sök trygging allra. Fyrri reynsla okkar sýnir ljós- lega hvernig þetta verður. Það verður í raun ókleift að meta hvenær rétt væri að beita valdi. Þegar um verður að ræða fjárframlög, en þar verða brot tíðust, verður ókleift að ganga úr skugga um það hvort brotið stafar af mótþróa eða fátækt. Hinu síðara mundi ævinlega borið við. Aðstæður yrðu að vera augljósar til þess til þess að þær réttlættu að fullu beitingu örþrifaráða og hervalds. Það er ljóst að þetta vandamál eitt yrði, hvenær sem það kæmi upp, meirihluta þjóðþingsins ærið tilefni til hlutdrægni og kúgun- araðgerða. Það virðist varla erfitt að sanna að Ríkin eigi ekki að hall- ast að stjórnarskrá sem krefst þess að ævinlega sé til reiðu voldugur her til að framfylgja hversdagslegum tilskipunum stjórnarinnar. Þó er einmitt þetta valkostur þeirra sem vilja neita allsherjarstjórn- inni um rétt til að setja lóg sem ná til einstaklinga. Slík skipan, ef hún er þá framkvæm- anleg með einhverjum hætti, hlyti þegar að afskræmast í hernaðarlegt gerræði, en hvern- ig svo sem á er litið er slík skipan óframkvæmanleg. Auð- lindir Sambandsveldisins hrykkju ekki til að halda uppi her sem nægði til að tryggja það að hin stærri Ríki gegndu skyldum sínum, né heldur feng- ist héimild til að koma upp slíkum her. Hver sá sem íhugar íbúafjölda og mátt þessara Ríkja eins og hann er í dag og horfir svo sem fimmtíu ár fram um veg mun þegar í stað hafna staðlausum áætlunum sem miða að því að stjórna atferli þeirra sem heilda eða með þvingunum sem aðeins ná til þeirra sem heilda. Slík fyrirætlan er varla miklu óraunsærri en sá andi sem við eignum fornum hetjum og hálfguðum er lögðu til atlögu við þursa og ófreskjur. Jafnvel með bandalögum þar sem meðlimaríkin hafa verið minni en sýslur hjá okkur hefur aldrei reynst • kleift að setja fullvalda ríkjum lög og fram- fylgja þeim með vopnavaldi. Því hefur sjaldan verið beitt nema gegn veikari ríkjunum og oftast hafa tilraunir til að refsa ríkjum fyrir mótþróa og óhlýðni leitt til styrjalda þar sem annar helmingur bandalagsins bar fána sinn gegn hinum helmingn- um. Af þessum athugasemdum hljóta allir greindir menn að draga þá ályktun að sé yfirhöfuð kleift að stofna til bandalags- stjórnar sem getur farið með sameiginleg málefni og gætt allsherjarfriðar þá verður hún í þeim málum sem henni eru fengin til umfjöllunar að vera reist á reglum sem ganga þvert á það sem andstæðingar stjórnarskrárinnar mæla rríeð. Vald hennar verður að ná beint til einstakra borgara. Hún má ekki þurfa milliliði í löggjöf, heldur verður henni að vera heimilt að láta venjulega em- bættismenn framkvæma ákvarðanir bandalagsstjórnar- innar. Máttur allsherjarvaldsins verður að koma fram fyrir tilstuðlan almennra dómstóla. Stjórn Sambandsveldisins verð- ur eins og stjórn sérhvers Ríkis að geta fjallað beint um það sem einstaklingar óttast eða unna, hún verður að eiga þess kost að leita sér stuðnings í þeim viðbrögðum sem mannlegu hjarta eru einlægust. Hún verð- ur í stuttu máli á sínu af- markaða valdsviði að ráða yfir öllum sömu aðferðum og stjórn- um einstakra Ríkja eru heimilar og þau beita. Gegn þessu kunna menn að færa þau rök að sérhvert Ríki, sem snerist gegn valdi Sam- bandsveldisins, gæti hvenær sem það vildi hindrað fram- kvæmd allsherjarlaga og þannig leitt til sams konar ófriðar og við sýndum áður að hlyti að felast í áætlunum andstæðum stjórnarskránni. Sannfæringarmáttur þessar- ar mótbáru hverfur strax þegar bent er á eðlismun þess að að hlýðnast ckki annars vegar og þess að veita bcina og virka mótspyrnu hins vegar. Ef sam- þykki Ríkisþinganna þyrfti að koma til áður en ráðstafanir Sambandsveldisins öðluðust gildi, þyrftu Ríkisþingin aðeins að sitja aðgerðarlaus eða færast undan aðgerðum og ráðstafan- irnar féllu ómerkar. Ríkisþingin gætu falið það að þau brygðust þannig skyldum sínum með því að ræða um aukaatriði í tengsl- um við ráðstafanirnar; þá kæmi það ekki fram við fólkið að nein hætta steðjaði að stjórnar- skránni. Ríkisleiðtogarnir kynnu jafnvel að geta unnið sér frama með því að standa gegn Stjórnarskránni vegna tíma- bundinna þæginda, lögmætra afsakana eða hugsanlegs ávinnings. Ef framkvæmd allsherjarlaga krefðist ekki hlutdeildar Ríkis- þinganna, ef hún næði beint til borgaranna sjálfra, gætu stjórnir Ríkjanna ekki hindrað hana án þess að beita opinskátt og hörkulega valdi sem færi í bág við Stjórnarskrána. Að- gerðaleysi og undandráttur mundu ekki nægja. Þær yrðu að John Marshall Eins og getið var hér í næst síðustu grein hverfa sjónarmið Federalistaflokksins bandaríska að verulegu leyti af sviði banda- rískra stjórnmála fyrst eftir aldamótin átjánhundruð, þegar fyrri andstæðingar þeirra tóku við stjórnartaumunum. Þá var þess einnig getið að Thomas Jefferson og eftirmenn hans í forsetaembætti — James Madi- son, James Monroe og John Quincy Adams — héldu með þeim stofnunum sem fyrir- rennarar þeirra og andstæðing- ar höfðu komið á fót til að efla allsherjarstjórnina. Ein meginástæðan til þess að Republikanaflokkurinn þáver- andi — flokkur Jeffersons og Madisons — réðist ekki í það að breyta því sem fyrirrennarar þeirra höfðu gert var sú að hæstiréttur Bandaríkjanna gætti þess að ekki skærist í odda með hagsmunum allsherjar- stjórnarinnar og hagsmunum einstakra Ríkja. Það var einkum verk forseta hæstaréttar að halda þannig friði milli and- stæðra stjórnmálaafla. Seinasti forsetinn úr flokki Federalista — John Adams — reyndi undir lok stjórnartíma- bils síns að tryggja aðstóðu flokks síns með því að skipa eins marga dómara úr sínum flokki og hann átti kost á. Eitt af þeim embættum sem Adams veitti þannig var embætti forseta hæstaréttar, það embætti veitti hann sannfærðum Federalista, Virginiumanninum John Mar- shall. Marshall sat í embætti sínu fram til 1835, eða allan valdatíma forsetanna fjögurra sem áður voru nefndir. Marshall þótti ekki sérstak- lega mikill lögfræðingur, en með stjórnkænsku sinni lagði hann formlegan grunn að túlkun stjórnarskrárinnar og styrkti stofnanir allsherjarstjórnarinn- ar og þá einkum hæstarétt sjálfan. Marshall hafði einstakt lag á því að skera þannig úr, málum að andstæðingar alls- herjarvaldsins hefðu sitt fram í málinu en að allsherjarvaldinu yrði styrkur í rökunum sem beitt var í dómsorðunum. Eitt merkilegasta dæmið um þessar aðferöir Marshalls spratt af einni af embættisveitingum John Adams forseta. Adams hafði á seinustu dögum embætt- istíðar sinnar skipað William nokkurn Marbury í dómaraem- bætti, en eftir að Jefferson tók við forsetaembætti neitaði utan- ríkisráðherra hans, James Madison, að afhenda Marbury skipunarbréfið. Marbury sótti til hæstaréttar eftir úrskurði er gerði Madison skylt að afhenda bréfið og vísaði til laga sem sett höfðu verið af þingi 1789. Marshall hafnaði kröfu Marbur- ys á þeirri forsendu að lögin frá 1789 gengju gegn stjórnar- skránni. Þannig hafði stjórn Republikana betur í þessu máli en jafnframt hafði verið skapað fordæmi fyrir því að hæstirétt- ur hnekkti lögum sem þingið hafði sett. Halldór Guðjónsson. gera eitthvað sem tæki af allan vafa um það að þær hefðu brotið gegn allsherjarrétti. Slíkar gerðir yrðu alltaf áhættusamar andspænis stjórnarskrá sem hefur að geyma ákvæði sem tr.V'ÍÍKJa oryggi stjórnarskrár- innar sjálfar, og andspænis þjóð sem er nægilega upplýst til að kunna greinarmun löglegra framkvæmda og ólöglegs valda- ráns. Til þess að slíkar gerðir mættu takast þyrfti ekki aðeins hlutdrægan meirihluta á Ríkis- þingi heldur jafnframt sam- stöðu dómstólanna og fólksins alls. Ef dómendur væru ekki í samsæri með þinginu mundu þeir lýsa ákvarðanir meirihluta þingsins andstæðar æðstu lög- um landsins, andstæðar Stjórn- arskránni og því ólögmætar. Ef fólkið hefði ekki smitast af anda fulltrúa sinna á Ríkisþinginu, mundi það, sem náttúrulegir verjendur Stjórnarskrárinnar, leggjast á sveif með allsherjar- valdinu og ráða úrslitum um ágreininginn. Þar sem upphafs- menn slíkra tilrauna settu sjálfa sig í hættu yrðu þær sjaldan gerðar af léttúð eða í fljótræði nema allsherjarvald- inu væri framfylgt af gerræði. Ef andstaða við allsherjar- stjórnina ætti upptök sín í mótþróa og ódæli einstaklinga má taka hana sömu tökum og stjórnir Ríkjanna beita á hverj- um degi í sams konar málum. Dómendur sem jafnframt færu með allsherjarlög mundu án efa eins verja þau og lög Ríkjanna gegn hættum sem stendur af Íausung einstaklinga. Stundum koma upp óeirðir eða uppþot sem trufla frið samfélagsins og stafa af launráðum fámenns minnihluta eða af almennri óánægju sem nær þó ekki til allrar þjóðarinnar. Allsherjar- stjórnin mun eiga auðveldara en stjórnir einstakra Ríkja með að bæla slíkar truflanir þar sem hún ræður yfir meiri auði og mannafla en þau. En komi upp blóðugar deilur sem stundum fara sem eldur um heila þjóð eða stóran hluta hennar og eiga rætur í þungvægri óánægju með stjórnaraðgerðir eða í heiftúðugum umbrotum sem smitað hafa þjóðina alla þá duga engin ráð reglubundinnar stjórnskipunar. Þegar slíkar deilur koma upp valda þær byltingu og upplausn stórvelda. Engin stjórnskipan getur tryggt að ævinlega sé annað hvort unnt að komast hjá slíkum deilu'm eða hafa stjórn á þeim. Það er tilgangslaust að vonast til að geta varist atburðum sem mannlegt vit og forsjálni fá enga rönd við reist, og það væri innantómt hjal að áfellast stjórn fyrir að framkvæma ekki það sem óframkvæmanlegt er. Publius. Greinar Bandalagsmanna \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.