Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 63 Plötudómar lirléleg plata ☆☆vonbrigði ☆☆☆útgáfunnar verð ☆☆☆☆góð plata ☆☆☆☆☆eiguleg plata „Ég syng fyrir þig” Biörgvin Halldórsson (Hljómplötuútgáfan JUD 018)^^^t BJÖRGVIN Halldórsson á alla vega 10 góðar breiðskífur að baki, sína fyrstu sólóplötu sem kom út um 1969, plötu með Hljómum, „Hljómar 74“, 3 plötur með Lónlí Blú Bojs, 3 plötur með Brimkló og tvær „vísnaplötur“ með Gunnari Þórðarsyni auk þess að vera með á nokkrum öðrum eins og t.d. núna siðast á „Börn og dagar“. „Þó ár og „öld“ hafi liðið síðan fyrsta sólóplatan kom út má finna margt líkt með þessum tveimur plötum þar sem um er að ræða gott val á léttum popplögum, flestum við ástar- ljóð. A. „ur á móti hefur röddin breyst allduglega og þá auðvitað til hins betra enda Björgvin kornungur í fyrra skiptið í frumraun sinni, en reynslunni ríkari í þeirri sem nú kemur út. Eins og fram kemur í hinum ágæta texta Jónasar Friðriks, „Eg skal syngja fyrir þig“: „en þegar ástarsöngva syng ég, skal ég syngja fyrir þig“ sem er „þema“ flest allra textanna á plötunni. Björgvin fer vægast sagt á kostum á plötunni, hann hefur ekki sungið jafn örugglega og vel á plötu fyrr og er þá ekki sagt að honum hafi ekki tekist vel upp áður. Lagavalið er nokkuð gott, allar útsetningar gerðar með heildarútkomu í huga og raðað upp á eðlilegan og góðan hátt. Platan er tólf laga og um 40 mínútna löng sem er nokkuð gott á íslenskum mæli- kvarða, þar sem komist hefur í vana að láta tíu lög duga og um 30 mínútur. Fjögur af lögunum eru frumsamin og eru tvö af þeim eftir Jóhann G. Jóhanns- son, hin eftir Björgvin Halldórs- son og Magnús Kjartansson. Astaróðana semja svo Jóhann G., Jón Sigurðsson, Jónas Friðrik, Vilhjálmur Vilhjálms- son og Kristmann Vilhjálmsson. Fyrsta lagið er „Eina ósk“ sem er fjörugt og líflegt lag eftir Jóhann G. sem er útsett ágæt- lega og kemur sérlega sterkt út úr fyrstu yfirferðum, lagið er dæmigert vinsældalag ef svo má að orði komast, en næsta lag er „kántri-ballaða", „Ég fann þig“ sem Björgvin syngur með hjálp félaga úr Karlakór Reykjavíkur með góðum árangri. Lagið fær sérstakan blæ fyrir bragðið. „Þó líði ár og öld“ er ekki breytt mikið en er sungið af mun þroskað'ri söngvara og við betri aðstæður, og það gæti líka orðið vinsælt á ný. „Ég er að tala um þig“ er eftir Jóhann G. og er það auðheyrt eins og yfirleitt er með flest hans lög, því sérkenni Jóhanns koma yfirleitt í gegn hver sem syngur. „Sumarnótt" er líka „kántrí" og við texta Jóns Sig. eins og „Eg fann þig“. Eitt af faliegri lögum sem Björgvin hefur sungið og einkennir Ted Burrows lagið líka nokkuð með fallegum fetilgítarleik. „Guð einn það veit“ er við þýddan texta Jónasar Friðriks á „God Only Knows", eitt af meistaraverkum Beach Boys. Björgvin einfaldar útsetningarnar í stíl plötunnar og er það ágæt afsökun. Hann skilar laginu vel og getur verið hreykinn af. „Ég skal syngja fyrir þig“ er erlent lag við reglulega vel orðaðan og góðan texta Jónasar Friðriks, nokkuð reynir á rödd Björgvins í þessu lagi og að vanda vex hann með vanda hverjum. „Fiðrildi" er eitt af lögum hljómsveitarinnar Bread við texta Jóns Sig. Lagið er einna litlausasta lagið á plötunni þó ekki sé það lélegt. Rödd Björgvins er sett í gegnum eitthvað tæki sem breytir henni og sveiflar, sem er ekki sérlega viðeigandi í jafn „hreinskilnum“ texta og hér um ræðir. „Skýið" er mjög gott. Björgvin samdi lagið við texta Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar, eins mesta ljúf- mennis og ágætisdrengs sem íslenski tónlistarheimurinn hefur átt. Texti Vilhjálms er efnismikill og vel saminn eftir kúnstarinnar reglum og lag Björgvins nær textanum vel og er reglulega fallégt og vel flutt. „Korndu" er eftir David Gates úr Bread og er líflegt og einna helst í stuðstíl Lónlí Blú Bojs. „Elskar þú mig á morgun" er þýðing Jóns Sigurðssonar á lagi Gerry Goffin og Carole King, „Will You Still Love Me Tomorrow", og hefur verið vinsælt hérlendis bæði í út- setningu Kings og fleiri. Það jaðrar því við að verið sé að bera í bakkafullan lækinn. Annars er þýðing Jóns ágæt og flutningur. „Heyrðu" er lag Magnúsar Kjartanssonar við texta Jóns. Lagið er stutt og lítið lag sem stenst síst samanburð á plötunni. „Ég skal syngja fyrir þig“ er að vissu leyti merkilegt spor í ferli Björgvins, platan er hans að mestöllu leyti og hefur hann t.d. líka séð um hönnun slíðursins sem er óvenjugott og stemningin í tónlistinni á vel við hulstrið líka. 3 bestu lögin eru: „Skýið", „Eina ósk“ og „Sumar- nótt“. „Þegar mamma var ung Diddú og Egill (Steinar hf 028) ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ 99 Án efa verður platan „Þegar mamma var ung“ ein vinsæl- asta platan fyrir þessi jól enda eðlilegt. hér á ferðinni fullkom- lcga lýtalaus plata sem stendur fullkomlega undir sínu hvernig sem á er litið og höfðar líklega til allra aldurvhópa. Lögin eru öll þekkt, „gamlir kunningj- ar“, sem hljóma vel í nýjum bættum útsetningum. Flutningur allra aðstandenda er fyrsta flokks, Diddú hefur aldrei sungið betur, Egill leikur sitt hlutverk vel, hljóðfæraleik- ararnir Grettir Björnsson, harmónikka, Guðmundur R. Einarsson, trommur, Sigurður Rúnar Jónsson, fiðla, Árni Elfar, píanó, og Helgi Kristjáns- son, bassi, standa allir mjög fyrir sínu. Eftir að Spilverk Þjóðanna lék og söng nokkra gamla slagara í áramótaskaupi fyrir um þremur árum, var nokkuð ýtt á eftir þeim að gefa út plötu með þessum gömlu slögurum, en þar á meðal var eitt laganna sem prýðir þessa plötu, „Það er draumur að vera með dáta“. Nú hefur draumur þeirra, sem þess óskuðu að Spilverkið gæfi þetta efni út, ræst þó flytjendur séu aðeins helmingur Spilverksins. En það má líka geta þessa að þeir Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson koma hér fram sem tæknimaður og upptökustjóri. Hulstri plötunnar hefur áður verið hrósað og er engu þar við að bæta. Platan hefst á „Drykkjuvísu 1942“ sem Diddú syngur vel og fjallar um drykkjuástandið hér í landi í „den tid“, þ. á m. „gasmjólkina". Egill syngur síðan „Gamla Reykjavík" sérlega vel og létt og um tímann „áður en Ólafur Thors“ var til. „Anna í Grænuhlíð" fjallar um saklausa sveitarstúlku í Reykjavík á ástandstímabilinu. Diddú syngur. í „Hann var einu sinni lítill" syngur Egill um forna mektar- menn eins og Pétur Halldórsson sem ku vera afi Péturs Halldórssonar þess sem hannar hulstur plötunnar. „Kerlingavísur" er eina lagið sem er líka á Revíplötu SG hljómplatna og er það vel sloppið fyrir revíuunnendur. Diddú syngur lagið sem Nína Tryggvadóttir „átti“ áður. Það þarf ekki að hafa mörg orð um næsta lag sem Diddú syngur, „Það er draumur að vera með dáta“, frekar en næsta lag á eftir, „Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns“, sem Egill syngur. „Slæður“ fjallar um miðilsfundina hennar Láru sem fræg varð að endemum fyrir rest. Það er Diddú sem glæðir þetta lag lífi að ógleymdum Gretti Björnssyni en hann á margar dúllurnar á plötunni. „Kirkjuvísur", er fjörugt lag sem Egill syngur og fjallar um líferni prestanna í „den tid“ þar á meðal núverandi biskups að því er Slagbrandi skilst. „Síldarstúlkan" fjallar um líf síldaráranna og hið mikla og blómlega skemmtanalíf á þeim tíma og vinnugleðina. Sigurður Rúnar ljær laginu líf með fiðlunni sinni ásamt Diddú. Diddú syngur líka „Lambeth Walk“ og fjallar um spillinguna í pólitíkinni í þá daga og eins og að hún sé eitthvað minni núna! Egill syngur svo „Syrpuþulu" af mikilli innlifun og Diddú endar plötuna með laginu „Þeg- ar amma var ung“. Eins og sjá má eru orðin fátækleg enda lítið hægt að segja um jafn vel unnið fram- tak. Plata þessi verður án efa til þess að varðveita minningu þessara ágætu laga. Innlifun þeirra Egils og Diddú er slík að allir hljóta að dást að. Það eina sem gæti skyggt á ánægju manna væri ef fólk þekkti ekki þær persónur eða leiksvið sem byggt er á. Því þyrfti eitthvað eins og Öldin okkar að vera við höndina. „Þegar mamma var ung“ er ein besta plata sem út hefur komið á þessum áratug og jafnvel þó engin tímatakmörk væru sett. „Með eld í hjarta Brunaliðið 99 (Hljómplötuútgáfan JUD 019)☆☆☆ ÞÁ ER önnur plata Bruna- liðsins komin á markaðinn, þar sem hin fyrri varð jafn vinsæl og raun bar vitni. Á þeirri plötu var það lagið „Ég er á leiðinni“ sem seldi plötuna fyrst og fremst. „Með eld í hjarta“ er líka fyrsta jóla- platan í ár eftir því sem Slagbrandur kemst næst, og má segja að plata þcssi standi ekki fyllilega samanburð jóla- platna nokkurra síðustu jóla, en platan „Gleðileg jól“ sem Hljómarnir gáfu út á sínum tíma telst enn toppurinn af léttum fslenskum jólaplötum. Flest laganna á þessari jóla- plötu hafa áður komið út, eins og „Það á að gefa börnum brauð“, „Yfir fannhvíta jörð“, „Hvít jól“, „Þorláksmessukvöld" og „Óli lokbrá". Pálmi Gunnarsson og Ragn- hildur Gísladóttir skipta söngnum að mestu sín á milli, með þeim undantekningum að Laddi syngur frumsamið lag sem hann nefnir „Leppalúði" sem virkar líkt og að hann sé farinn að taka lífið alvarlega og sjálfan sig með, þó textinn sé algert „flipp" eins og hans var von. Einnig syngur hún Diddú okkar (Sigrún Hjálmtýsdóttir) tvö lög, „Hvít jól“ og „Einmana á jólanótt". Að mati flestra telst það nokkuð mikil ábyrgð að syngja lagið hans Bing Crosby, „Hvít jól“, og stóðst Björgvin RUNALIÐHE) MEÐ ELD I HJARTA # Halldórsson prófið á „Gleðileg jól“ en Brunaliðinu mistekst að því leyti að útsetningin er fráhrindandi og virkar ekki jafn melódísk og ætti að vera. „Einmana á jólanótt“ er lag sem Slagbrandur minnist ekki að hafa heyrt á íslenskri plötu áður. Lagið er dreymandi og skilur reyndar lítið eftir. Af þeim þremur lögum sem Pálmi Gunnarsson syngur er lag Magnúsar Kjartanssonar við texta Halldórs Gunnarssonar, „Náin kynni (Vitavon)", eitt besta lag plötunnar, og er reyndar nokkuð keimlíkt „Ég er á leiðinni", hvort sem það er tilviljun eða ekki. Þó er ólíklegt að lagið nái jafn miklum vin- sældum. Hin lögin sem Pálmi syngur eru „Yfir fannhvíta jörð“ sem er komið ágætlega til skila, og „Faðir vor“ sem hann syngur með kór Söngskólans í Reykja- vík undir stjórn Garðars Cortes. „Faðir vor“ er nokkuð frábrugðið öðru efni plötunnar, fullhátíðlegt, þrátt fyrir að jarðvegurinn sé undirbúinn með „Óla lokbrá,“ lagi Carl Billích, sem Ragnhildur, Pálmi og Magnús Kjartansson syngja saman á undan. Ragnhildur syngur þau lög sem eftir eru ónefnd, 4 talsins. „Það á að gefa börnum brauð“ er nauðgað með hvimleiðri útsetn- ingu sem breytir hinni fallegu upprunalegu melódíu, en hin lögin sem Ragnhildur syngur eru öll ágæt, „Lítið jólalag" er „lítið“ og nett lag eftir Magnús Kjartansson og sæmilegt sem slíkt, „Jóla Jólasveinn", lag og texti Ólafs Gauks er hér líklega í sinni bestu útgáfu, og á söngur Ragnhildar sem oftast er léttur og líflegur mestan þátt í því. Ragnhildur syngur líka lagið „Þorláksmessukvöld" og nær mjög vel stemmningu þessa merkilega og skemmtilega dags (ef þú ert búinn að sinna þínum skyldum!). Þórir Baldursson söng þetta lag inn á plötu fyrir tveimur árum og náði þá líka ágætri stemmningu. „Með eld í hjarta" er sæmileg plata en heldur sundurlaus á köflum. Ekkert sérstakt lag sker sig úr í gæðum og neikvæðu punktarnir liggja helst í útsetningum sem eru í nokkrum tilfellum hug- myndasnauðar og jafnvel nei- kvæðar. 3 bestu lögin eru „Náin kynni", „Jóla Jólasveinn" og „Þorláksmessukvöld".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.