Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Virðing peninganna rís og hnígur gæðum — er þetta talsvert til- viljanakennt. Búfénaður, skeljar, málmhlunkar, wiský og tóbak hefur líka verið notað í þessu skyni, þessir munir geta gegnt helzta hlutverki peninganna, en það er að koma í veg fyrir óhagræðið, sem fylgir beinum vöruskiptum — þá erfiðleika, sem eðlilega fylgja því að finna ein- hvern, sem vill skipta á búfénaði eða wiskýi fyrir hús. Það, sem gegnir hlutverki peninga, þarf aðeins að vera varanlegt og eins að gerð og gæðum. Þá er hægt að geyma það um einhvern tíma, og kaupendur og seljendur munu almennt fella sig við það. Sé þessum skilyrðum fullnægt, getur næstum því hvað, sem er, gegnt Peningar eru skrítnir. Ásamt ástinni eru þeir uppspretta hinnar mestu ánægju fyrir mennina. Og dauðinn einn getur valdið mönn- um jafn miklu hugarangri. Á öllum tímum hafa þeir kúgað flest fólk á tvennskonar hátt: Annað- hvort hefur fólk átt ofgnótt þeirra, en ekki verið hægt að reiða sig á þá, eða þeir hafa verið af mjög skornum skammti, en þá hægt að treysta á þá. En fyrir sumt fólk hafa peningar komið við sögu á enn annan veg. Þeir hafa bæði verið óáreiðanlegir og af skornum skammti. Stór nútímavörumarkaður er sennilega bezti staðurinn til þess að rannsaka mannlegar tilfinning- ar rækilega að undanskildum legubekk sálfræðingsins. Það er kannski þess vegna, sem stjórn- málamenn nú á dögum fara * gjarnan þangað í atkvæðaleit. Fólk, sem er að koma eða fara úr vörumarkaði, er ofurselt algengum ótta og þar af leiðandi mjög viðkvæmt fyrir þeim stjórnmála- áhrifum, sem geta komið við þennan ótta. Fólk veltir því fyrir sér, þegar kreppir að í efnahags- málum, hvort það muni áfram hafa einhverja peninga til umráða, hvort einhverjir peningar verði til næst þegar farið verður af stað með innkaupakörfuna. Fólk spyr sig, þegar þensla er í efnahagslíf- inu eða verðbólga, hvort eitthvað verði eftir í búðinni, sem það hafi efni á að kaupa næst þegar það kemur. Að síðari árum hafa slíkar áhyggjur orðið fyrirferðarmeiri. Þær eru sérstaklega þungbærar þeim, sem hættir eru að vinna og hafa fastar tekjur, sem ekki er hægt að hækka með neinum töfrabrögðum. Hvað gerist, ef ekki er lengur hægt að fá nóg fyrir peningana til að lifa sómasamlegu lífi eða halda þeirri reisn, sem því fylgir og kann að vera enn mikilvægari? En sá sem ekki veit, hvort hann hefur vinnu í næstu viku til að sjá um útgjöld þeirrar viku, hefur líka sínar áhyggjur. Verður mér kannski sagt upp? Hversu langan tíma verð ég atvinnulaus? Hvernig eigum við að komast af? Ahyggjur manna í vöru- markaðnum snúast um peninga. Þeim fylgir ein mesta óvissan í lífi flestra. Þannig hefur þetta verið lengi. Ólíkt því sem gerist um aðra hluti er nauðsynlegt að hafa skilning að sögu peninganna til að geta skilið þá til fulls. Það, sem eitt sinn var einfalt, er nú orðið flókið. En ef við rekjum, hvernig peningar hafa þróazt — könnum hvernig ein flækjar af annarri bætist við í sögunnar rás — er ekki svo ýkja erfitt að skilja hina endanlegu niðurstöðu. Það má glöggt greina óvissuna, sem fylgir peningunum. Upphafið Peningar hafa verið hluti af daglegu lífi manna í að minnsta kosti 2500 ár. Herodotus segir frá því, hvernig slegin mynt var tekin í umferð í Litlu-Asíu: „Allar ungu konurnar í Lýdíu stunda vændi og draga þannig björg í búið ... hættir og venjur Lýdíubúa eru ekki mjög frá- brugðnar háttum Grikkja að undanskildu þessu vændi ungu kvennanna. Þeir eru hinir fyrstu, Um þessar mundir sýnir íslenzka sjónvarpið framhaldsmyndaþátt um sögu hagfræðihugmyndanna og hagsögu Vesturlanda, sem BBC gerði í samvinnu við hinn þekkta bandaríska hagfræðing, John Kenneth Galbraith. Þessir sjónvarpsþættir eru 13 talsins og hafa verið sýndir víða um lönd og hvarvetna vakið mikla athygli. í sumum löndum hafa sjónvarpsstöðvar efnt til umræðuþátta um efni flokksins að sýningu lokinni. „A óvissum tímum“ heitir myndaflokkurinn, þýðingu annast dr. Gylfi Þ. Gíslason, og eru myndirnar sýndar kl. 5 á sunnudögum — fjórði þátturinn hinn 17. desember. Þessi flokkur hefur þegar vakið mikla athygli hérlendis — þótt svo að menn séu e.t.v. ekki sammála Galbraith að öllu leyti. En framsetning efnisins og vinnsla þáttanna er með skemmtilegasta móti, enda hefur Galbraith fyrr vakið athygli fyrir að vera glöggur og koma boðskap sínum til skila á nýstárlegan og eftirtektarverðan hátt. Þegar gerð sjónvarpsþáttanna lauk, gaf Galbraith sér tíma til að skrifa bók um efni þeirra — / mun lengra máli og ítarlegri að öllu leyti. Nefndi hann hókina 7,The Age of Uncertainyt“, en þetta er og heiti sjónvarpsþáttanna á ensku. Bókin kom út á síðasta ári vestan hafs og var m.a. fljótlega valin í BOOK OF THE MONTH CLUB í Bandaríkjunum. Bókin hefur nú verið þýdd á íslenzku og gefin út hér með heitinu ~Öld óvissunnarGeir Haarde þýddi, en Bókaforlagið Saga gaf út í flokki útgáfunnar Framtíð og fortíð. Hér birtist fyrsti hluti sjötta kafla bókarinnar með leyfi útgefanda, væntanlega jafnframt upphaf sjötta sjónvarpsþáttarins, Kafli úr „Öld óviss- unnar,f eftir John K. Gal- braith sem vitað eru um að hafi slegið peninga úr gulli og silfri og verzlað með þá.“ Það er nær víst, að aðrir voru fyrri til að slá mynt í Indusdalnum og Kína, en Herodotusi hefur ekki verið kunnugt um það. Nokkrar næstu aldirnar, ef undan er skilið stutt tímabil, gat enginn, sem fékk slegna peninga upp í hendurnar, verið alveg viss um, hvað hann hafði fengið. Fáar nýjungar var hægt að misnota með jafnmiklum hagnaði. Það gat verið, að myntin vægi nafnverð sitt í.gulli eða silfri. Hún gat líka vegið minna. Verið gat að ódýrari málmi hefði verið blandað saman við. Bankar og ríkisstjórnir gáfu út skuldbindingar um að kaupa þessar myntir og notuðu í stað peninga, og þessar skuldbindingar urðu síðan að peningum. Misnotk- un þessara skuldbindinga var ein af fáum nýjungum, sem gaf meiri hagnað en misnotkun myntanna. Mælikvarðinn á þessa misnotkun var sú mikla óvissa þess, sem tók á móti skuldbindingunum, um hvað hann hefði í raun fengið, og jafnhliða því óvissan um hvað hann gæti fengið keypt fyrir þetta. Á síðustu öld urðu peningar síðan áreiðanlegir. Helztu vanda- málin samfara misnotkun virtust leyst. Það, sem nú varð óvíst um, var hvernig mætti afla þeirra. Atvinna, verð á landbúnaðarvör- um, tekjur smákaupmanna, voru heldur alls ekki traustar. Fyrri heimsstyrjöldin færði mönnum heim sanninn um það, að hinn nýfengni áreiðanleiki pening- anna væri blekking. Um pening- ana losnaði samfara því, að gömlu stjórnkerfin gliðnuðu í sundur. Jafnframt var meiri óvissa en nokkru sinni fyrr um hvernig mætti afla þeirra. Og aftur kom til sögunnar óvissa um, hvað hægt væri að fá fyrir þá. Flest okkar erum bjartsýn á söguna, hvort sem við viðurkenn- um það eða ekki. Við teljum, að með tímanum læri menn af mistökum sínum og hlutirnir batni. Saga peninganna ljær þess- ari bjartsýni engan stuðning. Hlutverkið Þótt saga peninganna sé talin byrja, þegar myntslátta hefst — þegar byrjað er að stimpla og slá málmhluta af sérstökum þunga og þessu milligönguhlutverki í við- skiptum. Annars staðar en með hjarðmönnum er líka gagnlegt, að hægt sé að halda á því og geyma það innanhúss. Mynt kom til sögunnar vegna þess, að hún var varanleg og talsverð framför frá haugum eða pokum fullum af gulli eða silfri og vegna þess, að hún var í fyrir fram ákveðnum stærðum og hægt var að geyma hana í buddunni. Vogir til að vega þyngd málmsins voru ekki lengur nauð- synlegar, að minnsta kosti ekki í þeim tiltölulega fáu tilfellum, þegar hægt var að treysta því, að peningarnir væru vægis síns virði. Slegin mynt er nú orðin úrelt, þótt fáir hafi tekið eftir því. Hún er ekki lengur notuð í meiri háttar viðskiptum. Hún er nú aðeins notuð sem skiptimynt, einstaka sinnum þegar menn hamstra í taugaveiklun, sem safnaragripur og til notkunar í sjálfsölum. Myntin er nú aðeins til minnis, minjagripur um það, sem aliir peningar voru eitt sinn. Bankar og peningar Bankarnir komu til skjalanna þegar myntin var komin til sögunnar. Þeir voru blómlegir á tímum Rómaveldis og háþróaðir í Feneyjum, Flórens og Genova. Bankarnir færðu fáeinum ein- staklingum völd til að gefa út peninga. Kannski það sé þess vegna, sem bankamenn eru svo ábyrgðarfullir. Viss ábyrgð fylgdi þessu. Til þess að gera sér fulla grein fyrir bönkum og peningum er bezt að bregða sér til Amster- dam. Við þá borg tengjast ekki eitt, heldur tvö meiri háttar atriði í sögu þeirra. Árið 1609 voru peningar — raunverulegir slegnir peningar — tiltölulega útbreiddir í Amster- dam. Að mestu leyti voru þetta silfurpeningar, og það skiptir talsverðu máli. Oftast í sögunni var það silfur, en ekki gull, sem notað var til þess að slá mynt. Það var ekkert aðfinnsluvert við greiðsluna, þegar Júdas fékk silfur fyrir Jesús, heldur voru þetta eðlileg viðskipti á þeim tíma. I kjölfar ferða Kólumþusar fundust óviðjafnanlega auðugar silfurnám- ur í Nýja heiminum, sérstaklega í Mexíkó. Á 16. öld flæddi þessi málmur til Evrópu og staðfesti eitt grundvaliarlögmál peninganna: Því meira sem til er af peningun- um að öðru jöfnu, því minna er hægt að fá fyrir þá. Þegar silfur var fáanlegt í stórum stíl, hækkaði verðlag alls staðar í Evrópu, að því er talið er. Margt fólk, sem hafði ekki heyrt getið um fund Vestur- heims, fann til hans í verði hvers þess hlutar, sem kaupa þurfti. Þótt silfur og silfurpeningar hafi fyrirfundizt í stórum stíl, kom annað lögmál peninganna í ljós á þessum árum. Hvað svo sem fólk hefur mikið af peningum, telur það sig alltaf þurfa meira. Þess vegna voru menn alls staðar í Evrópu að skera og klípa af myntinni til þess að fá meiri málm, svo að hægt væri að búa til fleiri peninga. Árið 1616 hafði hollenzka þingið gefið út handbók fyrir þá, sem skiptu peningum. í henni voru skráðar 846 silfur — og gullmyntir, en í margar þeirra vantaði átakanlega mikla þyngd og hreinleika. Svo mikil var misnotkunin, að enginn gat verið viss um, hvað hann fékk upp í hendurnar, þegar hann seldi vörur fyrir peninga. Kaupmennirnir í Amsterdam sneru sér nú að þessum gæðavanda peninganna. Þeir stofnuðu banka í eigu borgar- innar, og bankinn leysti gæða- vandann með því að snúa aftur til þess fyrirkomulags, sem tíðkazt hafði, áður en myntsláttan hófst. Þetta var að vega peninga. Með þessum aðgerðum ruddu stjórnendur borgarinnar braut hugmyndinni um opinbert eftirlit með peningamagninu í höndum opinbers banka. Kaupmaðurinn kom með vörur sínar og myntina til bankans, bankinn vó hana og færði síðan vægi hreinmálmsins til tekna á reikningi kaupmanns- ins. Innstæður af þessari gerð urðu mjög áreiðanleg gerð pen- inga. Kaupmaðurinn gat fært þær á reikning annars kaupmanns. Sá, sem greiðsluna fékk, vissi að hann fékk rétt vægi og án blekkinga. Greiðslur, sem fóru í gegnum bankann, voru inntar af hendi með ofanálagi. Síðan kom fram á sjónarsviðið í Amsterdam önnur nýjung, þótt grundvallaratriði hennar hafi ver- ið þekkt annars staðar. Ekki var nauðsynlegt að láta innstæðurnar liggja hreyfingarlausar l bankan- um. Hægt var að lána þær út. Með þeim hætti fengi bankinn vexti. Lántakinn ætti þá innstæðu. sem hann gæti eytt. En upphaflega innstæðan stóð ennþá á reikningi þess, sem upphaflega hafði lagt inn. Henni mætti líka eyða. Peningar, nothæfir peningar, höfðu verið búnir til. Enginn skyldi uppveðrast af þessu. Þetta er enn gert á hverjum degi. Það er svona auðvelt fyrir banka að búa til peninga, svo auðvelt, eins og ég hef oft sagt, að hugurinn grípur það ekki alveg strax. Það, sem augljóslega skiptir máli, er það, að sá, sem lagði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.