Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 49 I SKOLANUM Uggar, vængir, þreifarar o.fl. kveiktir (lóðaðir) á furðufiskinn. Þróun barnateikninga Tilviljunarkennt óformað kort. „Mamma fer til kaupmannsins. barnið gefur nafn. Dæmi um teikn. sem í þessum þætti verður reynt í stuttu máli að skýra út þá þróun sem verður í teikningu hjá börnum á aldrinum 1—2 ára og fram til 15—16 ára aldurs, verður aðallega stuðst við bókina „Kreativitet og vækst" eftir Viktor Lowefeld. Hægt er að skipta þroskaferlin- um í 6 stig. 1. Krot 2. Forskemastig 3. Skemastig 4. Byrjun raunsæis 5. Gervinaturalismi 6. Gelgjuskeið Þrátt fyrir þá beinu upplifun sem býr í sérhverri barnateikn- ingu, var furðu seint byrjað að rannsaka þær vísindalega, en það var fyrst með tilkomu barnasál- fræðinnar í lok síðustu aldar. Áður fyrr virðist einkum hafa verið litið á barnateikningar sem ófullkomin fullorðinsverk, svipað því að litið var á börn sem smækkaða mynd af fullorðnum. Miklu máli skiptir að fyrsta krot hjá börnum sé viðurkennt af þeim fullorðnu þannig að börnin fái tjáð sig eðlilega og frjálslega. I stórum dráttum má skipta fyrsta stiginu „krotinu" í þrennt 1. Tilviljunarkennt óformað krot. 2. Þá krot sem er undir stjórn, „sveiflukrot". 3. Að síðustu krot þar sem barnið gefur nafn, þ.e.a.s. einhver atburður á sér stað. Auðvelt er að fylgjast með þroska- ferli barns í gegnum teikningu. Fyrsta stigið á krotaldrinum er frá 1—2 ára. Þá hefur barnið enga stjórn á hreyfingum handanna en það hefur ánægju af að pikka með blýantinum á pappírinn og fram- kvæmir óreglulegar hreyfingar með honum. Barnið notar allan handlegginn við krotið. Annað stigið frá 2—3 ára einkennist af sveifluhreyfingu armsins um olboga, og nú byrjar barnið að hafa meiri stjórn á hreyfingu handa sinna. Það hefur ánægju af að nota liti og getur unað mun lengur við að teikna en áður. Þriðja stigið 3—4 ára. Þá fer barnið að sjá mynd út úr teikning- um sínum t.d. „Þetta er mamma", þó að þeir fullorðnu sjái e.t.v. ekkert út úr teikningunni. Áður var barnið ánægt með hreyfinguna og að sjá strik og punkta á pappírnum en nú kemur hug- myndaflugið til sögunnar. For- eldrar eiga ekki að knýja barn til að skýra út myndina sem barnið hefur teiknað, heldur að hrósa henni þannig að barnið þori óhindrað að halda áfram að teikna. Foreldrar eiga ekki að útbúa fyrirmynd fyrir börn sín til að teikna eftir, þá er hætta á að börnunum fallist hendur við teikn- inguna, ef þau ná ekki sama árangri og foreldrarnir. Hvetjið þau og örvið og látið þau hafa nóg af pappír. Sveiflukrot, krot undir nokkurri stjórn handa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.