Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 17

Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 49 Gunnar Örn Jönsson? FRA VERKLEGU STARFI I SKÖLANUM Meginmarkrnið MARKMIÐIÐ með mynd- og handmenntakennslu í skólum er samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla sem hér segir: Að þroska og þjálfa hug og hendur nemandans til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu í margskonar efnivið með viðeigandi vinnubrögðum. Að efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemandans. Að stuðla að því að nemandinn verði læs á umhverfi sitt. Að rækja samstarfsvilja, samstarfshæfni og félagsþroska nemandans. Að leggja grunn að sjálfstæðu gildismati nemandans, vekja áhuga og auka þekkingu hans á verkmenningu, listum og öðrum menningarverð- mætum. Að stuðla að því að nemandinn tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki. Að vekja, hlúa að og efla áhuga nemandans fyrir nytsömu þroskandi tómstundastarfi. Hér fara á eftir nokkrir liðir til nánari skýringar: 1. Skapandi tilraunastörf Skapandi tilraunastarf, sem er meginþáttur mynd- og handmenntar- námsins, krefst ótvírætt samspils hugar og handa, sem eins og áður er sagt er þungamiðja flestra þroskaleiða. Stefnt er að því að námið í greininni örvi öll skynsvið nemandans til heildarþroska og jafnvægis. Með mynd- og handmenntarnáminu er reynt ,að laða fram sköpunarorku og starfsvilja nemandans, ekki aðeins með því að þjálfa verkhæfni hans heldur einnig ekki síður með eflingu skilnings, þekkingar og um leið sjálfstrausts. Þá veitir námið nemendum tækifæri til að uppgötva og gera sér ljósa eigin hæfileika á sviði mynd- og handmenntar. Skapandi starf byggist á frjóu hugmyndaflugi og skýrri hugsun — því að búa til eða gera eitthvað sem enginn hefur áður gert á sama hátt — tilfinningu eða hugsun sem áður var óþekkt og er túlkuð á ýmsa vegu, fær við það margbreytilegar myndir og form í sýnilegu eða heyranlegu verki. 2. Áhugavaki í hverjum manni býr sköpunarþrá, löngun til að skapa eitthvað sjálfur. Þessa þrá má efla og laða fram til starfs með réttri hvatningu. Því er mjög mikilvægt að kennarar geri sér far um að finna margskonar verksvið og leggja þau fyrir þannig að hverjum nemanda bjóðist eitthvað sem vekur áhuga hans og leyfa honum eftir þvi sem unnt er að fara eigin leiðir. Leggja verður sérstaka áherslu á að verkefnin séu áhugavekjandi og höfði til sköpunargleði og starfslöngunar. Ef nemandinn er áhugalaus verður árangur námsins lítill og afstaða hans til námsins neikvæð. 3. Aö vera sjálfstæöur í verki * Með markvissri þjálfun er stefnt að því að gera nemendur sjálfstæða í verki. Þeir venjast á að skipuleggja frá grunni þau verkefni sem þeim er ætlað að leysa, læra að treysta á eigin dug um leið og þeir læra að virða skoðanir annarra. 4. Tómstundir Tómstundir manna í nútímaþjóðfélagi aukast stöðugt. Auknar frístundir eru taldar eftirsóknarverðar og eru það, séu þær notaðar á jákvæðan hátt. Alltof margir láta sér þó nægja að híma sem óvirkir neytendur, láta í því efni stjórnast af tilbúnum þörfum, tísku og tíðaranda en finna þó þörf á jákvæðu, virku tómstundastarfi á sviði lista eða hagleiks. Mynd- og handmenntarnámið er ákjósanleg undirstaða til ýmiskonar tómstundarstarfa, en þá þurfa nemendur að ná þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki og geta bætt við og byggt á þeirri þekkingu, reynslu og þjálfun sem þeir hafa fengið í skyldunáminu. Verkefni úrskólanum Klippt úr málmplötunni. Uggar, vængir. þreifarar o.fl. kveiktir (lóðaðir) á furðufiskinn. Árangurinn — Endanlcgt útlit. Fyrsta verkefni vetrarins í 7. bekk Fellaskóla í Reykjavík var að smíða „Kynja- og furðufiska“. Efnið var málm- plata 1,5 mm á þykkt. Nem- endum voru fyrst sýndar skuggamyndir viðkomandi verkefninu og síðan var rætt um að fiskurinn ætti að vera eins undarlegur og óvenjuleg- ur og hugmyndaflug þeirra leyfði. Piltarnir settust niður og teiknuðu furðudýr, sem sum líktust að nokkru leyti fisk- um, en önnur voru með undarlegt og skringilegt útlit. Síðan færðu þeir teikninguna yfir á ál- eða koparplötu með hjálp kalkípappírs. Þessu næst var að klippa fiskana út og síðan voru uggar, þreifar- ar, vængir, rifbein, fætur o.fl. þess háttar lóðað eða hnoðað á kynjadýrin. Þá var komið að því að hægt var að lita málminn. Það var gert með hjálp kosangaslog- ans og ýmissa efna eða að drengirnir pússuðu dýrin með sandpappir, stálull og pússi- skífu og fengu þannig fram endanlegt útlit furðudýranna. Að sfðustu var verkefnunum stillt upp í smíðastofunni og rætt var um verkefnið, hvað hefði mátt gera betur og því hrósað sem vel var gert. Auk þess var rætt um það hvað piltarnir hefðu lært af því að vinna að þessu verkefni, en það var m.a. að nota hug- myndaflugið við teikninguna, „kveikja“ og „hnoða“ saman málma, lita, forma og pússa. Málmsmíði Þróun barnateikning a Tilviljunarkennt óformað kort. „Mamma fer til kaupmannsins.“ Dæmi um teikn. sem barnið gefur nafn. í þessum þætti verður reynt í stuttu máli að skýra út þá þróun sem verður í teikningu hjá börnum á aldrinum 1—2 ára og fram til 15—16 ára aldurs, verður aðallega stuðst við bókina „Kreativitet og vækst" eftir Viktor Lowefeld. Hægt er að skipta þroskaferlin- um í 6 stig. 1. Krot 2. Forskemastig 3. Skemastig 4. Byrjun raunsæis 5. Gervinaturalismi 6. Gelgjuskeið Þrátt fyrir þá beinu upplifun sem býr í sérhverri barnateikn- ingu, var furðu seint byrjað að rannsaka þær vísindalega, en það var fyrst með tilkomu barnasál- fræðinnar í lok síðustu aldar. Áður fyrr virðist einkum hafa verið litið á barnateikningar sem ófullkomin fullorðinsverk, svipað því að litið var á börn sem smækkaða mynd af fullorðnum. Miklu máli skiptir að fyrsta krot hjá börnum sé viðurkennt af þeim fullorðnu þannig að börnin fái tjáð sig eðlilega og frjálslega. I stórum dráttum má skipta fyrsta stiginu „krotinu“ í þrennt 1. Tilviljunarkennt óformað krot. 2. Þá krot sem er undir stjórn, „sveiflukrot“. 3. Að síðustu krot þar sem barnið gefur nafn, þ.e.a.s. einhver atburður á sér stað. Auðvelt er að fylgjast með þroska- ferli barns í gegnum teikningu. Fyrsta stigið á krotaldrinum er frá 1—2 ára. Þá hefur barnið enga stjórn á hreyfingum handanna en það hefur ánægju af að pikka með blýantinum á pappírinn og fram- kvæmir óreglulegar hreyfingar með honum. Barnið notar allan handlegginn við krotið. Annað stigið frá 2—3 ára einkennist af sveifluhreyfingu armsins um olboga, og nú byrjar barnið að hafa meiri stjórn á hreyfingu handa sinna. Það hefur ánægju af að nota liti og getur unað mun lengur við að teikna en áður. Þriðja stigið 3—4 ára. Þá fer barnið að sjá mynd út úr teikning- um sínum t.d. „Þetta er mamma", þó að þeir fullorðnu sjái e.t.v. ekkert út úr teikningunni. Áður var barnið ánægt með hreyfinguna og að sjá strik og punkta á pappírnum en nú kemur hug- myndaflugið til sögunnar. For- eldrar eiga ekki að knýja barn til að skýra út myndina sem barnið hefur teiknað, heldur að hrósa henni þannig að barnið þori óhindrað að halda áfram að teikna. Foreldrar eiga ekki að útbúa fyrirmynd fyrir börn sín til að teikna eftir, þá er hætta á að börnunum fallist hendur við teikn- inguna, ef þau ná ekki sama árangri og foreldrarnir. Hvetjið þau og örvið og látið þau hafa nóg af pappír. Sveiflukrot, krot undir nokkurri stjórn handa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.