Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 JÓLAINNKAUPIN IBERr- í þrengslunum í verslununum sfðustu dagana fyrir jólin er margt látið f júka bæði í gamni og alvöru. í leiknum hérna fer sá með sigur af hólmi sem er slyngastur að átta sig á hver segir hvað. A) Þetta byrjaði þannig að ég kenndi honum að sækja blaðið. B) Nú líst mér á. Hann er með 1978 óskir á óskaseðlinum sínum! C) Gerir ekkert, Kalli minn! Þegar öllu er á botninn hvolft er hollara að drekka bara mjólk. D) Ég mæli sérstaklega með þessu baðsalti fyrir fæturna. E) Ertu ekki einum of gamall til að leika þér að matnum, lasm? F), Nei, ekki rassvasann, Palla! Veskið er í iakkavasanum. G) Geturðu ekki séð að hér er einstefna maður! H) Mundu nú að ég kæri mig ekkert um mjúka pakka. Ég á meira en nóg af fötum. I) Viltu vera svo vænn að sýna mér hvernig rafmagns-járnbrautirnar eru, svo að ég viti hvort það borgar sig að bæta þeim á óskaseðilinn minn. J) Við erum semsagt sammála um að gefa hvoru öðru þarflegar gjafir, svosem eins og sokka og hálsbindi, pelsa og skartgripi... LAUSN: 1-D, 2-F, 3-B, 4-1, 5-A, 6-G, 7-H, 8-C, 9-J, 10-E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.