Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 35 Kveikt á jóla- tré í Garðabæ KVEIKT verður á jólatré við Hofsstaðaskóla í Garðabæ í dag sunnudag klukkan 16. Það eru félagar í Junior Chamber í Garða- bæ, sem gefa Garðbæingum tréð, en við afhendinguna leikur Lúðra- sveit Garðabæjar nokkur lög og Skólakór Garðabæjar syngur. Þá mæta þeir • jólasveinar, sem komnir eru til byggða á lóðina við Hofsstaðaskóla og sjálfsagt hafa þeir eitthvað forvitnilegt í poka- horninu. Hundrað ára einsemd MAL og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Hundrað ára einsemd eftir kólumbíska rit- höfundinn Gabríel García Marzuez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. I forlagskynningu segir að margar skáldsögur hafi tekið til meðferðar það sem nefnt hefur verið „hið fjölskrúðuga líf Suður-Ameríku", en engin þeirra hafi náð annarri eins hylli í Evrópu og Ameríku á síðasta áratug og Hundrað ára einsemd. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og verið nefnd mesta stórvirki rómanskra bókmennta á þessari öld. Gengið á Esju Ferðafélag íslands efnir til gönguferðar á Esju í dag, sunnu- dag 17. desember. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 f.h. og gengið á fjallið frá melnum fyrir austan Esjuberg. Þeir sem vilja geta komið á eigin bílum og tekið þátt í göngunni. Gengið verður í Hofsvíkina kl. 13. Fimm hlutu styrki úr Rannsóknar- sjóði IBM NÝLEGA var úthlutað í fimmta sinn úr Rannsóknarsjóði IBM vegna Rciknistofnunar Háskól- ans. Alls bárust 12 umsóknir og hlutu 5 umsækjendur styrk úr sjóðnum, samtals 1.600.000 kr. Styrkina Mutu: Dr. Guðmundur Guðmundsson, 400 þús. kr. til að vinna að tölfræðilegum aðferðum til að meta stofnstærðir og dánarstuðla fiskistofna. Helgi Björnsson, jöklafræðing- ur, 400 þús. kr. og Sven Þ. Sigurðsson, dósent til að gera reiknilíkan af rennsli jökulhlaupa. Rannsóknarstóð Hjartaverndar, 400 þús. kr. til tölfræðilegrar úrvinnslu á rannsóknum á áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma. Jörgen Pind, sálfræðingur, 200 þús. kr. til gagnavinnslu við rannsóknir á skynjun hljóðlengdar og röddunar í íslensku máli. Jörundur Svavarsson, líffræð- ingur 200 þús. kr. til að setja upp og prófa forrit, sem notuð eru við rannsóknir á dýralífi sjávarbotns- Látiö ekki bókina um Prúðu leikarana vantaí jólapakka barnanna. Þetta er bók með litmyndum, full af fjöri, sögum, leikjum og þrautum. Froskurinn Kermit, Svínka, Fossi björn og allir hinir prúðuleikararnir skemmta börnunum. SETBERG FREYJUGÖTU 14- SÍM117667

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.