Morgunblaðið - 17.12.1978, Side 3

Morgunblaðið - 17.12.1978, Side 3
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 35 Kveikt á jóla- tré í Garðabæ KVEIKT verður á jólatré við Hofsstaðaskóla í Garðabæ í dag sunnudag klukkan 16. Það eru félagar í Junior Chamber í Garða- bæ, sem gefa Garðbæingum tréð, en við afhendinguna ieikur Lúðra- sveit Garðabæjar nokkur lög og Skólakór Garðabæjar syngur. Þá mæta þeir jólasveinar, sem komnir eru til byggða á lóðina við Hofsstaðaskóla og sjálfsagt hafa þeir eitthvað forvitnilegt í poka- horninu. Hundrað ára einsemd MÁL og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Hundrað ára einsemd eftir kólumbíska rit- höfundinn Gabríel García Marzuez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. í forlagskynningu segir að margar skáldsögur hafi tekið til meðferðar það sem nefnt hefur verið „hið fjölskrúðuga líf Suður-Ameríku“, en engin þeirra hafi náð annarri eins hylli í Evrópu og Ameríku á síðasta áratug og llundrað ára einsemd. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og verið nefnd mesta stórvirki rómanskra bókmennta á þessari öld. Gengið á Esju Ferðafélag íslands efnir til gönguferðar á Esju í dag, sunnu- dag 17. desember. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 f.h. og gengið á fjallið frá melnum fyrir austan Esjuberg. Þeir sem vilja geta komið á eigin bílum og tekið þátt í göngunni. Gengið verður í Hofsvíkina kl. 13. Fimm hlutu styrki úr Rannsóknar- sjóði IBM NÝLEGA var úthlutað í fimmta sinn úr Rannsóknarsjóði IIIM vegna Reiknistofnunar Iláskól- ans. Alls bárust 12 umsóknir og hlutu 5 umsækjendur styrk úr sjóðnum, samtals 1.600.000 kr. Styrkina hlutu: Dr. Guðmundur Guðmundsson, 400 þús. kr. til að vinna að tölfræðilegum aðferðum til að meta stofnstærðir og dánarstuðla fiskistofna. Helgi Björnsson, jöklafræðing- ur, 400 þús. kr. og Sven Þ. Sigurðsson, dósent til að gera reiknilíkan af rennsli jökulhlaupa. Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 400 þús. kr. til tölfræðilegrar úrvinnslu á rannsóknum á áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma. Jörgen Pind, sálfræðingur, 200 þús. kr. til gagnavinnslu við rannsóknir á skynjun hljóðlengdar og röddunar í íslensku máli. Jörundur Svavarsson, líffræð- ingur 200 þús. kr. til að setja upp og prófa forrit, sem notuð eru við rannsóknir á dýralífi sjávarbotns- ins. Endur skins merki Látið ekki bókina um Prúðu leikarana vanta í jólapakka barnanna. Þetta er bók með litmyndum, full af fjöri, sögum, leikjum og þrautum. Froskurinn Kermit, Svínka, Fossi björn og allir hinir prúðuleikararnir skemmta börnunum. SETBERG FREYJUGÖTU 14-SÍM117667

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.