Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 53 skómir eru komnir—margar gerðir Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar mótmælir hækkun verðjöfnunar- gjalds á raforku Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnar- fjaröar 19. þ.m. var gerð svofelld samþykkt: „Bæjarstjórn mótmælir þeim fyr- irætlunum, sem felast í frumvarpi, er nú hefur verið lagt fram á Alþingi, að hækka verðjöfnunargjald á raforku úr 13% í 19%. Skattheimta á rafmagnssölu er nú þegar 33% en myndi verða 39% við umrædda breytingu. Fyrir notendur Rafveitu Hafnarfjarðar þýða þetta aukin útgjöld sem nema 25—30 milljónum miðað við núgildandi verðlag. Telja verður eðlilegra að leita annarra ráða til að leysa vandamál RARIK en frekari skattlagning á þegar háskattaða nauðsynjavöru svo sem rafmagnið er og hlýtur að koma illa við hinn almenna notanda. Slík endurtekin skattlagning til lausnar vanda RARIK virðist ekki leiða til þeirrar sjálfsögðu ráðstöfunar að reyna að gæta fyllstu hagkvæmni í fjárfestingu, rekstri og/eða notkun- ar eðlilegra taxta fyrir veitta þjónustu.“ Gamalt Af efni 2. árg., sem er 44 síður, má nefna, auk greinargerðar um vísnakeppnina, skýrslur safnanna þriggja, og er að þessu sinni einkum gerðgrein fyrir Listasafni Skagfirðinga og verk þess kynnt. Getið er gefenda handrita og bóka 1977. Birt er gamalt bréf um samgöngumál í Skagafirði, og fjallar Hannes Pétursson skáld um efni þess. Undir fyrirsögninni Ur héraðsskjalasafni eru birt nokkur sýnishorn úr handritum í vörzlun þess, svo sem vitnis- vurðarbréf frá Hólaskóla 1742, hrossakaupasamningur Símonar Dalaskálds og fv. konu hans. Tvær Safnamál NÝLEGA er kominn út 2. árg. tímaritsins Safnamál. sem Iléraðsskjalasafn Skagfirðinga og Héraðsbókasafn Skagfirðinga standa að. Ritið er helgað málefnum téðra safna. svo og Listasafns Skagfirðinga. sem einnig er varðveitt í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Megintilgangur útgáfunnar er að kynna Vísna- keppni Menningarsjóðs Magnús- ar Bjarnasonar kennara. en í gjafabréfi fyrir sjóðnum er gert að skilyrði. að árlega sé efnt^ til vísnakeppni á vegum hans. í 1. árg.. sem er 36 síður er rakið upphaf þessa sjóðs og gefanda minnzt. Þar er og að nokkru sögð saga Héraðsskjalasafns Skag- firðinga um 30 ára skeið, svo og saga bókasafnsins. Skrá er birt um gefnedur handrita 1976. Sigurjón Björnsson prófessor ritar um sr. Helga Konráðsson. sem öðrum fremur lét safnamálin til sín taka. Torfusamtökin: Stjórnvöld taki þegar afdráttar- lausa ákvörðun ljósmyndir af handriti vitnis- burðarbréfsins fylgja, og einnig er birt mynd úr Mera-Eiríks sögu með eigin hendi höfundarins, Símonar Dalaskálds. Að öðru leyti er ritlingurinn að mestu helgaður myndadeild héraðsskjalasafnsins og mynd- skráningu. Tvær ljósmyndir getur þar af teikningum eftir Sigurð málara Guðmundsson, áður ókunnar, ennfremur er birt mynd frá Þingvöllum 1874, og mun hún aldrei hafa birzt áður. Upplag ritsins er takmarkað. (Ur fréttatilkynningu). Aðalfundur Torfusamtakanna var haldinn sunnudaginn 3. desember 1978 í Félagsstofnun stúdenta. Fráfarandi formaður samtak- anna. Guðrún Jónsdóttir arki- tekt, flutti skýrslu stjórnar um starfið á liðnu starfsári, sem hefur verið margbreytt og sýnir, að áhugi almennings á umhverfis- vernd fer stöðugt vaxandi. Samtökin hafa sent mennta- málaráðherra greinargerð um, hvernig standa mætti að endur- reisn og endurlífgun Bernhöfts- torfu. Samtökin hafa nú með höndum umfangsmikla fjáröflunarstarf- semi, m.a. hafa þau hleypt af stokkunum happdrætti. Vinningar eru 10 verk, sem þjóðkunnir listamenn, stuðningsmenn sam- takanna, hafa gefið. Þá er stefnt að markaðshaldi og fleiri slíku, en ágóða skal varið til viðgerða á húsunum gömlu. Samþykktir voru endurskoðaðir reikningar, sem bera með sér, að fjáröflun samtakanna hefur geng- ið allvel. Kosin var stjórn samtakanna. Guðrún Jónsdóttir var endurkjör- in formaður, en aðrir í stjórn: Drífa Kristjánsdóttir kennari, Hörður Ágústsson listmálari, Ríkarður Hördal menntaskóla- kennari og Þorsteinn Bergsson stud. mag. Guðrún Auðunsdóttir myndlistarmaður og Sigurður Harðarson arkitekt sem hafa setið í stjórn samtakanna báðust vegna anna undan endurkosningu, og voru þeim þökkuð góð störf. Á fundinum flutti Hörður Ágústsson fróðlegt erindi um sögu timburhúsa á Islandi og sýrtdi myndir máli sínu til skýringar. í fundarlok var svofelld ályktun samþykkt einróma: Aðalfundur Torfusamtakanna, haldinn 3. desember 1978, fagnar þeim vaxandi skilningi á gildi umhverfisverndar, sem fram hefur komið á síðari árum, og þá ekki sízt mjög breyttu viðhorfi almenn- ings til eldri byggðar og einstakra gamalla mannvirkja. Aðalfundur- inn telur þó, að mikið vanti enn á, að stjórnvöld hafi veitt þessum málum í raun þann stuðning, sem .vert er. Vinsamleg orð ein saman hrökkva skammt. Samtökin beina því enn áskor- unum sínum til ríkisstjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur um, að þessir aðilar taki nú þegar afdráttarlausa ákvörðun um endurreisn Bernhöftstorfunnar. Baráltan fyrir þeirri endurreisn markar upphafið að hinum nýju viðhorfum í umhverfismálum, og afstaðan til hennar hlýtur að vera prófsteinn á það, hvort þessir aðilar ætla að gera eitthvað raunhæft eða láta sitja við orðin tóm. Aðalfundurinn telur rétt að beina athygli Alþingis að þessu máli og heitir á það að gera sitt til að endurreisnin verði hafin nú þegar, þó ekki væri nema vegna þess, að fyrsta aðsetur hins endurreista Alþingis, Menntaskól- inn gamli, er óaðskiljanlegur hluti af þeirri húsaröð, sem vernda þarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.