Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 17
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 65 Bœndafundur 90% andvirðis sauðfjárafurða Suðurlandi: verði greitt fyrir árslok FYRIR skömmu var haldinn bamdafundur á Hvolsvelli og stóð fyrir honum Búnaðarsamband Suðurlands. Tæplega 300 bændur sóttu fundinn og að loknu ávarpi Stefáns Jasonarsonar formanns sambandsins voru flutt 3 fram- söguerindi þeirra Péturs Sigurðs- sonar, Gunnars Guðbjartssonar og Steingríms Ilermannssonar. Síðar voru almennar umræður og tiilögur samþykktar. Pétur Sigurösson ræddi um vandamál mjólkuriðnaðarins í landinu og kom m.a. fram í máli hans að umframframleiðsla mjólkurvara nú nemur um 15%. Þessi umframframleiðsla hefði orðið til þess að birgðir söfnuðust upp hjá mjólkurbúunum, er staf- aði m.a. af því að útflutningsverð mjólkurafurða væri ekki nægilega hátt. Sagði Pétur að óðalsostur næði einna hagstæðustu verði erlendis, en afkastageta mjólkur- búanna væri ekki nægjanlega mikil til að hægt væri að auka verulega ostaframleiðslu. Helzta lausnin hefði því verið að fram- leiða smjör og væru nú smjör- birgðir í landinu að verðmæti um 4 milljarðar króna, eða um 1.400 tonn. Önnur afleiðing offram- leiðslu mjólkurafurða $æri að verulega skorti á að útflutnings- bætur væru fyrir hendi m.a. þar sem ostabirgðir næmu nú um 1.400 tonnum að verðmæti 2,4 milljarð- ar. Þá yrðu mjólkurframleiðendur fyrir nokkurri tekjurýrnun vegna smjörútsölu sem efnt hefði verið til oftar en einu sinni og Pétur nefndi einnig að afurðalán væru of lág. Samfara þessu sagði hann að mjólkurneyzia hefði dregist saman, erfitt væri að finna ástæður fyrir minnkandi neyzlu mjólkurvara, en e.t.v. ætti áróður gegn mjólkurfitu sinn þátt í henni, ónógur útflutningur stafaði af lágu heimsmarkaðsverði þar sem > offramboð væri nú á mjólkurvör- um og íslenzkir framleiðendur kepptu við margslungið styrktar- kerfi erlendra framleiðenda á heimsmarkaði. Pétur Sigurðsson taldi að hægt yrði að auka afkastagetu mjólkursamlaganna til ostagerðar, en það tæki sinn tíma og það væri ljóst að þrátt fyrir yfirstandandi smjörútsölu hefði söluaukningin ekki orðið sú sem menn hefðu vonað og ljóst væri að birgðir héldu áfrm að hlaðast upp. Pétur taldi einfalda lausn vandfundna og nefndi sem dæmi að væri smörútflutningur aukinn fengjust nú 3—400 kr. fyrir hvert kíló, en framleiðendur hér þurftu að fá um 2.500 kr. fyrir kílóið. Hann sagði flesta vera sammála um að draga þyrfti saman framleiðsluna, en óraun- hæft væri að gera ráð fyrir neinni minnkun að ráði fyrr en eftir 1—2 ár. Reyna yrði að nýta sem bezt afkastagetu mjólkursamlaganna og nefndi hann sem dæmi að verið væri að reisa ný og endurbætt mjólkursamlög á Hvammstanga, Akureyri, Egilsst'öðum og Borgar- Tollmúrar hindra útflutning Næstur talaði Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsam- bands bænda og sagði hann aðsteðjandi vanda landbúnaðar vera margvíslegan, bændur fengju ekki nógu hátt verð fyrir fram- leiðsluna, salan væri minni, út- flutningur hefði dregist saman. Gunnar sagði að nokkur leiðrétt- ing fengist ef söluhorfur bötnuðu, en ríkisstjórnin hefði í undirbún- ingi vissar aðgerðir til að reyna að draga úr þessum vanda. M.a. ætti að greiða fullt sauðfjárafurðaverð strax við áramót og hefði Stéttar- samband bænda bent á ýmsar leiðir sem hægt yrði að fara til að mæta þessum vanda. Gunnar rakti ýmislegt sem gert hefði verið, m.a. skipun markaðsnefnda sem tekist hefði að flytja út ófrosið kjöt á liðnu hausti en þó á of lágu verði, alls staðar væri rekist á tollmúra sem hefðu það í för með sér að verðið yrði lítið þegar heim væri komið. Gunnar nefndi að síðustu þær tillögur er nefnd hefði lagt fyrir ráðherra og hann byggt síðan frumvarp á um breytingar á framleiðsluráði landbúnaðarins, verðskráningu o.fl. og auk þeirra aðgerða sem nefndar væru þar, væri ljóst að vinna þyrfti að framtíðarúrlausn landbúnaðar- mála, gera áætlun um framleiðslu og sölu innanlands og utan og hraða yrði aðgerðum til að draga úr mjólkurframleiðslu. Vandinn ekki sök bænda Síðastur framsögumanna var Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra og fjallaði hann um frumvarp til laga um breyting- ar á framleiðsluráði o.fl. Hann gat þess í upphafi ræðu sinnar að undarlegt væri að meðal svo norðlægrar þjóðar væri verið að ræða um vandamál offramleiðslu matar, meðan svo margar þjóðir liöu skort, en því miður væri það svo að ekki væri hægt að láta vörurnar af hendi á því verði sem þær þjóðir gætu greitt fyrir þær. Hann sagðist hafa heyrt menn ræða að vandamál landbúnaðarins væru ekki svo mikil, én það væri öðru nær, hér væri á ferð eitt mesta vandamál sem íslenzkur landbúnaður hefði átt við að glíma og ekki væri rétt að skella allri skuldinni á bændur einsog sumum hætti til heldur væri miklu fremur um að kenna löggjafanum. Til dæmis mætti nefna að hinar miklu smjörbirgðir yllu vandræðum þeg- ar bankar álitu þær ekki lengur nægilega verðhæfar, þegar smjör- útsölur væru öðru hvoru, nægt verð fengist ekki fyrir útflutning, of hægt gengi fyrir bændur að fá afurðir sínar greiddar að fullu og rakti ráðherrann síðan ýmis efnis- triði frumvarpsins. I niðurlagi ræðu sinnar gat hann þess að marka þyrfti framtíðarstefnu í landbúnaðarmálum, auka þyrfti fjölbreytni í framleiðslunni, hinar ýmsu stofnanir landbúnaðarins þyrftu að samræma betur starf- Pétur Sigurðsson ræddi vanda- mál mjólkuriðnaðarins. semi sína og sagði hann að lokum að í undirbúningi væri frumvarp um breytingar á styrkjakerfi landbúnaðarins og sagðist hann sannfærður um að bændum tækist að leysa þessi vandamál sín, en ljóst væri að þeim einum yrði ekki ætlað að bera þau, heldur yrðu allir landsmenn að gera það. Að loknum þessum framsöguer- indum hófust frjálsar umræður og talaði fyrstur Eggert Haukdal alþingismaður. Hann sagði m.a. að tillögur 7 manna nefndarinnar væru andstæðar hagsmunum sunnlenzkra bænda og þessi skatt- lagning þjónaði engum tilgangi. Það væri hægt að fara kringum hana t.d. með því að menn mynduðu félagsbú og slyppu þann- ig fram hjá skattheimtu og framleiðslugjaldi. „En það eru ýmsar góðar almennar tillögur í sjömanna- nefndarplagginu, sem allir fundir og flokkar geta sætt sig við,“ sagði Eggert, „svo sem í tollamálum, lánamálum, að rafmagnsverð skuli lækkað, aukin markaðsöflun, stuðningur við nýjar búgreinar, úrbætur fyrir tekjulausa bændur, aukin afurðalán o.fl. og er mál til komið að þetta fari að koma út úr fundarsamþykktum og fram á, borðið. En það af tillögunum sem fljótvirkust áhrif hefði til að draga úr framleiðslunni er þar sem segir í grein 2 A) í tillögum sjömanna- nefndarinnar: „Á sama hátt er framleiðsluráði heimilt að ákveða framleiðendum sérstakar fram- leiðsluverðbætur ef þeir minnka framleiðslu sína um ákveðinn hundraðshluta." Framleiöslu- gjald óbarft „Þetta er lóðið og er mun einfaldara en mörgum hefur tekizt að sjá og þó vil ég þakka sjömannanefndinni fyrir þessa setningu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að við framleiðum of mikið — látum það vera — þá er að taka því. Tíu prósent útflutn- ingsbæturnar sem Ingólfur Jóns- son kom á, nægja, sé þeim varið til að borga okkur skaðabætur fyrir framleiðslurýrnun, þannig að okk- ur verði greiddur þriðjungur eða helmingur af framleiðslurýrnun- inni fyrir að draga úr framleiðsl- unni allt að 15—20%. Meira þarf ekki, við þurfum engan skatt að Gunnar Guðbjartsson fjallaði um ýmsar skipulagsaðgerðir. borga og helzt engan fóðurbætis- skatt, en beri nauðsyn til þess hins vegar þá væri eðlilegt að menn fengju visst á búfjáreiningu á óbreyttu verði, en háan skatt á það sem umfram er. I stað þess að skattleggja okkur til að tryggja okkur grundvallarverð sem hefur verið haldreipi bændastéttarinnar þá skulum við snúa dæminu við, skattleggja engan bónda, en nota þennan uppbótasjóð til að greiða bændum beint fyrir framleiðslu- rýrnun, það gæti leyst vandann ef vel væri að staðið á stuttum tíma. Sé þessi regla, 10—15% fram- leiðslurýrnun, sett í gang og látin gilda í 3—5 ár, fer eftir tíðarfari og ýmsu hvað hún þarf að gilda lengi, þá er framleiðsluvandamálið búið, framleiðslugjald óþarft og kannski fóðurbætisskatturinn einnig. Samdrátturinn sparar fóð- urbætiskaup, áburðarkaup og kjör bóndans yrðu þá með minnstri mögulegri skerðingu," sagði Egg- ert Haukdal og skoraði að lokum á fundarmenn að mótmæla hug- myndum um mishátt framleiðslu- gjald en taka undir annað í tillögunum sem leyst gæti vand- ann á betri hátt. Aðeins hluti alls efnahags- vandans Sigurjón Pálsson benti á að ekki væri hægt að tala um vanda landbúnaðarins esem eitthvert sérstakt fyrirbæri, heldur væri hann hluti af efnahagsvandanum öllum og þyrfti að ræða hann í því samhengi. Sagði hann margt spila , inn í þennan vanda, ótrúlegt hefði þótt fyrir nokkrum árum að um offramleiðslu gæti verið að ræða hérlendis. Sagði Sigurjón að vegna of mikils innflutnings á ýmsum varningi væri í óefni komið um útflutning og væri t.d. litið til sjávarútvegs væri ekkert undar- legt þótt hver gengislækkunin ræki aðra. það væri búið að taka svo mikið af þeim atvinnuvegi til að standa undir menntakerfi og stjórnkerfi og þar fram eftir götunum að búið væri að þrengja svo að hinum ýmsu atvinnuvegum að þeir stæðu nú höllum fæti. Þá nefndi Sigurjón að smjörfjallið hefði hrúgast upp vegna þess að of mikið væri flutt inn af efni til smjörlíkisgerðar, en það stafaði ekki af því að of mikið feitmeti væri til í landinu. Tæplega 300 bændur sátu fund þar sem rætt var um stöðu landbúnaðarins nú í miðjum desember. Margir bændur tóku til máls og voru alls fluttar 22 ræður auk framsögu- ræðna. Steingrímur Hermannsson skýrði út landbúnaðarírumvarpið. Þá talaði Ölafur Ólafsson og ræddi ýmsar hliðar á land- búnaðarmálunum og kvaðst líta svo á að í tillögum sjömanna- nefndarinnar væri að finna nokkra lausn á vandanum og hvatti fundarmenn til að sam- þykkja þær. Sr. Halldór Gunnarsson talaði næstur og kvaðst halda að hefðu forystumenn verkalýðshreyfingar- innar talað á þann hátt sem forystumenn bændasamtakanna hefðu gert um skattlagningu o.fl. hefðu þeir verið bornir út, og að þessi tillöguflutningur væri bændum þvert um geð, en horfast yrði í augu við vandann. Alrangt væri af bændum að játa vandann upp á sig, heldur væri um að kenna ríkisstjórn og landbúnaðarstefnu. Halldór sagði að sér virtist ráðherra allur af vilja gerður að leysa vandann og hann hefði ekki heyrt talað af svo miklum kjarki fyrr þar sem bent væri á hina ýmsu galla er lagfæra þyrfti. Þá sagði hann það bændum að kenna ef forystumenn tækju ekki mark á þeim fundum sem haldnir hefðu verið, þá væri eitthvað að í herbúðum bænda sjálfra. Halldór taldi tillögurnar ekki nægilega góðar og sagði að þær myndu án efa koma misjafnt niður á bænd- um og gætu jafnvel virkað þveröfugt við það sem þeim væri ætlað og til væru sjálfsagt ótal leiðir framhjá þeim og minnti að lokum á að ekki væri um vanda bændastéttarinnar einnar að ræða heldur allrar þjóðarinnar. Margir fleiri bændur tóku til máls á fundinum og síðar svaraði Gunnar Guðbjartsson ýmsu sem fram hafði komið hjá ræðumönn- um og skýrði nánar og Steingrím- ur Hermannsson einnig og lauk fundinum upp úr kl. 3 eftir miðnætti. í lok fundarins voru bornar fram tillögur og fara hér á eftir þær tillögur sem samþykktar voru, sú fyrsta var frá Stefáni Jasonar- syni, en hinar þrjár frá Magnúsi Finnbogasyni: „Almennur fundur bænda á Suðurlandi haldinn 12.12. ‘78 telur mikinn vanda fyrir höndum í framleiðslu- og sölumálum land- búnaðarins. Fundurinn skorar á háttvirt Alþingi að bregðast við þeim vanda með raunhæfum aðgerðum á grundvelli tillagna 7 manna nefndarinnar." „Almennur fundur bænda gerir þá kröfu til stjórnvalda að afurða- lán verði aukin það mikið að unnt verði að greiða bændum minnst 90% af andvirði sauðfjárafurða í síðasta lagi 20. desember á fram- leiðsluári. Önnur afurðalán miðast við greiðslu næsta mánaðar eftir að innlegg fer fram.“ „Almennur fundur bænda skor- ar á Stéttarsamband bænda í samvinnu við landbúnaðarráðu- neytið að kanna ítarlega hvort ekki sé unnt að ná betri árangri í útflutningi búvöru, einnig hvort ekki sé hægt að nýta betur útflutningsuppbótasjóð." „Almennur fundur bænda skorar á landbúnaðarráðherra og Stéttarsamband bænda að beita sér fyrir því við Seðlabanka Islands og viðskiptabankana að tekin veröi upp afurðalán á hrossa- og svínaafurðir." Gunnar Reynir Sveinsson Kammerjass Gunnars Reynis á breiðskífu FYRSTA íslenzka breiðskífan mcð hreinra'ktuðum jass er nú komin á markað. Það er Jass- vakning, félagsskapur sem vinnur að framgangi jassins hér á landi. sem stendur að þessari útgáfu og hefur kammerjass Gunnars Reynis Sveinssonar, „Samstæður“, orðið fyrir valinu. Vernharður Linnet, einn af helztu jassfrömuðum lai\dsins, skrifar baksíðu plötuumslagsins og segir þar m.a. um þetta verk: „Samstæður Gunnars Reynis Sveinssonar vöktu óskipta athygli djassunnenda en þær voru frumfluttar í Norræna húsinu 28. júní 1970 á fyrstu Reykjavíkurlistahátíðinni. Verkið sver sig í ætt þriðja straums þeirra Johns Lewis og Gunther Schullers, tónskald- skapur er reynir að sameina djasstónlistina og skrifaða evrópska tónlist, enda segist höfundur trúa því að þessi tónlistarform séu ekki and- stæður heldur samstæður." Verkið skrifaði Gunnar Reynir með tiltekna flytjendur í huga, vini hans að fornu og nýju — en þeir eru Gunnar Ormslev, Jón Sigurðsson, Guðmundur Steingrímsson, Örn Ármanns- son, Reynir Sigurðsson og Jósef Magnússon. Notuð er upptakan á þessu verki frá því að það var hljóðritað fyrir útvarp sama ár og það var frumflutt, en ákveðið var að nota þessa gömlu upptöku fremur en að hljóðrita verkið að nýju þar sem menn þóttust sjá að aldrei yrði unnt að endurtaka það sem áður hafði verið gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.