Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Hækkun sements athugasemd frá iðnaðarráðuneytinu Morsunhlaðinu hefur borizt eftirfarandi athuKasemd frá iðnaðarráðuneytinu vejjna hlaða- skrifa um hækkun á sementsverðii Með bréfi dags. 16. ágúst 1978 fór stjórn Sementsverksmiðju ríkisins fram á 20% hækkun á útsöluverði sements frá og með 15. september s.l. og hækkun á öðrum tegundum sements í samræmi við það. í bréfi Sementsverksmiðjunn- FÉLAGSMÁLARÁÐ Rcykjæ víkurborgar hefur samþykkt að heina þeim tilmælum til heil- hrigðis- og tryggingamálaráð- herra. að á ný verði heimiluð fyrirframgreiðsla á hótum almannatrygginga. til einsta*ðra Á lejð i skóla gcetið að ar eru helstu ástæður fyrir hækkuninni taldar vera: 1. Hækkun olíuverðs 2. Hækkun raforkuverðs 3. Ný lög um 3% jöfnunargjald af innfluttum iðnaðarvörum. 4. Hækkun launagreiðslna vegna vísitölubóta. 5. Gert er ráð fyrir að erlendur gjaldeyrir hækki um 17.5% og er reiknað með þeirri hækkun á innflutning til áramóta foreldra og lífeyrisþega þegar um er að ra?ða húsnæðiskostnað. Um nokkurt árabil hafði Trygg- ingastofnun ríkisins greitt nokkr- ar fyrirframgreiðslur trygginga- bóta, þegar í hlut áttu lífeyris- þegar og einstæðir foreldrar, sem þurftu að leggja fram umtals- verðar upphæðir, oft vegna húsnæðiskostnaðar. Frá og með 1. janúar 1977 var slíkum greiðslum hætt. Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar telur eðlilegt og sanngjarnt að slíkar fyrirframgreiðslur verði heimilaðar við sérstakar aðstæður og hefur því farið þess á leit við heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að þær verði teknar upp að nýju. Erindi þetta var ekki afgreitt fyrir stjórnarskiptin um mánaða- mótin ágúst-september. Eftir að svonefnd gjaldskrár- nefnd, sem fjalla á um gjaldskrár opinberra fyrirtækja, hafði verið skipuð var erindi þessu vísað til hennar með tillögu iðnaðarráðu- neytisins um að heimiluð yrði 15% hækkun sementsverðs frá 1. nóv. s.l. Gjaldskrárnefnd samþykkti í lok október að gera ekki tillögu um gjaldskrárbreytingu að sinni. í desember urðu enn verulegar kostnaðarhækkanir hjá verk- smiðjunni s.s. vegna hækkunar olíuverðs og launahækkana. Var nú svo komið að fyrirsjáan- legur var halli á rekstri Sements- verksmiðjunnar og tap á hverju seldu tonni nam nokkrum þús. kr. Um miðjan desember var útlit fyrir að reksturinn myndi stöðvast um 20. desember ef ekkert yrði að gert. Olíuafgreiðsla hafði verið stöðvuð og olíubirgðir voru aðeins fyrir hendi til nokkurra daga. Iðnaðarráðuneytið lagði áherslu á að málið yrði leyst með 20% verðhækkun til verksmiðjunnar. Sementsverð hefur hækkað einu sinni síðan samkomulagið í júní 1977 var gert. Hækkun þessi um 30% gekk í gildi 12. apríl s.l. Kom hún því til framkvæmda utan þess tíma sem kveðið var á um í samkomulaginu frá júní 1977 um að opinberar verðhækkánir skuli einungis koma til á síðustu 10 dögunum áður en framfærsluvísitala er reiknuð út. Fyrirframgreiðsla á almannatrygginga- bótum leyfð á ný? nýja línan i lompum mikið úrvalr Glompinn hi. SUÐURLANDSBRAUT 6 SÍMI 83215 Málað á brauðbretti Þó Þú álítir sjálfan Þig ekki góöan málara, gætirðu samt reynt viö Þetta brauöbretti. Þú kaupir venjulegt trébretti og plastikliti í örsmáum dósum (fást í handíöabúðum), og málar síöan fríhendis, eöa rissar myndina fyrst á brettiö, eftir pví sem pú treystir Þér til. Litirnir á Þessu brauöbretti eru aöeins tveir grænir fuglar og laufblöö og rauð hjörtu og blóm. Að búa til dúkkuhús Dúkkuhús eins og hér á myndinni er ekki svo erfitt aö búa til. Uppistaöan er trékassi, sem er málaöur, og skilrúmiö er úr pappa. Á gólfin má setja afganga af teppum eða gólfdúkum og veggfóöur eða skrautlegan pappír á veggina. Myndin skýrir sig aö öðru leyti sjálf. En bæði er hægt að kaupa hluti í dúkkuhús eöa búa Þá til. Borö t.d. úr pappa, rúm úr svampi, sem er saumað utan um, lampa úr pappa, sauma handklæði, klippa út myndir og hengja á veggina o.s.frv. Lítga má upp á möppur, sem eiga að vera í hillum, á pennan hátt: Finnið eínhverja skemmtilega mynd og klippiö hana í eins marga hluta og möppurnar eru margar. Myndín sem hér fylgir er t.d. klippt í 3 hluta. Síðan límið pið mynd- hlutina einfaldlega á möppurnar. Og sjá: Möppurnar eru hrein- lega til skrauts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.