Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 13
61 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Félag ísl. iðnrekenda: Enn ósvarað hvernig iðnaðinum verð ur bætt skert santkeppnisaðstaða Félag íslenzkra iðnrekenda hefur vakið athygli á því að hækkun vörugjalds um 2% sem er til meðferðar á þingi um þessar mundir komi iðnaðinum ekki á neinn hátt til góða. Ekki hafi, fengizt upplýst hvaða ráðstafana verði gripið til fyrir áramót til að vega upp á móti versnandi samkeppnisstöðu iðnaðarins af völdum tollalækkananna um ára- mót og varar við hugmyndum um innborgunargjald á húsgögn og sælgæti, þar sem með þeim sé verið að innleiða gamalt hafta- kerfi. í fréttatilkynningu FÍI segir m.a.: Félag íslenskra iðnrekenda vill vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: 1. Hækkun vörugjalds, sem nú er til meðferðar á Alþingi, þ.e. úr 16% í 18%, kemur íslenskum iðnaði ekki á nokkurn hátt til góða. Hér er eingöngu um tekjuöflun fyrir ríkissjóð að ræða til að mæta tekjutapi vegna tolllækkana um áramót. 2. Ekki hefur enn fengist upplýst til hvaða ráðstafana ríkis- stjórnin muni grípa til fyrir áramót, til að vega upp á móti Sýnishorn af Kanadaplattanum. Gefinn út Kanadn- platti KOMINN er á markaðinn platti sem helgaður er frændum okkar í Kanada. Það er Helgi Vigfússon sem hefur séð um útgáfu hans í samvinnu við Ferðaklúbbinn Ameríkuferðir en feðgarnir Björg- vin Kristófersson og Helgi Björg- vinsson teiknuðu hann og sáu um ytra útlit. Upplag er 150 stk. og er enginn eins. Hver platti er númeraður. Hluti af ágóða rennur til að halda áfram útgáfu vestur-íslenzkra æviskráa. Lítíðtil beggja HKða þeirri skerðingu á samkeppnis- stöðu iðnaðarins, sem felst í tollalækkunum um áramót. 3. Iðnaðarráðherra hefur upplýst, að nefnd embættismanna, sem skipuð var til að gera tillögur um hvernig tryggja eigi sam- keppnisstöðu iðnaðarins, hefur skilað áliti fyrir nokkru. Ráð- herra hefur hins vegar hvorki greint frá hverjar séu tillögur nefndarinnar, né kynnt þær fyrir Félagi íslenskra iðnrek- enda. 4. Varðandi hugmyndir, er fram hafa komið um innborgunar- gjald, t.d. á húsgögn, og inn- flutningsgjald á sælgæti og brauðvörur, vill stjórn Félags íslenskra iðnrekenda vara eindregið við aðgerðum sem þessum og telur að verið sé að innleiða gamalt haftakerfi, sem einungis leiði til lakari lífsaf- komu þegar fram í sækir. Rétt er og að benda á, að frumvarp um innflutningsgjald á sælgæti og brauðvörur var til meðferðar á síðasta Alþingi og mæltu allir framleiðendur þessara vara gegn samþykkt frumvarpsins. Er því ljóst, að ráðstöfun þessi stríðir gegn hagsmunum þess- ara greina iðnaðarins. 5. Félag íslenskra iðnrekenda hef- ur lagt fram tillögur um hækk- un jöfnunargjalds til að vega upp á móti þeim mismun sem er á starfsaðstöðu iðnaðar og sjávarútvegs. Upphaflega gerðu tillögur iðnrekenda ráð fyrir, að jöfnunargjald yrði hækkað um 6.1%. Með framkomnu frum- varpi um gengistryggingu afurðalána hafa forsendur breyst, þannig að nú eru gerðar tillögur um einungis 3.5% hækkun jöfnunargjalds í stað 6.1% áður. Iðnrekendur hafa jafnframt lagt fram ítarlegar tillögur um iðnþróunaraðgerðir og leggja til að tekjum af jöfnunargjaldi verði varið til þeirra aðgerða. 6. Nauðsynlegt er að ítreka í þessu sambandi, að til þess að hækkun jöfnunargjalds leiði ekki til neinna verðhækkana þarf slíkt frumvarp að samþykkjast fyrir áramót. ósvarað er enn með öllu hvað ríkisstjórnin ætlar að gera til að bæta íslenskum iðnaði upp þá skertu samkeppnisaðstöðu. sem tollalækkunin nú um áramót hefur í för með sér. ISHARP FEROATÆKIN ERU MEIRA /á miklu meira en venjuleg ferðatæki Eigum nú fyrirliggjandi fjölbreytt úrval feröatækja mono og stereo. Öll Sharp tækin eru meö hinu frábæra sjálfleitarkerfi APSS, sem Sharp hefur einkaleyfi á. Þaö eru svo margir fylgihlutir f Sharp feröatækjum aö þaö er hreint ótrúlegt og ekki pláss hér á síöunni til aö tíunda þau öll — komiö því og kynniö ykkur þaö sem Sharp býöur uppá. HLJÓMDEILD Uhj) KARNABÆR Laugavegi 66, 1 . hæð Simi frá skiptiborði 281 55 OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.