Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI ny ujjumx-uœ'ti ír • Verslanir opnar í hádeginu Ég er útivinnandi húsmóðir og get oftast aðeins notað matar- tímann í hádeginu til að versla. Hér um daginn ætlaði ég einmitt að nota þann tíma til að versla inn til jólanna og þurfti að fara í sérverslun eina á Laugaveginum. Er ég kem þangað er þessi verslun lokuð og ég sé að það eru fleirí verslanir þarna í kring sew eru lokaðar. Fyrir jólin þarf fólk yfirleitt að versla meira en venjulega og margir sem ekki geta notað nema þennan eina tíma (hádegið) til þess. Því vildi ég beina því til þeirra kaupmanna sem í hlut eiga að hafa opið í hádeginu að minnsta kosti fyrir jólin svo við sem ekki eigum annars úrkostar getum verslað án trafala eins og aðrir. Húsmóðir. • Eru íslend- ingar ríkir? Borist hefur bréf frá Helgu Magnúsdóttur í Bíldudal þar sem hún segir að íslendingar séu ekki ríkir eins og svo margir virðist halda. Hún segir að þeir sem fullyrða slíkt hafi hugsað málið mjög grunnt því allt þetta ríki- dæmi sem talað er um sé ekkert nema lán sem þeir verði síðan alla ævi að borga upp. Hún segir að slíkt sé ekki auðæfi. §0= SVG6A V/ÖGÁ e \lLVZ9AU fiÍAHZTónmicíKM MAHÓÍ trriR-OKKUe TieiuuKömmrt!" SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson HÖGNI HREKKVÍSI MYNDAFOLK! Canon AE — 1 ódýrust hjá okkur. Verö kr. 208.730. Linsur í miklu úrvali. Greiösluskilmálar. Augnabliksmyndavélar Kodak instant og Polaroid Sjáiö jólamyndirnar strax! Verö frá kr. 10.600 Reyfarakaup: Nýju Praktica vélarnar. Verö frá kr. 72.155. Myndavélatöskur í miklu úrvali. Verö frá kr. 15.930. í fyrsta skipti Polavision á íslandi: Nú ðetur þú tekiö kvik- myndir hvar sem er og séö þær strax! Frábærir litir — Góö skemmtun! Mikið af fylgihlutum til Ijósmyndunar. Ljósmyndabskur jafnt fyrir áhuga- sem atvinnumenn. Sérlega vönduö myndaalbúm margar gerðir. Verö frá kr. 450 til 14.040. Geysilega fjölbreytt úrval af myndarömmum í gömlum og nýjum stíl. Á hinu geysisterka skákmóti í Leningrad í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Mikhails Tais, sem hafði hvítt og átti leik og Guillermo Garcia frá Kúbu. Verslið hja fagmanninum. LJOSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEG1178 105 REYKJAVÍK SÍMI 85811 31. Hxe6! Hxc7 32. Hxe8+! Kxe8 33. Dg8+ Bf8 (Eða 33... Kd7 34. Hxf7+ Kd6 35. Dd8+ og mátar) 34. Bxf7+ og svartur gafst upp. Eftir 34... Ke7 35. Bxc4 er staða hvíts léttunnin. iSxra /*-/# ©IS78 McNaaght Sjrad.. Inc. Þessir hringdu . . . • Auglýsingar. Mig iangar til að bera þá spurningu fram til útvarps og sjónvarps hvort tími þeirra til auglýsinga sé ótakmarkaður? Fyrir jólin tröllríða auglýsingar öllum fjölmiðlum. Dagblöð reyna að mæta þessu með því að gefa út stærri blöð og því eru þau þolanleg í desember en hjá ríkisfjölmiðlun- um er sami útsendingartími þótt auglýsingar hafi tvöfaldast að minnsta kosti á við það sem venjulegt er. Dagskrár þessara fjölmiðla verða þess vegna mjög leiðinlegar er líða tekur á desem- ber. G.S. VELVAKANDI hafði samband við auglýsingadeildir útvarps og sjónvarps. Hjá útvarpinu fengust þær upplýsingar að þegar dag- skráin fyrir mánuðinn er ákveðin er tilkynningunum skammtaður viss tími. I desember er þeim skammtaður lengri tími en aðra mánuði en oft vilja þær samt sprengja þann tíma. Hjá útvarp- inu er auglýsingamóttöku hætt. kl. 11 og eftir það berast símskeyti utan af landi. Á meðan á móttöku tilkynninganna stendur gefst ekki tími ti) að telja hversu langan tíma þær taka í lestri og einnig er þá ekki heldur vitað hversu mikið berst utan af landi. Því er að ekki er alltaf hægt að halda til- kynningalestrinum innan tíma- markanna. Hjá sjónvarpinu var okkur sagt að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir 3ja mínútna auglýsíngatíma í hvert skipti en eins og áhorfendur hafa tekið eftir hefur sá tími lengst þó nokkuð. Auglýsinga- stjórinn tjáði okkur að reynt væri að stemma stigu við lengd auglýs- ingatímanna en í nóvember og desember væri erfitt að eiga við það og er tíminn því ekki takmark- aður eins mikið þá mánuði og aðra. Auglýsingunum er hins vegar deilt niður á hina ýmsu auglýsingatíma kvöldsins. Sérstaklega, var okkur sagt, er erfitt að hafa auglýs- ingarnar í fyrsta tímanum of Iangar þar sem það raskar dagskrá kvöldsins mjög mikið. Einnig sagði auglýsingastjórinn að eitt af því sem gerði tímatak- mörkun erfiða væri að þegar væri ef til vill búið að panta 20 sekúndna auglýsingu væri hún í rauninni 50 sekúndur þegar hún bærist til sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.