Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 MtP M0RödN/-_ KArtiNii * ^>3 Þetta var besti maturinn sem þú hefur búið tii í langan tima. skal ég segja þér! Mikill gleðidagur verður það í lífi mínu. þegar bflarnir ná hraða hljóðsins! Þú hefur ekki verið á nætur- vaktinni er það? Sjónvarp og jólagjafir BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I bridgeþætti norska útvarpsins fengu áhevrendur að sprevta sig á skemmtilegu spili fyrir stuttu. Norður S. 94 H. 86532 T. Á96 L. K62 COSPER Vestur S. 76532 H. Kg9 T. KG2 L. G4 Austur S. - H. D1074 T. D10753 L. 10987 Suður S. ÁKDG108 H. Á T. 84 L. ÁD53 Samningurinn er sex spaðar og vestur spilar út trompi. Hvernig getur suður komist hjá því að tapa tveim slögum? Það er hægt en kúnstir þarf til. Fyrsta slaginn tekur hann með háspili og síðan: Hjartaás; Spaða- átta tekin með níu; hjarta spilað og tígull látinn af hendinni. Þetta var mikilvægasti hluti úrspilsins, þar sem þennan slag varð að gefa. Sama er hvor fær slaginn og hverju er spilað. Segjum að vestur spili laufi, sem er tekið með drottningu, tígli spilað á ásinn og þá er tími til kominn að trompa hjarta. Síðan spilar suður tromp- unum og með fjögur spil eftir verður staðan þessi. COPIB COPInntílH C05PER •wis Þú manst svo að læsa gestaherberginu, því hún gengur iðulega í svefni, blessuð stúlkan? Ýmislegt hefur sést hér á prenti um margt sem miður fer í ríkisfjölmiðlunum en einnig hefur verið minnst á ýmislegt sem sumum finnst vel fara á þeim vettvangi. Eg get ekki tekið undir neitt af því sem ég hef orðið vör við í þeim skrifum en ætla að leyfa mér að bera í bakkafullan lækinn og minnast á atriði sem ég hef ekki enn séð minnst á hér í Velvakanda. Það er þáttur í sjónvarpinu á laugardagskvöldum er nefnist „Lífsglaður lausamaður". Þáttur þessi er breskur og er í sjálfu sér ekkert út á þáttinn sjálfan að setja. Hitt finnst mér aftur á móti vera orðið nokkuð þreytandi að sjá alltaf sama manninn á skjánum en það er aðalleikari þessara þátta, John Alderton. Það lítur helst út fyrir það að einhver á þeirri merku stofnun, sjónvarpinu, hafi fengið ofurást á þessum mæta leikara. Víst er John þessi góður leikari en öllu má ofgera. Það væri því kærkomin tilbreyt- ing að einhver annar leikari færi að sjást á sjónvarpsskerminum og sakaði ekki að hann væri frá öðru landi en kollegi hans sem skemmt- ir landanum í augnablikinu. Breskir brandarar geta verið þreytandi er til lengdar lætur. • Jólagjafir Á meðan ég hef pennan í hendinni vildi ég líka minnast á fleira sem mér liggur á hjarta. Er farið er niður í miðbæ Reykjavík- ur, nú fyrir jólin (sennilega er hægt að segja það sama um aðra bæi á landinu) liggur við að maður fái sektartilfinningu. Peningum er eytt í ýmislegt, sumt er að vísu þarflegt en sumt er það sem enginn þarf nauðsynlega á að halda. Margt af þessu er ætlað í jólagjafir og er vafalaust til- gangurinn að gleðja aðra. Hér um daginn sá ég í Valvak- anda bréf frá konu þar sem hún talar um að ef til vill væri það betra að gefa ekki eins mikið af jólagjöfum heldur að gefa andvirði þeirra til sundlaugarbyggingar Sjálfsbjargar. Ég er algjörlega sammála þessari mætu konu og það er ekki einungis þessi sund- laugarbygging sem hægt er að hugsa um í þessu sambandi, það er svo ótal margt sem þörf væri á að styrkja í staðinn fyrir að henda peningum í óþarfa hluti. Með bestu óskum um gleðileg jól. María. Norður S. - H. 8 T. 9 L. K6 Vestur Austur S. 7 S. - H. - H. D T. KG T. - L. 4 Suður S. G II. - T. - L. Á53 L. 1098 I spaðagosann er tígullinn lát- inn úr borði og með afkasti sínu gefur austur tólfta slaginn. Með hliðsjón af legu spaðalitar- ins er eðlilegt að búast við lengd í bæði hjarta og laufi á hendi austurs. Og þar sem austur á ekki spaða má ekki trompa tvisvar hjarta. Þetta tvennt er lykillinn að vinningsleiðinni og sama er hversu mikið er leitað, aðrar leiðir eru ekki færar. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 15 Gitta hvíslaði orðunum og horfði samtfmis eftirvænting- aríull á þá til skiptis, Jasper og Herman frænda. — Til Bandarikjanna? Er Jasper að fara til Bandaríkj- anna? Susanne leit undrandi á Gittu. — Þú a'tiar |>ó ekki að segja mér að hann hafi í raun og veru orðið frægur fyrir þetta hryll- ingslag „í’jólur — mín ljúfa“... Gitta flissaði. — Þú hefur bara svona mikla andúð á því, af því að þú leggur stund á klassíska músík, hvísl- aði hún síðan. — Víst er lagið hryllingur, en þó ekki eins sla-mt og þú vilt vera láta. Þetta lag er til da*mis langtum betra en voðinn „Aldrei á sunnudbgum" og mér skilst að salan sé hin mesta í heilan mannsaldur. — Ætlarðu að segja mér að þú seírt hrifin af laginu? Susanne starði hissa á Gittu. — Ég skal fúslega viður- kenna að ég er svo ómúsfkkölsk að ég sé ekki mun á nótu og kínversku tákni. en engu að sfður skal ég játa að ég kann vel að meta f jölurnar. og ég er bersýnilega ekki ein um það, vegna þess að Bandarfkjamenn standa á öndinni og telja að hann hafi ótvfræða hæfileika til að gera söngleik og þeir hafa gert við hann tveggja ára samning. Ilann mun búast til vesturfarar þegar jólin eru liðin og sjálfsagt vill hann gera hreint fyrir sfnum dyrum áður en hann fer. Susanne horfði mcð endur- nýjuðum áhuga á Jaspcr Bang. Ilún hafði alltaf átt erfitt með að hlusta á þessi svokölluðu metstölulög sem glumdu f eyrum nótt og nýtan dag í nokkrar vikur. En allt í einu skildi hún að slfk músfk hlaut vissulega að vera geysilega góð söluvara. Þarna voru á ferðinni viðskipti og það var gott og gilt út af fyrir sig. — Þakklætisskuld hér og þakklætisskuld þar, muldraði Herman frændi og hann þrútn- aði í framan. — Þú segir það í þeim tön að ætla mætti að það væri honum að þakka að þú vannst Grand Prix verðlaunin síðasta ár. Svo varð honum fótaskortur á tungunni. og hann leit ringlaður á Mögnu frænku. — Þú hlustar greinilega á Kaupmannahafnarslúðrið heyri ég, sagði Jasper reiði- lega. — Nei, nei, alls ekki. byrjaði Herman frændi og Magna kom honum til hjálpar. — Auðvitað komumst við ekki hjá því að heyra kjafta- sögur þótt við búum hér, sagði hún vinalega. — En enginn skal geta talið mér trú um að þar sé hægt að viðhafa svindl eða pretti. — Og þó svo að Einar Einarscn hcfði getað hjálpað Jasper Bang við Grand Prix keppnina hér í Danmörku þá var að minnsta kosti ekki hægt að gera neitt í Cannes þar sem lagið fékk fyrstu verðlaun, skaut Lydia inn í ákveðinni röddu. — Auk þcss voru nú tólf dómarar við keppnina hér heima. Þó að Einar Einarsen hefði viljað svindla gat hann ekki gert það, en hann gerir allt hvað hann getur til að koma því orði á að hann sé heimsins bezti umboðsmaður. Hann gefur til kynna að hann skuli gera stjörnu úr þeim sem til hans koma. — ó, þið hafið misskilið þetta allt, greip Jasper gremju- lega frám í. — Auðvitað hvorki gat né vildi Einar svindla. Lagið mitt fékk fyrstu verðlaun vegna þess það þótti bezt og þar með er málið útra'tt En það breytir því ekki að Einar hefur gert heilmikið bæði fyrir mig og mín verk. Ég hef ekki hundsvit á pcningum og hann hcfur stjórnað því öllu fyrir mig svo að nú pluma ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.