Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 59 Sumar í Sóltúni - Barna- og unglinga- bók eftir Stefán Jónsson komin út Morjíunblaðinu hcfur borizt bókin Sumar í Sóltúni eftir Stefán Jónsson. Þetta er 13. bókin í ritsafni hans, sem ísafoldar- prentsmiðja gefur út. Einar Ðragi sá um útgáfuna. Friðrika Geirsdóttir teiknaði myndir í bókina, sem er 228 bls. að stærð. Á bókarkápu segir m.a.: „Sumar í Sóltúni er 13. bindi í heildarút- gáfu Isafoldar á barna- og unglingabókum Stefáns Jónssonar... Sumar í Sóltúni er að því leyti framhald sögunnar Börn eru bezta fólk, að hér segir að nokkru frá sama fólki. Aðal- persónan Ásgeir Hansen, öðru nafni Gunnu-Geir, hefur lent í hæpnum ævintýrum í höfuðstaðn- um og verið sendur í sveit. Raunar var honum það alls ekki nauðugt, öllu heldur tilhlökkunarefni, enda kynntist hann þar bæði börnum og fullorðnum, sem féllu honum vel í geð, og áttu eftir að auðga líf hans.“ Sumar í Sóltúni kom fyrst út árið 1963 og er þetta önnur útgáfa bókarinnar. 14. bindi ritsafnsins er niðurlag sagnabálksins um Geira og jáfnframt síðasta skáldsagan, sem Stefán skrifaði fyrir börn og unglinga, Vetur í Vindheimum. A ELDUR f hjálp r JC Suðumes dreifir „rauða miðanum,, JC félagar á Suðurnesjum hefja í dag dreifingu „rauða miðans". Honum er ætlað að auðvelda björgunarstarf úr íbúðarhúsum ef til þarf að taka. Verður miðinn því límdur utan á gluggarúður herbergja þeirra sem fyrst þurfa aðstoð björgunar- manna þ.e. smábarna, háaldraðra og lamaðra, þeirra sem ekki komast sjálfir ferða sinna. Fleiri JC félög hafa pantað nokkurt magn af rauða miðanum hjá félaginu og hyggja á dreifingu á öðrum stöðum á næstunni. Vinsælasta kona heims nýkomin Leikfangahúsiö Skólavöröustíg 10, sími 14806. MOKKAHÚFM FRÁ HETTI, BORGARXESI KLÆÐIR ALLA \Ý S\IÐ*\ÝJAR GERÐIR FÁST í KAUPFÉLAGINU OG í SÉRVERZLUNUM UMLANDALLT EÆKUD ÍUK IÐUNNl Stefán Aðalsteinsson Svarfdælingar •ft, Hugieikin bók öHum þeini er niaonfraeöi ogæitvisí unna Steinhúsin gömlu á fstandi ÍH. ^ Stefán Aðalsteinsson Svarfdælingar Þetta er seinna bindi mikils ritverks um Svarf- dælinga, þar sem gerö er grein fyrir bændum og búaliói sem setiö hefur Svarfaöardal, svo og niöjum þeirra, eins langt aftur í aldirnar og heimildir hrökkva til meö sæmilegu móti. Svarfdælingar I—II er mikiö rit aö vöxtum, um eitt þúsund bls., og mannamyndir rúmlega sex hundruó talsins. Eftir lát höfundarins hlaut að koma í annarra hlut aö ganga aö fullu frá verki hans. Ýmsir góðir menn hafa lagt því máli liö i samstarfi við dr. Kristján Eldjárn, sem í öllum greinum haföi forystu um aö búa ritiö til prent- unar. Klemenz á Sámsstöðum Siglaugur Brynleifsson skráði Endurminningar eins helsta brautryöjanda og frumherja í íslenskum ræktunarmálum á þess- ari öld sem hefur margs aö minnast frá ævi- starfi sínu og kynnum af miklum fjölda sam- tíðarmanna. Auk þess segir hér frá bernsku- árunum í Grunnavikurhreppi, Reykjavíkurár- unum á öndveröri öldinni, vinnumennsku hjá Guðmundi bónda á Stóra-Hofi og Einari Bene- diktssyni skáldi. Og síöast en ekki síst minn- ist hann á eftirminnilegan hátt bróöur síns, Sverris sagnfræðings, en með þeim bræörum varávallt mjög kært, þótt ólikirværu um margt. Esbjorn Hiort og Helge Finsen Steinhúsin gömlu á íslandi Tveir arkitektar segja hér ! stuttu og læsilegu máli hina merkilegu sögu sem liggur að bakí elstu húsa á íslandi, steinhúsanna gömlu sem reist voru á seinni hluta 18. aldar og eru löngu orðin hfuti af íslenskri menningararfleifð. Enn á vorum dögum eru þetta veglegar byggingar og tvær þeirra hýsa æðstu stjórn landsins: Stjórn- arráöshúsiö í Reykjayík og forsetasetriö aö Bessastööum. Bókin er prýdd myndum og upp- dráttum, sem auka mjög gildi hennar og hún er grundvölluð á nákvæmri heimildakönnun og rannsókn á húsunum. — Dr. Kristján Eldjárn íslenskaöi. Jón Espólín og Einar Bjarnason Saga frá Skagfirðingum Þetta er þriöja og næst síóasta bindi viöamikils heimildarrits í árbókarformi um tíóindi, menn og aldarhátt í Skagafiröi 1685—1847, en jafn- framt nær frásögnin í og með til annarra héraöa. í þessu bindi ritsins hefur sögunni miöaö fram til ársins 1842. Einar Bjarnason heldur á penna mjög í þeim anda sem Espólfn haföi gert og segir margt frá nafnkunnum mönnum og minn- isveröum tíöindum í Skagafiröi.— Útgáfuna annast Hannes Pétursson, Kristmundur Bjarnason og Ögmundur Helgason. Jóhann Hjálmarsson Lífið er skáldlegt Lífió er skáldlegt — lífiö í kringum okkur, fólkiö sem okkur þykir vænt um, árstíöirnar, stundir dags og nætur, hversdagslegar athafnir. Skálct- iö sér hversdagslífið sínum augum — fyrir okkur hin sem erum aö týna okkur í amstri dægranna og gefum okkur ekki tíma til aö sjá að lífiö er skáldiegt! Þetta er ellefta Ijóðabók Jóhanns og er hún mjög i anda síöustu Ijóöa- bókar hans. Bræöraborgarstig 16 Simi 12923-19156 Haraldur Jóhannsson Pétur G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu Á fyrsta skeiði verkalýöshreyfingarinnar vann Pétur G. Guömundsson bókbindari.manna ötul- legast aö stofnun landssambands verkalýös- félaga og stjórnmálasamtaka þeirra. Hann var einn stofnenda Verkamannafélagsins Dags- brúnar 1906 og formaöur þess nokkur ár. Fyrsti bæjarfulltrúi verkamanna i Reykjavík var hann kjörinn 1910, ritstjóri Alþýðublaðsins gamla var hann 1906—1907 og Verkamannablaös 1913— 1914. i bókinni er fylgt frásögn sonar Péturs, Þorsteins, sem í hálfan sjötta áratug hefur unniö í þágu verkalýöshreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.