Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 79 Jólasveinn og hrein- dýr Jólasveinninn og hreindýrið eru bæði búin til úr tveim misstórum tvinnakeflum hvort. Húfuna á jólasveininn má búa til úr kreppappír eða efni. skeggið er auðvitað úr bómull, búkinn má mála eða þekja að vild. Á hreindýrið þarf aðeins að líma augu og búa hornin til úr pappír og lita dökk. Fæturnir þurfa helst að vera úr pinnum, sem stinga má í búkinn. Jólasveinar úr garni € Það eru nú svo margir, sem kunna að búa til jólasveina úr jafnlöngum þráðum af ullargarni. Ég held líka að skýringarmyndin ætti að vera auðskilin, svo leiðbeininga er vart þörf. Það er einfalt að hafa jólasveininn í síðbuxum. pilsinu er þá skipt í tvennt og hundið utan um hvora skálm neðarlega. Húfu má gera með því að líma saman rautt filt eða þá að hekla iitla húfu. TREE LADIES PIECES OF DRDING GLUE ON FELT APRON Ökumaður ársins val- inn í ársbyrjun 1979 — Nú eru fáir dagar eftir af árinu og því ekki mörg tækifæri til að skila inn númerum fyrir ökumann ársins, sagði Óli H. Þórðarson í samtali við Mbl. Mörg númer hafa þegar borizt og margir hafa orðið til þess að benda okkur á hverjir hafi sýnt tillitssemi í umferðinni og verður strax um áramótin valinn ökumaður ársins 1978 úr þessum fjölda ábendinga sem við höfum þegar fengið. Enn eru nokkrir dagar eftir af árinu og vil ég því hvetja menn til þess að senda okkur ábendingar sínar, því við tökum á móti þeim alveg fram til áramóta. Óli H. Þórðarson sagði að á margt væri bent í þessu sambandi menn væru liðlegir við að hleypa öðrum út frá stæðum, drægju úr hraða ef ökumenn þyrftu að skipta um akreinar, stöðvuðu við gangbrautir og svo mætti lengi telja. Hugmyndin um að velja ökumann ársins kom fyrst fram í útvarpsþættinum Fjölþing sl. sumar. Tillitssemi kemur fram á ýmsan hátt svo sem ábendingar um ökumann ársins hafa bent til, en varla er hér um að ræða tillitssemi við gangandi vegfarendur, sem e.t.v. þurfa að komast hér um með barnavagna. FRA LEIÐBEININGASTOÐ HUSMÆÐRA Farið gœtilega með eld — Það logar glatt í allri fitu Hér í Reykjavík er slökkvi- liðið að jafnaði kallað út einu sinni á dag og oft verður eldsvoði af því að óvarlega er farið með eld. I skammdeginu þykir mörgum gaman að hafa logandi kerti á borðum og víðar í stofunni hjá sér enda skapast þá skemmtileg stemhing. Gleymska og kæruleysi eru algengustu orsakir til þess að það kviknar í. Það er svo auðvelt að fara úr stofunni og skilja eftir logandi kerti. Kerti eru búin að brenna upp til agna áður en varir. Ef kertastjaki er gerður úr tré, plasti eða úr einhverju öðru efni sem getur brunnið eða skreyttur með mosa, greni eða stjakahlífum úr eldfimu efni, kviknar oft stórt bál. Hér skal tekið fram að unnt er að fá kertastjaka og stjaka- hlífar sem ekki geta brunnið. Það er mjög fallegt að láta mörg kerti saman á bakka en hitinn frá kertalogunum öllum getur orðið svo mikill að kertin bráðni og kertavaxið renni niður á bakkann. Ef það verður mjög heitt kviknar í því og verður þá allur ljósabakkinn á einum stórum loga. Ef svo illa vill ti! verður að kæfa logann. Ef menn hella vatni á hann getur orðið spreng- ing og logandi kertavax dreifst um allt herbergið. Gætið varúðar ef þið steypið kerti úr kertastubbum. Látið ekki helluna á eldavélinni verða of heita. Þá getur kviknað í kertavaxinu í pottinum. Rafmagnshella getur orðið 600—700°, það kviknar í kerta- vaxi þegar það er 300—400°. Best er því að bræða kertavax í vatnsbaði, þá er síður hætt við að kvikni í því. Margur eldsvoði á upptök sín hjá eldavélinni. Hitinn logar upp á við og getur valdið því að kvikni í eldhúsviftunni, en í henni getur verið mikil fita. Það er því góð regla að hreinsa vel síuna í eldhúsviftunni við og við. Bregðið ykkur aldrei frá steikarpönnunni þegar þið steikið í matarolíu. Það kviknar í sumum tegundum af matarolíu þegar olian er 2800 heit. Hellið aldrei vatni á brenn- andi olíu eða fitu, þá getur orðið sprenging. Leggið lok á steikar- pönnuna eða pottinn til að kæfa eldinn og takið pönnuna eða pottinn af hellunni. S.II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.