Morgunblaðið - 22.12.1978, Síða 30

Morgunblaðið - 22.12.1978, Síða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Verðhækkanir á minka- og refa- skinnum á uppboðum í London TALSVERÐAR hækkanir urðu á minka og rofaskinnum á uppboð- um hjá Hudson Bay ok Annint;s I.td. í London í vikunni ok Kefur það vonir um hasstætt verð á íslenzkum minkaskinnum. sem seld verða á upphoði í London í febrúar n.k. að sö«n Skúla Skúlasonar umboðsmanns Hudson Bay. Skúli sagði að meðalverð fyrir skinn af karlkyns svartmink hefði selst á 21,42 sterlingspund eða 13.709 krónur íslenzkar. Skinn af kvendýrum seldist á 13,6 pund eða 8,358 krónur íslenzkar. Skinn af karlkyns pastelmink seldist á 21,8 pund eða 13.555 krónur en skinn af kvendýrum seldist á 10.92 pund stykkið eða 16.989 krónur íslenzkar. Þessar tvaer tegundir eru lang- mest framleiddar hérlendis. Er hækkunin frá desember í fyrra um 26% en verðið á skinnum af kvendýrunum er svipað og í fyrra. Þetta uppboð gefur vonir um að markaðurinn sé að styrkjast, en að sögn Skúla Skúlasonar hafa verið talsverðir erfiðleikar í minkarækt hérlendis að undanförnu. Eru nú fjögur minkabú starfandi en voru átta þegar flest var. Fjögur bú hafa hætt starfsemi, öll á suðvesturhorninu. Búin sem nú starfa eru hjá Grávöru hf í Grenivík, Loðfeldi hf. á Sauðár- króki, Mána hf. á Kjalarnesi og minkabú Þorsteins Aðalsteinss- onar á Dalvík. Skúli Skúlason sagði að lokum að töluverður áhugi væri á því að hefja refarækt hérlendis og bjóst hann við því að uppboðið í London myndi ýta undir þann áhuga því þar fékkst allt að 50% hærra verð fyrir skinn af blárefum og shadow-blárefum en í fyrra, en meðalverð á þeim skinnum fór upp í 52 pund eða 33.280 krónur. Morgunsloppar*Náttkjólar *Náttföt \ Langir dagar Þeir eru lengi að líða dagarnir, þegar farið er að bíða eftir jólunum. Það getur því verið nauðsynlegt að finna eitthvað. sem litlar hendur geta dundað við og haft ánægju af og ekki er verra ef nota má það, sem búið er til, á sjálfri jólahátíðinni. Jólastjarna úr rörum Hægt er að búa til jólastjörnu, sem hengja má í glugga eða annars staðar, úr drykkjarrörum (sem seld eru í búntum), leirklump og bandi. Það er, hvort heldur vill, hægt að hafa mislit rör eða hvít, sem bera má á þunnt lím og rúlla síðan upp úr „glimmer“. Smá- klumpur af leir er þá notaður sem fótur og rörunum stungið í, þannig að hvert liggur yfir öðru og leirinn sést ekki. Bandinu er komið fyrir á bakhliðinni. Jólaskraut úr pallíettum og perlum Á myndinni má sjá, hvernig einhver hugvits- samur hefur búið til jóla- skraut, með því að klippa út úr ullarefni mismunandi lagaða hluti, fyllt með bómull og saumað síðan á pallíettur og perlur, sem ég veit að margar konur sprettu af kjólunum sínum hér áður fyrr, áður en þeir voru alveg lagðir til hliðar. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.