Morgunblaðið - 11.01.1979, Side 11

Morgunblaðið - 11.01.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 11. JANÚAR 1979 11 „Ég er snillingur málaralistarinnar’ ’ Hann hugsar sig um augnablik. 1928—29 kynntist hann hinni rússnesku Elenu Diaranoff, sem þá var gift franska rithöfundinum Paul Eluard og skildi síðan við hann vegna Dalís. Hann kallar hana Gölu á ástúðlegan hátt. „Ónýtur? Á þeim tíma? Þvaður — en það var engin önnur kona í lífi mínu á undan Gölu. Hún gerði mig að Dalí.“ „Það hefur verið sagt, að Gala hafi kastað mörgum myndum yðar í eldinn, af því að þær hafi verið of lélegar.“ „Ég hef málað fjöldann allan af lélegum myndum og margar þeirra eru enn til sýnis." „Er það þess vegna sem lista- verkasalar líta með tortryggni á margar Dalí-myndir?“ „Ó, listaverkasalar... En það eru til svo margar falsaðar Dalí-myndir. Lögreglan í París hefur safnað birgðum af fölsuðum Dalí-myndum, eitthvað um 50 þúsund. I Mexíkó er virkileg fölsunarmiðstöð. Þeir myndu ekki leggja það á sig, ef Dalí væri ekki í svo háu verði." „Hvernig er afstaða yðar til- peninga? Menn hafa núið yður því um nasir, að þér væruð fégráðug- ir.“ Með sömu handahreyfingu og hann vísar á bug þessu ámæli, dustar hann brauðmylsnu af jakka sínum. „Ég elska Gölu, ég elska hana ósegjanlega — en næst henni elska ég gullið. Það gerir mig óháðan, ég þarf ekki að slaka neitt á listrænum kröfum, og ég þarf ekki að þjóna neinni hugmynda- fræði." „Þér eruð konungssinni?" „Já, af því að konungsdæmið er eina náttúrulega valdakerfið." Og hann útlistar það á sinn fáránlega hátt: „Ég held, að konungdæmið sé rótfast sem eining í desoxyribonu- sýrunni, sem hefur að geyma alla mannlega erfðaeiginleika. Af guði gefið sem sagt. Og þess vegna kysi ég heldur vitgrannan konung en ljóngáfaðan forseta." Hann fær sér bita af brauð- sneiðinni, snýr upp á skeggið og segir síðan: „En ég hef engan áhuga á pólitík, aðeins á sögu. Pólitík er dægurfluga í sögunni." „Margir þeirra málara, sem hafa verið yður samtíða, hafa tekið virkan þátt í pólitík." Dalí bandar frá sér: „Þeir bulla um pólitík í stað þess að blanda liti og bera þá á léreft. Þeir geta haldið fyrirlestra um pólitík, en ekki dregið sómasamlega beina línu. Þess vegna er svo illa komið fyrir málaralistinni. „Picasso? Miro?“ „Þeir eru séní báðir, og svo eru þeir einmitt Spánverjar, en það er skilyrði fyrir því að vera gæddur snilligáfu. En Picasso tókst ekki að gera eitt einasta meistaraverk. Hann hafði aldrei verulega góðan smekk og alls enga tilfinningu fyrir hinu hefðbundna.11 Augnaráð hans verður fjarrænt. Stór, grár bíll kemur upp að okkur, kádiljákur, árgerð Potemkin, merktur: „Principauté de Monaco", furstadæmið Mónacó. Þetta er gjöf frá furstahjónunum Rainier og Gracia, sem þau hafa þekkt um árabil. Gala er komin til að sækja hann. Hann stendur upp og réttir mér höndina. „Segið Þjóðverjum, að það sé mér sönn ánægja, hvað ég sjái marga þeirra hér.“ Orðaglam- ur? „Og ég vona, að við hittumst fljótt aftur, ef guð lofar.“ Einnig orðagjálfur? Þegar ég spyr hann, svarar hann lágri röddu: „Lengst af ævinni hef ég ekki trúað á guð. En það hefur breytzt. Og ég trúi á guð og æ meira með hverjum deginum, sem líður.“ Gala er komin út úr bílnum. Dalí gengur til móts við hana. Hún opnar dyrnar fyrir honum. Hann stígur inn í bílinn og veifar enn einu sinni til mín. Og þau aka burt. Vidtal GUnter Speichers í Welt am Sonntag. —svá— Þorgeir Þorgeirsson Gamalíel svífur andi ljóðrænu og drauma yfir sögusviðinu sem oftast er Færeyjar. En að sjálf- sögðu er Heinesen epískur höfund- ur, frásagnameistari sem á sér fáa líka. Tengsl hans við upprunann koma skýrt fram í byrjun sögunn- ar Úrsvöl heimkynni: „Eins og ég hef margítrekað, varla þó nægjanlega oft né kröft- uglega því enn virðist vera til fólk sem efast um þetta; þá er mið- punktur alheimsins einmitt í Færeyjum og heitir Þórshöfn." í fyrsta hluta bókarinnar eru sögurnar Sál, Atlanta, Jómfrúfæð- ing og Fjandinn hleypur í Gamalí- el. Ekki verður gert upp á milli þessara sagna. Þó held ég að hin tregablandna stemning Sálar og Atlöntu sé gædd meiri töfrum en ísmeygileg gamansemi Jómfrú- fæðingar og Fjandinn hleypur í Gamalíel. Það er aftur á móti dæmigert fyrir Heinesen að alvara og húmor eiga samleið í sögum hans. Hann sér jafnan hið skop- lega í örlagavef sögjupersóna sinna. Hin mannlega afstaða er leiðarljós. En oft hvarflar það að manni að persónur Heinesens séu í senn raunverulegar og óraunveru- legar, að hálfu í mannheimum og að hálfu í ævintýri. Ein- þessara persóna er stúlkan Atlanta sem sviptir sig lífi þegar búið er að Bökmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON færa hana í fjötra vanans. Önnur er Leó í Sál sem leitar móður sinnar í ástkonu sinni sem hann glatar að fullu eftir stutt kynni. Hún rómantíska amma mín í öðrum hluta bókarinnar vitnar upi hið skáldlega eðli sem Heinesen hefur þegið í arf. í þriðja og síðasta hlutanum er ljóðrænan í algleymingi eins og rUfn þáttanna benda til: Garðurinn brjálæðings- ins, Rjúkandi spegill og Uppstign- ing. Ekki síst í sögunni um Gamalíel skynjum við það sem gerist þegar hversdagslegt mannfólk verður slegið einhverju sem minnir á galdra; skáldskapurinn sjálfur stígur niður til jarðar og leikur lausum hala í viðkvæmum brjóst- um, skilur eftir sig annarlegan glampa sem er nauðsynleg næring til að halda lífi. Ghandimenn vinna sigur Nýja Delhi, 10. janúar. AP. INDIRA Ghandi og stuðningsmenn hennar í indversku stjórnarandstöðunni unnu mikilsverðan sigur yfir stjórnar- flokki Desais forsætisráðherra fyrr í vikunni í fyrstu kosningum sem fram fara eftir að Ghandi var leyst úr fangelsi í siðasta mánuði, að því er segir í fréttum frá Nýju Delhi í dag. Flokkur forsætisráðherrans fyrrverandi vann tvö þingsæti af stjórnarflokknum í aukakosningum sem fram fóru á Suður-Indlandi um helgina. — Er úrslitin voru tilkynnt í dag var gefin út yfirlýsing af Jantaflokknum, flokki Desais forsætisráðherra, þar sem m.a. kemur fram sú ásökun á hendur Ghandi og stuðningsmanna hennar að þeir hafi unnið mikið undirróðursstarf fyrir kosningarnar og blekkt fólk með alls kyns ósannindum um stjórn landsins. Stuðningsmenn Ghandi fögnuðu sigrinum ákaft og sögðu að sigurganga flokksins væri hafin og greinilegt væri að fylgi Desais færi þverrandi um allt Indland. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Nýju Delhí í dag eru Desai og menn hans að undirbúa kæru á hendur Ghandi sem lögð verður fyrir sérdómstól. Það vekur nokkra furðu að meginefni kærunnar eru byggð á hlutum sem hæstiréttur kvað nýlega vera lögmæta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.