Morgunblaðið - 11.01.1979, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
19
LBÐBEININGAR
við útfyllingu skattframtals árið 1979
Og
SKATTMAT
framtalsárið 1979
Inngangsorö
EFNISRÖÐ LEIÐBEININGANNA OG
SAMSVÖRUN HENNAR VIÐ
FRAMTALIÐ
í leiðbeiningunum er fyrst fjallaö um áritun
framtalsins. Eðlilegt þykir að gera þvf næst grein
fyrir útfyllingu þeirra reita á hægra helmingi 1. síðu
framtalsins sem ætlast er til að framteljendur útfylli
eftir því sem við getur átt. Því næst víkja
leiðbeiningarnar óslitið að útfyllingu töluliða í I,—V.
kafla á bls. 1 og 2 og þar næst að útfyllingu stafliða
A—G á bls 3 og 4. Þó ber þess að gæta að eigi er
unnt að fyllá út suma töluliði framtalsins fyrr en
lokið er útfyllingu stafliöa.
— O —
1. Áritun.
Framtalseyðublaðið, sem áritaö er í Skýrsluvél-
um, skal senda skattyfirvöldum, sbr. þó 3. mgr.
Notið aukaeintak af eyöublaði til að taka afrit af
framtali yðar og geymið afritið með þeim
upplýsingum og gögnum til stuðnings framtali sem
yður ber að geyma a.m.k. í 6 ár. Framteljanda skal
bent á að athuga hvort áritanir, gerðar af
skýrsluvélum, nöfn, fæðingardagar og -ár, svo og
heimilisfang, póstnúmer og póststöð, séu réttar
miðað við 1. des. sl. Ef svo er ekki skal leiðrétta það
á framtalinu. Einnig skal bæta við upplýsingum um
breytingar á fjölskyldu í desember, t.d. giftur (gift),
hverri (hverjum), hvaöa dag, nafn barns og
fæðingardagur eða óskírð(ur) dóttir (sonur)
fædd(ur) hvaða dag.
Ef áritanir eru ekki réttar miðaö við 1. des. sl. skal
fremteljanda bent á að senda einnig leiöréttingu til
Hagstofu íslands (þjóöskrá), Reykjavík.
Ef áritað eyðublað er ekki fyrir hendi skal fyrst
útfylla þær eyður framtalsins sem ætlaöar eru fyrir
nafn og nafnnúmer framteljanda, fæöingardag hans
og -ár, svo og heimilisfang hans, póstnúmer og
póststöð, 1. des. sl. Eyður fyrir nafn eiginkonu,
nafnnúmer hennar, fæöingardag og -ár, svo og
nöfn, fæðingardag og -ár barna, sem fædd eru árið
1963 og síðar, skal útfylla á sama hátt.
Sérstök athugasemd
varöandi „sambýlisfóik“
Viö áritun á framtalseyðublöö karls og konu, sem
búa saman í óvígöri sambúö, hafa öll börn á heimili
þeirra verið skrifuö á framtal sambýliskonunnar
eins og áöur hvort sem hún er móöir þeirra eða
ekki. Skattfrádrætti vegna barnanna var áöur skipt
milli sambýliskonu og sambýlismanns í samræmi
viö ákvæöi skattalaga eins og þau þá voru en skv.
lögum nr. 11/1975 gildir nú eftirfarandi:
a. Börn á heimili sambýlisfóks, sem átt hefur barn
saman, skulu öll talin hjá sambýlismanninum
hvort sem hann er faöir þeirra eöa ekki.
b. Börn á heimili sambýlisfólks, sem ekki hefur átt
barn saman, skulu talin hvert hjá sínu foreldri.
2. Fengið meðlag
og barnalífeyrir
Fengið meðlag og barnalífeyrir frá almannatrygg-
ingum ef annað hvort foreldra er látið eða barn er
ófeðrað er skattskyldar tekjur að hálfu hjá
móttakanda nema um sé að ræða einstætt foreldri,
sbr. tölulið 10, III.
Fengiö meðlag með börnum, yngri en 17 ára, skal
aö fullu færa í þar til ætlaða eyöu á bls. 1 neðan viö
nöfn barna heima hjá framteljanda sem fædd eru
árið 1963 eða síðar. Sé um að ræða fengið meðlag
með börnum sem urðu 16 og 17 ára á árinu 1978,
þ.e. með börnum, fæddum á árunum 1962 og 1961,
skal það meðlag einnig talið í áðurnefndri eyðu á
bls. 1 en nöfn þeirra barna skráð í G-lið á bls 4 og
þar tekið fram að fengið meðlag með þeim sé talið
á bls. 1.
Sama gildir um barnalífeyri frá almannatrygging-
um ef annað hvort foreldra er látið eða barn er
ófeðrað.
Sé um að ræða slíkan barnalífeyri eða meðlag
með barni til móður, sem býr í óvígðri sambúð með
manni sem hún hefur átt barn með, skal slíkur
barnalífeyrir eöa meðlag talinn í áðurnefndri eyðu á
bls. 1 á framtali sambýlismannsins. Á framtali
sambýliskonunnar skal jafnframt tekið fram að
barnalífeyririnn eða meðlagið sé talinn á framtali
sambýlismannsins.
Aðrar barnalífeyrisgreiðslur frá almannatrygging-
um og allar barnalífeyrisgreiðslur frá öðrum (t.d.
lífeyrissjóðum) skal hins vegar telja undir töluliö 13,
III. „Aðrar tekjur", hjá móttakanda. Þó skulu þær
greiðslur sem um ræðir í þessari mgr., greiddar til
konu sem býr í óvígðri sambúð með manni sem hún
hefur átt barn með, allar taldar til tekna í tölulið 13,
III. á framtali sembýlismannsins.
3. Greidd meðlög
Meölög, sem framteljandi greiðir með barni til 17
ára aldurs þess, eru frádráttarbær að hálfu hjá
þeim sem greiðir, sbr. tölulið 7, IV.
Upplýsingar um greidd meðlög með börnum til
17 ára aldurs skal framteljandi færa í þar til
ætlaðan reit á fyrstu síöu framtalsins.
4. Greidd heimilisaöstoö
Greidd heimilisaðstoö, sem ber aö gefa upp á
launamiðum (eyðublöð fást hjá skattyfirvöldum),
skal tilgreina í kr. dálk.
5. Álagt útsvar.
Hér skal tilgreina í kr. dálk álagt útsvar á
gjaldárinu 1978.
6. Greidd húsaleíga.
Hér skal tilgreina í kr. dálk greidda húsaleigu og
aðrar þær upplýsingar sem um er beðið í þessum
reit.
7. Slysatrygging viö heimilsstörf.
Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr. 67/1971 um
almannatryggingar geta þeir, sem heimilisstörf
stunda, tryggt sér rétt til slysabóta við þau störf
með því að skrá í framtal sitt ósk um það í þar til
geröan reit. Ráögert er að ársiðgjald veröi 3.380 kr.
Þeir sém atvinnurekstur hafa meö höndum geta
tryggt sér og mökum sínum, sem með þeim starfa
að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr.
upplýsingar þar um á launamiðafylgiskjölum. Óski
þessir aöilar aö tryggja sér eöa mökum sínum
jafnframt rétt til slysabóta við heimilisstörf skulu
þeir geta þess í umræddum reit.
1. Eignir 31. des. 1978.
1. Hrein eign samkv. meöfylgjandi efnahags-
reikningi.
Framtölum þeirra, sem bókhaldsskyldir eru skv.
ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald, skal fylgja
efnahagsreikningur.
í efnahagsreikningi eða í gögnum með honum
skal vera sundurliðun á öllum eignum sem máli
skipta, svo sem innstæðum í bönkum og
sparisjóðum, víxileignum og öðrum útistandandi
kröfum (nafngreina þarf þó ekki kröfur undir 25.000
kr.), birgðum (hráefnum, rekstrarvörum, hálfunnum
eða fullunnum vörum), skuldabréfum, hlutabréfum
og öðrum verðbréfum, stofnsjóðsinnstæðum,
fasteignum (nafngreindum á þann veg er greinir í 3.
tl. — Fasteignir), vélum og tækjum og öðrum þeim
eignum sem eru í eigu framteljanda. Allar
fyrnanlegar eignir skulu tilgreindar á fyrninga-
skýrslu. Greinargerð um mat birgða skal fylgja
framtali á þar til gerðu eyðublaði, sjá 1. mgr. 1. tl.
III. kafla leiðbeininganna.
Á sama hátt ber aö sundurliöa allar skuldir, svo
sem yfirdráttarlán, samþykkja víxla og aðrar
viðskiptaskuldir (nafngreina þarf þó ekki viðskipta-
skuldir undir 25.000 kr.), veðskuldir og önnur föst
lán, svo og aðrar skuldir framteljanda.
Einnig skal sýna á efnahagsreikningi hvernig
eigið fé framteljanda breyttist á árinu.
Ef í efnahagsreikningi eru fjárhæðir, sem ekki eru
í samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem tilfært
verð fasteigna, eða eru undanþegnar eignarskatti,
sbr. t.d. 21. gr. skattalaga, skal leiðrétta þá hreinu
eign eða skuldir umfram eignir sem efnahags-
reikningurinn sýnir, t.d. með áritun á reikninginn
eða á eða með sérstöku yfirliti. Hreina skattskylda
eign skal síöan færa á framtal í 1. tölulið I. kafla eða
Skuldir umfram eignir í c-lið, bls. 3.
2. Bústofn skv. meöf. landbúnaðarskýrslu.
Framtölum bænda og annarra, sem bústofn eiga,
skulu fylgja landbúnaðarskýrslur og færist bústofn
skv. þeim undir þennan lið.
3. Fasteignir.
Fasteignir skal telja til eignar á gildandi
fasteignamatsveröi, þ.e. skv. hinu nýja matsveröi
fasteigna sem gildi tók 1. des 1978. Upplýsingar um
matiö fást hjá sveitarstjórnum, bæjarfógetum og
sýslumönnum, skattstjórum og Fasteignamati
ríkisins, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. Ef staöfest
fasteignamat á fullbyggöu mannvirki er ekki fyrir
hendi má þó áætla matsverð.
Metnar fasteignir ber aö tilgreina í lesmálsdálk og
kr. dálk á þann veg er hér greinir:
Rita skal nafn eöa heiti hverrar sérmetinnar
fasteignar í lesmálasdálk eins og þaö er tilgreint í
Sjá nœstu l
síðu ^gj