Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 33 taka mið af verðbólgu og framboði og eftirspurn á fjármagns- markaðnum. Til að fella ávöxtunarkjör í fjármálasamningum milli ein- staklinga að þessari stefnu var jafnframt lagt til að orkulögin og lögin um bann við verðtryggingum yrðu felld úr gildi. Áhrif markaðsvaxta á peningamarkaðinn í nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar er ítarlega fjallað um núverandi ástand á íslenzkum peningamarkaði og áhrif tillög- unnar á markaðinn. Jafnframt er minnzt á skyld atriði og lagt er til, að allir bankar og sparisjóðir, sem það kjósa, geti verzlað með gjald- eyri til að auðvelda gjaldeyrisvið- skipti. Auk þess að koma á jafnvægi á fjármagnsmarkaðinum er með markaðsvöxtum stórlega dregið úr opinaberum afskiptum af verð- myndun á peningamarkaðinum og ijóst er, að frjáls sparifjármyndun mun aukast. Með afnámi verðtrygginga- og okurlaga opnast nýir heimar í viðskiptum og samningum á milli einstaklinga innbyrðis. Gera má t.d. ráð fyrir, að kaupverð fasteigna muni stórlækka og útborgun ennfremur. Eftirstöðvar í fasteignakaupum mætti t.d. binda við vísitölu byggingar- kostnaðar. Kaupin yrðu þannig auðveldari fyrir ungt fólk, sem getur dreift byrðinni á lengri tíma. Eldra fólk, sem væri aö minnka við sig húsnæði, gæti þannig eignast lífeyri sem heldur verð- gildi sínu. Allt bendir til þess að slíkt kerfi ýti undir mun hag- kvæmari húsnæðisnotkun en nú er, þegar flestir búa í „banka- bókum“ sínum. í lok fyrrgreinds nefndarálits segir orðrétt um áhrif breytingar- tillögunnar: „Þegar bann við verðtryggingu fjárskuldbindinga eða viðmiðun þeirra við skráð gengi erlends gjaldmiðils er fellt úr gildi, hljóta verðtryggðar fjárskuldbindingar að ryðja sér til rúms. Innláns- stofnanir laga sig að breyttum aðstæðum, t.d. að því er varðar verðtryggingu eða gengisbindingu lána til ákveðins tíma og vexti af skammtímalánum. Sparisjóðir geta sérhæft sig í innlánum og útlánum til langs tíma. Sú inn- lánsstofnun, sem best er rekin, getur boðið best innlánskjör. Rétt er að taka fram, að frv. tekur ekki til innlána og útlána fjárfestingarlánasjóða, sem um gilda sérstök lög. Þegar fram í sækir hlýtur þó að verða samræmi í hinum ýmsu sviðum fjármagns- og peningamarkaðarins, nema þar sem um beina félagslega þjónu^tu er að ræða. í reynd er tenging við verðvísitölu eða gengi komin til framkvæmda í mörgum fjár- festingarlánasjóðum. Með nýbreytni þessari getur lánstími lengst og árleg greiðslu- byrði orðið minni í upphafi og jafnari en nú er, en lánsfjárskort- urinn hefur einmitt lýst sér í stuttum lánstíma og þungum afborgunum í upphafi. Þetta gildir einnig um vaxtaaukalán, eins og framkvæmd er nú háttað. Telja má víst að fasteign lækki, þar sem verðtryggð skuldbinding er meira virði i verðbólgunni en krafa með föstu nafnverði. Hyrfi þar með úrsögunni hin fráleita regla sem bannar að semja um kjör fjár- skuldbindinga, er miðist við verð- bólgustig á hverjum tíma, en síðan má kaupa og selja kröfurnar með afföllum, jafngildum vöxtum, sem óheimilir eru samkvæmt okurlög- um. Lán til íbúðarbygginga hækka með meira framboði lánsfjár. Eðlilegt er að veita þeim sérstök lánakjör sem eru að eignast húsnæði í fyrsta sinn. Atvinnuvegirnir fá aðgang að meira lánsfé en áður og greiðslu- byrði verður léttari í upphafi og jafnari. Eðlilegt er, að afurðaián út- flutningsatvinnuvega miðist við gengisskráningu á hverjum tíma, en fyrirtækin haldi jafnframt gengisuppfærslu birgða. Með þeirri eflingu frjáls sparnaðar, sem verður, er unnt að veita afurðalán og önnur birgðalán af innlendu sparifé sem væri gengis- tryggt, í stað þess að taka erlend lán í því skyni. Með tímanum yrði hægt að tengja gengistryggða reikninga að hluta eða öilu leyti innlausn í gjaldeyri og skipan gjaldeyrismála kæmist þannig í eðlilegt horf. Þessi grundvallarbreyting á skipan peningamála er forsenda þess að takast megi að vinna bug á verðbólgu, örva atvinnulíf auka arðsemi og bæta þar með þjóðar- hag. Þetta er leiðin til að treysta gjaldmiðilinn og nauðsynlegur undanfari myntbreytingar." Fleira þart til að koma Hér hefur verið lýst augljósum kostum markaðsvaxta. En það er þó mesti misskilningur að halda, að þeir einir sér leysi allan efnahagsvanda þjóðarinnar. I bar- áttunni við verðbólguna er raun- hæf vaxtastefna beitt vopn, en fleira þarf að koma til. Of lágir vextir, eins og röng gengisskráning, skekkja tekju- og verðmyndunargrundvöll atvinnu- veganna. Það er því nauðsynlegt, að í kjölfar markaðsvaxta komi frjálsari verðmyndun og sveigjan- legri gengisskráning. Gera þarf raunhæfar sveiflujafnandi aðgerð- ir í efnahagskerfinu með myndun verðjöfnunarsjóða, sem fyrst og fremst taka tillit til markaðsað- stæðna á erlendum mörkuðum, en ekki til rekstrarstöðu innlendra fyrirtækja eins og borið hefur á. Sérstök innlend rekstrarvanda- mál, staðbundin eða bundin við einstakar greinar, verður að leysa með öðrum hætti. Koma þar til félagsleg eða byggðajafnvægisleg úrlausnarefni, sem þjóðin verður að leysa sem slík með viðeigandi aðgerðum. Markaðsvaxtastefnan á sér and- stæðinga í hópi sumra atvinnurek- enda, sem telja að hærri vextir muni ríða fyrirtækjunum að fullu. Hér er þess að gæta, að um vexti eða fjármagsnkostnað gilda sömu lögmál og um annan kostnað fyrirtækja, vinnuaflskostnað, hrá- efniskostnað o.s.frv., Valið stendur um það að greiða markaðsverð eða þola skömmtun. Hluti af núver- andi útgjöldum fyrirtækjanna er notaður til að standa undir þeirri rýrnun á fjármagni lánasjóða, sem verðbólgan veldur. Með markaðs- vöxtum ætti slík útgjaldabyrði að hverfa. Hér verður ekki farið ofan í saumana á þessum þætti málsins. Aðalatriðið er, að breytt vaxta- stefna leiðir til annarra æskilegra breytinga í efnahags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar um leið og hún er nauðsynleg forsenda þeirra. Þess vegna má ekki skoða markaðsvexti sem einangrað fyrirbrigði. Hvað gerir Alþýðuflokkurinn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki einn fylgi á þingi til að fylgja fram þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst. Nú reynir enn einu sinni á Aiþýðuflokkinn, sem lýst hefur stuðningi sínum við þessi sjónar- mið með tillögum sínum um „gerbreytta efnahagsstefnu“ og raunvaxtahugmyndum Vilmundar Gylfasonar. A næstu vikum fæst úr því skorið, hver sé alvaran á bak við boðaða stefnu. Alþýðu- flokkurinn hefur þrívegis á fjórum mánuðum látið framsóknarmenn og kommúnista beygja sig til hlýðni. Nú reynir á það, hvort þeir hafa pólitískan kjark og þrek til að standa við stóru orðin. — Eða kemur kannske ný grein um kálgarða og grænfóður, Vilmund- ar, á meðan Lúðvík siglir skútunni áfram samkvæmt. sínum kompás? Sverrir Runólfsson: Getur Island orðið bezt? Valfrelsi um menn og málefni. er oft gefin er sú að við séum langt Opinberlega hef ég áður sagt að frá umheiminum. En staðreyndin íslendingar væru fæddir til for- er sú að yfirleitt er flutningsgjald ystu. Þetta álit mitt er reist á aðeins um tíu prósent kostnaðar þeirri staðreynd að þegar íslend- ingar setjast að í framandi landi og fá að njóta sin sem einstakling- ar, þá verða þeir yfirleitt að fyrirmyndar löndum og svo oft foringjar í sínu umhverfi. Þá er spurningin. Hvers vegna gengur svo margt á afturfótunum hér heima? Að mínu áliti er mjög auðfundin skýring á þessu og hún er sú, að hið óábyrgða pólitíska kerfi, tröllríður þjóðinni. Einstakl- ingar eru aldrei ábyrgir, heldur einhver flokkur sem hefur fléttast saman vegna einhverra hags- munahóps síns. Það er auðvelt að benda á tilfelli þessu til staðfest- ingar í öllum stjórnmálaflokkum og dæmin verða augljós. Það er ekki ætlun mín að hafa hér nafnaköll, en ég er viss um, að þú lesandi góður, sérð allt í kring um þig dæmi þar sem pólitíkin misþyrmir öllu sem skynsemi gæti heitið og fer sínu fram. Vegna þess að ekki er kosið í beinum kosningum, er aldrei hægt að benda á sérstakan ráðamann og segja: Það er þér að kenna, að við Islendingar þurfum að borga allt að tíu sinnum meira fyrir nauð- synjahluti heldur en neytendur í öðrum löndum. Þegar rauntekjur eru teknar til samanburðar. Versnar dæmið fyrir okkur um allan helming. Afsökunin sem mér til Iandsins. Hvað veldur þá þessum ógurlega mismun? Stundum er sagt að glöggt sé gests augað. Að mínu áliti er það sárgræti- legt að menn sem gefa kost á sér til stjórnmála eru ekki beinlínis (persónulega) ábyrgir til að breyta því sem breyta þarf. Það er eins og stjórnmálamenn hér þori ekki að framkvæma þá hluti sem gera ætti, og komast upp með alls konar blekkingar. Þá kemur að spurningunni: Hvað er hægt að gera? Svörin eru vitaskuld einföld. Byrja á byrjun- inni og losa þjóðina við það óhugnanlega óábyrga pólitíska kerfi sem ríkir hér. Þá er einnig mjög áríðandi að geta lært af annarra reynslu og taka upp það sem vel hefur gefist en ekki bíða í mörg ár eða mannsaldra með að taka það upp. Hér skal ég nefna bara eitt smátt (og þó) dæmi hvað íslendingar eru seinir að taka við sér. Þegar ég kom heim 1971 eftir yfir 20 ára dvöl erlendis tók ég fljótt eftir því að umferðin hér er eins og maður gæti álitið að hún væri í frumskógi villimannsins. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að tala við yfirmann umferðarmála, þá sem mér fannst að ættu að vera ábyrgir og spurði hvort það hefði komið til tals að nota stöðvunar- skilti eins og eru í Bandaríkjunum. Einn þessara ágætu manna sagði: „Sverrir minn, þessi skilti voru samþykkt fyrir tveim árum síðan en vitaskuld, eins og svo oft gerist hér, liggur þetta í nefnd sem hefur lítið sem ekkert vit á umferðar- málurn." Þetta er gott dæmi, því aö ég get bent á dæmi þess að lífi hefði ekki verið fórnað, ef þetta skiltafyrirkomulag hefði verið á haft. Nú sá ég fyrir stuttu að þessi skilti eigi að koma í notkun á næsta ári. Það viðurkennist hér að ég er frekar gagnrýninn þegar um íslendinga er að ræða, en það er aðeins vegna þess að ég veit að við gætum verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar og það allra besta þjóðfélag í heimi, EF VEL VÆRI STJÓRNAÐ. Það hafa sumir sagt við mig: „Sverrir: hvers vegna eigum við að gera kröfu til að vera bestir?" Ég spyr: hvers vegna ekki? Að mínu áliti er í mörgum tilfellum beinlínis níðst á góðri þjóð. Og vandamálin að mestu heimatilbúin. Gísli Jósepsson Selfossi -Minning Fæddur 24. september 1953. Dáinn 27. desember 1978. Deyr íé. deyja Irændr. dcyr sjálfr it sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr.. (Úr Hávamálum) Þriðjudaginn 2. janúar var gerð frá Selfosskirkju útför Gísla Jósepssonar, Fossheiði 26 á Sel- fossi. Þessi kæri frændi minn var sannkallaður ljúflingur í lund, skipti aldrei skapi, óáreitinn, ávallt hægur og prúður í fram- komu, algjör reglumaður og stund- aði sín störf af stakri trúmennsku. Af 25 ára manni er ekki mikla sögu að segja. Gísli var fæddur 24. september 1953 í Reykjavík, elstur 5 barna hjónanna Þuríðar Gísla- dóttur og Jóseps Helgasonar. Var hann góður og hjálpsamur sonur foreldrum sínum og fyrir systkini sín vildi hann allt gerá er hann mátti og alveg sérstaklega litla bróður sinn, Lyngþór. Ég sem þessar fátæklegu línur festi á blað fylgdist mjög náið með Gísla allt frá fæðingu, öll hans bernsku- og æskuár, og allt til þess tíma, er hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Selfoss og fundum mínum og fjölskyldu hans fækkaði. Ég á margar hugljúfar minningar um Gísla, systkini hans og heimili. Mig langar að minnast hér tveggja. Hin fyrri er fermingar- dagur Gísla og Kristins bróður hans, það var ánægjulegt að sjá þá báða prúða og myndarlega, og minningin fögur um gleði hinnar stóru fjölskyldu þeirra er var samankomin á heimili þeirra þann dag til þess að samfagna þeim. Hin síðari er frá fermingardegi Huldu systur hans. Aftur var hans stóra fjölskylda saman komin til þess að fagna fermingardegi, að þessu sinni á Selfossi, og þar sá ég Gísla í síðasta sinn í hópi fjölskyldu sinnar, ljúfan og glaðan sem ávallt, og gleðjandi yngsta frænd- fólkið. Éftir þetta hitti ég Gísla sjaldan ög þá oftast aðeins skamma stund í senn. Sérstaklega kært var alla tíð með Gísfa og Sigríði einkasystur móður hans, manni hennar og barnahópnum þeirra, en í þeim stóra hópi var það alveg sérstak- lega jafnaldri hans Þórir Lyngdal sem var mikill og góður vinur hans og félagi, og til þeirra allra að Litlu-Reykjum, lagði hann oft leið sína. Snemma fór Gísli að vinna, og sló aldrei slöku við meðan Hfið entist. Ungur drengur bar hann út blöð, fór í sveit og stundaði hver þau störf er til féllu. A unglingsár- um fór hann á sjóinn, á varðskip, en þar sem hann þoldi það ekki varð hann að hætta á sjónum. Eftir þetta tók hann að vinna við stjórn þungavinnuvéla, og varð það upp frá því starf hans til æviloka, eða í 9 ár, og hafði til þeirra starfa aflað sér fyllstu réttinda. Skömmu eftir að fjöl- skyldan fluttist til Selfoss, hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og sá hann um viðhald vega í Arnessýslu með veghefli er hann stjórnaði. í þessu starfi var hann mjög farsæll og vel látinn af öllum. Gísli bjó framan af veru sinni á Selfossi á heimili foreldra sinna að Birkivöílum 26, en hafði nú eignast eigin íbúð er hann bjó í, við Fossheiði 56 á Selfossi. Slðasta verk Gísla í þessum heimi, var sannarlega táknrænt fyrir líf hans, hugsunarhátt og framkomu alla. Hann var á leið heim til sín, austur á Selfoss, er hann ók fram á stóran vörubíl, með svo óhrein afturljós að þau báru ekki birtu svo hætta gat verið á því að þeir sem á eftir komu sæju þetta ekki. Til þess að koma í veg fyrir slys, ók hann fram fyrir vörubílinn, stansaði og gerði ökumanninum viðvart, og er þeir höfðu hugað að ljósunum og gengu saman til baka var um leið lífsgöngu Gísla lokið. Ekki get ég látið hjá líða, að minnast sérstaklega ömmu Gísla í Hveragerði, en milli þeirra var fagurt kærleikssamband alla ævi Gísla, og marga ljúfustu daga bernsku sinnar átti hann í Hvera- gerði hjá ömmu sinni og lang- ömmu, og margt var það, bæði gagnlegt og fagurt sem hann lærði hjá þeim, og er ekki ofsagt að hann var augasteinn þeirra beggja. Auk foreldra, systkina, afa hans og ömmu á Hrafnistu, ömmu hans í Hveragerði, fjölskyldunnar á Litlu-Reykjum, systkina föður hans, syrgir hann stór hópur vina. Ég vil svo enda þessar línur með því, að votta foreldrum hans, systkinum, mágkonu og frændfólki öilu innilega samúð mína og fjölskyldu minnar og biðja þeim öllum huggunar og styrks í sorg þeirra og söknuði. Megi fögur minning um góðan dreng vera þeim raunabót. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, haf þú þökk fvrir allt og allt. Frænka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.