Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 40

Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 Vl» ’tpn),, kaff/nu i r® Láttu þetta ekki á þig fá, kunningi. — Ég er viss um að það eru margir sem vildu hafa veggskápana þannig úr garði gerða. Heyrðu væna mín! Ég er hérna í stórkjörsbúðinni. Á ég að taka citthvað með heim? Hjónabandið Hjónabandið er mjög til um- ræðu á þessum árum. Skiptist fólk aðallega í tvo hópa: Þeir sem viðurkenna hjónabandið og þeir sem búa í óvígðri sambúð. Það er því ætlun undirritaðs með þessum línum að fá að benda á einn ritningarstað Biblíunnar um hjónabandið og koma með dæmi sem sýnir, að vísu innan ramma tveggja einstaklinga, hvernig nútímasamband þeirra er sem vilja afmá hjónabandið. Þannig samband sýnir glöggt hve órafjarlægt það er því sem þykja mun sómasamlegt samkvæmt orði Guðs. Undirritaður átti tal við ung hjón fyrir skömmu og lýsa lifn- aðarhættir þeirra vel sambandi fólks sem vill lifa og búa í óvígðri sambúð og afmá hjónabandið. Þessi ungu hjón búa í íbúð sinni með börnum sínum. Þau eiga sinn bíl og öll þau þægindi sem hvern efnishyggjumann í nútímaþjóð- félagi fýsir að eiga. Þau lifa sem sé ósköp eðlilegu fjölskyldulífi. Hugsunarháttur þeirra sem að vísu er þeirra séreinkenni skapar lifnaðarhætti þeirra. Þau sjá galla og ófullkomleika mannsins sem aðrir sjá ekki. En það er eins og þau hafi gert uppreisn gegn Guði eins og svo margir sem ekki hafa kynnt sér Biblíuna og skilja því þar af leiðandi ekki hvernig í öllu liggur. Þessi ungu hjón lifa sér meðvitandi um ófullkomleika sinn og í sálrænni eymd sinni trúa þau ekki og lifa því eins og þeim sýnist. Skemmtanir þeirra eru m.a. þær að þau fara í drykkjuveislur og ýmsar aðrar álíka veislur og þykir BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Úrspilsæfingu vikunnar má eins kalla spjall um möguleika til að vinna hálfslemmu eða hugsanlega tapa eins fáum slögum og hægt er. Norður S. 7 II. G73 T. KD109 L. D8753 Suður S. ÁKDG84 H. ÁK54 T. G L. ÁG Samningurinn er sex spaðar og vestur sþilar út hjartasexi. Gosinn fær slaginn en austur lætur tvistinn. Þetta var ágæt (og nauðsynleg) byrjun en hvernig ber að haga framhaldi spilsins? Þetta er eflaust í eina sinn, sem hægt verður að spila frá borði og svíning í laufi því freistandi. En þó hún tækist yki það ekki sigurlík- urnar svo neinu nemi. Til þess þarf austur að eiga kónginn einspil eða aðeins eitt smáspil með honum og tígulásinn að auki. En þó við sleppum svíningunni eru til leiðir sem gætu tekist og nægðu gegn seinni möguleikanum sem nefndur var. Besta upphafið er, að taka trompin eins oft og þarf. Þar má ekki gefa slag svo við sleppum þeim möguleika. Síðan tökum við á hjartaás. Sé austur þá ekki með spilum við tígli á drottninguna. Þá vinnum við spilið ef austur á bæði tígulás og laufkóng, þar sem laufdrottningin verður innkoma til að geta notið tíglanna. Og við fáum ellefu slagi eigi vestur ásinn en austur kónginn. Vestur drepur þá tígulgosann og spilar hjarta. Austur verður varnarlaus þegar við spilum lausfás og gosa og við losum okkur við síðasta hjartað þegar hann spilar öðrumhvorum láglitnum. En fylgi báðir þegar við tökum á hjartaásinn tökum við á kónginn líka. Og séum við svo heppin að hjörtun falli 3—3 er spilið unnið eigi vestur tígulásinn. Fln hafi vestur átt fjögur hjartaspiL í upphafi verður austur að eiga háspilin, sem máli skipta. Til samans er þessi Spila- mennska mun betri en að svína laufi í 2. slag. Og við sleppum alveg þeim möguleika, að vestur eigi laufkónginn blankan. COSPER =,ms£Si COSPER, Get ég fengið einsmanns herbergi með sturtu? „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 30 — Sjáðu bara sjálfur. Súlinn er að verða gegnvotur... Martin leit skelfdur á um- merkin og á Susanne og svo leit hann eins og hálf kindarlega upp í loftið. — Hamingjan góða. bað er hellirigning, hvað hef ég eigin- lega veriö að hugsa. Hann þrýsti kossi á andlit hennar. — Og ef við eigum endilcga að skoða okkur um hér í skóginum gæti ég líka vel hugsað mér að sjá eitthvað sem vari ögn nær nútíðinni. hélt hún áfram og smeygði sér aftur í skúinn. — Hvernig væri til dæmis að sýna mér skógarstíg- inn sem ég hef aðeins farið um í myrkri. bessi minnisstæði stað- ur þar sem mér var fagnað á alveg sérstakan hátt. Martin hristi hiifuðið. — bú verður að afsaka. elskan mín. En við fundum þig á þjóðveginum, en ckki á stígnum. Ertu viss um þú hafir ekki hara fengið hálfgert sjokk þegar hillinn lenti í skurðinum, ... ég á við... Hann hikaði við. — Ég á við, þessi saga þín er dálitið sérkennileg. því að hvernig heíðir þú .átt að kom- ast þaðan og út á þjóðveginn og hvers vegna ætti einhver að hafa hug á því að slá þig niður... hér býr friðsemdar- fúlk. betta er ekki Nýhöfn. — Maður hefur nú heyrt um fyllihyttur frá Álahorg 'sem hafa farið hamförum hér í skúginum. — Á sumrin já. cn ekki í slíku veðri um hávetur. Martin nam staðar og reyndi á ný að kveikja í pípu sinni en það túkst ekki. — bú hcldur sem sagt ég hafi sagt úsatt. Rödd Susanne var grunsam- lega róleg. — Nei. ekki að þú segir ósatt. Ástin mín. auðvitað hvarflar ekkert slíkt að mér. En hvers vegna skyldum við finna þig á þjóðveginum ef þú hefðir verið slegin niður á skúgarveginum? Eg hef heyrt um ýmsa sem hafa fengið meiri háttar sjokk. þegar svona nokkuð hefur komið fyrir... — Hvað um rauða sandinn í hárinu á mér? — bað er alls staðar í Danmörku rauður sandur. Haföiröu ekki gluggann opinn á leiðinni. — Jú, víst gerði ég það. Susanne hikaði. — Ég verð að viðurkenna að ég er dálitið rugluð í ríminu, því að auðvitað gæti þetta hafa gerzt á þcnnan hátt sem þú ert að tala um. Ég get hafa íengið snert af taugaáfalli og ímyndað mér þetta allt. en ég verð að segja að það er mjög lifandi í huga mínum. Ég sé enn veruna á veginum fyrir mér greinilega eins og hún lægi þar enn. Eg finn gróít efnið í jakkanum hans og ég heyri skrítið hljúðið fyrir cyrum mér. þegar hand- leggurinn féll máttlaus niður. — Og þú heldur þú getir þekkt staðinn í skúgarveginum aftur? — Ilann er meitlaður í huga minn. Susanne talaði rúlega en af sannfæringu. — Susanne, elsku vina mín. Ég verð æ sannfærðari um, að þú ert að imynda þér allt um þessa dularfullu árás. Martin brosti umburðarlynd- ur. s Skógarvegurinn sem þú seg- ist þekkja svo vel — við höfum verið að ganga hann síðustu fimm mínúturnar. — Nei, þetta er úréttlátt. Við höfum gengið um skúginn þveran og endilangan í marga klukkutíma. bú getur ekki ætlast til þess að eftir að hafa séð milljón tré þekki ég allt í einu þau sem ég sá í gærkvöldi. í gærkviildi var líka dimmt. nú er hjart af degi. Ilvers vegna er þér svona mikið í mun að sanna að þetta séu úrar í mér? — Vegna þess mér fyndist sú tilhugsun úbærileg ef þú hefðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.