Morgunblaðið - 11.01.1979, Page 42

Morgunblaðið - 11.01.1979, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 | Altrincham náði jöfnu «1 á White Hart Lane! I Nokkrir leikir fóru fram í 3. umferð ensku bikarkeppninnar ok voru að vanda nokkur óvænt OK merkileK úrslit. Enkum kom þá á óvart frammistaóa litla Altrincham, sem leikur utan deilda. en liðið gerði sér lítið fyrir ok jjerði jafntefli við Tottcnham á heimavelli Tottenham. l>á gerði Sunderland það K«tt. sló út Everton, eitt af efstu liðum 1. deildar. Southend var einnig í stuði á hcimavclli sinum og hélt jöfnu Kej{n Evrópumeisturunum frá Liverpool. Peter Taylor náði forystunni fyrir Tottenham snemma í leikn- um með marki úr vítaspyrnu. Það var af og frá að Tottenham ætti nokkuð meira í leiknum og það var fyllilega sanngjarnt, þegar Jeff Johnson tókst að skora jöfnunar- mark Altrincham. Sunderland, sem varð bikar- meistari 1973, var mun sterkara í leiknum gegn Everton á Roker Park. Gary Rowell skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, skoraði Bob Lee og kom Sunderland í 2—0 Waine Entwhistle skaut í þverslá skömmu síðar og Sunderland algerlega yfirspilaðÞ Everton. Gestunum tókst þó að minnka muninn rétt fyrir leikslok; þegar Martin Dobson skoraði. • Lið Arsenal og Everton hafa ekki átt mikilli velgengni að fagna í bikarkeppninni til þessa, Everton er úr leik. en Arsenal hefur tvívegis gert jafntefli við 3. deildar lið Sheffield Wednesday. Bikarmeistararnir frá Ipswich áttu í miklum brösum með 3. deildar lið Carlisle, lið sem löngum hefur reynst stórliðunum erfitt viðureignar í bikarleikjum. Kevin Beattie náði forystunni fyrir Ipswich um miðjan hálfleikinn eftir góðan undirbúning Paul Mariner og rétt fyrir hlé skoraði Hollendingurinn Arno Múhren annað mark Ipswich beint úr aukaspyrnu. Mínútu síðar var staðan orðin 2—1 eftir að Mick Tait hafði skorað fyrir Carlisle. Og fljótlega í síðari hálfleik jafnaði Dave Kemp fyrir Carlisle. Víta- spyrna frá John Wark rétt fyrir leikslok tryggði Ipswich hins vegar sigurinn. Aston Villa hélt út töluvert fram í síðari hálfleik gegn Nottingham Forest, en um miðjan hálfleikinn skoraði Dave Needham fyrir Forest og braut þannig ísinn. Tony Woodcock bætti öðru marki við og John Deehan, miðherji Villa, var rekinn af leikvelli skömmu síðar. Loks má geta þess, að Noel Brotherstone og John gamli Rad- ford skoruðu mörk Blackburn gegn Millwall, en Phil Walker skoraði eina mark Lundúnaliðsins. f gærkvöldi Urslit leikjanna urðu þessi: Ipswich — Carlisle Millwall — Blackburn N. Forest — Aston Villa Southend —Liverpool Tottenham — Altrincham Sunderland — Everton Leikjum Man. Utd. gegn Chelsea og Newcastle gegn Torquai frestað. 3:2 1:2 2:0 0:0 1:1 2:1 var Varaformaður IHF í samtali við Mbl: „Wadmark gerði aðeins skyldu sína“ MBL. HAFÐI í gær samband við Danann A. Fredslund-Pedersen og innti hann álits á brottvísun Víkings úr Evrópu- keppni bikarhafa. Voru svör Pedersens hin merkilegustu og gefa Víkingum sannarlega ekki auknar vonir um að dóminum verði hnekkt. Pedersen sagði m.a. að Wadmark, formaður aganefndarinnar, hefði aðeins gert skyldu sína þegar hann tók upp mál Víkings og hefði það ekkert með þjóðerni og hlutleysi að gera. — Ég get ekki séð, að dóminum yfir Víkingum verði hnekkt nema að til komi algerlega ný sjónarmið í málinu, sagði Fredslund-Pedersen að lokum. — áij. Mikið skorað í stjörnuleiknum KIMNGUM tókst á lokasekúnd- um stjörnuleiksins í gærkveldi að tryggja sér sigur þegar Jón Sigurðsson. hinn snjalli Klt-ing- ur. renndi sér í gegnum vörn Valsmanna og kom liði sínu citt stig yfir. 107 — 106. Þegar 31 sekúnda var eftir voru Valsmenn 2 stig yfir. 106 — 104. John Hudson fékk þrjú vítaskot en nýtti aðeins eitt og staðan var 106 — 105. Stjiirnulið Vals fékk nú holtann. en KR-ingurinn Gunnar Jóakimsson komst inn í sendingu og hrunaði upp. Eftir nokkurt fum og fuður kom Jón Sigurðsson holtanum glæsilega í körfuna og sigur KR var tryggður. Valsmenn komust yfir í byrjun, með körfu Grindvíkingsins Mark Holmes, en KR-ingar jöfnuðu nær samstundis. Þá tóku Valsmenn mikla skorpu og komust 10 stig yfir, 16—6, og var Holmes maður- inn á bak við flest stigin. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að KR-ingar jöfnuðu og komust yfir, 28—26. Þaðan af skiptust liðin nánast um að hafa forystuna og var oft hrein unun að sjá til leikmanna beggja liða. Enginn einn skar sig úr heldur virtust allir færir um að gera ótrúlegustu hluti. Átti þetta ekki aðeins við um Bandaríkjamennina heldur sýndu þeir Jón Sigurðsson og Þórir Magnússon, að þeir standa þeim mörgum ekki langt að baki. Munurinn í hálfleik var 5 stig KR-ingum í vil, 58—53. í seinni hálfleik hljóp skapið nokkuð í menn og fékk meðal annars John Johnson, Fram, tvö tæknivíti á sömu mínútunni og yfirgaf leikinn þá með 5 villur. Þá voru þeir Tim Dwyer og John Hudson ekkert yfir sig hrifnir af dómgæslu þeirra Erlends Ey- steinssonar og Þráins Skúlasonar. En svo við snúum okkur aftur að leiknum, þá skiptust liðin alltaf á um að hafa forystuna fram eftir seinni hálfleiknum, en á 7. mínútu hálfleiksins tóku Valsmenn foryst- una og héldu henni nánast út leikinn, en það var ekki fyrr en að KK-ingar jölnuðu og komust una og héldu henni nánast út Ríkharður Hrafnkelsson 6 stig og V yfir, 28—26. Þaðan af skiptust leikinn, en það var ekki fyrr en John Johnson 4. — gig hinn ágæti lokasprettur KR-inga kom til að þeir náðu forystunni og ekki mátti tæpara standa. Bestu menn KR-inga voru þeir Jón Sigurðsson, Mark Christian- sen og John Hudson og verða þessir menn KR vafalaust drjúgir í móti því sem KR-ingar halda nú í á Englandi. Aðrir KR-ingar stóðu þessum mönnum nokkuð að baki, en stóðu sig vel eftir atvikum. Valsmenn allir áttu skínandi leik. Þórir, Stewart, Holmes, Dwyer, Johnson og Dunbar á öðrum fætinum brilleruðu allir þótt ekki dygði það til sigurs. Þessi leikur verður vafalaust mörgum minnisstæður enda sást þarna það besta sem körfuknattleikurinn hér hefur upp á að bjóða. Stig KR skoruðu: Hudson 43, Mark 27, Jón Sig. 14, Birgir Guðbjörnsson 10, Gunnar Jóa- kimsson 6 og Einar Bollason og Árni Guðmundsson 2 hvor. Stig Vals: Dunbar 28, Dwyer 21, Holmes 18, Stewart 16, Þórir 8, Ríkharður Hrafnkelsson 6 stig og John Johnson 4. — gig Landsleikurinn ekki á skjáinn — Nei. leikurinn. var ekki tekinn upp og því getur ekkert orðið af því að hann verði sýndur, sagði Bjarni Felixson, iþróttafréttamaður sjónvarpsins. í spjalli f gær, er hann var spurður hvort iandsleikur íslands og Danmerkur yrði á dagskrá íþróttaþáttarins á næstunni. — Danska sjónvarpið tekur yfirleitt ekki upp leiki og engin breyting varð þar á að þessu sinni. Ég hef orðið var við mikinn áhuga landsmanna á að sjá leik þennan, en því miður getur ekkert úr því orðið. Annar Bliki til ÍA UNGUR Bliki að nafni Helgi Bentsson fer að öllum líkindum til liðs við ÍA næsta sumar. Áður hefur verið frá því sagt, aö Sigurjón Kristjánsson, 18 ára unglingalandsliðsmaður úr Breiðabliki, hafi í hyggju að fara upp á Skaga. Auk þess er víst að Einar Þórhallsson fari til KA og hefur einnig þegar verið frá því skýrt. Virðist sem eitthvert rót sé í herbúðum UBK og orðrómur um að fleiri leikmenn hyggi á félagaskipti er víða á sveimi. — gg. Borðtennislandsliðið leggur land undir fót LANDSLIÐSNEFND B.T.Í. hefur valið þrjá karla og tvær konur til keppni í Evrópukeppni landsliða, c-riðli, 5.—13. íeb. Níu þjóðir eru í riðli með okkur. Þær eru. Rúmcnía, Sviss, Portúgal. Noregur. Danmörk, Wales, Guernsey, Jersey og Malta. íslenska liðið skipa. Tómas Guöjónsson, KR. Stefán S. Konráðsson. Vík. Hjálmtýr Hafstcinason. KR. Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB. Ásta Urhancic, Erninum. Einnig mun fslenska liðið taka þátt f opna velska meistaramótinu en það er eitt af sterkustu mótum í heiminum í dag. Þess má geta, að borðtennismenn hafa látið í Ijós nokkra bjartsýni á að árangur kunni að verða betri en áður. Síðast þegar leikið var gegn Möltu, tapaði landinn naumlega og Möltuhúa ætti að vera hægt að sigra á góðum degi. Þá eru í riðli með (slendingum lið sem nokkrir möguleikar ættu að vera á að sigra, svo sem Jersey og Gucrsncy. ÍS- Valur í kvöld EINN leikur fer fram í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og hefst hann klukkan 20.00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þar eigast við lið ÍS og Vals. Valsmenn eru að sjálfsögðu sigurstranglegri aðilinn að þessu sinni, enda berjast liðin hvort á sínum enda töflunnar, Valsmenn við toppinn og stúdentar við botninn. Ekkert verður þó hægt að fullyrða um úrslit leiksins fyrr en að honum loknum. Slæm færð fækk- aði þátttakendum Nýlega fór fram borðtennismót Víkings og fór það fram sem hér segir: Sunnudaginn 7. janúar var keppt í kvennaflokki í litla salnum í Laugardalshöll. Keppendur voru ails 7 og léku þær allar við allar og urðu úrslit sem hér segir: 1. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir. U.M.S.B. 2. sæti Dagrún Hjartardóttir Víkingi 3.-4. sæti Nanna Harðardóttir Víkingi Mánudaginn 8. janúar var leikið í 2. flokki og nú í Fossvogsskóla. Keppendur voru alls 11 og var leikinn einfaldur úrsláttur. Úrslit urðu sem hér segir: 1. sæti Brynjólfur Þórisson Gerplu 2. sæti Ragnar Ragnarsson Erninum 3.-4. sæti Gylfi Pálsson, U.M.F.K. Þriðjudaginn 9. janúar var enn á ný leikið í Fossvogsskóla og nú í 3. flokki. Skráðir voru til keppni 58 keppendur en því miður vegna slæmrar færðar komust ekki þátttakendur frá u.m.s.b. 8 talsins, og aðeins 1 frá Keflavík af 5 skráðum en engu að síður fór fram jöfn og skemmtileg keppni. Úrslit urðu sem hér segir: 1. sæti Guðmundur Maríusson, KR. 2. sæti Kristján Jónasson Víkini • 3.-4. sæti Gunnar Andrésson, F'ram. Fréttatilkynning. Leikið við Pól- verja í kvöld ÍSLENDINGAR leika í kvöld þriðja leik sinn í Baltic-keppn- inni og hefst lcikurinn klukkan 19.30 að staðartíma. Að þessu sinni éru mótherjarnir Pólvcrjar og er þetta því þriðji leikurinn við þá á skömmum tíma. íslend- ingar hafa sýnt það í keppninni, að þeir eru til allra hluta líklegir og má þess vegna búast við jöfnum og spcnnandi leik. Fer Icikurinn fram í Hammei og eru dómararnir sem dæma eiga danskir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.