Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
7
„Ef Bólu Hjálm-
ar byggi í
Reykjavík..
Hjördís Hjartardóttir er
félagsráögjafi í Breiö-
holtsútibúi. i gær skrifaöi
hún grein í Þjóðviljann,
sem er heldur óhrjáleg
lýsing á vinnubrögðum
Reykjavíkurborgar í mál-
efnum aldraöra. Hjördís
rifjar upp, aö Bólu-Hjálm-
ari var á sínum tíma
neitað um örlítinn
sveitarstyrk af Helga
Jónssyni hreppstjóra
Akrahrepps. Síóan
hugsar Hjördís sór, að
Bólu-Hjálmar væri uppi
i nú á tímum og kæmi
| gamall maður sömu
I erinda til borgaryfirvalda:
Ef hann ætti „rétt á
húsaleigustyrk frá
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar væri
hann aó öllum líkindum
löngu búinn aó missa
húsnæöið, nema leigu-
salinn vildi bíða í alla
vega nokkrar vikur ef
ekki mánuði eftir að fá
húsaleiguna greidda.“
Síðan segir hún:
„Borgaryfirvöld hafa
komið sér upp hagstæðu
kerfi, sem Helgi hafði
ekki. Það er borgarstjórn,
borgarráð, félagsmála-
ráö, borgarstjóri, borgar-
ritari, Félagsmálastofnun
og náttúrlega fleira.
Félagsmálaráö setur
reglur um veitingu
styrkja og meira aö segja
sampykkir hvern einasta
styrk. Borgarritari neitar
að láta Félagsmálastofn-
un hafa nægilegt fjár-
magn. Borgarstjóri vísar
á pólitíkusana og svona
gengur boltinn hring eftir
hring innan kerfisins. Viö
starfsmenn Félagsmála-
stofnunar, sem erum
búin aö tilkynna fólki
einn daginn að sam-
Þykktur hafi verið styrkur
Því til handa verðum ekki
bara næsta dag heldur
vikur ef ekki mánuði að
segja: „nei, Því miöur
engir peningar í dag“.
Þegar við undirtillurnar
kvörtum fyrir hönd
Hjálmaranna fáum við
stundum hvorki meira né
minna en loforð og Þegar
Þau eru svikin önnur ný.“
Þetta er lýsingin á
vinnubrögðum hins nýja
borgarstjórnarmeirihluta
í málefnum aldraöra hjá
Þeím. sem gerst má vita,
— Þannig er í raun
„vinstri stjórn með
félagslegan Þankagang"
eins og Þau Sigurjón
Pétursson og Guðrún
Helgadóttir lýsa sjálfum
sér í pólitísku „lítillæti"
eða eins og Hjördís
Hjartardóttir kemst að
orði í samanburðinum viö
Akrahrepp forðum: „Það
er Þó helzt að Helgi
Jónsson var ekki í nein-
um Þykjustuleik en sagöi
strax Þvert nei, á meöan
hin svokallaða vinstri
borgarstjórn segir já í
dag en nei á morgun."
Fulltrúum
vinnumarkaöar-
ins synjaö
um aöild
Ákveðið hefur verið að
stofna atvinnumálanefnd
Reykjavíkur. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins
iögöu til, að aöilar vinnu-
markaðarins ættu fulltrúa
í henni og yrðu tveir
tilnefndir af Fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna en
tveir af Vinnuveitenda-
sambandi islands. Þetta
Þótti eðlilegt, Þar sem
atvinnumálanefndin á aö
hafa Það verkefni að
vinna að eflingu atvinnu-
lífs í borginni og annast
framkvæmd Þeirra verk-
efna, sem ákvðið er að
borgin beiti sér fyrir á
sviöi atvinnumála. En Það
gefur að sjálfsögðu auga
leið, aö samtök launÞega
og atvinnurekenda mega
gerst um Þaö vita á
hverjum tíma, hvernig
ástand atvinnumála er í
Reykjavík.
Svo undarlega brá við,
að meirihluti borgar-
stjórnar máfti ekki heyra
Það nefnt, að aðilar
vinnumarkaöarins ættu
fulltrúa í atvinnumála-
nefnd borgarinnar. Meö
Þessu er verulega dregið
úr starfshæfni nefndar-
innar og hefði Þó sannar-
lega ekki veitt af, að
úttekt væri gerö á at-
vinnulífinu í Reykjavík,
eins og búið er aö
Þrengja aö Því á alla lund
með auknum sköttum og
öðrum ráöstöfunum af
hálfu bæjar- og ríkis-
valds.
Sjá svik í
hverju horni
í forystugrein Tímans í
gær er fjallaö um sam-
göngur íslands við um-
heiminn og réttilega sagt,
að Það sé eitt mikilvæg-
asta svið íslenzkra sjálf-
stæðismála. Tilefni Þessa
er tillaga Ólafs Ragnars
Grímssonar á AIÞingi
„um svokallaða rannsókn
á nokkrum mikilvirkustu
fyrirtækjum í landinu á
sviði samgöngumála. Til-
efni titlögu Þessarar virð-
ist óljóst, en tilgangurinn
einkum sá að vekja tor-
tryggni og úlfúð“.
Síðan er vakin athygli á
grein Vilhjálms Hjálmars-
sonar, sem vitnað var til í
Staksteinum fyrir
skömmu, og sagt:
„Það er Þjóöarlöstur
hér aö varpa skugga á
nágranna sinn og sjá svik
í hverju horni. Þó veröur
Þaö að teljast seinheppni
með afbrigðum Þegar
Þingmenn gleyma Því í
ákafa sínum, eins og
Ólafur Ragnar Grímsson,
að Þessi samgöngufyrir-
tæki (Eimskip og Flug-
leiðir) eru Þegar undir
miklu og virku opinberu
eftirliti.
Hitt skulu menn ekki
halda að útlendir aðilar,
Þar á meöal voldugir og
rángjarnir keppinautar,
fylgist ekki meö Þegar
unniö er aö Því aö vekja
tortryggni og úlfúð í garð
Þessara fyrirtækja á
opinberum vettvangi hér
á landi. Og Þessir aðilar
kunna fullvel að koma
boöum til áhrifaafla er-
lendis Þar sem ís-
lendingar Þurfa að semja
um aðstöðu og heimildir.
í Þessum efnum verða
menn að sjást fyrir í
málflutningi og kunna sér
hóf. En slíkt gerir Ólafur
Ragnar Grímsson ef til
vill aldrei.“
Bandarískur stúd-
entakór í heimsókn
STÚDENTAKÓR frá Coe College
í Iowa kemur hingað til lands á
morgun, sunnudag. Kórinn hefur
að undanförnu verið á tónleika-
ferð um meginland Evrópu og
Bretland. Coe-kórinn er bland-
aður kór með 52 söngmönnum og
stjórnanda og hefur gert víðreist
á undanförnum árum bæði í
Evrópu og Bandarikjunum.
Kórinn mun halda tónleika í
Félagsstofnun stúdenta við Hring-
braut kl. 9 n.k. sunnudag og mun
Háskólakórinn taka á móti söng-
fólkinu og bjóða það velkomið með
söng. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Viðfangsefni kórsins eru viðtek-
in tónverk eftir bandarísk og
evrópsk tónskáld og spannar vítt
svið allt frá trúarlegum söngvum
16. aldar til nútímatónlistar.
Stjórnandi er dr. Allan Keller
prófessor í tónlist við Coe College í
Iowa. Þá kemur einnig fram á
tónleikunum 17 manna hópur sem
flytur létta tónlist við hljómsveit-
arundirleik. Stjórnandi þeirrar
tónlistar er Richard P. Hoffman.
Kórinn mun dveljast hér fram á
þriðjudag en hann heldur áleiðis
til Chicago.
Kópavogsbúar
Hef opnaö nýja verslun undir nafninu Verslunin
Áróra. Verö meö barnafatnað, sængugjafir,
nærfatnaö og sokka á alla fjölskylduna.
Skólavörur, smávörur og ýmislegt fleira. Gjöriö
svo vel og reynið viöskiptin. Næg bílastæöi.
Verslunin Áróra,
Þinghólsbraut 19.
Málverkasýning
Málverkasýning Jóns Baldvinssonar í
Norræna húsinu er opin daglega kl.
12—22.
Sýningunni lýkur á sunnudag.
Ókeypis aðgangur.
Hestamenn
í hagbeit eru hjá félaginu nokkur hross og veröur
aö sækja þau strax. v
Litur þeirra er:
2 jarpir hestar, 2 rauöir, 1. bleikálóttur, 1.
steingrár, 1. brúnskjóttur.
Veröi hrossin ekki sótt næstu daga, veröa þau
afhent aöilum, sem munu sjá um sölu þeirra.
Nánari uþplýsingar á skrifstofu félagsins, sími
30178.
Hestamannafélagið Fákur.
mm
Tilboð óskast
•s*
í nokkrar fólksbitreiðar og sendibifreiðar. Ennfremur í nokkrar
ógangfærar bifreiðar þ. á m. sendibifreið og Pick-up bifreið, er
verða sýndar aö Grensásvegi 9 þriðjudaginn 23. janúar kl.
12—3. Tilboðin verða Oþnuð í bifreiðasal að Grensásvegi 9 kl.
5.
Sala varnarliðseigna.
í Skotlandi
Brottför:
23. maí 10 daga
Verð:
ca. kr. 160.000.-
Flug fram og til baka.
Gisting á Marine Hotel
North Berwick.
Morgunberöur og
kvöldveröur.
Vinsamlega athugiö að bókanir verða að berast
fyrir 29. janúar.
Allarfrekari upplýsingar.
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
jEimskipafelagshusinu simi 26900