Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 8

Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 DÓMKIRKJANs Kl. 11 messa. Séra Þórir Stephensen. Kl. 2 messa. Séra Hjalti Guðmunds- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Séra Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL. Guðsþjón- usta kl. 2 að Norðurbrún 1. Séra Tómas Guðmundsson messar. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Laufíardafíur: Barnasamkoma í Ölduselsskóla kl. 10:30 árd. Sunnudagur: Barnasamkoma í Breiðholtsskóla kl. 11 árd. Messa í Breiðholtsskóla kl. 2 e.h. Miðvikudafíur: Kvöldsamkoma að Seljabraut 54 kl. 8:30. Séra Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barna- íjuðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 2 — barnagæsla. Organ- leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur Skúlason. DIGIÍANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu v/Bjarnhólastífí kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG Hóiaprestakall. Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjón- usta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Miðviku- dagur: Almenn samkoma að Seljabraut 54 kl. 20:30. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón Þ. Þórarins- son. Almenn samkoma n.k. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Séra Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA. Guðs- þjónusta kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldu- messa kl. 14:00. Séra Karl Sigurbjörnsson. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Séra Karl Sigurbjörns- son. Munið kirkjuskóla barn- anna á laugardögum kl. 2. LANDSPÍTALINN. Messa kl. 10. Séra Karl Sigurbjörnsson. IIÁTEIGSKIRKJA. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Messa og fyrirbænir kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. Organleikari Orthulf Prunner. Biblíuleshringurinn kemur saman á mánud. 22. janúar kl. 20:30 í kirkjunni. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 10 árd. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Laugardagur: Börnum boðið til „Óskastundar" kl. 4 í safnaðar- heimilinu. Sunnudagur: Barna- samkoma kl. 10:30. Séra Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2. I GUÐSPJALL DAGSINS. Matt. 8.. Jesús gekk ofan af fjallinu. LITUR DAGSINS. Grænn. Litur vaxtar og þroska. stól: Sig. Haukur Guðjónsson. Við orgeiið: Jón Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur. Safnaðar- stjórn. LAUGARNESKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Kirkjukaffi eftir messu i umsjá kvenfélagskvenna. Þriðjudagur 23. jan.: Bænastund og altaris- ganga kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2, altarisganga. Órganleikari Reynir Jónasson. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESSÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. í félágsheimilinu. Séra Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2. Organleikari Sig- urður ísólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR, Kaþólsk messa kl. 11 árd. KIRKJA Óháða safnaðarins. Messa kl. 2 síðd. Pétur Maack cand. theol. prédikar. Séra Emil Björnsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN. Sunnudagaskólarnir byrja kl. 10.30 árd. Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd. Söngstjóri og organ- leikari Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. GRUND — elli- og hjúkrunarheimili. Messa kl. 2 síðd. Gisli Brynjólfsson fyrrv. prófastur messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. HJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. KIRKJA Jesú Krists af síðari daga heilögum — Mormónar. Samkomur að Skólavörðustíg 16 klukkan 14 og kl. 15. GARÐASÓKN. Barnasamkoma í Skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósepssystra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. MOSFELLSPRESTAKALL. Messað að Mosfelli kl. 14. Séra Birgir Ásgeirsson. VÍÐISTAÐASÓKN. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. í Hrafnistu. — Guðsþjónusta í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 14. Safnaðar- kvöld verður í Hrafnistu kl. 20.30. Séra Sigurður H. Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði, Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Organ- leikari Jón Mýrdal. — Að lokinni messu verður almennur safnaðarfundur og er safnaðar- fólk hvatt til þátttöku. Séra Magnús Guðjónsson. IIAFNARFJARÐARKIRKJA, Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sig- urður H. Guðmundsson. — Helgi- og bænarstund kl. 17. Beðið fyrir sjúkum. Séra Gunn- þór Ingason. KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. — Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA, Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. IIVALSNESKIRKJA, Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA, Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA, Barna- guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Helgi Hró- bjartsson kristniboði prédikar. Altarisganga. Séra Björn Jóns- son. Útvarpsguðs- þjónustan ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN á sunnudagsmorgun verður að þcssu sinni í Dómkirkjunni. Prestur séra Þórir Stephensen. Dómkórinn. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Þessir sálmar verða sungnir, Nýja sálma- GI. sálma- bókin, bókin. 3 43 224 25 207 346 Stólvcrs 109, fyrsta vers 343 223 519 664 Stefán Snævarr: Um ástandið Fréttaflutningur íslenskra fjöl- miðla af ástandinu i íran hefur verið með svo eindæmum hlut- drægur, að ég fæ ekki orða bundist lengur. I blaðafregnum eru and- stæðingar keisarans kallaðir „óeirðaseggir", en keisarinn reynir að „koma á lögum og reglu". Keisarinn vill færa landið í „lýðræðisátt", en múhameðstrúar- menn vilja koma því aftur á „miðaldastig". Þeir sem einhvern tímann hafa hitt Irani á ferðalögum erlendis hafa ef til vill orðið varir við það fát sem oft kemur á þetta fólk ef það er spurt um stjórnmála- ástandið í heimalandinu. Skýring- in er sú, að íranska leyniþjónustan SAVAK fylgist mjög vandlega með hegðun Irana erlendis. Sagt er, að Bandaríkjastjórn hafi gefið SAVAK frjálsar hendur úm eftirlit með írönum í Banda- ríkjunum. Það kemur oftsinnis fyrir þar vestra, að íranir sem „fara út af línunni" verða fyrir aðkasti „dularfullra" manna. Ekki þarf mikið til að fara úr náðinni hjá írönskum valdhöfum. íslend- ^igur sem nam hagfræði í Svíþjóð slagði mér, að írani, sem með fionum lærði, hefði alls ekki þorað áð taka námskeið í marxískri hagfræði; ef slíkt fréttist í íran fengi hann aldrei vinnu. Plnginn er öfundsverður af að lenda í klónum á SAVAK. Ég las nýlega grein í bandarísku tímariti eftir íranskan menntamann sem setið hafði í fangabúðum SAVAK. Lýsingarnar á meðferðinni sem hann hlaut eru með ógeðslegasta sem ég hef lesið. Það kom m.a. fram í greininni, að pyntinga- meistarar Iranskeisara skirrast ekki við að misþyrma börnum. Það hefur e.t.v. vakið athygli einhverra, að dr. Baktiar, hinn nýi forsætisráðherra, leggur á það ríka áherslu, að enginn af samráð- herrum hans hafi tekið þátt í ríkisstjórn síðasta aldarfjórðung. Ástæðan er sú, að í Iran hefur ekki alltaf ríkt sú harðstjórn sem þar ríkir nú. Framan af ferli sínum var núverandi keisari harla valda- lítill, og einhvers konar þingræði ríkti í landinu. Síðasti lýðræðis- lega kjörni forsætisráðherra írans var Mossadegh, sem reyndi að þjóðnýta eigur erlendra olíufyrir- tækja og hrekja keisarann frá völdum. Flúði keisarinn um tíma til Sviss, en sneri aftur þegar Mossadegh hafði verið steypt meö aðstoö CIA. CIÁ hefur viðurkennt opinberlega að hafa stuðlað að falli Mossadegh og hefur hrósað sér af „afreki“ sínu. Eftir að keisarinn sneri aftur úr Stefán Snævarr / í Iran útlegðinni tók hann til óspilltra málanna við að tryggja sér al- ræðisvald í landinu. Naut hann til þess dyggs stuðnings Bandaríkja- manna sem umfram allt óttuðust að nýr Mossadegh kæmist til valda. Á þessum árum var SAVAK byggð upp með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar, og sagt er, að SAVAK hafi nú um tvö þúsund bandaríska ráðgjafa á sínum snærum. Keisarinn hefur notað aðstöðu sína til að auðgast all gífurlega, og er nú talinn einn auðugasti maður í heimi. Ættmenn hans og helstu gæðingar hafa einnig rakað til sín fé, og líta margir Iranir á keisarann sem hvern annan ræningjahöfðingja. Keisarinn lætur sér ekki nægja að stela af hinum nýfengna olíuauði landsins til eigin þarfa heldur sólundar fé í ofboðsleg vopnakaup. Hann kaupir þotur og skriðdreka rétt éins og leikfanga- vopn, og er takmark hans að gera Iran að stórveldi. Kunningi minn einn hafði það eftir írönskum félaga sínum, að ekki væri að undra þótt írönum gremdust vopnakaup keisarans, ein Phantomþota kostar jafn mikið og nám tíu lækna, og gífurlegur læknaskortur er í landinu. Nú kann einhver að spyrja hvort ólgan í íran sé ekki fremur af trúarlegum toga en pólitískum spunnin. Því er til að svara, að ef trúa má Newsweek hafa bænahús múhameðstrúarmanna orðið mið- stöð pólitískra umræðna, lög- reglan þorir varla að ryðjast inn í þau og handtaka menn. Líkt og klerkar í Austur-Evrópu hafa prestar múhameðstrúarmanna meira pólitískt svigrúm en margir aðrir, yfirvöld hugsa sig tvisvar um áður en þau ögra jafn miklu afli og trúarbrögð eru. Ennfremur hefur Múhameðstrú sterka lýð- ræðis- og jafnaðarþætti, ayatollah eða höfuðklerkur verður sá kenni- maður einn sem nýtur hylli hinna trúuðu. Ég neita því engan veginn að stór hluti andófsmanna krefst afturhvarfs til fornra „dyggða" á borð við kvenkúgun, en þeir eru ekki einir um hituna, og hafa Hellissandi 15. jan. 1979 AÐ GEFNU tilefni vil ég undirrituð vekja athygli á því, að sjóður sá er stofnaður var til minningar um Matthildi Þorkelsdóttur ljósmóður, á hundraðasta fæðingardegi henn- ar þann 8. mars 1948 er enn í fullu gildi og starfræktur samkvæmt skipulagsskrá. Matthildur Þorkelsdóttir var um 30 ára skeið bæði ljósmóðir hér og eins konar aðstoðarlæknir. Við erfið skilyrði batt hún um margvís- leg meiðsli og veitti sjúkum hjálp, enda haft eftir þáverandi héraðs- lækni, Halldóri Steinssen, að hún hefði sparað þessu héraði marga læknisferðina. Þegar hér var reist hús fyrir læknaaðstöðu þótti því vel við hæfi að styrkja það úr Matthildarsjóði, m.a. með því að kaupa nauðsynleg hinar pólitísku kröfur um frelsi, lýðræði og jöfnuð orðið háværari á síðustu vikum. Þess skal getið, að íranskir námsmenn erlendis hafa kvartað yfir þvi, að vestrænir fréttamiðlar geri alltof mikið úr hinum trúarlega þætti andspyrn- unnar. Ég vona, að grein mín verði til þess, að fréttamiðlun af ástandinu í íran skáni eitthvað og að Morgunblaðið haldi ekki aftur upp á jólin með því að birta greinar með vörnum fyrir harðstjóra á borð við Reza Pahlavi, keisara í íran. tæki og vandaða geymsluskápa ásamt sjúkrabekk o.fl. Hefur rösk- lega hálfri milljón króna verið varið til þessa. Það mun vera draumur margra að með vaxandi byggð verði komið hér upp einhverju hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða, þar gæti verið ánægjuiegt að geta gefið þó ekkí væri nema eitt herbergi en á meðan ekkert gerist í þeim málum mun hlynnt að því sem fyrir er eftir því sem ástæða þykir hverju sinni. Sjóðurinn er á vaxtaauka- reikningi í Landsbanka ísl., Hellsi- ssandi. Undirrituð mun fúslega veita allar upplýsingar og gefa afrit af reikningum og skipulagsskrá sjóðsins ef þess er óskað. Með þökk fyrir birtinguna Jóhanna Vigfúsdóttir gjaldkeri. Lítidtil beggja^hlidn Matthildarsjóður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.