Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1979 Ein af mörgum módelflugum landsmanna á flugvellin- um við Sandskeiö. Einar Páll Einarsson með eina af 15 Terry æfingaflugvélum sem hann hefur smíðað. Synir Einars „flugvélapabba“ rogast hér meö eina stærstu balsaflugvél sem smíðuð hefur veriö hérlendis. Veðurfar okkar kæra klaka hefur margsinnis sýnt Það og sannað, að ekki er á Það treystandi. Margt útisportið hefur aldrei verið stundað hérlendis af Þeim sökum. Flugmódelmönnum má að sumu leyti líkja við bjarndýrið, sem liggur í dvala yfir vetrarmánuöina. Þeir smíða flugvélar sínar viö snjóalög og fara síöan á kreik og fljúa Þeim í leysingunum. Einn af Þekktari flugmódelasmiöum okkar er Einar Páll Einarsson, sjónvarpsstarfsmaður. „Ég var 10 ára, lafhræddur, og þoröi ekki nálægt húsinu árum saman. Tók venjulega krók á leiö mína þegar innbúar þess nálguö- ust.“ Einar Páll, oft nefndur flugvélapabbi, lætur hugann reika og bætir við: „Þetta var á Starhaganum. Ég stóö þar í mesta saklevsi í stuttbuxum og strigaskóm, vopnaöur svifflugunni minni. Vindhviöa hríslaðist um nærliggjandi trágróöur. í því lét ég fluguna vaöa. Hún hófst á loft meö fallegum sveig. Skyndilega og án nokkurrar sjáanlegrar ástæöu kúventi hún og stefndi í átt að mér. Ég vatt mér undan, en heföi betur látið þaö ógert. Mér til ólýsanlegrar skelfingar stefndi hún á þriggja fermetra stofu- gluggann aö Túnsbergi, þar sem Loftleiöa-Olsenbræður eru uþp- aldir. Þaö skipti engum togum, glugginn brotnaöi meö gnístandi braki og flugan hvarf inn í svarta gluggatóftina. Ég stóð sem lam- aöur, þaö skalf allt á mér sem skolfið gat. Hvort svifflugan lenti í kaffibolla eöa einhverju stássi, veit ég ekki. Hún var allavega ólöskuð þegar ég fékk hana, sem var meira en hægt var aö segja um sjálfan mig.“ Einar Páll Einarsson, 31 árs „patti", hefur í frístundum sínu'm, allt frá æsku, smíöaö og flogið fjarstýröum flugmódelum. Þessa áráttu tók hann í erfðir frá fööur sínum, Einari Pálssyni, sem var einn af brautryöjendum sportsins hérlendis. Gamaniö er í því fólgiö aö smíöa módelflugvélar, -skip og jafnvel -bíla, sem síðan eru tengd fjarstýribúnaði. Einar hefur reynt þetta allt saman, en heldur mest upp á flugvélarnar. Þær smíðar hann úr balsaviöi og trefjaplasti. Eins og aörir flugmódelamenn smíöar hann vélar eftir teikning- um, en auk þess hefur hann hannað fjöldann allan af módelum sjálfur. Flugvélaeign Einars nálg- ast nú annan tuginn, þar sem eru bæði svifflugur og vélflugur. Þær síðarnefndu hafa vélarorku, allt frá hálfu upp í tvö hestöfl. svona rétt eins og skellinaöra. Ekki veitir af, því sumar flugvélanna bera vænghaf allt að tveimur og hálfum metra. Eldsneyti vélanna er sam- Flugan hvarf inn í svarta gluggatóftina bland af methanoli, nitromethan og laxerolíu, sem blandaö er saman eftir kúnstarinnar reglum. Meöalflugþol vélanna er 20 mín- útur, sem er feikinógur tími, að sögn Einars. Gangsetning vél- anna hefur oft skapað vandræöi. Nýlega hefur veriö hannaöur sérstakur útbúnaöur til þeirra hluta. Áöur voru vélarnar ræstar með handafli, sem oft orsakaöi ótímabært fingratap hjá flugstjór- unum. Flugmódel eru af öllum stærðum og geröum, allt frá hægfleygum þyrilvængjum upp í þotur, sem ná 150 mílna hraöa. Módelin geta haft allan stýrisbún- Hér gildir sjóntilfinningin að „fulloröinna" flugvéla, þar meö talin hallastýri, hæöarstýri og hliöarstýri ásamt uppdraganleg- um hjólum. Til þess aö útbúnaöur flugvélanna starfi sem skyldi, þarf senditæki eöa nokkurskonar handheldan flugstjórnarklefa (cockpit). Meö því aö þrýsti á þar til gerðar stangir á sendinum má færa boö til ýmissa hluta flugvél- arinnar, rétt eins og flugmaöur gerir úr stjórnsæti sínu í raun- verulegri flugvél. Aö sögn Einars er jafnvel erfiðara aö fljúga módelunum en flugvél í fullri stærö. Venjulegur flugstjóri situr í Steve McQueen var bjargað vél sinni og finnur fyrir öllum hreyfingum hennar um leið og þær gerast. Módelflugmaöurinn stendur hins vegar á jöröinni meö sendinn og þar gildir sjóntilfinn- ingin fyrst og fremst. Undanfarin 2 ár hefur módeláhugi aukist stórlega. í dag er hægt að eignast flugvél ásamt tækjabúnaöi fyrir um 70 þúsund krónur. íslenska áhugamannafélagiö Þytur, sem Einar er meölimur í, hefur starfaö aö íslenskum flug- módel-málum. Erlendis eru ótelj- andi módelfélög. Á stefnuskrá þeirra eru t.d. listflug og kappflug, Þetta flugmódel (Stuka JU 87 B) sáu sjónvarpsáhorfendur á skjánum s.l. laugardag í kvikmyndinni Orrustunni um England. svo eitthvaö sé nefnt. Næstkom- andi júlí veröur í fyrsta skipti á íslandi haldiö Noröurlandamót í módelsvifflugi. Þaö veröur viös Hvolsfjall í Rangárvallasýslu og munu þrír keppendur frá hverju Norðurlandanna taka þátt í því. En þaö eru fleiri en módelflug- menn- sem renna hýru auga tll balsafuglanna. Kvikmyndaiönaö- urinn stórhagnaðist á tilkomu þeirra. Þar er máltækiö „ekki er allt sem sýnist“ í hávegum haft. Sjónarspil þaö, sem sett var á svið fyrir okkur stjónvarpsáhorf- endur laugardaginn 13. janúar í myndinni Orrustunni um England var meira og minna plat. Margar orrustuvélanna voru litlar módel- flugur, ekki stærri en tveir metrar. Hetjunni miklu, Steve McQueen, var bjargaö úr logum kvikmynd- arinnar The Towering Inferno með módelþyrilvængju. Enn eitt platið birtist okkur í myndinni um Hindenburg-loftfarið. Þar var all- án tímann notuö 9 feta fjarstýrö eftirlíking af loftfarinu. Fyrir þá sem gaman hafa af framangreind- um „sjónleikjum" má nefna, að kvikmyndahúsiö Regnboginn mun fljótlega taka til sýninga myndina Carpicorn one, en þar eru notað- ar módelflugur. Já, ekki er allt sem sýnist.. Maður einn úr Holtunum hringdi skelfingu lostinn í flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Hann hafði veitt því athygli út um þakglugg- ann á húsi sínu, að flugvél hringsólaði yfir vellinum meö ýmsum undarlegum fettum og brettum. Hann haföi á oröi viö flugstjórnarmenn, aö ekki væru þeir vel vakandi. Flugmaöur væri greinilega í nauöum staddur og þeim væri nær aö hjálpa honum niður á jörðina. Flugvélina fundu flugstjórnarmenn ekki og því síöur flugstjórann, sem rétt í því var aö aka heimleiðis með flugvél- ina í farangursgeymslunni. Björn Emilsson skrifar EKKIER ALLT SEM SÝNIST „Ekki eruö pið vel vakandi, þaó er flug- maðurí nauð- um staddur“. (Teikn. gr. höf.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.