Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 11 „dance-beat- hash“ númer 341 á sýning- unni. Dansaö undir berum himni í Frank- furt. Ljós- myndari: Erika Sulzer-Klein- finni Aðalsteinn til vanmáttar og skilningsleysis á einhverri þeirra, þá hlýtur hún að vera ómerkileg, jafnvel alls ekki list. Og þessa hefur ljósmyndalistin orðið að gjalda. Rúnar Gunnarsson: En hvernig stendur eiginlega á þeim lágkúruskilningi og niður- lægingu sem ljósmyndun þarf að búa við hér á landi? Er skýringin kannski sú, að ljósmyndablöðin, sem móta stefnuna og viðhorfin hjá svo mörgum, eru gefin út af myndavélaframleiðendum, sem samkvæmt nákvæmum markaðs rannsóknum hafa komist að því, að 90% kaupenda eru viðvaningar á fyrsta og öðru ári, með nær engan myndrænan þroska, og blöðin verði því að haga myndavali í samræmi við það? Eða er skýringin sú, að íslenskir ljós- myndarar eru iðnaðarmenn, sem fá sömu grunnkennslu í myndlist og dúklagningamenn og múrarar? Spurningarnar eru margar og ein er brennandi: Hvers vegna í ósköpunum er ljósmyndun kennd : iðnskólum, en ekki í myndlista- skólum, þar sem hæfir kennarar gætu gefið þá sjálfsögðu grund- vallarmyndmenntun sem öllum myndlistamönnum er nauðsynleg? Nokkur ár af góðri ljósmynda- kennslu kæmu þá í veg fyrir aö fréttamyndir yrðu hér fram boðn- ar og kynntar sem list „Á leið í paradís". Sýndareinlœgni á Kjarvalsstöðum Þýska vikuritið STERN hefur dembt yfir okkur heimsljósmynda- sýningu, hinni þriðju, og fengið inni fyrir hana á sundurtættum vígvelli listabardagans mikla, að Kjarvalsstöðum. „Á leið í paradís" er nafnið á þessar grófgerðu fréttamyndasyrpu. Og dapurlegt verður það þegar þessi ruddalega samsetning blaðamynda rekur á fjörur menningarfjölvita Dag- blaðsins og gefur honum enn eitt tækifærið til að reisa ljósmynda- listinni níðstöng — því að bæði Aðalsteinn Ingólfsson og STERN gera því skóna, að hér sé komið dýrindis sýnishorn hinnar svo- nefndu ljósmyndalistar. Það var von mín, að þeir aðilar sem fást við listgagnrýni bentu rækilega á, að hér væri á ferðinni sýning sem ekkert á skylt við það sem er að gerast í ljósmyndalist, og fjölluðu um hana eins og hverjar aðrar óvenju hrottalegar fréttamyndir, smekklausar nær- myndir af líkum og dæmigerða sýndareinlægni. Þessi von mín brást. Og í stað þess að hlæja góðlátlega, eins og ég geri þegar ég les ballettgagnrýni eftir Jónas stýrimann, þá fann ég einhvern verk fyrir brjóstinu er ég sá að yfirmenningargagnrýnandi Dag- blaðsins, Aðalsteinn Ingólfsson hafði notað þessa sýningu til að villa um fyrir lesendum Dagblaðs- ins, og gefa nokkrar aulafullyrð- ingar um ljósmyndun, sem engin sómakær listfræðingur léti frá sér fara, jafnvel ekki meðal spaug- samra kunningja. En látum dæm- in tala (dagbl. 13. jan. A.I.) Dæmi L „Ljósmynd hefur verið tekin. Hversu mjög sem ljósmynd- arinn reynir að færa til eða skrumskæla, þá gengur ofangreind atburðarás fyrir sig næstum sjálfkrafa...“ Dæmi 2i „Góð ljósmynd er eins konar list, mikil ósköp — en hún er fyrst og fremst ljósmynd...“ Dæmi 3i „En í eðli sínu er ljósmyndin hlutlaus miðill." Þessi þrjú dæmi eru tekin af handahófi úr umfjöllun Aðalsteins og virðist mér grein hans öll sýna, Myndlist að hann sé á því þroskastigi, hvað viðkemur skilning á ljósmyndun sem listformi, að álíka erfitt muni vera að opna honum heim ljós- myndalistarinnar og að ræða um liti við blindan mann. Sannleikur- inn er sá, að STERN sýningin er viðlíka fulltrúi fyrir ljósmyndalist og Dagblaðið er sem sýnisrit bókmennta. Nú er Aðalsteinn Ingólfsson vitanlega ekki einn um það á þessu landi, að þenja sig yfir svið sem hann ber lítið skynbragð á. Það væri svo sem hægur vandi að brosa bara í kampinn þegar ritræpan hrífur hann á vald sitt og fyllir síður Dagblaðsins af derringslegu og yfirborðskenndu menningarslúðri, en hér er ekki um gamanmál að ræða. Viðhorf Aðalsteins til ljósmyndalistarinn- ar er nefnilega ekki einungis óskammfeilið og menningarfjand- samlegt, heldur einnig skaðlegt. Það verður ekki lengur þverfótað fyrir þessum eina manni, þegar listir og menning eru annars vegar; flest eða allt er sagt og skrifað af óþolandi hroka og yfirdrepsskap og það er nú svo komið að sveittar hendur hans grúfa yfir menningarlífi þjóðar- innar. Engin grein lista getur lengur verið óhult fyrir honum, og STERN-mynd númer 293, tekin af Perry Krets. Fórnarlömb næturinnar Ijósmynduð i líkhúsinu af lögreglunni New York. nvn HúsnnÐþ Ldcmún 5 nvn símnnúmER: 835 33 Ábyrgö hf. hefur flutt skrifstofur sínar frá Skúlagötu 63 í nýtt eigið húsnæöi á 6. hæö Lágmúla 5, Reykjavík. Betri þjónustn Ábyrgö hf. hefur nú í 18 ár leitast viö aö veita bindindisfólki fullkomna þjónustu meö ýmsum trygginganýjungum og hagstæöari kjörum en annars bjóöast. Meö bættum húsakynnum eigum viö hægar meö aö veita viöskiptavinum okkar enn betri þjónustu. Veriö velkomin í Lágmúla 5. ÁBYRGDP TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Umboðsfélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.