Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 17 tryggingar. Innlendar eru í því fólgnar að félögin endurtryggja hvert fyrir annað. Akveðin hluta tekur tryggingafyrirtækið sjálft en afganginum dreift á önnur félög. Starfræksla trygginga- félagsins Islensk endurtrygging er liður í þessu samstarfi. Erlendi endurtryggingaþátturinn er í því fólginn að íslensk tryggingafélög eru þátttakendur í tryggingahlut- um sem boðnir eru út á alþjóð- legum tryggingamörkuðum. Þá bjóða þau einnig út íslenska tryggingahluta á þessum mörkuðum eins og t.d. flugvéla- og skipatryggingar. Helztu vandamálin í rekstri tryggingafélaga eins og svo margra annarra fyrirtækja eru þau að verðákvarðanir eru teknar einu sinni á ári m.v. árið á undan en hins vegar verður að greiða allar skuldbindingar mun seinna, sagði Ólafur B. Thors fram- kvæmdastjóri að lokum. ég að þeir geti tekið að sér meira af beinum endurskoðunarverkefn- um en nú er og það tel ég vera æskilega þróun, sagði Olafur. Einnig'má benda á það, að veruleg fjölgun varð í greininni á síðasta ári en þá gengu um 20 nýir endurskoðendur í félagið. Ljóst er þó að vinnuálagið á þessa stétt er mjög mikið á vissum árstímum og væri æskilegt að því yrði dreift jafnar yfir árið t.d. með því að hafa annað reikningsár hjá fyrir- tækjum en almanaksárið. Ólafur Nilsson endurskoðandi. Hvert er markmiðið með endurskoðun? Með endurskoðun er stefnt að þvi að auka traust millj viðskipta- aðila í þjóðfélaginu. Þegar löggilt- ur endurskoðandi hefur endur- skoðað ársreikning félags gefur hann yfirlýsingu um endurskoðun- ina og lætur í ljós álit á árs- reikningunum. Þeir hagsmuna- aðilar, sem nota slíkan ársreikning og þurfa að byggja á honum ákvörðunartöku, svo sem hluthaf- ar, lánastofnanir o.fl. eiga að geta treyst því að endurskoðunin hafi verið framkvæmd af óháðum kunnáttumanni eftir þeim aðferðum sem viðurkenndar eru af sérhæfðu fólki á þessu sviði á hverjum tíma og að ársreikningur- inn sé gerður samkvæmt viður- kenndum reikningsskilavenjum. Hver er ábyrgð endurskoðandans? Ábyrgð endurskoðandans getur vissulega verið mikil. Hún felst í þeirri yfirlýsingu sem hann hefur gefið um endurskoðunina og ég gat um áður. Ef t.d. kæmi í ljós að ársreikningur felags, sem löggiltur endurskoðandi hefur endurskoðað og látið í ljós það álit að hann gefi glögga mynd af rekstri félags á rekstrarárinu og efnahag þess í árslok, er í veigamiklum atriðum villandi og e.t.v. rangur, gæti endurskoðandi orðið ábyrgur. Það yrði væntanlega metið eftir því hvort endurskoðandinn hefur fylgt viðurkenndum endurskoðunar- aðferðum sem sérhæfur óháður kunnáttumaður eða ekki. Það er rétt að gera skýran greinarmun á reikningsskilavenj- um sem endurskoðuð hafa verið og árituð sem slík af löggiltum endurskoðanda og reiknings- skilum, sem samin eru af löggilt- um endurskoðanda án endur- skoðunar. Þessi munur á að koma skýrt fram í áritun endurskoðand- ans, en við gerð síðarnefndu reikningsskilanna hefur endur- skoðandi ekki gert þær kannanir, sem hann verður að gera á hinum ýmsu þáttum endurskoðaðra reikningsskila, og hann lætur því ekki í ljós álit á réttmæti hinna óendurskoðuðu reikningsskila. Er ekki nauðsynlegt að fja.Ha um ársreikninga fyrir- tækja á mun frjálslegri hátt en þekkst hefur hingað til? Ég er þeirrar skoðunar að fyrirtæki þurfi að tileinka sér opnari og frjálslegri starfshætti þannig að fleiri fyrirtæki en nú er legðu fram ársreikninga sína opinberlega með þeim skýringum og upplýsingum sem almennt eru nú gerðar kröfur til. Slík opinber- un ársreikninga fyrirtækja getur dregið úr tortryggni milli almennings og atvinnurekenda, sagði Ólafur Nilsson að lokum. 6 til 9 manns haf a verið ráðn- ir hjá KRON síðan starfs- f ólki Liverpool var sagt upp — en flestir í stjórnunarstörf að sögn kaupfélagsstjóra Sex til níu starfsmenn hafa verið fastráðnir hjá KRON (Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis) síðan starfsfólki verslunarinnar Liverpool var sagt upp, að því er Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Ingólfur að hér væri fyrst og fremst um að ræða starfsfólk í ýmsar stjórnunarstöður hjá fyrirtækinu. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgi óskaði Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri eftir því að fá sendar skriflegar spurningar ef Morgunblaðið hefði áhuga á að afla frekari upplýsinga um uppsagnirnar hjá Livcrpool. Á þriðjudagsmorguninn voru honum því sendar eftirfarandi spurningar sem Ingólfur kaus að svara símleiðis í gærdagi 1. ,,Hve langur var uppsagnarfrestur sá er starfsfólki verslunarinnar Liverpool var gefinn? 2. Var í uppsagnarbréfi til starfsfólksins rætt um endurráðningu? 3. Var ekki möguleiki á að finna önnur störf fyrir viðkomandi starfsmenn eftir að versluninni Liverpool var lokað. til dæmis í Dómus eða hinni nýju stórverslun í Kópavogi? 4. Telur KRON sig ekki hafa neinum skyldum að gegna gagnvart umræddu starfsfólki, sem sumt hefur unnið hjá fyrirtækinu í allt að 20 ár? 5. Hversu margir starfsmenn eru nú fastráðnir hjá KRON? 6. Hafa eihhverjir starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækisins síðast liðna þrjá mánuði. ef svo er, þá hve margir og til hvaða starfa?“ Varðandi fyrstu spurninguna sagði Ingólfur, að fastráðið starfs- fólk í Verslunarmannafélaginu hefði 3ja mánaða uppsagnarfrest, og gilti það því um fastráðna starfsmenn í Liverpool, þeim hefði verið sagt upp störfum með þeim fyrir vara. Sagði Ingólfur að auk þess hefði eitthvað af starfsfólk- inu ekki verið fastráðið og hefði það haft viku uppsagnarfrest. Sagði hann að fólk yrði fastráðið ef það ynni í 3 mánuði eða lengur og væri ekki sagt upp. Þriggja mánaða reglan hefði því átt við um það starfsfólk Liverpool sem blaðaskrif hafa orðið um, 8 eða 9 i manns. Varðandi aðra spurninguna sagði Ingólfur, að í uppsagnarbréf- inu hefði verið sagt að „endurráðn- ing í annað starf kemur ef til vill til greina," orðrétt. Sem svar við þriðju spurning- unni sagði Ingólfur, að það gerðist ár hvert eftir áramót, væri samdráttur í starfseminni og hefði það að þessu sinni einnig orðið í Dómus, þar sem hefði verið sagt upp einhverju af fólki. Þetta ástand hafi að sjálfsögðu gert það erfiðara að koma fólkinu úr Liverpool fyrir. Eins og á hafi staðið um áramótin hafi ekki verið pláss fyrir það annars staðar þar sem þá hafi verið fullráðið í önnur störf. í hina nýju verslun í Kópavogi sagði Ingólfur að ráðið hefði verið seinni partinn í nóvem- ber, en þar hafi þurft að segja fólki upp strax eftir jól. Spurningin um skyldur KRON við starfsfólk sitt sagði Ingólfur, að væri ekki lagaleg. KRON hefði ekki lagalegum skyldum við starfsfólk Liverpool að gegna. Hins vegar væri unnið þannig hjá fyrirtækinu að reynt væri eftir því sem tök væru á að koma starfs- fólki þeirra verslana sem lagðar hafa verið niður, fyrir annars staðar. Það ætti ekki bara við um fólk sem unnið hefur í 20 ár, heldur alla ef vel líkaði við það á annað borð. Hins vegar hefði sú staða ekki komið upp áður að svona stór verslun væri lögð niður. Verslanir með 2 til 4 starfsmönn- um hefðu verið lagðar niður, en það hefði aldrei valdið neinum Verslunin Liverpool á Laugavegi þar sem KRON rak verslun fram til áramóta. Ljósmi RAX. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 20. janúar 1979 Kaup- Innlausnarverö Yfir pr. kr. 100.-: gengi m.v. 1 árs gangi tímabil frá: 1968 1. flokkur 2.887.88 25/1 '79 2.855,21 1,1% 1968 2. flokkur 2.716.55 25/2 '79 2.700.42 0,6% 1969 1. flokkur 2.020.89 20/2 ‘79 2.006.26 0,7% 1970 1. flokkur 1.855.97 15/9 ‘78 1.509.83 21,0% 1970 2. flokkur 1.345.82 5/2 '79 1.331.38 1,1% 1971 1. flokkur 1.263.22 15/9 '78 1.032.28 22,4% 1972 1. flokkur 1.100.99 25/1 '79 1.087.25 1,3% 1972 2. flokkur 942.31 15/9 ‘78 770.03 22.4% 1973 1. flokkur A 716.01 15/9 '78 586.70 22,0% 1973 2. flokkur 659.80 25/1 '79 650.72 1,4% 1974 1. flokkur 458.33 1975 1. flokkur 374.72 1975 2. flokkur 285.97 1976 1. flokkur 285.97 1976 1. flokkur 271.24 1976 2. flokkur 219.83 1977 1. flokkur 204.17 1977 2. flokkur 171.02 1978 1. flokkur 139.38 1978 2. flokkur 110.01 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðað er viö auðseljanlega fasteign. HLUTABREF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. Sölutilboö óskast I niöursuöuiönaöi Sölutilboö óskast Flugleiðir h/f Kauptilboö óskast ftánNmncARréM íiumm hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (lönaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16 vandræðum, enda hefði KRON þá yfirleitt ráðið því hvenær þeim yrði lokað. Allt öðru máli hefði gegnt ef þetta hefði átt sér stað fyrri hluta sumars þegar sumarfrí væru framundan. Því væri ekki unnt að svara þessari spurningu um skyldur atvinnurekenda með jái eða neii, en hann teldi hins vegar að atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera það öflugur að hann gæti hjálpað þessu fólki. Það væri aðeins um KRON að ræða, minna mætti á fleiri aðila eins og til dæmis FÖT h.f. þar sem fyrirtæk- ið var lagt niður. Þá sagði Ingólfur sem svar við 5. spurningunni að líklega væru nú á milli 130 og 140 manns starfandi hjá verslunum KRON. Þá væri einnig töluvert af fólki utan verslunarstarfa. Svarið við 6. og síðustu spurn- ingunni sagði Ingólfur að væri milli 6 og 9 manns, meiri hluti þeirra ráðinn til einhvers konar stjórnunarstarfa. Þar kæmi stór- markaðurinn meðal annars inn í. Að lokum sagði Ingólfur að hann vildi ekki ræða starfsmanna- mál við fjölmiðla mikið, en hann kvaðst halda að starfsstúlkur Liverpool hefðu ekki æskt eftir störfum í matvöruverslunum, þær hefðu í huga störf í Dómus eða í væntanlegum deildum í stórmark- aðnum, þar sem verslað væri með hliðstæðar vörur og seldar voru í Liverpool. I hliðstæðum deildum við Liverpool vinna nú aðeins um 5 manns, og sýni það best hve möguleikarnir séu litlir, án þess að hann vildi gera hlut KRON í þessu máli neitt meiri þess vegna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.