Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 27 Matthías Bjarnason við lokaumræður á Alþingi um fjárlagafrumvarpið: Lítilsvirðing við Alþingi að afgreiða fjárlög án fyrir- liggjandi lánsfjáráætlunar til, að hún yrði 152 stig. Ekki hefði. verið tekið fram að þetta væru varatillaga og sjálfstæðismenn ættu að láta sér nægja að flytja eina tillögu um hvert mál. Matthías Á. Mathiesen (S) fékk tillögu Ellerts Schram hjá forseta og las hana upp, en þar kom fram, að um varatillögu væri að ræða, sem einungis kæmi til atkvæða, ef áður yrði búið að fella það, að skattgjaldsvísitalan yrði 152 stig. Matthías Á. Mathiesen gerði fjárlagaafgreiðsluna í heild síðan að umræðuefni, eins og áður hefur verið rakið í Morgunblaðinu. Hann lagði áherzlu á, að hlutdeild ríkissjóðs í þjóðarframleiðslunni mundi aukast samkvæmt frum- varpinu frá því að vera 27—28% 1976 og 1977 í að vera 30-31% 1979. Með sama hætti myndu skatttekjuhlutfallið ekki verða 27%, eins og 1977, heldur 31—32%. — Með þessu er enn frekar verið að seilast til aukinna ríkisafskipta á öllum sviðum þjóðlífsins, sagði þingmaðurinn. Og þar með er dregið úr frjálsræði fólks til ákvarðanatöku um eigin hag og allt eftirlit og stjórnun fjármála gert erfiðara. Annað veigamikið atriði er, að það mun ekki draga úr verðbólg- unni, þar sem ljóst er, að sá greiðsluafgangur, sem er sagður munu verða, er ekki raunhæfur og því ljóst, að ríkissjóður stefnir i frekari skuldasöfnun við Seðla- bankann á næsta ári í stað þess að greiða umsamdar afborganir 1978 og 1979, en það þýðir auknar erlendar skuldir og áframhaldandi verðbólgu og hvað segir Alþýðu- flokkurinn um það? spurði þing- maðurinn. Vilmundur Gylfason (A) sagði, að hann og flokksbræður hans hefðu gengið fram fyrir skjöldu með því að draga siðferðileg rök og ályktanir af verðbólguástandinu, en vandinn væri sá, að Alþýðu- flokkurinn yrði að taka þátt í samsteyoustjórfi, sem hefði valdið sér og sinni kynslóð óendanlegum vonbrigðum. Tómas Árnason fjármálaráðherra tók síðastur til máls og sagði, að fjárlagafrum- varpið væri samið með það fyrir augum að það yrði hagstjórnar- tæki í baráttunni við verðbólguna, sem einkenndist af eftirfarandi: 1. Tekjuafgangur yrði rúmir 6 milljarðar. 2. Fyrstu 16 mánuði stjórnartím- ans yrði rekstur ríkissjóðs halla- laus. 3. 1979 verður 24,4 milljörðum króna varið til að greiða niður verð á brýnustu nauðsynjavörum. 4. Mikilla tekna verður aflað með beinum sköttum. 5. Dregið er úr opinberum fram- kvæmdum. Kjartan Ólafsson (Abl) mælti fyrir tillögu sem hann flutti ásamt tveim þingmönnum Alþýðubanda- lagsins þess efnis, að niður félli tillag til Atlantahafsbandalagsins og greiðslur til þingmannasam- bands NATO. Þá gerði hann tillögur þingmanna Alþýðuflokks- ins að umtalsefni og sagði, að það væri eftirtektarvert, að þegar þeir vildu styðja íslenzkan iðnað, legðu þeir til, að fjármunirnir væru teknir frá bændastéttinni með því að skerða útflutningsbætur. Pálmi Jónsson (S) mælti fyrir breytingartillögu sinni þess efnis, að gjaldfærður stofnkostnaður bændaskólans á Hólum yrði hækk- aður. I því sambandi sagði hann m.a. að útihús á Hólum væru hvergi nærri í því ástandi að nálgaðist að vera með nútímasniði og kæmu afleiðingarnar í ljós í starfsemi skólans. Stjórnskipuð nefnd hefði skilað áliti um upp- byggingu Hóla í áföngum snemma á árinu, og ef það væri svar Alþingis að lækka gjaldfærðan stofnkostnað um 250 þús. kr., er það að mínum dómi vont svar sagði þingmaður, enda væri kröf- um í hóf stillt. Alþingismaðurinn gerði síðan afgreiðslu fjárlaganna í heild að umræðuefni og sagði m.a. ámælis- vert í fyllsta máta, að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í sambandi við lánsfjárfnagnaðar framkvæmdir skyldu ekki kynntar jafnhliða fjárlagafrumvarpinu. Þess vegna væri ekki hægt að gera sér grein fyrir sumum þáttum ríkisbúskap- arins og framkvæmda á vegum ríkisins. Svava Jakobsdóttir (Abl) gerði grein fyrir tillögu menntamála- nefndar þess efnis, að sömu listamenn hlytu heiðurslaun og áður. Ellert B. Schram (S) sagði að tvennt einkenndi einkum fjárlag- afgreiðsluna. Annars vegar áköf leit ríkisstjórnarinnar að nýjum sköttum, sem hefði endað með því að yfir þjóðina hefðu dunið skattahækkanir um 14—15 millj- arða króna. Hitt væri þáttur Alþýðuflokks- ins í fjárlagaafgreiðslunni, sem væri ákaflega forvitnilegur fyrir alla þá, sem vildu kynna sér neðanjarðarstarfsemi í stjórnmál- um. Til stóð að stöðva 2. untræðu fjárlaga, sagði þingmaðurinn. En henni var allra náðarsamlegast hleypt í gegn af því að hún var túlkuð sem tæknileg umræða. Til stóð að stöðva 3. umræðu og þar með fjárlögin sjálf, en Alþýðu- flokkurinn rann á rassinn með þær fyrirætlanir, sem þingmaður- inn kvaö hafa verið gert með þeim hætti að formaður Alþýðuflokks- ins hefði kveðið sér hljóðs utan dagskrár til að flytja þingheimi þann boðskap. Kjartan Pálmi Svava Ellert B. Schram (S) sagði, að þingheimur hefði orðið vitni að í kvöld flyttu þingmenn Alþýðu- flokksins svo breytingartillögur um fjárlögin og þar væri rúsínan í pylsuendanum að skattvísitalan skyldi miðuð við 151 stig, sem gengi í berhögg við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar og það sam- komulag sem gert hefði verið. Miðað við fyrri vinnubrögð þing- manna Alþýðuflokksins væri sennilegast að þeir rynnu á rassinn með þessa tillögugerð og drægju hana til baka til þess að hún kæmi ekki til atkvæða. Matthías Bjarnason (S) sagðist .líta svo á, að það sýndi lítilsvirð- Ellert B. ingu á störfum Alþingis að ætlast til þess að afgriða fjárlög án þess að lánsfjáráætlun lægi fyrir, en það væri algjört lágmark að skýra frá því, hvernig málin stæðu í ríkisstjórninni. Þingmaðurinn vék sérstaklega að þeirri tillögu meirihluta fjár- veitinganefndar að skera skulda^ greiðslu til Vátryggingasjóðs fiski- skipa niður um helming. Hér hefði verið um umsamdar greiðslur að ræða. Þetta væru því brigðmæli, sem ósæmandi væri fyrir ríkis- stjórn, ráðuneyti eða alþingi að standa að. Þá ræddi þingmaðurinn um helmings niðurskurð á verðupp- bótum á línufiski. Hlutfall ríkis- sjóðs á þessum verðuppbótum hefðu farið minnkandi á undan- förnum mörgum árum, þótt hann sem sjávarútvegsráðherra hefði beitt sér fyrir hinu gagnstæða. Með niðurskurðinum nú hefði framlag ríkissjóðs sáralítið að segja. Þingmaðurinn minnti síðan á, að fiskverðið í haust hefði aðeins hækkað um 5% á sama tíma og beitukostnaður eða kol- krabbinn hefði hækkað um 100% frá árinu á undan. Þannig hefði verið gengið á rétt línuútgerðar- innar á undanförnum mánuðum, þannig að verið væri að eyðileggja hana og lækka tekjur þeirra sjómanna, sem hefði haft lægstar tekjur fyrir. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) gerði Lánasjóð ísl. námsmanna að enn einni- uppákomu hjá Alýðu- flokknum: Enn einu sinni hefur Alþýðuflokkurinn haft uppi stór orð, sagði hann, og runnið á rassinn nær samstundis. Þetta er orðiö ekki aðeins daglegur við- burður, heldur atburður sem skeður bæði kvölds og morgna og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Þingmaðurinn sagði síðan, að alls ekki væri ljóst hvort tillögur Alþýðuflokksins hefðu stuðning og tók eina þeirra upp og gerði að sinni. Friðrik Sophusson (S) gerði tillögur Alþýðuflokksins að um- talsefni. Benti hann á, að laun milli áranna 1977 og 1978 hefðu hækkað um 52%, en Álþýðuflokks- menn hefðu samt ekki treyst sér til að hækka skattgjaldsvísitöluna nema um 51%. Að þeirra mati væru 500 millj. kr. teknar af skattborgurunum umfram það, sem gefið hefði verið fyrirheit um í efnahagsráðstöfununum 1. desem- ber. Þeir hefðu dregið tillögu sína itil baka, en Ellert B. Schram tekið hana upp. — Hver verða viðbrögð Alþýðuflokksins? spurði þing- maðurinn. Ætlar hann enn einu sinni að láta aka yfir sig og það margoft á sama deginum eða ætlar hann að standa með þeim sem hafa tekið upp þessa tillögu og gert hana að sinni? Ég veit að eftir þessum viðbrögðum bíða margir og ég er einn þeirra. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði, að það hefði strax verið ljóst, að Alþýðufloksmenn hefðu ætlazt til þess að ákveðnar breyt- ingar yrðu gerðar á fjárlagafrum- varpinu, annars vegar á beinum Ölafur Ragnar Sighvatur Matthías kallað mannasiðir, þegar aðrir ættu í hlut. Vera má að þetta sé sá lífsmáti, sem við hin þurfum að sætta okkur við, að það gildi önnur umgengnislögmál, sagði þingmað- urinn. Árni Gunnarsson (A) sagði að fulltrúar Alþýðuflokksins hefðu lagt tillögur þingmanna hans fram á fundum samstarfsflokkanna í fjárveitinganefnd. Fulltrúar sam- starfsflokkanna hefðu talið ýmsar af tillögunum þess eðlis, að um þær ætti að geta náðst samkomu- lag. Samt sem áður gætu þeir ekki á þær fallizt, heldur hefði verið farið fram á, að tillögurnar yrðu dregnar til baka og á það hefðu þingmenn Aiþýðuflokksins fallizt. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði, að siöaðra manna þjóðfélag byggðist á því að menn gætu treyst hver öðrum, að samkomulag standi og gildi og að það, sem menn hefðu handsalað að morgni stæði til kvölds. sköttum, hins vegar á stefnunni í landbúnaðarmálum. En þessu réðu þeir ekki einir og það hefði verið gert samkomulag. Alþýðuflokks- menn byndu vonir við frumvarp landbúnaðarráðherra um stefnu- breytingu í landbúnaðarmálum, en vinnubrögð sjálfstæðismanna lýstu sér bezt í því, að Ellert B. Schram hefði tekið upp tillögu Alþýðuflokksins um skattgjalds- vísitölu 151 eftir að hafa áöur lagt umræðuefni og minnti á, að markmið nýrra laga um hann 1976 hefði verið þríþætt: í fyrsta lagi að auka aðhald um lánveitingar og innheimtur, að leggja drög að nokkurri eigin fjármunamyndun, því að með því eina móti er kannski í raun og veru hægt að UVKKja starfsemi hans, þegar fram í sækir, og svo í þriðja lagi að tryggja það að afgreiðslur og útborganir lánanna gætu farið fram á réttum fyrirfram ákveðn- um tíma. Og þetta hefur tekizt. Vilmundur Gylfason (A) gerði breytingartillögur þingmanna Al- þýðuflokksins að umræðuefni og sagði eðlilegt, að einstakir stjórn- málaflokkar gerðu grein fyrir sérstöðu sinni með þeim hætti. Hins vegar væri það svo, að kommúnistar kæmust upp með ýmislegt, sem öðru fólki væri ekki Jiðið. Þeir flyttu tillögur og hefðu uppi málflutning, sem ekki væri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.