Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 28

Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 Frakki með því einkennilega nafni Hippolyte Mege-Mouries var sá, sem fann upp smjörlíkið. Það var í samkeppni, sem Napóleon keisari 3. efndi til 1869. Margir þátttakendur og uppfinningamenn skráðu sig til keppninnar, en verk þeirra var að finna ódýrt og bragðgott efni, sem gæti komið í stað smjörs. Smjörlíki nútímans er enn framelitt eftir sömu reglum og þeim, sem herra Mege-Mouries fann. Og fslenzka orðið smjör-líki er sérlega vel valið og segir okkur verlega, hvaða innihald pakkinn hefur, sem þessi áletrun er prentuð á. M /f S-IS Eftir Bjarna H. Og ítuttu $e\ma meðam Rikrlci 09 Jicgi fára i*n bcní' fkgr/él ina Þáttur foreldra: Feimnibama I Allir fullorðnir kann- ast við orðið FEIMNI. Flestir eða allir hafa reynt hana sjálfir, en skilja þó aðra misjafn- lega vel, sem standa í sömu sporum. Foreldrar, fóstrur, kennarar, forfáðamenn, o.fl. taka fljótt eftir feimni hjá börnum og birtum við á Barna- og fjölskyldusíðunni bækl- ing þann, sem Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur hefur gefið út um feimni barna. Verður hann birt- ur í tveimur þáttum. Feimni af ýmsu tæi Næstum öll börn sýna á einhverju skeiði merki um feimni. 7—9 mánaða gamalt reifabarn, sem er smám saman að tengjast meðlimum fjölskyld- örugga skjóli virða þau hinn ókunnuga fyrir sér og bíða átekta þar til þau eru búin að fullvissa sig um að öllu sé óhætt, þá bráðnar ísinn venjulega og losnar um málbeinið. Þau sýna þá ekki lengur nein merki um feimni. Þetta er fullkomlega eðlilegt, og það ætti ekki að hafa orð á því að reyna að breyta hegðun barnsins. Feimni getur hins vegar orðið varanlegt vandamál, ef farið er að vekja athygli barnsins á henni. Foröast ber — að fárast yfir því, svo börnin heyri, eða biðjast afsök- unar á, að þau séu svo feimin; — að tala um eða reyna að sýna einhvern sérstakan eigin- leika eða hæfileika barnanna, t.d. biðja þau að syngja, þegar auðfundið er að þau vilja það ekki; — að hlæja að börnunum eða stríða þeim vegna feimni þeirra; — að þvinga börnin til að heilsa eða ávíta þau, ef þau vilja ekki gera það; unnar sterkum tilfinningabönd- um, fer kannski að hrína, þegar einhver ókunnugur nálgast. Þar er þó fremur um að ræða ótta en feimni í eiginlegri merkingu, og þessi viðbrögð hverfa venjulega eftir nokkrar vikur. Forðast ber þó að koma allt of snöggt að ungbarni, og ekki ætti heldur að taka barnið upp, ef sjá má að slíkt gerir það skelkað. Hlédræg og varkár börn Við gerum okkur gjarnan í hugarlund, að börn séu opinská og komi fil móts við annað fólk með sólskinsbrosi, og margir foreldrar verða vandræðalegir og áhyggjufullir, ef barnið þeirra er ekki eins frjálsmann- legt í framkomu og þeir mundu kjósa. En mörg börn eru í eðli sinu hlédræg og þurfa tíma til að kynnast ókunnugum. Þau vilja oft sitja í kjöltu mömmu eða pabba, ef einhver gestur kemur í heimsókn, eða þegar komið er til annarra. Úr þessu — að bera þau saman við systkin þeirra eða önnur börn; — að reyna aö fá þau til að leika sér ein við önnur börn eða sleppa þeim út einum, áður en þau eru orðin 4—5 ára. í stað þess ætti aö — láta þau fá tækifæri til þess að hitta annað fólk; — bíða þar til þau hafa sjálf frumkvæði um að koma á samskiptum; — venja þau við að vera stutta stund í senn skilin eftir hjá einhverjum, sem þau þekkja vel; — veita þeim færi á að leika sér við önnur börn í nærveru einhvers fullórðins; — leyfa þeim, með tíð og tíma, að vera með í skipulögðum barnahóp t.d. leikskóla, og venja þau með gætni við að vera þar án mömmu; — veita þeim uppörvun og sýna þeim, að við metum þau og okkur þyki vænt um þau rétt eins og þau eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.