Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
37
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
0100KL. 10— 11
FRÁ MANUDEGI
einnig góökunningi nafna minna,
þeirra Péturs heildsala og Péturs
er kenndur var við Alafoss.
Haukur gerði sér ljóst að nafna-
sameign okkar gat valdið ýmsum
misskilningi og vandræðum. Hann
spurði því: „Ertu ekki alltaf að fá
bréf sem Pétur í Glerinu og Pétur í
Álafoss á að fá og þeir að fá bréf
sem þú átt að fá?“ Jú, það hendir
stundum, sagði ég. En við komum
þeim þá í réttar hendur. Við þessu
átti Haukur aðeins eitt svar: „Þið
eruð orðnir alltof margir.“ Stund-
um hvarflar að mér að hann hafi
haft á réttu að standa, en auðvelt
ætti að vera að auðkenna greinar
sínar með starfsheiti, heimilis-
fangi eða nafnnúmeri.
Pétur Pétursson þulur.“
• Töframenn svert-
ingja og himin-
geimurinn
„Nú er mikið um svertingja-
boðskap í fjölmiðlum, og sízt ætla
ég að reyna neitt til að draga úr
krafti þeirrar öldu, heldur einmitt
að bæta við nokkru, sem mér
finnst bera vott um sniíld og ágæti
sumra svertingja.
Tveir franskir mannfræðingar,
Griaule og Dieterlen, rannsökuðu
ýmsar Súdanættkvíslir á árunum
1946—1950 og komust þá eftir því,
í sambandi við tímatal varðandi
trúarhátíðir haldnar á sextíu ára
fresti, að töframennirnir bjuggu
yfir furðulegri vitneskju um sól-
hverfi Síríusar. Siríus er bjartasta
fastastjarnan, og ber sérstaklega
mikið á henni þar sem hún rís hátt
á himni þarna suðurfrá, og hefði
því vel mátt búast við að hún nyti
sérstakrar virðingar. En þegar
töframennirnir voru spurðir um
þetta kom í ljós, að það var ekki
Síríus sem þeir dýrkuðu mest,
heldur „ósýnilega stjarnan við hlið
hennar." Kölluðu þeir hana „pó
tóló,“ töldu hana vera eina hina
minnstu stjörnu, saman standa af
málminum „sagála" og vera svo
þunga, að „allar jarðneskar verur
geta ekki lyft henni.“ Sögðu
töframenn þetta vera gamla vitn-
eskju sem gengið hefði að erfðum í
marga ættliði með tímatalinu. —
En nú vita vísindin að Síríus B,
sem ekkert jarðneskt auga sá fyrr
en á síðari hluta 19. aldar, (og þá í
beztu stjörnuspám) er „hvítur
dvergur," afarlítil stjarna, samsett
af efni í því furðulega ástandi sem
er tíuþúsund sinnum þyngra í sér
en jarðnesk efni, og að þessi litla
stjarna gengur kringum bjarta
Síríus á 50 árum.
Hvernig gátu svertingjar vitað
þetta? Og hvernig gat K.O.
Sehmidt, hinn þýzki sjáandi, séð
þetta og margt annað árið 1915,
áður en flest af því var orðið að
almennri þekkingu. Ég held að
svarið hljóti að vera í aðalatriðum
hið sama í báðum dæmum, enda
þótt munur sé mikill á gerð og
framkomu frásagnanna.“
Þeir sem þessu hafa náð fram í
dagsljósið eiga þakkir skilið.
Þorsteinn Guðjónsson.“
Við verðum í Sjónvarpinu
í kvöld og næstu kvöld.
Júllí og Snúlli
• Hlægileg
skrif
„Hlægileg eru þau skrif sem
birtast á íþróttasíðu Mbl. á
þriðjudaginn, held ég það hafi
verið. — Islands óvinurinn sænski
er þar tekinn til bæna efst á síðu.
Undir lokin á þessari grein, sem er
meira og minna full af sálarflækj-
um höfundar, sem lýsir sér í
allsherjar minnimáttarkennd,
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að mannkertið sé hreint and-
styggilegur vegna þess að hann sé
svo óhemju ríkur! — Ríkidæmi
hans skýri fúlmennsku hans í garð
hinna góðu, elskulegu og hjarta-
hreinu ísl. handknattleiksmanna.
Sportmaður"
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á heimsmeistaramóti unglinga-
sveita í Mexíkó í sumar kom þessi
staða upp í skák þeirra Taulbuts,
Englandi, sem hafði hvítt og átti
leik, og sovézka stórmeistarans
Mikhailchisins.
21. IIxeG!! (Vinnur þvingað) fxe6,
22. Dc3 - e5, 23. Dc4+ - Kh8, 24.
Df7 - Hg8, 25. Rf6! - Bxf6, 26.
Hxd7 - Dxd7, 27. Dxd7 og
svartur gafst upp. Englendingar
sigruðu á mótinu, hlutu 26'A v. í
úrslitunum af 36 mögulegum.
Sveit Sovétríkjanna kom næst með
25 V'i v. I innbyrðis viðureign
sveitanna sigruðu Englendingar
3-1.
• Rætur á
sunnudaga?
„Kæri Velvakandi.
Ég vil beina þeirri spurningu
minni til forráðamanna sjónvarps-
ins hvort til standi að færa þáttinn
„Rætur“ yfir á sunnudagskvöld er
þættirnir um Kládíus taka enda.
Þar sem fjöldi landsmanna er
vaktavinnufólk og yfirvinnufólk
hefur það ekki tök á að sjá þennan
geysivinsæla þátt.
Gústa.“
VELVAKANDI hafði samband við
sjónvarpið en fékk þær upplýsing-
ar að mál þetta væri nú til
athugunar en of snemmt væri að
segja nokkuð um þetta mál að svo
stöddu.
HÖGNI HREKKVÍSI
'Hffw v/uifm -ffff ffffjtfrrtáMiÐmn Þmrt''
Matsölustaðir
Félagsheimili
Hótel o.fl.
Dunicel er mjúkt
dúkaefni á rúllum
meö tauáferö.
125 cm breitt,
40 m á rúllu,
10 fallegir litir.
Lækkiö rekstrar-
kostnaöinn og
notiö Dunicel.
STANDBERG
Sogaveg 108,
H/F símar 35240 - 35242.
óskar eftir
blaðburðarfólki
"St
Lítið barn hef ur lítið sjónsvið