Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 39 Knattspyrnumönnum ÍA boð- ið í keppnisferð til Indónesíu Knattspyrnudeild Iþróttabandalag Akra- ness hefur borist óvenju- legt tilboð frá knatt- gpyrnusambandi Indónesíu, en það er í því fólgið, að bikarmeisturum ÍA er boðið til Indónesíu, þar sem liðið mun taka þátt í 12 liða móti nærri Djakarta. Er talið víst, að Skagamenn hafi þekkst þetta boð, en farið verður síðla í apríl. Þetta mun vera 3 vikna ferð hjá Skagamönnum, en liðin sem þátt taka í keppninni eru flest eða öll frá Indónesíu, eða nær- liggjandi löndum, Burma, Japan o.fl. Eitt af því sem gerir boð þetta sérlega aðlaðandi er að knattspyrnusamband Indónesíu mun greiða allan kostnað við ferðir og uppihald rúmlega 20 manna hóps frá Akranesi. Eftir því sem Mbl. hefur komist næst, mun ekki standa á neinum af knatt- spyrnumönnum ÍA um að fá sig lausan úr vinnu til fararinnar. Auk þessa mun hafa komið til tals að leika einn eða tvo leiki við millilendingar í Kuala Lumpur. Hinn nýi hollenski þjálfari ÍA, Jo Jansen, mun stýra liði Skaga- manna í keppni þessari, verður þetta því frumraun hans með Skagaliðið og gaman að sjá hvernig honum tekst upp með mikið breytt lið í A. — SS/ gg. ! ! Þór lék vel en tapaði KR LAGÐI bór að velli í íþrótta- skemmunni á Akureyri í úrvals- deildarleik, í körfubolta í gær- kvöldi. Lokatölurnar urðu 95—82, cftir að KR hafði haft yfir 46—43 í hálfleik. Þetta var með betri leikjum Þórsara á vetrinum, en dugði þó ekki til sigurs, m.a. vegna slakra inná skiptinga. T.d. þótti furðulegt þegar Jóni Indriðasyni var kippt útaf í síðari hálfleik, en hafði sýnt mjög góðan leik fram að því. Þá tók liðiö sér aidrei hlé allan síðari hálfleik og vakti það einnig athygli. í lið KR vantaði nokkra fasta leikmenn, svo sem Bjarna Jóhannesson. Kolbein Pálsson og Kristin Stefánsson. Lengst af í fyrri hálfleik var leikurinn mjög jafn, þannig var staðan jöfn 35—35, þegar 5 mín- útur voru til leikhlés. I síðari hálfleik hélt KR síðan þetta 4—5 stiga forystu þar til um 5 mínútur voru til leiksloka, en þá sigu þeir lengra fram úr. Jón Indriðason var mjög góður í liði Þórs og Mark Qmstiansen sömuleiðis, einkum í fyrri hálfleik. Hjá KR var Jón Sigurðsson í sérflokki. Hudson var einnig góður, en skoraði minna en hans er venja. Stig Þórs: Jón Indriðason 27, Mark Christiansen 23, Eiríkur Sig. 19, Birgir Rafnsson 6, Karl Ólafs- son 3, Þröstur Guðjónsson og Ágúst Pálsson 2 hvor. Stig KR: Jón Sig. 28, John Hudson, Eiríkur Jóhannesson og • Jón Sigurðsson var að vanda í sérflokki. Einar Bollason 16 hver, Garðar Jóhannsson 14 og Gunnar Páll Jóakimsson 5. Sigb./— gg. ÍS: Albert Guðmundsson 2, Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Gísli Gíslason 2, Gunnar Halldórsson 1, Ingi Stefánsson 2, Jón Héóinsson 3, Jón Oddsson 1, Steinn Sveinsson 2. ÍR: Erlendur Markússon 1, Guömundur Guömundsson 1, Jón Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 1, Kristinn Jörundsson 3, Kristjón Sigurðsson 1, Stefón Kristjánsson 2. ÞÓR: Jón Indriöason 3, Eiríkur Sigurösson 2, Birgir Rafnsson 1, Karl Ólafsson 1, Þröstur Guölaugsson 2, Ágúst Pálsson 1 og Ellert Finnbogason 1. KR: Jón Sigurðsson 3, Eiríkur Jóh. 2, Einar Bollason 2, Garðar Jóh. 2, Gunnar Páll Jóakimsson 1. HSÍ grynnkar á skuldunum HIÐ langþráða ársþing HSÍ hófst í gærkvöldi og og mun það standa fram eftir helgi. í gærkvöldi var einkum farið yfir skýrslur og reikninga. Nokkur blaðaskrif urðu á síð- asta ári um þann rosalega skulda- bagga sem HSÍ var farið að draga með sér. Var um tíma áætlað að skuldirnar næmu allt að 15—20 milljón króna. í ársskýrslu HSÍ, sem stóð öllum opin á þinginu í gær, mátti hins vegar sjá í rekstrarreikningi sambandsins, að skuldirnar næmu nú aðeins 3.143.722 krónum. Má af þessu sjá, að stjórn HSÍ hefur unnið ötullega að því á síðustu mánuðum, með góðum árangri, skuldakófinu. að draga úr -gg- Þór fær liðsauka ÞÓRSARAR á Akureyri hafa fengið til liðs við sig nýjan leikmann, en það er Þórarinn Jóhannesson, miðvörður úr Fram. Þórsarar hafa misst nokkra leikmenn suður, en nú heíur jafnvægið lagast dálítið. Þórarinn hefur lítið fengið að spreyta sig með Fram, lék þó nokkra leiki árið 1977. Var hann þá í liði Fram sem lék til úrslita í Man.Utd.enn áskjánum SJÓNVARPIÐ sýnir ekkert nema stórleiki þessar vikurnar. Leikurinn í ensku knattspyrnunni í kvöld er að vísu orðinn nokkurra vikna gamall, en að sögn Bjarna Felixsonar, umsjónarmanns þáttarins. er hér um hörkuviðureign að ræða. Það er leikur Derby og Manchester Utd., sem fram fór á Baseball Ground í Derby fyrir nokkrum vikum. bikarkeppninni gegn Val, en tapaði 1 — 2. Munaði mjóu eitt sinn í þeim leik, að Þórarinn kæmi knettinum í net Valsara. _________ Sigb. G. Maraþon í Sandgerði FRAM hefur komiö, áö knattspyrnu- deild Rwynis í Sandgeröi hyggist gera atlögu að íslandsmeti því sem Stjarnan setti nýlega í maraþonknatt- spyrnu innanhúss. Stjarnan lék samfleytt í rúmar 26 klst. en á undan þeim höfðu ýmis félög verið að slá met hvers annars. Til þessa hefur ekkert félag fariö af stað meö maraþonkeppni án þess aö slá gildandi met í greininni. /Etli það veröi nokkur breyting á nú? Leikur- inn hefst á morgun. Botnlið leika gegn topplióum 5 LaIaI aIIiiv aI KA IpAMt ItAÍI iiimIapA ■ 4 jIaÍIjIimmi Handknattleikurinn hefst aftur af fullum krafti nú um helgina og fer Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur: Akranes Vestm.eyjar Þá fram heil umferð í 1. deildinni, auk fjölda annarra leikja. Laugardalshöll Varmá Sunnudagur: Varmá Seltjarnarnes kl. 14.30 kl. 15.30 kl. 19.00 Mánudagur: Laugardalshöll kl. 15.00 3. deild karla ÍA-Dalvík kl. 13.15 2. deild kvenna Þór Ve. — ÍBK kl. 14.15 2. deild karla Þór Ve — KR kl.15.30 1. deild karla ÍR — FH kl. 16.45 2. deild kvenna Fylkir — Grindavík kl. 16.45 2. deild kvenna Fylkir — Grindavík kl. 14.30 3. deild karla Afturelding — Týr kl. 13.30 3. deild karla UBK — Týr kl. 14.00 3. deild karla Grótta — Dalvík Hafnarfjöróur 1. deild kvenna Haukar — Fram---------- 1. deild karla Haukar — Fram Laugardalshöll 1. deild karla Valur — Fylkir kl. 20.00 kl. 21.00 1. deild kvenna 1. deild karla Víkingur — KR Víkingur — HK Toppleikur i Njarðvíkum AÐEINS einn leikur fer fram i úrvalsdeild islandsmótsins í körfu- knattleik um helgina, viöureign Njarðvíkur og Vals suöur í Njarövík- um. Hefst leikurinn klukkan 14.00. Um leikinn Þarf svo sem lítið að fjölyröa, tap fyrir hvorn aðilann sem er gæti Þýtt aö tækifæri á islands- meistaratitlinum væri úr sögunni. Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur: Borgarnes kl. 14.00, 1. deild karla: Snæfell—ÍV. Njarðvík kl. 14.00, úrvalsdeild: Njarðvík—Valur. Sunnudagur: Njarövík kl. 13.00, 1. deild karla: UMFG—Fram. Njarðvík kl. 14.30, 1. deild karla: ÍBK—Ármann. i ! ! $ Laugdælarefstir?^ SPENNANDI uppgjör toppliöa í blakinu er í uppsiglingu í Haga- skólanum í dag. Það er ekki viðureign Þróttar og ÍS eins og verið hefur til þessa þegar talað er um toppliðin í blakinu. Heldur er hér um að ræða viðureign Þróttar og Laug- dæla, sem mjög óvænt hefur bland- að sér í toppbaráttuna í 1. deild. Hápunkturinn hjá þeim var þegar liðið vann ÍS um síöustu helgi, en það var í annað skiptið sem UMFL leggur ÍS að velli í vetur. Bæði Þróttur og UMFL hafa hlotið 14 stig, Aðrir leikir á dagskrá í blakinu um helgina eru eftirtaldir: LAUGARDAGUR: Hagaskóli kl. 14.00 1. deild kvenna ÍS-Völsungur Hagaskóli Kl. 15.00 1. deild karla Þróttur — Laugdælir. Vestmannaeyjar: kl. 13 eöa 14. (óljóst) 2. deild karla ÍV-Víkingur. SUNNUDAGUR: kl. 14.00 1. deild kvenna UBK — Völsungur. Kambaboöhlaup á sunnudag HIÐ árlega Kambaboðhlaup ÍR og HSK verður háó sunnudaginn 28. janúar ef veður og færð leyfa. Þetta verður sjöunda áriö í röð sem boðhlaupið fer fram, en Það hefst á Kambabrún og lýkur viö ÍR-húsið við Túngötu í Reykjavík. Vegalengd- in er um 40 km og hleypur hver hlaupari um 10 km. Þau félög sem hyggja á Þátttöku í hlaupinu eru beðin um að hafa samband við Guðmund Þórarinsson Þjálfara ÍR hiö fyrsta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.